Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988
Feginn því að geta ein-
beitt mér að rannsóknum
- segir dr. Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson lektor í stjórnmálafræði
„MÉR er sönn ánægja að félags-
visindadeild hyggst hlífa mér
við mikilli vinnu þar sem ég er
verkum hlaðinn um þessar
VEGNA tiðra tilfella af ógætileg-
um og of hröðum akstri vélhjóla
um götur borgarinnar og i
grenndinni að undanförnu hefur
lögreglan i Reykjavík boðað með-
limi vélhjólaklúbbsins Sniglanna
á smn fund i dag.
Ómar Smári Armannsson aðal-
varðstjóri í umferðardeild segir að
fundur þessi sé einkum til að ræða
málin við Sniglana og sjá hvort
meðlimir þeirra og lögreglan geti
mundir. Mér finnst gaman að
kenna og vil kenna sem mest
en ég er því feginn ef ég get á
þessu stigi sinnt rannsóknum
gert eitthvað í sameiningu.
„Nú er svo að ekki eru allir öku-
menn vélhjóla meðlimir í Sniglunum
en við teljum að flestir þeirra sem
eru það séu allir af vilja gerðir til
að koma lagi á hlutina," segir
Ómar Smári.
Fundir sem þessi hafa af og til
verið haldnir undanfarin ár og hef-
ur reynslan af þeim yfírleitt verið
góð.
mínum og þarf ekki að inna af
hendi mikla kennslu," sagði dr.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
nýskipaður lektor í stjórnmála-
fræði í gær. Dr. Hannes stundar
nú rannsóknir við Stanford-
háskóla í Kaliforníu og leggur
lokahönd á bók sem Routledge
bókaútgáfan i Lundúnum og
University of Chicago Press
ætla að gefa út á næsta ári.
Á deildarfundi í félagsvísinda-
deild Háskóla íslands í gær var
samþykkt einróma tillaga fulltrúa
nemenda að dr. Hannes kenni
ekki skyldunámskeið á vetri kom-
anda. í samþykkt fundarins segir
að deildin feli engum að kenna
námskeið sem hún telur hann ekki
hæfan að kenna.
Hannes sagðist ætla að kenna
þær valgreinar sem honum bæri
samkvæmt kennsluskrá og yrði
að koma í Ijós hvort nemendur
hefðu áhuga á þeim. Hann kvaðst
ætla að leitast eftir sem bestu
samstarfí við fólk í félagsvísinda-
Lögreglan:
Fundur með Sníglunum
I/EÐURHORFUR í DAG, 13. JÚLÍ 1988
YFIRUT i GÆR:
Austur viö Noreg er 995 mb. lægð, sem þokast norðaustur. Yfir
Grænlandshafi er 1017 mb. hæð. Við Labrador er 997 mb. lægð,
sem hreyfist norðaustur. Hiti breytist fremur lítiö.
SPÁ: Norðlæg átt, víðast gola eða kaldi. Súld ó víö og dreif um
norðanvert landiö, en þurrt og víða léttskýjað um landið sunnan-
vert. Hiti 5 til 10 stig norðanlands, en 10 til 17 stig syðra.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg breytileg átt og víða léttskýjað.
Hiti á bitinu 8 til 17 stig.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustanátt og skýjað um mest allt land.
Þurrt á Norðausturlandi, en víða einhver úrkoma í öðrum lands-
hlutum. Hiti ófram á bilinu 8 til 17 stig.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að fsl. tíma
hfti veður
Akureyri 7 rígning
Reykjavík 10 skýjaft
Bergen 13 skýjað
Helsinki 21 léttskýjað
Kaupmannah. 15 léttskýjað
Narssarssuaq 6 léttskýjað
Nuuk 3 rígning
Osló 4 skúrlr
Stokkhólmur 17 rigning
Þórshöfn vantar
Algarve 22 helðskírt
Amsterdam 15 léttskýjað
Aþena vantar
Barcelona 19 mistur
Chicago 18 heiðskírt
Feneyjar 22 þokumóða
Frankfurt 16 léttskýjað
Glasgow 12 skúr
Hamborg 14 heiðskírt
Las Palmas vantar
London 12 skýjað
Los Angeles 18 skýjað
Lúxomborg vantar
Madrid 17 heiðskírt
Melega 23 hálfskýjað
Mallorca 20 helðskírt
Montroal 21 skýjað
New York 29 mistur
París 13 skýjað
Róm 23 þokumóða
San Dlego 18 léttskýjað
Winnípeg 15 heiðskfrt
Dr. Hannes H. Gissurarson.
deild. „Á íslandi er lengsti meðal-
aldur í heimi en engu að síður er
lífíð allt of stutt til þess að eyða
því í þrætur. Það er ekkert eins
§arri mér eins og það að hefj'a
stríð gegn samkennurum mínum.
Ég lít með tilhlökkun til að
starfa á þessum vetvangi. Mér
heyrist að raunar að mönnum í
félagsvísindadeild finnist óþægi-
legra að fá mig til starfa en mér
að bætast í þeirra hóp. Þeir nem-
endur í stjómmálafræði sem ég
hef haft kynni af eru almennt
skemmtilegir og opnir. Vonandi
hefur engin breyting orðið á því,“
sagði dr. Hannes.
