Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 41 Bréf til borgarstjóra eftir Sigurð Þór Guðjónsson Það er best ég kýli á það að skrifa þér smá bréf af slæmu til- efni. En það er ávörðun borgarráðs um lækkun sekta vegna ólöglegra stöðu bifreiða í miðbænum þar sem ekki eru stöðumælar. Einnig skilst mér að fallist hafi verið á kröfu um að dráttarbílar verði ekki á svæð- inu, en aðeins kallaðir til ef þurfa þætti. Var þetta gert til að verða við óskum Miðbæjarsamtakanna sem lögðu fram 400 undirskriftir aðila sem reka fyrirtæki í mið- bænum. En ég vil með þessu bréfi vekja athygli þína og annarra málsmet- andi aðila, er kunna að laumast í pistilinn, á því óþolandi ástandi sem skapast hefur í eldri hverfum borg- arinnar, vegna bíla sem lagt er upp á gangstéttir. Þeir eru í tuga eða hundraða tali út um alla borg, hálf- ir eða heilir uppi á stéttunum þar sem fólkið á að ganga. Astandið er afleitt í Kvosinni, t.d. gegnt Aðalstræti fjögur, víða í vesturbæn- um svo sem á Vesturgötu austan Ægisgötu, fyrir framan Lands- bankann á Laugavegi 77, í Þing- holtunum (samanber skrif íbúa við Miðstræti í Velvakanda Morgun- blaðsins nýlega), á götum eins og Bergþórugötu, Njálsgötu og Grett- isgötu og á Skólavörðustíg þar sem ekki eru stöðumælar. Við Hegning- arhúsið er gangstéttin orðin bíla- stæði. Þetta fagra hús nýtur sín því engan veginn sem listaverk og er það slæmur vitnisburður um smekkvísi borgarbúa. En miklu verri er sú staðreynd að þarna rembist stundum hvítur jeppi á hæð við fjögra hæða hús og svo mikill með sig að ekki geta tveir menn mæst á gangstígnum, hvað þá farið manneskja með barnavagn. Hún neyðist til að víkja út á götuna þar sem þeir iðka kappaksturinn töffar- arnir. Mjög víða má sjá bíla leggja þar sem bifreiðastöður eru bannað- ar. En bíleigendur hundsa ekki að- eins stöðubannið heldur drífa stund- „Mig langar til að bera fram þá hæversku bón, valdamikli borgar- stjóri, að þú beitir áhrifum þínum sem æðsti fulltrúi borg- arbúa til að Reykjavík- urborg geri allt sem í valdi hennar stendur til að tryggja frið fólks á gangstéttum fyrir átroðningi bifreiða.“ um bílinn með öll hjól upp á gagn- stéttina. Fólk verður þá að stíga út á kappakstursbrautina. Ég nefnj þessi dæmi aðeins af fjölmörgum. Dagana 6. til 13. apríl í vor gekk ég nokkra daga um göt- ur gömlu Reykjavíkur og reyndar ' víðar og tók ljósmyndir af bílum sem voru uppi á gangstéttum. Ég skráði hvar og hvenær myndimar voru teknar. Þessar myndir sendi ég þér og tala þær sínu máli. Þær sýna að gangstéttir gamla bæjarins eru að breytast í bílastæði. Ég mælist til að þú sýnir borgarráði myndirnar og helst öllum sem völd hafa til að grípa í taumana í þessum efnum. (Því miður er ekki hægt að birta nema sýnishorn af þessum myndum í blaðinu.) Ekki þarf að tíunda slysahættuna sem af þessu leiðir. Auk þess er það brot á nýju umferðarlögunum. Og til hvers er verið að setja ný lög ef ekki er farið eftir þeim? En lækk- un sekta fyrir stöðubrot og minna aðhald vegna fjarveru þessa ágæta dráttarbíls merkir að enn verði skertur réttur gangandi fólks til að vera í friði á gangstéttum borgar- innar. Á þennan hátt er í rauninni verið að vernda lögbijóta. Þetta er yfirlýsing borgaryfirvalda um það að ekki sé svo ýkja alvarlegt