Morgunblaðið - 13.07.1988, Page 39

Morgunblaðið - 13.07.1988, Page 39
88 8861 ÍJUl. ,8Í MUOAQtraiVGIM .GIGAJSKUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 39 ■gggp®®®®® Erþörf á frekari J§| E 05 *o e » u. to C3 Fiskeldi á íslandi: „Þurfum að skapa okkur ímynd, sem framleiðendur hágæðavöru“ - segir Hermann Ottósson hjá Útflutningsráði ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands og Landbúnaðarráðuneytið gáfu nýlega út skýrslu um stefnumótun og áætlanagerð í fiskeldi hér á landi. Höfundur skýrslunnar er Hermann Ottósson, og var hún lokaritgerð hans til MBA prófs við Verslunarháskólann í Arósum. í skýrslunni er fjallað um stöðu fiskeldis á íslandi og horfur í fram- leiðslu og sölumálum hjá helstu samkeppnisaðilum okkar. Lögð er áhersla á nauðsyn stefnumótunar og áaetlanagerðar til langs tíma. Morgunblaðið tók Hermann Ottós- son tali, en hann hefur nýverið tek- ið við stöðu markaðsrannsóknar- stjóra hjá Útflutningsráði. Neytandinn fellir hinn endanlega dóm Hermann var fyrst spurður hvernig staða fískeldisins væri hér á landi . Hann svaraði á þá leið, að Íslendingar væru góðir framleið- endur, en þyrftu að læra að mark- aðssetja vöru sína. „Fiskurinn er hins vegar misjafn eftir framleið- endum," sagði hann. „Það eru eng- ir gæðastaðlar til hér á landi og þess vegna er ekki hægt að fylgja gæðakröfum eftir. Og meðan engir staðlar eru til, reyna menn að selja allt sem þeir framleiða, hvemig sem gæðin kunna að vera. Það getur haft alvarlegar afleiðingar, því 1 slæm sending af físki getur skemmt fyrir 20 góðum. Þess vegna er það grundvallaratriði að koma upp gæðamati í greininni. En gæðamál- in eru nú í athugun og árangurs af því starfí er að vænta innan skamms. Hermann sagði að uppbyggingin í fískeldinu hefði frekar einkennst af kappi en forsjá. „Menn hafa ekki alltaf gætt nægiléga vel að því, að það er neytandinn, sem fell- ir hinn endanlega dóm yfír vör- unni. Þess vegna þarf að skipu- leggja framleiðsluna með tilliti til óska hans og þarfa. Það er ekki nóg að íjárfesta í framleiðslutækj- um, það þarf líka að íjárfesta I markaðnum. Við getum gert það með markaðsrannsóknum, sem eru forsenda árangurs í sölumálum." Hafbeitarlaxinn er einstök vara Hermann telur útlitið á alþjóðleg- um mörkuðum fyrir eldisfísk að mörgu leyti slæmt, og segir verð- fall fyrirsjáanlegt vegna fram- leiðsluaukningar. „Þessi staða neyðir okkur til að bregðast við með einhverjum hætti. Við hljótum að athuga hvað samkeppnisaðilar okkar eru að gera, en um leið verð- um við að fínna í hvetju sérstaða okkar er fólgin. Reyndar getum við framleitt alveg einstaka vöru, sem er hafbeitarlaxinn. Forsenda haf- beitarinnar er bann við laxveiðum í sjó, sem er í gildi hér, en ekki í samkeppnislöndum okkar. Strand- eidi hefur líka ótvíræða kosti á ís- landi," bætti Hermann við. „Hér getum við notað nær dauðhreinsað- an sjó og þurfum ekki að gefa físk- inum nein lyf. Þetta er að vísu dýr framleiðsluaðferð, en kaupendur sækjast eftir þessari vöru. En þess ber líka að geta, að víða um landið er ræktaður mjög góður kvíalax." Verðum að leggja rækt við ímyndina í_ skýrslunni bendir Hermann á, að íslendingar séu ekki samkeppn- isfærir við aðra hvað verðið varðar, til þess sé framleiðslukostnaðurinn alltof hár. Þess í stað vill hann að við keppum á sviði gæða og þjón- ustu. „Við eigum að höfða til þeirra, sem vilja hágæðavöru, og eru til- búnir til að greiða hátt verð fyrir hana. Það er tryggasti kaupenda- hópurinn. Þetta