Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JULI 1988 17 Á meðan stytjöldin geisaði og fall- byssurnar voru hlaðnar um alla Evr- ópu innsigluðu þessar myndir frægð hans í Berlín, sem seinna varð að heimsfrægð, en sjálfur hafði hann orðið innlyksa í Rússlandi, þangað sem hann hafði skroppið einungis til að vera við brúðkaup systur sinnar. Til marks um það, hve víða hann leitaði fanga á fyrstu árum sínum í París má nefna stefnur eins og im- pressjónismann, kúbismann, (Pic- asso, Braque), orphismann (Robert Delaunay), Fauwismann (Matisse), súprematismann (Kasimir Malevitch, E1 Lissitzky) og „Der Blaue Reiter“ (Franz Marc) o.fl. Allt er þetta merkj- anlegt í myndum Chagalls, en um leið eru myndir hans einstaklega persónulegar og hið rússnesk-gyð- inglega upplag leynir sér ekki í þeim. Og í þeirri margræðu eftirsókn eftir einfaldleikanum og hinu upp- runalega á þessum árum kom það mönnum til góða að hafa djúpa reynslu úr eigin lífi eins og var um Chagall — hér var hann skrefi á undan, hafði forskot, og hið sama má segja um Henri Rousseau. Chagall lét ekki margvíslegar til- raunir og hin fjölþættu áhrif úr öllum áttum, er sóttu stíft að, þurrka út minninguna um uppvaxtarárin né æskustöðvamar í Rússlandi. Þetta dugði honum þvert á móti sem mynd- efni allt lífið, auk þess sem hann endurnýjaði listina. Hann var málari gleðinnar, þyngdarleysisins, hins upphafna og sálræna — sjálfur nefndi hann þetta fjórðu víddina. - O - Á sýningunni í Listasafni íslands, sem telst dæmigerð sýning úr einka- safni náins ættingja málara, með öllum kostum og göllum, sjáum við ýmis brot úr dijúgri starfsævi. Auðvjtað eru hér engin bein lykil- verk, en þó mikilvæg verk frá ferli hans svo sem hinar sérstæðu bún- ingateikningar. Sjálfur heimti hann ekki nema örfá verk úr greipum Herwarth Waldens eftir stríðið og þá ekki fyrr en eftir málaferli. Víst fékk hann verkin greidd, en í verð- „Blávængjaða klukkan“, 1949, olía á striga. lausum seðlum svo að varla dugði „Leikarinn Michoels", 1919, búningateikning. Chagall telst einn af upphafs- mönnum surrealismans, þótt aldrei yrði hann súrrealisti í sjálfu sér, því að til þess var list hans of sértæk, jafnframt því sem hann hafnaði þeirri tegund af bókmenntum í myndlist. Víst er hann sjálfur mikill sögu- maður og sem slíkur eitt af mestu myndskáldum aldarinnar, en myndir hans eru þó, hvað sem öðru líður, öllu fremur málverk og það málverk út í æsar. Hann hreifst af mörgu í list París- arborgar á fyrstu árum sínum þar, hagnýtti sér flest, sem var efst á baugi í málaralist og skáldskap, en hafnaði því um leið. Var eins og ryk- suga, hvað áhrif snerti, en útkoman varð persónulegri eftir því sem á leið þessi fyrstu ár hans þar fram að fyrri heimsstyijöldinni, og margur er á því, að hann hafi þá verið á hátindi ferils síns. Dijúgan hluta af- raksturs þessara ára sýndi Herwarth Walden í húsakynnum „Der Sturm" í Berlín 1914. fyrir einni máltíð! Og þegar hann sneri aftur til Parísar árið 1923 eftir nokkurra mánaða dvöl í Berlín átti hann ekk- ert af sínum fyrri verkum sjálfur og tók þá til bragðs að sækja aftur í sömu myndefni og festist endaplega í þeim en þó með nokkrum