þó brotið sé á göngumönnum. Það er bannað svona rétt til málamynda. Og sá mórall hlýtur að valda enn Akranes: Fullkomin tíma- tökutæki í nýju sundlauginni Akranesi. SUNDFÉLAG Akraness hefur fest kaup á hluta af mjög full- komnum tímatökutækjum til nota í sundkeppnum og verða þau notuð í fyrsta skipti á aldurs- flokkamótinu í sundi sem fer fram á Akranesi í júlímánuði. Nokkur slík tæki eru nú þegar til hér á landi og breyta þau miklu varðandi nákvæma tímatöku á keppendum. Þessi tæki eru ljósa- tafla og snertifletir sem komið er fyrir í sundlaugarbakkanum. Ljósa- taflan sýnir millitíma á fýrsta manni og síðan skilar hún tíma hvers kepp- anda með ákveðnu millibili. „Sjálft tímatökutækið verður ekki keypt að sinni en það verður leigt frá öðrum félögum sem það eiga. Að sjálfsögu er það okkur mikið áhuga- mál að eignast slíkt tæki sem fyrst, en fjárhagur okkar leyfir ekki slíkt,“ sagði Sturlaugur Sturlaugs- son, formaður Sundfélags Akra- ness, í samtali við Morgunblaðið. „Áætlaður kostnaður við þessi kaup er um 850 þúsund krónur og höfum við að mestu fjármagnað þau kaup sjálf en auk þess fékk félagið veg- legan peningastyrk frá Kiwanis- klúbbnum Þyrli á Akranesi. Það er engin spurning að með tilkomu þessara tækja verður allt mótshald mun skemmtilegra bæði fyrir kepp- endur og áhorfendur," sagði Stur- laugur að lokum. —JG meira skeytingarleysi um þá sem komast vilja leiðar sinnar gangandi í þessari bílaborg. Er þó varla á slæman umferðarmóral bætandi. í viðtali við Morgunblaðið 9. júlí taldi Ómar Smári Ármannsson aðalvarð- stjóri helstu orsakir umferðar- óhappa vera „sofandahátt öku- manna“ og bætti við: „Þarna kemur einnig til aðgæsluleysi, virðingar- leysi fyrir hraðatakmörkunum og tillitsleysi fyrir öðrum vegfarend- um.“ Að sleppa aðhaldinu sem nærvera dráttarbílsins veitir eykur einnig réttleysi gangandi fólks í miðbænum. Er það þó alveg að missa þolinmæðina hvað snertir bílapláguna á gangstéttum. Þörf hefði verið á róttækum aðgerðum til að sporna við henni en ekki ráð- stöfunum sem stuðla að enn meiri vandræðum þeirra sem gangandi eru. í DV 5. júlí er haft eftir þér, borgarstjóri, að Miðbæjarsamtökin „hafi heilmikið til síns máls“. Þá skoðun hefur þú og borgarráð nú staðfest í verki. Og ekki efa ég að svo sé að ýmsu leyti. En skyldi ég ekki hafa líka ofurlítið til míns máls? Ein af forsendum eðlilegs borgar- og götulífs hlýtur að vera sú að bílar haldi sig á götunum en gangandi fólk á gangstéttunum. Og mig langar til að bera fram þá hæversku bón, valdamikli borgar- stjóri, að þú beitir áhrifum þínum sem æðsti fulltrúi borgarbúa til að Reykjavíkurborg geri allt sem í valdi hennar stendur til að tryggja frið fólks á gangstéttum fyrir átroðningi bifreiða. Myndimar sem ég sendi þér em hrikalegt dæmi um ástandið. Og hver maður sem um borgina fer sér það með sínum eigin augum. Ég trúi að þú sért þess megnug- ur í krafti valds og dugnaðar að snúa við þeirri óheillaþróun að gangandi vegfarendum verði ofauk- ið á gangstéttum borgarinnar. Ég vil svo taka fram að þessum skrifum er ekki beint gegn Mið- bæjarsamtökunum. Ég gríp aðeins þetta tækifæri sem gefst til að vekja athygli á ófremdarástandi eins og það lítur út frá sjónarhóli göngu- manna. Það er engin lausn á bíla- stæðavandanum