Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Fiaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
V erðlagseftirlit
almennings
Asíðustu árum hafa menn
gert sér vonir um, að
aukið verðskyn almennings
mundi leiða til aukins aðhalds
í verðlagningu. Stöðugra
verðlag hefur valdið því, að
fólk tekur meira eftir verð-
brejrtingum en áður og þá er
von til þess, að þrýstingur
almenningsálitsins verði til
þess að halda verði niðri. Ef
marka má síðustu verðkönn-
un verðlagsstjóra í brauð-
gerðarhúsum er ekki tilefni
til mikillar bjartsýni um verð-
lagseftirlit almennings.
Samkvæmt þeim upplýs-
ingum, sem Verðlagsstofnun
hefur sent frá sér hefur verð
í brauðgerðarhúsum hækkað
að meðaltali um 25-30% á
síðustu 6 mánuðum. Verð-
lagsstofnun segir, að ráðstaf-
anir stjórnvalda um síðustu
áramót hafi gefið tilefni til
10,3% hækkunar og brauð-
gerðarhúsin hafi því hækkað
verðlag um 14-18% til við-
bótar. Á sama tíma hafi fram-
færsluvísitalan hækkað um
13%.
Það fer ekkert á milli mála,
að verð á daglegum lífsnauð-
synjum fólks hefur hækkað
mjög á undanfömum vikum
og mánuðum. Dæmi Verð-
lagsstofnunar um hækkun
brauðgerðarhúsa sýnir, að
fyrirtækin virðast telja sér
fært að hækka verð á vöm
sinni verulega. Verðlagseftir-
lit almennings sýnist hald-
laust á þessu sviði a.m.k.
Getur það verið, að verð-
bólguhugsunarhátturinn sé
að breiðast svo ört út á ný,
að fólk sé hætt að taka eftir
hækkunum af þessu tagi?
Morgunblaðið hefur áður
vikið að því, að frelsi í álagn-
ingu leggur atvinnurekstrin-
um sérstakar skyldur á herð-
ar. Hér á árum áður, þegar
baráttan stóð um álagningar-
frelsi, barátta, sem Morgun-
blaðið studdi dyggilega, var
því haldið fram af hálfu at-
vinnurekenda, að álagningar-
frelsi mundi leiða til lækkunar
á verðlagi vegna aukinnar
samkeppni og hagkvæmari
innkaupa. Vafalaust hefur
það gerzt í raun á sumum
sviðum. Annars staðar hafa
hækkanir orðið langt umfram
það, sem eðlilegt getur talizt.
Útlendingar, sem hingað
koma furða sig mjög á verði
matvöru hér á íslandi.
Hver eru rök brauðgerðar-
húsanna fyrir þessum miklu
hækkunum á svo stuttum
tíma? Þegar hinn svonefndi
„matarskattur“ var til um-
ræðu í byijun þessa árs var
fólk mjög viðkvæmt fyrir
hækkunum á matvöru og
miklar umræður urðu um
þessi mál. Þær hafa dofnað
mjög. Það er fyllsta ástæða
til að vekja þær upp á ný.
Frelsi til álagningar fylgir
ekki aðeins ábyrgð, heldur
krafa um, að vel sé farið með
það frelsi. Almenningur á
kröfu á upplýsingum um það,
hvers vegna verð á vöru og
þjónustu hækkar hvað eftir
annað langt umfram það, sem
eðlilegt getur talizt. Að öðrum
kosti verður niðurstaðan sú,
að við búum hér í einhvers
konar gullgrafaraþjóðfélagi,
þar sem menn ryðjast um til
þess að ná sem mestu í sinn
hlut.
Verðlagsstofnun hefur með
upplýsingastarfsemi um verð-
lagsmál unnið þarft verk. En
til þess að raunverulegur
árangur verði af því starfi
þarf almenningur að fylgja
þessum upplýsingum eftir
með sterku aðhaldi af sinni
hálfu. Það geta verið gild rök
fyrir því, að verð sé hærra í
einni verzlun en annarri, en
■þá er það væntanlega vegna
þess, að sá aðili bjóði meiri
gæði eða betri þjónustu. Að
sjálfsögðu verður að taka það
með í reikninginn en þá á
neytandinn að geta valið og
hafnað, einnig á þeim grund-
velli.
í vetur héldu stjómvöld því
fram, að verðbólgan yrði 16%
frá upphafi til loka árs. Nú
segir Þjóðhagsstofnun, að
verðbólgan verði 25% á þessu
tímabili. Ef svo fer fram sem
horfir verður spáð enn meiri
verðbólgu í haust. Það er
veruleg hætta á því, að verð-
bólgan fari úr böndum. Þess
vegna skiptir máli, að m.a.
verðlagseftirlit almennings
verði jafnvirkt nú eins og það
var á tímabili í janúarmánuði
sl.
Dounreay-stöðin.
Dounreay á Katanesi:
FRAMTÍÐIN 0(
DOUNREAY-ST
eftir Guðmund Heið-
ar Frímannsson
Töluverðar umræður hafa ver-
ið um kjarnorkustöðina i Dounre-
ay á Skotlandi undanfarið. Hafa
ýmsir orðið tii að mótmæla hug-
myndum um að reisa þar stöð til
að endurvinna kjarnorkuúrgang.
