Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 Rit um Jón Axel Bjömsson Myndlist Bragi Ásgeirsson Einn af þeim ungn málurum, sem hafa vakið hvað mesta at- hygli á undanfömum árum, er án tvímæla Jón Axel Bjömsson. Hann var einn af þeim fyrstu, sem lét hrífast af „nýja málverk- inu“ svonefnda,_ og vakti sýning, er hann hélt í Asmundarsal árið 1982, mikla athygli. Einkum fyr- ir það, að þrátt fyrir augljós áhrif mátti greina sterk persónu- einkenni á bak við vinnubrögð málarans. A þeim sex árum, sem liðin eru, hefur Jón unnið að list sinni af miklum krafti og skipað sér í fremstu röð framsækinna íslenzkra myndlistarmanna og er enn í örum vexti svo sem marka má af síðustu sýningum hans. Nýlega kom út ritlingur með allnokkrum litmyndum af nýrri málverkum Jóns Axels, fáeinum grafík-myndum og einu mótlist- arverki. Kynningarformála, sem er á íslenzku og ensku (þýð. Anna Yates) ritar Halldór Bjöm Runólfsson, listsagnfræðingur, en dreifingaraðili er GalleríSvart á hvítu, Laufásvegi 17. Útlits- hönnun annaðist Harpa Bjöms- dóttir, en setningu, litgreiningu, filmuvinnu og prentun, prent- smiðjan Oddi og er það allt vel af hendi leyst. Ljósmyndir af myndverkunum tók Sigurgeir Siguijónsson, en af listamannin- um Páll Stefánsson og er hér einnig allt í sómanum. — Hér er tvímælalaust um mjög athyglisvert og þarft kynn- ingarframtak að ræða og væri vel, ef framhald yrði á í þessu formi, vegna þess óþarfi er að íþyngja jafnan listaverkabækur með löngum textum og ætt- fræði. Það em myndlistarverkin sjálf, sem eiga að segja mikla sögu, en ekki einungis textarnir þótt nauðsynlegir séu. Lista- verkabókaútgáfa í útlandinu er í mjög fjölþættu formi en hefur fallið í hálf einhæfan og staðlað- an farveg hér á landi þar sem t.d. er sagt frá flestu öðru en t.d. sjálfri tilurð verkanna. Stutt og fræðandi spjall við listamanninn hefði aukið gildi ritsins, t.d. í formi krufningar myndverkanna og viðhorfa hans til samtímalistar, svo og eigin hugleiðingar. Iðulega afhjúpar slíkt heilmikið af lífsskoðunum viðkomandi listamanna, og bregður jafnvel nýju ljósi á list þeirra — eykur skilning leik- mannsins á sérstæðri köllun og metnaði, sem ávallt er að baki svipmiklum athöfnum. En hvað sem öðru líður þá má bóka, að hver sá sem flettir upp í þessu riti, sem, þótt ótrú- legt sé, kostar einungis 500 krónur, verður margs vísari um list Jóns Axels Bjömssonar, því að hér er um að ræða kynningar- rit í háum gæðaflokki. Eitthvad út í buskann MED GÓÐAN ÚTBÚNAD Krikketsett Veiðihjól 1.995,- Veiðistöng og hjói 2.170,- Grillkol 125,- Tjaldborð með stólum 2.900,- Pottasett 1.695,- Bastkarfa Svefnpoki 3.495,- Strigaskór 1.495,- Ferðaborðbúnaður í tösku 2.445,- Stranddýna 1.090,- Kælibox 1.145,- Einnota diskar, 12 stk. 99,- Grill 1.799,- 1.200,- Opiö: Mánudago - fimmtudotja kl.9-183Q — Föstudaga U.9-20Q0 — Laugardaga lokað MIKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ GYLMiR/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.