að bijóta á gang- andi fólki. Hitt er annað mál að lækkun tolla á bifreiðum og sú aukning þeirra sem af því leiddi, er eitthvert mesta ógæfuspor sem þjóðin hefur stigið á seinni árum. Reykjavík er fyrir vikið orðin ljót og leiðinleg, illa menguð og óþol- andi erfið yfirferðar. Og það er engin ástæða til að láta það liggja í þagnargildi að Ásmundur Stefáns- son og kó bera á þessu glapræði alla ábyrgð. Finnst þér annars ekki skrýtið, Davíð, að bílar geti ekki lagt í rennusteininn eins og þegar við vorum litlir pollar? Á þeim veður- sælu árum var bíll með öll hjól uppi á gangstétt svo sjaldgæf freist- ing, að engir lífsglaðir strákar gátu staðist þann hasar að hleypa loftinu úr öllum þess bíls frekjulegu hjól- börðum. Mér er sagt að þú hafir verið sá alhressasti í þinni götu eins og ég var sá alhressasti í minni götu (sem var aðalsmannastrætið Vesturgata). En ég var líka komm- únisti í þá daga þó nú sé ég víst að breytast í konu eins og flestir aðrir kjósendur. Við lifum á tíð hinna dularfullu ummyndana. Kommar breytast í konur, gang- stéttir breytast í bílastæði, tjarnir breytast í ráðhús, gangandi vegfar- endur breytast í engla. Að lokum vona ég að ég móðgi engan þó ég láti til mín taka í þessu máli, þar eð ég rek ekki viðskipti og velti engum fjármunum. Þess vegna var ég rétt áðan dálítið smeykur um, að sumir myndu ef til vill kalla mig „nöldrara", „úrtölu- mann“ eða — sem er víst verst af öllu — „sérvitring“, sem málkennd þjóðarinnar virðist halda að þýði „bijálæðingur", „heimskingi" eða „náungi haldinn annarlegum hvöt- um“ — þrátt fyrir Kant og Beethov- en. Ætti þó tilvist þeirra frægu sérvitringa ein sér að nægja til að sanna að ekki eru það rök út af fyrir sig gegn neinni skoðun þó skoðanaframhaldarinn sé hreint ótrúlegur sérvitringur. Nýjustu rannsóknir, sem skýrt var frá m.a. í Newsweek, benda þvert á móti til þess að sérvitringar heimsins séu að öllu jöfnu marktækari andlega en gengur og gerist með fólk. En nú víkur snarlega frá mér mitt smeyka hugarfar þegar ég minnist þeirra göfugu hugsjóna lýð- ræðis og velferðar, að allir eru hnífjafnir fyrir réttlætinu. Skoðanir þeirra sem eiga mikla peninga, eins og t.d. kaupmanna, vega að sjálf- sögðu ekkert þyngra á metunum í sjálfu sér hjá valdhöfum, en skoðan- ir þeirra sem eiga litla eða jafnvel alls enga peninga. Það er manngild- ið (að hver maður sé óendanlega verðmætur án samanburðar við aðra af því lífið er náðar eða guðs- gjöf) en ekki auðgildið sem náttúr- lega gildir hjá oss í einu og öllu. Þess vegna er ég afskaplega bjart- sýnn með að þú hlustir á rök mín, voldugi borgarstjóri, og bregðist álíka karlmannlega við þeim og við erindi Miðbæjarsamtakanna. Ég get að vísu ekki veifað neinum und- irskriftum, en mér finnst þó ekki ósennilegt að ég mæli fyrir munn fjölmargra gangandi vegfarenda, ekki síst barna, bæklaðra manna, blindra og ellimóðra, sem stundum eiga fótum fjör að launa undan inn- rás bílaflotans á gangstíga og gang- stéttir, sem er þó okkar óskoraða yfirráðasvæði. Með kærum kveðjum og vinsemd. Höfundur er rithöfundur. NORÐAN Bragðbætt skagfirsk súrmjólk í handhægum hálfslítra fernum Dreifingaraðili Mjólkursamsalan Mjrílkursamlag J0r SAÚÐÁRKRÓKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.