Fréttaritari Morgunblaðsins í
Skotlandi heimsótti stöðina á
dögunum og fer hér fyrri hluti
frásagnar hans:
Dounreay stöðin stendur nánast
nyrst á norðurströnd Skotlands við
Pentlandsfjörðinn í búsældarlegri
sveit á Katanesi, sem er nyrsta
héraðið í Skotlandi. Ég þurfti að
aka frá Fife héraðinu á norður-
strönd Forth fjarðarins upp til Kata-
ness. Það er álíka vegalengd og á
milii Akureyrar og Reykjavíkur um
Hálöndin, þar sem sjá má margt
tignarlegt fjallið og reisuleg tré.
Því norðar, sem dregur, því líkara
verður landslagið íslandi, stöku tré,
víðáttumikil grasi vaxin tún og
mýrarflákar og ekki laust við að
bregði fyrir þúfum í landslaginu,
sem eru þó aðeins lágvaxinn runna-
gróður. A síðustu árum hafa stjóm-
völd beint umtalsverðu fjármagni í
skógrækt á þessum slóðum og ttjám
hefur verið plantað á mikil flæmi.
Náttúruverndarmenn berjast gegn
þessum framkvæmdum með oddi
og egg og telja skógana eyðileggja
fegurð og sérkenni landsins og
stefna ýmsu dýralífi þess í voða.
Ég kom að kvöldi dags til Thurso,
sem er vinalegur skozkur smábær
með um 12 þúsund íbúa. Hann er
um 15 kílómetra frá Dounreay stöð-
inni. Ég áttaði mig ekki á nafninu,
en á leiðinni hafði ég ekið fram hjá
einum Þingvöllum (Dingwall) og í
gegnum eina Vík (Wick). Ekki kom
ég í Þrasvík, þar sem Kári Sölmund-
arson dvaldi hjá Skeggja bónda,
göfugum manni. Það var gott að
finna svala goluna af Pentlands-
firðinum eftir sólarhitann um dag-
inn.
Thurso hefur vaxið ört eftir að
stöðin í Dounreay hóf starfsemi
sína, en bygging eldri kjarnakljúfs-
ins hófst 1955. Það er tækniskóli
og þaðan fara hlutfallslega fleiri
börn í framhaldsnám en í nokkrum
bæ öðrum á Bretlandi utan Oxford.
I Dounreay stöðinni vinna yfir 2000
manns, flest vel menntað fólk á
góðum launum. Það er talið að stöð-
in í Dounreay og starfsemi henni
tengd standi undir ríflega þriðjungi
af efnahag Kataness. Sambandið á
milli stöðvarinnar og bæjarbúa og
bænda á þessum slóðum hefur ver-
ið gott. Þannig hafa bæjarbúar
ekki gert mikið veður út af því, að
fleiri tilfelli af börnum með
hvítblæði hafa fundizt í Thurso á
tímabilinu 1968—1984 en tilviljun
ein getur ráðið, að því er virðist.
Viðhorf þeirra virðast raunar
mótast af meiri skynsemi og sálarró
en viðbrögð fjölmiðla. Þegar nýlega
var gefin út skýrsla um tíðni
hvítblæðis í þömum á aldrinum
0—24 ára í Skotlandi, þá slógu fjöl-
miðlar því upp að stöðin ylli því að
fleiri tilfelli hvítblæðis væru í
Thurso en tilviljun segði fyrir um.
Þegar grannt er skoðað hins vegar,
segir bemm orðum í skýrslunni, að
geislun frá stöðinni sé útilokuð sem
orsök, meira að segja nefnt að ver-
ið geti að lág geislun skaði menn
alls ekki. í skýrslunni er því hins
vegar ekki vísað á bug, að aðrir
þættir í starfsemi stöðvarinnar
gætu hugsanlega valdið hvítblæði.
En það er ekkert sagt um, hvert
orsakasamhengið sé. Raunvemlegu
tölurnar em svo lágar, 6 tilfelli, að
það er óhjákvæmilegt annað en að
taka þær með varúð. Þess ber einn-
ig að geta að marktæk tíðni
hvítblæðis fannst á 55 öðmm stöð-
um í Skotlandi en ekkert tölfræði-
legt samband fannst á milli þess
og þeirra þriggja kjarnakljúfa, sem
starfa í landinu. Það vom því engin
rök til að tengja Dounreay við
hvítblæðistilfellin í Thurso.
Lítil í landslaginu
Daginn eftir hélt ég til Dounre-
ay. Það kom mér á óvart hvað lítið
fór fyrir stöðinni í landslaginu.
Maður sá hana ekki langt að, þótt
hún færi vitanlega ekki fram hjá
manni, þegar nær dró. Utan frá
virðist ekkert sérstakt eiga sér
þarna stað, en þarna gerist ýmis-
legt þeim mun stórfenglegra innan
dyra. Bóklegt vit mannsandans hef-
ur unnið ýmis afrek, sem óhjá-
kvæmilegt er annað en dást að:
Ríki Platóns, Stærðalögmál New-
tons, Gagnrýni hreinnar skynsemi
Kants, Hómerskviður, íslendinga-
sögur og Afstæðiskenningu Ein-
steins, svo eitthvað sé nefnt. En
verklegt vit hans er engu síðra.
Beztu dæmi þess em oft virkjanir.
Það er merkilegt að skoða stöðina
í Dounreay.
Það fyrsta, sem blaðafulltrúi
Dounreay-stöðvarinnar spurði mig,
var, hvort Islendingar ætluðu í al-
vöm að fara að selja rafmagn til
Skotlands. Jú, ég kannaðist við
það. Hann var ekki trúaður á að
það gengi upp. Ofurleiðarar gerðu
Dounreay til dæmis miklu sam-
keppnishæfari en hún væri nú. Ég
spurði hann um áætlanir um að
koma fyrir kjarnorkuúrgangi á