Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 157. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 13. JULI 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkjasljórn: Sandiiustum svar- að í sömu mynt Washington, Reuter. STJÓRN Bandaríkjanna vísaði í gær á brott sendiherra Nicaragna í landinu ásamt sjö öðrum stjórn- arerindrekum Nicaragua. Var þetta svar við sams konar aðgerð- um Sandinistastjórnarinnar í Nic- aragua á mánudag en þá var bandarískum sendimönnunum kennt um undirróðursstarfsemi. Talsmaður Reagans forseta sagði það ógnvekjandi að Ortega, for- seti Nicaragua, skyldi gagngert stofna friðarviði æðum striðandi aðila í Nicaragua í hættu með aðgerðum sínum. „Stóra spurningin hlýtur að vera hve oft viðræðumar þurfa að sigla í strand áður en fólk áttar sig á því að Ortega mun aldrei sætta sig við snefil af frelsi eða lýðræði," sagði Marlin Fitzwater, talsmaður Banda- rikjaforseta, á fréttamannafundi í gær. Er Reagan forseti var spurður hvort stjómmálatengsl ríkjanna hefðu verið rofin svaraði hann því neitandi. Á mánudaginn bannaði Nicaragu- a-stjórn einnig útgáfu stjórnarand- stöðublaðsins La Prensa í 15 daga Michael Dukakis: Lloyd Bent- sen vara- forsetaefni Washington, Reuter. MICHAEL Dukakis, sem tryggt hefur sér útnefningu sem for- setaefni Demó- krata- flokksins í Lloyd Bentsen forsetakosningunum í Banda- rikjunum í haust, tilkynnti í gær að öldungadeildarþing- maðurinn Lloyd Bentsen frá Texas yrði varaforsetaefni flokksins. Bentsen er einn af áhrifamestu þingmönnum landsins og er formaður efna- hagsmálanefndar öldunga- deildarinnar. Með Suðurríkjamanninn Bentsen sér við hlið hyggst Duk- akis, sem er frá Massachusetts í Nýja-Englandi, reyna að fá stuðning Texasbúa og fleiri Suð- urríkjamanna í kosningunum. Texas-ríki er fjölmennt og hefur 29 kjörmenn en alls þarf stuðn- ing 270 kjörmanna til að sigra í forsetakosningum. Árið 1960 valdi John Kennedy, einnig frá Massachusetts, Texasbúann Lyndon Johnson sem varafor- setaefni og sigraði þá sitjandi varaforseta, Richard Nixon. Bentsen fæddist í Texas 1921 og er af auðugum landeigenda- ættum. Hann bjó í mörg ár ná- lægt mexíkönsku landamærun- um og talar reiprennandi spænsku. Bentsen var kjörinn í öldungadeild Bandaríkjaþings árið 1970. og útvarpsstöð kaþólikka, sem gagn- rýnt hefur stjómina, var lokað um óákveðinn tíma. Sjá frétt á bls. 26. Sharpeville-dauða- dómarnir: Aftökum sex blökkumanna var frestað Jóhannesarborg, Reuter. Dómsmálaráðuneyti Suður-Afríku tilkynnti í gær að aftöku „Sharpe- ville-sexmenninganna“ svonefndu hefði verið frestað í annað sinn og nú um óákveðinn tíma. Um er að ræða fimm karla og eina konu sem dæmd voru fyrir að eiga hlut- deild að morði svarts embættis- manns i Sharpeville, einni af út- borgum Jóhannesarborgar, árið 1984 er æstur múgur mótmælti húsaleiguhækkunum. I tilkynningu stjómvalda sagði að frestunin væri gefin til að sakbom- ingamir„gætu notfært sér möguleg- an áfrýjunarrétt og annan lagalegan rétt sinn.“ Lögmenn sexmenninganna hafa lengi reynt að fá málið tekið upp á ný þar sem eitt aðalvitnanna í málinu hafí viðurkennt að hafa borið ljúg- vitni. Sovétríkin: * Odæðismennirnir sloppnir? Grísk yfirvöld telja að alls hafi fimm arabar verið viðriðnir hryðju- verkið undan Grikklandsströndum á mánudag, en óttast er að þeir séu mnnir lögreglunni úr greipum. Á innfelldu myndinni má sjá Zozab Mohammed, sem talinn er hafa farið fyrir flokknum. Á stærri myndinni má hins vegar sjá eitt frönsku fómarlambanna þegar það var flutt heimleiðis til Frakklands