„Þau sjónarmið að maður með
doktorspróf í stjómmálafræði geti
ekki kennt undirstöðugreinar
hennar er að sjálfsögðu út í hött.
Menn eru að setja það fyrir sig
að ég hafi ekki tekið BA-próf og
meistarapróf í greinni. En það er
miklu fremur kostur en galli að
menn leggi víðan grundvöll að
menntun sinni," sagði dr. Hannes
Hólmsteinn Gissurarson.
Isafjarðarhöfn:
Bergnr VE strand-
aði í innsiglingunni
BERGUR VE, 300 tonna bátur
frá Vestmannaeyjum, strandaði
í innsiglingunni í ísafjarðarhöfn
um miðnættið í fyrrinótt. Hann
var fastur á strandstað þar í
gærmorgun, en losnaði þá og
helt aftur til veiða skömmu síðar.
Engar skemmdir urðu á bátnum
við þetta óhapp.
Að sögn lögreglunnar á ísafírði
er innsiglingin mjög þröng á þeim
stað þar sem Bergur strandaði og
jafnvel dæmi þess að heimamenn
sem eru öllum hnútum kunnir á
þessu slóðum hafí lent í vandræðum
á þessum stað.
Bergur VE hefur siglt frá ísafirði
undanfarin sumur og þekkir skip-
stjóri bátsins vel til á þessum slóð-
um.
Ráfaði villt í þoku
í fimm klukkutíma
Egilsstöðum.
UMFANGSMIKIL leit var gerð
að 14 ára stúlku í Eiðaþinghá á
Fljótsdalshéraði á mánudags-
kvöld og aðfaranótt þriðjudags.
Mikil þoka var á Héraði þetta
kvöld og skyggni nánast ekkert.
Um 50 manns úr hjálparsveit
skáta og björgunarsveit slysa-
varnarfélagsins ásamt fólki úr
sveitinni tók þátt í leitinni og
fannst stúlkan heil á húfi ura kl.
3 um nóttina. Var hún þá komin
langt af leið.
Stúlkan sem er til sumardvalar
á bænum Tókastöðum í Eiðaþinghá
lagði af stað um kl. 22 á mánudags-
kvöldið og ætlaði í Breiðavað sem
er bær skammt frá. Á leiðinni villt-
ist hún og fannst nálægt bænum
Ormsstöðum. Hafði hún þá farið
þvert á upprunalega leið sína og
verið á gangi í 5 klukkustundir er
hún fannst um kl. 3 um nóttina.
Var hún þá all vel á sig komin
miðað við aðstæður, en uppgefín
og kvíðin. Mikil þoka og súld var á
Héraði þetta kvöld og allar aðstæð-
ur til leitar erfiðar því skyggni var
nánast ekkert. Urðu leitarmenn því
að hafa mjög stutt á milli sín og
styðjast við áttavita.
- Björn
Flugleiðir:
Vilja ræða við flug-
frejjur um ýmis mál
FLUGLEIÐIR hafa sent flug-
freyjum bréf þess efnis að vegna
bráðabirgðalaganna þar sem
launaliðir eru bundnir fram á
næsta vor verði ekki af eiginleg-
um samningaviðræðum. Hins
vegar séu fulltrúar félagsins
reiðubúnir að ræða við flugfreyj-
ur um ýmis málefni þeirra.
Ekki sér fyrir endann á viðræðum
flugmanna og flugvirkja við Flug-
leiðir um sitthvað varðandi vinnu-
skipulag og ýmis atriði önnur en
launamál. Síðasti fundur var hald-
inn á föstudag í fyrri viku með full-
trúum félagsins og flugvirkja.
Að sögn Einars Sigurðssonar,
blaðafulltrúa Flugleiða, hefur ekk-
ert verið ákveðið um næstu fundi.
Sigurlín Schewing, formaður Fé-
lags íslenskra flugfreyja, fékk í gær
svar Fiugleiða við fundarbeiðni
flugfreyja vegna atriða er falla utan
ramma bráðabirgðalaganna. Sig-
urlín segir fiugfreyjur vilja ræða
ýmis smámál sem ekki snerti laun
en telur ekki ráðlegt að útskýra það
nánar. Hún hyggst kanna í vikunni
hvenær af viðræðum getur orðið.
Landsbankinn:
Ráðning- banka-
sljórarædd -
á morgun
RÁÐNING bankastjóra við Lands-
banka íslands í stað Helga Bergs,
er lætur af störfum um næstu
áramót, verður rædd á bankaráðs-
fundi á morgun, fimmtudag, að
sögn Péturs Sigurðssonar, form-
anns bankaráðs Landsbankans.
Pétur kvaðst hafa átt óformlegar
viðræður við Val Amþórsson, kaup-
félagsstjóra KEA, undanfama daga,
en hann er talinn líklegt bankastjóra-
efni. Pétur vildi ekki láta uppi hvað
þeim fór á milli.
Valur Amþórsson kvaðst í samtaii
við Morgunblaðið ekkert vilja tjá sig
um þetta mál.