breyting- um. Herwarth Walden hafði sagt við Chagall á skrifstofu sinni í Berlín, að öll verkin á sýningunni 1914 hefðu selst og væri hann nú þekktur og virtur málari í borginni og hefði m.a. kona sín (!) keypt nokkur, sem hlaut að vera rétt á pappírunum, enda var skrifstofan hreinlega veggfóðruð með myndum eftir Chagall, svo sem sést hefur af ljósmyndum frá þeim tímum. Þessar myndir eru nú dreifðar um allan heim og ekki lánaðar nema á einstaka stórar yfirlitssýningar, og vátryggingin kostar þá gífurlegar upphæðir. Við getum því, þegar allt kemur til alls, verið þakklát fyrir að jafn ’ J*t' > mé vS, ■ wy} I Jí ■ „Græna augað“, 1944, olía á striga. aldrei þraut, þótt hann gengi til vinnu sinnar svo til dag hvern til hárrar elli og virtist frekar færast í aukana er á leið og víkka þá út tjásvið sitt. Þá tók hann að skreyta kirkjur og opinberar byggingar með glermynd- um og mósaik og fórst það frábær- lega úr hendi líkt og annað. En Vitebsk hefur í sjálfu sér ekki verið neitt frábrugðin þúsundum annarra borga af svipaðri stærðargr- áðu í Rússlandi með sín afmörkuðu og hrörlegu gyðingahverfi, þar sem fátæktin ríkti. Með fijóu ímyndunar- afli bjó hann til litrík ævintýri úr grámósku hvunndagsins, eins konar glitvefí sálarinnar. Sjálfur skrifaði hann: „Vitebsk er borg út af fyrir sig; merkileg borg, óhamingjusöm borg, leiðinleg borg.“ í þessari borg bjó ástin hans og heitmey, Bella Rosenfeld, og til að treysta ástir hennar og upphefja sig í augum foreldranna, sem voru af efri klassanum, vildi hann leggja heiminn að fótum sér sem málari og til þess fannst honum honum París bíða sín með óþreyju. Hún kom líka fljúgandi á móts við hann, og var honum fegurst myndefna lífíð í gegn — eins konar tákn upphafinnar ástar í bókstaflegum skilningi, því að ann- að tveggja svífur hún um myndflöt-. inn eða er máluð í líki dýrlings með blik eilífðarinnar í augum. — Fæðing- arþorp Chagalls, Vitebsk, ævintýrið, gyðingdómurinn og ástin varð hans „Mír Iskusstva" — heimur listarinn- ar. í augum þess, sem hefur fijótt ímyndunarafl og víðfeðmt hugarflug, verður allt að ævintýri, enda var list- in fyrir Chagall einkum viss tegund af sálrænu ástandi ásamt jafnvægi milli raunsæis og frásagnarlegra hugaróra. Ekki markvisst skipulag, heldur rofið ferli og þó í fullkomlegu jafnvægi myndbyggingarlega séð. mikið af frumverkum þessa meistara skuli rata hingað, en hins vegar ætti að vera hægt að fá hingað yfírgrips- meiri sýningu á grafíkverkum, teikn- ingum og myndlýsingum. Hér má t.d. nefna biblíuskreytingu hans, sem er heimsfræg. Það hefði verið stór- kostleg viðbót að fá slíkt með þess- ari sýningu, en hefði þarfnast meiri undirbúnings. Sýningarskráin er mjög vegleg og inniheldur allar myndirnar á sýning- unni í lit. En ég sakna hér raunhæfs formála, sem væri í samræmi við þær myndir, sem til sýnis eru, og fylgdi þeim úr hlaði. Hinn þýddi formála, sem er ágæt- ur í sjálfíi sér, er vafalítið ritaður af allt öðru tilefni og er meira fræði- legir þankar og útlistanir en almenn- ar upplýsingar. Hugmynd að bréfi til Chagalls eftir Hjört Pálsson er hér góð viðbót og fellur vel að sýning- unni, segir á sinn hátt