í gærkvöldi. Sjá ennfremur fréttir á síðu 24-5. Nago rn o-Karabakh lýsir yfir sameiningn við Sovét-Armeniu Búist við hörðum viðbrögðum Kreml-stjórnar við ögruninni Moskvu, Reuter. Sveitarstjóm Nagorno-Karabakhs í Azerbajdzhan sagði sig í gær úr lögum við Azerbajdzhan að sögn talsmanns dagblaðs kommúnista- flokksins í héraðinu sem ræddi við fréttamenn í Moskvu í gær. Sagði hann tillögu þessa efnis hafa verið samþykkta án mótatkvæða í héraðs- stjórninni. Hann skýrði einnig frá því að ákveðið hefði verið að nefna héraðið framvegis „Artsakh-sjálfstjórnarsvæðið í Armeníu". Ákvörðun- in, sem ekki á sér fordæmi í sögu Sovétríkjanna, var tekin fáeinum stundum eftir að leiðtogi kommúnistaflokks Azerbajdzhans, Abdul Vezirov, hafði hótað þeim öllu illu sem reyndu að efna til mótþróa í landinu. 75% íbúa Nagorno-Karabakhs eru af armenskum stofni og héraðið var áður hluti Armeníu. Yfírvöld í Kreml hafa áður lýst því yfir að ekki komi til greina að breyta stöðu Nagomo-Karabakhs og er því ákvörðun sveitarstjórnarinnar einsök ögrun við æðri yfirvöld. Ekk- ert var vitað um viðbrögð í Kreml er blaðið fór í prentun. Verksmiðjur í Jerevan, höfuðborg Armeníu, eru enn lokaðar, en íbúar borgarinnar ákváðu á fjöldafundi á sunnudag að halda vikulöngu alls- heijarverkfalli áfram. Að sögn tals- manns armenska utanríkisráðuneyt- isins var niðurstaða fundarins, sem haldinn var á sunnudag, sú að halda áfram verkfallinu til þess að þrýsta á kröfur um að Nagorno-Karabakh verði innlimað í Armeníu á ný. „Það var ákveðið í gær að halda verkfallinu áfram í dag, en ekki tek- in ákvörðun um framhaldið," sagði talsmaðurinn í símtali við Reuters- fréttastofuna. „Ástandið er rólegt, en verkföllin halda áfram.“ Talsmaður Armenpress, hinnar opinberu fréttastofu Ármeníu, sagði að sovéskar hersveitir, sem sendar voru til höfuðborgarinnar í síðustu viku, þegar til átaka kom við Jere- van-flugvöll vegna verkfallsins og samgöngur í Sovétlýðveldinu lömuð- ust, hefðu farið úr miðborg Jerevan og héldu nú til við útjaðra borgarinn- ar. Lögregluþjónar eru hins vegar á hveiju götuhorni í höfuðborginni. Mörg stærstu torg Jerevan hafa verið lokuð af og sjá vopnaðir lög- regluþjónar til þess að þar fari eng- inn um. Mikil þjóðernisólga hefur verið við rætur Kákasus á þessu ári og deila Armenar og Azerbajdzhanar hart um landamæri Sovétlýðveldanna, sem verið hafa umdeild allt frá borgara- styijöldinni, sem sigldi í kjölfar vald- aráns bolsévikka árið 1917. Að baki deilum þjóðanna liggur einnig aldagamall rígur milli Armena og Azerbajdzhana, en hinir fyrr- nefndu eru kristnir og hinir síðar- nefndu múslimir. Persaflói: Bandar í kj amenn og Iranir berjast Washington, Reuter. TIL átaka kom í gærkvöldi milli íranskra byssubáta og bandariskra herþyrlna er þeir fyrrnefndu skutu á olíuskip frá Panama. Skipveijar báðu um aðstoð og skiptust þyrlurnar og bátarnir á skotum. Þetta eru fyrstu átök milli ríkjanna frá því að Bandaríkjamenn skutu niður iranska farþegaþotu 3. júlí. Eldur kviknaði í vélarrými olíu- skipsins við árás írönsku byssubát- anna er sátu fyrir skipinu rétt við eyjuna Farsi. Er síðast fréttist hafði dráttarbátur lagt síbyrt við olíuskipið og áhöfnin reyndi að slökkva eldana um borð. Bandarískur talsmaður sagði að herþyrlumar bandarísku, sem voru tvær, hefðu komið frá freigátunni Nicholas. Þær svöruðu skothríð byssubátanna með eldflaugaárás en ekki var ljóst hvort bátunum var grandað. Þyrlurnar sluppu óskaddað- ar og ekki er vitað um neitt mann- tjón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.