Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 145. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Fundur leiðtoga Evrópubandaiagsins: Nefnd kanni sameiginlegt efnahags- og peningakerfi Thatcher mótfallin einum gjaldmiðli Hannover, Daily Telegraph, Reuter. Leiðtogar Evrópubandalags- ins samþykktu að koma á fót nefnd undir forsæti Jacques Delors, forseta framkvæmda- stjórnar bandalagsins, sem hef- ur það hlutverk að kanna hvern- ig koma megi á sameiginlegu efnahags- og peningakerfi að- ildarríkja bandalagsins. Wil- fried Martens, forsætisráð- herra Belgiu, sagði að flest að- ildarrikin vildu koma á fót seðlabanka Evrópubandalags- ins og sameiginlegum gjald- miðli, en Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst mótfallin þeim hug- myndum. Jacques Delors, sem endurkjör- inn var forseti framkvæmdastjórn- ar bandalagsins til tveggja ára, sagði að mikil bjartsýni hefði ríkt á fundinum. Margaret Thatcher var ekki eins ánægð með fundinn, en sagði að hann hefði markað þáttaskil í þróun Evrópubanda- íagsins. Hún samþykkti með sem- ingi tillögu um að koma skyldi á könnun um sameiginlegt efna- hags- og peningakerfi, en kvaðst þó þeirrar skoðunar að einn gjald- miðill og sameiginlegur seðlabanki kæmu ekki til greina. „Við þurfum ekki einn gjaldmiðil til að koma á sameiningu og þaðan af síður sam- eiginlegan seðlabanka," sagði hún. „Slíkur banki kæmi aðeins að gagni lyti Evrópa einni stjóm." Þegar hún var spurð hvort hún hefði beðið ósigur á fundinum fyr- ir leiðtogum Frakklands og Vest- ur-Þýskalands, sem börðust einna helst fyrir því að tillagan næði fram að ganga, neitaði hún því. Embættismaður hjá Evrópu- bandalaginu sagði að tekið gæti tíu ár að koma á sameiginlegum gjaldmiðli aðildarríkja bandalags- ins. Framkvæmdastjóm banda- lagsins telur að tillagan sé eðlilegt framhald af innri markaðinum, sem áformað er að koma á fót árið 1992. Ellefu seðlabankastjórar, tveir úr framkvæmdastjóm Evrópu- bandalagsins og þrír utanaðkom- andi fjármálasérfræðingar skipa nefndina, sem leiðtogamir ákváðu að koma á fót. Fyrirhugað er að nefndin skili skýrslu á fundi leið- toga bandalagsins í Madrid næsta sumar. Reuter Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, greiðir atkvæði við setn- ingu ráðstefnu sovéska kommúnistaflokksins í Moskvu i gær. Setningarræða Gorbatsjovs á flokksráðstefnunni: Boðar róttækar breyting- ar á sovéska stj ónikerfinu Moskvu, Reuter. RAÐSTEFNA sovéska kommúnistaflokksins var sett í gær og boð- aði Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétrikjanna, róttækar breytingar á sovéska stjórnkerfinu i setningarræðu sinni. Hann lagði til að Sovétrikin tækju upp stjórnkerfi þar sem forseti réði ásamt komm- únistaflokknum. Hann sagði að frá og með næsta vori ætti þjóðþing með 2.250 fulltrúum að kjósa sér forseta úr hópi frambjóðenda með leynilegri kosningu. Forsetinn myndi hafa utanrikis- og vamarmál á 'sinni könnu og útnefna forsætisráðherra. Tillaga Gorbatsjovs gekk lengra en umbótatillögumar sem miðstjóm flokksins gaf út í síðasta mánuði. Hann lagði til, að við þá 1.500 full- trúa, sem nú sitja í Æðstaráðinu, þingi landsins, bættust 