eiginlega jafn mikið og hin langa og fræðilega rit- gerð. Það sem máli skiptir hér er að sýningin bregður ágætu ljósi á list meistarans og nokkur úrvals málverk prýða hana, og þannig séð hlýtur hún að gleðja unnendur listar Cha- galls ríkulega og vera opinberun þeim, sem aldrei hafa séð frumverk eftir meistarann. Þeir eru ábyggilega ekki fáir, enda tel ég afar ólíklegt, að þau gefi að líta á sólarströndum eða sumarhúsum, tívolíum stórborga og vaxmyndasöfnum, þangað sem hálf þjóðin virðist halda ár hvert. Og þótt hér sé um að ræða einn þekktasta málara veraldar, þá er allt annar handleggur að standa augliti til auglitis við frumverk en að sjá þau af eftirprentun, í bók eða blaði. í ljósi alls þessa og að það kann að líða langur tími þar til önnur eins sending á list Chagalls reki á fjörur okkar er því öll viðleitni til að vekja athygli á sýningunni af hinu góða. Skemmtileg tilviljun er, að hún skuli haldin á sama tíma og sýning á Norrænni konkret-list, því að vart getur meiri andstæður í framúr- stefnulist á öldinni. Trúlega hefur vegur jafn skynrænnar og tilfinning- aríkrar listar verið með minnsta móti á uppgangsárum reglustikulist- arinnar. Minnumst þess, að það er sonur fátæks eftirlitsmanns á fiskilager í smáborg í Rússlandi, sem málað hef- ur þessar myndir, sem eru líkastar holspegli á vit hversdagslegra ævin- týra. Veggklukka („Blávængjaða klukkan", máluð 1949), fær djúp- bláan væng sér til fulltingis í rým- inu, en inni í henni horfast elskendur í augu. Fyrir neðan eru hús, sem eins og bifast í jarðskjálfta, og álút- ur maður heldur til síns heima með skjóðu á bakinu í forgrunninum. En efst uppi á sjálfri himnafestingunni sér í gula hænu innan um stjörnurn- ar, vini Chagalls, sem horfir í senn undrandi og glottandi á allt þett sjón- arspil mannlífsins. Hin fræga mynd „Græna augað" er máluð í Bandaríkjunum .árið 1944 á miklum tímamótum í lífi málarans er þráin til Rússlands var hvað mest og hann var í djúpu innra sambandi við heimaslóðir. Hún mun gerð rétt fyrir óvæntan dauða Bellu, sem fékk svo mikið á Chagall að hánn snerti ekki pensil í tæpt ár, sem Segir mik- ið þegar sh'kur maður á í hlut. I myndinni „Svarti hanskinn" frá 1923—48 endurspeglast áhrif úr mörgum áttum, en um leið eru hér samankomin mörg helstu stílein- kenni meistarans. Súprematískur undirtónn er í hinni óvenjulegu mynd „Leikarinn Michoels" frá 1919 og er búningshönnun við leikrit Sholem Aleichem „Les Miniatures". Svo er einnig um „Manninn með langa nef- ið“ en hér kemur vel fram hin græskulausa og alúðlega kímni, sem var höfuðeinkenni Chagalls enda hefur myndin ratað í ýmsar bækur um meistarann. Á þessa vísu upplifir maður heil- mikið af list og lífsspeki Mare Chag- alls á sýningunni í Listasafni íslands og ef eðlilegt væri ættu biðraðir að vera við hana. En það hefur aldrei verið meira en slangur af fólki er mig hefur borið að garði og síðast, rétt áður en ég hóf að rita þessa grein, var ég allan tímann einn í salnum. — Dóttur meistarans, Idu Chagall, ber að þakka mikillega fyr- ir að lána okkur þessar myndir hing- að svo og öllum, er áttu hér hlut að máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.