Morgunblaðið - 30.06.1988, Side 16

Morgunblaðið - 30.06.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 Rit um Jón Axel Bjömsson Myndlist Bragi Ásgeirsson Einn af þeim ungn málurum, sem hafa vakið hvað mesta at- hygli á undanfömum árum, er án tvímæla Jón Axel Bjömsson. Hann var einn af þeim fyrstu, sem lét hrífast af „nýja málverk- inu“ svonefnda,_ og vakti sýning, er hann hélt í Asmundarsal árið 1982, mikla athygli. Einkum fyr- ir það, að þrátt fyrir augljós áhrif mátti greina sterk persónu- einkenni á bak við vinnubrögð málarans. A þeim sex árum, sem liðin eru, hefur Jón unnið að list sinni af miklum krafti og skipað sér í fremstu röð framsækinna íslenzkra myndlistarmanna og er enn í örum vexti svo sem marka má af síðustu sýningum hans. Nýlega kom út ritlingur með allnokkrum litmyndum af nýrri málverkum Jóns Axels, fáeinum grafík-myndum og einu mótlist- arverki. Kynningarformála, sem er á íslenzku og ensku (þýð. Anna Yates) ritar Halldór Bjöm Runólfsson, listsagnfræðingur, en dreifingaraðili er GalleríSvart á hvítu, Laufásvegi 17. Útlits- hönnun annaðist Harpa Bjöms- dóttir, en setningu, litgreiningu, filmuvinnu og prentun, prent- smiðjan Oddi og er það allt vel af hendi leyst. Ljósmyndir af myndverkunum tók Sigurgeir Siguijónsson, en af listamannin- um Páll Stefánsson og er hér einnig allt í sómanum. — Hér er tvímælalaust um mjög athyglisvert og þarft kynn- ingarframtak að ræða og væri vel, ef framhald yrði á í þessu formi, vegna þess óþarfi er að íþyngja jafnan listaverkabækur með löngum textum og ætt- fræði. Það em myndlistarverkin sjálf, sem eiga að segja mikla sögu, en ekki einungis textarnir þótt nauðsynlegir séu. Lista- verkabókaútgáfa í útlandinu er í mjög fjölþættu formi en hefur fallið í hálf einhæfan og staðlað- an farveg hér á landi þar sem t.d. er sagt frá flestu öðru en t.d. sjálfri tilurð verkanna. Stutt og fræðandi spjall við listamanninn hefði aukið gildi ritsins, t.d. í formi krufningar myndverkanna og viðhorfa hans til samtímalistar, svo og eigin hugleiðingar. Iðulega afhjúpar slíkt heilmikið af lífsskoðunum viðkomandi listamanna, og bregður jafnvel nýju ljósi á list þeirra — eykur skilning leik- mannsins á sérstæðri köllun og metnaði, sem ávallt er að baki svipmiklum athöfnum. En hvað sem öðru líður þá má bóka, að hver sá sem flettir upp í þessu riti, sem, þótt ótrú- legt sé, kostar einungis 500 krónur, verður margs vísari um list Jóns Axels Bjömssonar, því að hér er um að ræða kynningar- rit í háum gæðaflokki. Eitthvad út í buskann MED GÓÐAN ÚTBÚNAD Krikketsett Veiðihjól 1.995,- Veiðistöng og hjói 2.170,- Grillkol 125,- Tjaldborð með stólum 2.900,- Pottasett 1.695,- Bastkarfa Svefnpoki 3.495,- Strigaskór 1.495,- Ferðaborðbúnaður í tösku 2.445,- Stranddýna 1.090,- Kælibox 1.145,- Einnota diskar, 12 stk. 99,- Grill 1.799,- 1.200,- Opiö: Mánudago - fimmtudotja kl.9-183Q — Föstudaga U.9-20Q0 — Laugardaga lokað MIKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ GYLMiR/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.