750 fulltrú- ar frá ýmsum hagsmunasamtökum. Hin nýja stofnun sem þannig yrði til skyldi kallast Þing fulltrúa fólks- ins og koma saman árlega til að ræða grundvallarmálefni. Þingið yrði kosið á fimm ára fresti. Þingið veldi úr sfnum hópi 400-452 fulltrúa sem tækju að sér dagleg störf. Forsetinn yrði kosinn af þinginu og hefði það rétt til að setja hann af í leynilegri atkvæðagreiðslu. Hlutverk kommúnistaflokksins yrði að móta meginstefnuna í inn- anríkis- og utanríkismálum. Gorbatsjov sagði ekki hver yrðu tengsl aðalritara flokksins, en því embætti gegnir hann nú, og forset- ans, en búist er við því að hann ætli sjálfum sér það hlutverk. Hann hvatti til þess að tekin yrði afstaða til tillagna hans á ráðstefnunni, en henni lýkur í þessari viku. Sjá ennfremur fréttir á bls. 24-25. Reuter Ungverjar mótmæla íBúdapest Ungveijar fjölmenntu við sendiráð Rúmeníu í Búdapest á mánudag til að mótmæla áformum Nic- oláis Ceausescus, forseta Rúmeníu, um að leggja helming rúmenskra þorpa í auðn, en í þeim búa margir Ungveijar. Ungversku rithöfundarnir Istvan Csurka og Sandor Csoori sögðu í gær að 100.000 manns hefðu tekið þátt í mótmælunum. Rúmenar tilkynntu í gær að loka ætti ræðismanns- skrifstofu Ungveijalands í héraði við landamæri ríkjanna, og gáfu starfsmönnum hennar tveggja daga frest til að hverfa úr landi. Svíþjóð: Þing’ið fjallar ekki um einkarannsókn- ina á morði Palme Stokkhólmi, frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. LEYNILEGA rannsóknin á morð- inu á Olof Palme, fyrrum forsætis- ráðherra, sem varð til þess að Anna-Greta Leijon, dómsmálaráð- herra Svíþjóðar, sagði af sér £ byijun þessa mánuðar, er talin vera mesta hneykslismál innan sænska réttarkerfisins £ áratugi. Leijon varð uppvis að því að hafa falið einkaaðila að rannsaka morðið á Palme. Jafnaðarmenn hafa hafnað þeirri tillögu að stjórnarskrárnefnd þingsins fjalli um málið. Leiðtogi Hægriflokksins, Carl Bildt, hefur gefið harðorðar yfírlýs- ingar um málið á flokksfundi hægri- manna. Talið er að Palme-rannsókn- in geti orðið mesta hitamál kosninga- baráttunnar í september. „Sænska réttarkerfið riðar til falls vegna þessa máls. Dómsmálaráð- herrann varð að segja af sér og hátt- settir embættismenn hafa orðið að víkja vegna þess að sannast hefur á þá að þeir hafi tekið þátt í að bijóta lög og reglugerðir og stutt aðgerðir sem eru brot á sænsku stjómar- skránni," segir Bildt. Frá því uppvíst varð um einkar- annsóknina á morðinu á Palme, hef- ur verið deilt um það á Þjóðþinginu hvort stjómarskrámefnd sænska þingsins eigi að fjalla um málið. Jafn- aðarmenn og kommúnistar greiddu atkvæði gegn því. Mun rannsókn á vegum þingsins því ekki fara fram fyrr en eftir kosningamar í septemb- er. Stjómarandstöðuflokkamir, sem gagnrýnt hafa málsmeðferðina, eign- uðust á dögunum óvæntan banda- mann úr röðum stjómarsinna þegar lögfræðingur úr Jafnaðarmanna- flokknum gekk af þingfundi eftir að hafa gagnrýnt meðferð þessa máls. Sagði hann flokksbræður sína hafa tekið hagsmuni flokksins fram yfir þjóðarhagsmuni og að brýn nauðsyn væri að málið yrði rannsakað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.