er hátekjufólk, sem vill skapa sér vissa sérstöðu og reynir að sanna sig með ákveðnu hegðunarmynstri. Þess vegna sæk- ist það til dæmis eftir matvælum, sem eru ekki á hvers manns borð- um. En til þess að ná þessum mark- aði verðum við að kynna afurðir okkar á réttan hátt. Samkeppnin er gífurlega hörð og við þurfum að skapa okkur ímynd sem góðir, traustir framleiðendur hágæðavöru. Imyndin skiptir miklu máli og það má ekki gleyma að leggja rækt við hana. Við gerum okkur til dæmis oft í hugarlund, að allir viti hve landið okkar er hreint og laust við mengun. En það er misskilningur, og því þarf að auglýsa það. Við verðum að kynna sérstöðu okkar og möguleika. Það fólk, sem við eigum að reyna að höfða til býr við mengun á heimaslóðum og sækist þess vegna eftir þeim vörum, sem það telur að séu heilnæmar." Öflug samtök framleiðenda í máli Hermanns kom fram, að hann telur góða möguleika á því að ná til þessara kaupenda, bæði í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. „Og til þess að hámarka verðgildi eldisfísksins ættum við að koma okkur upp fullvinnslustöðvum f ein- hveiju landi Evrópubandalagsins, annað hvort alfarið á eigin vegum, eða með 50% aðild útlendinga. Með því móti gætum við hunsað tolla- múra bandalagsins.“ Hermann lagði á það mikla áherslu, að skipuleggja þyrfti físk- eldið betur en gert er í dag. „Þessi atvinnugrein er vel fallin til skipu- lagningar og allir hagsmunaaðilar verða að standa vel saman, til að auðvelda vinnu við útflutninginn. Ég er þeirrar skoðunar, að stofna beri öflug samtök framleiðenda, til dæmis í líkingu við þau, sem nor- skir fískeldismenn hafa með sér. Starf þeirra ætti að beinast að gæðamálunum og samstarfí við útflytjendur, auk þess sem sam- ræma þarf stefnuna í sjálfum út- flutningnum. í því sambandi vil ég Erindi um landsráðstefnu sovéska kommúnistaflokksins Morgunblaðið/Bjami „Næsti áratugur verður á margan hátt áratugur fiskeldis,“ segir Hermann Ottósson, markaðsrannsóknarstjóri Utflutningsráðs. nefna, að mikið hagræði væri af því, að allur eldisfískurinn yrði seld- ur erlendis undir sama vörumerk- inu.“ , Áratugur fiskeldis Hermann sagði enn fremur, að sér virtist skilningur vera að vakna hér á landi á nauðsyn markaðsrann- sókna og skipulegrar markaðssetn- ingar. „Með því að kanna hug neyt- enda er hægt að sjá, hvers konar afurð er hagkvæmast að framleiða. I fískeldinu er mögulegt að stjóma framleiðslunni með hliðsjón af þess- um upplýsingum. Af þeim sökum tel ég að hlutur fískeldisins muni aukast mikið í samanburði við físk- veiðamar. Ég hef viljað orða það þannig að næsti áratugur verði á margan hátt áratugur fiskeldis. Við Islendingar höfum nú tækifæri til að ná verulegum árangri á þessu sviði, ef við nýtum okkur þau tæki- færi sem við höfum vegna land- gæða og annarra aðstæðna,“ sagði Hermann Ottósson að lokum. ÁTAKILANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120.105REVKJAVÍK SÍMI: (91)29711 Hlauparaiknlngur 251200 Búnaðartwnklnn Hetlu Barnastrigaskór Verð: 890.- Stærðir: 22-34. Litir: Bleikt, blátt, grænt, hvítt. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs "ML Sh ± VELTUSUNDI2. w* VELTUSUNDI2. KRINGWN 21212 KMHeNM S. 689212. Sérblöð Á LAUGARDÖGUM Fimmtudagskvöldið 14. júlí kl. 20.30, mun Viktor Horikov, fyrsti sendiráðsritari við sovéska sendiráðið í Reykjavík, flytja erindi um 19. landsráðstefnu KFS í húsakynnum MIR, Menningartengsla ís- lands og Ráðstjórnarríkjanna, Vatnsstíg 10. Ræðir hann um meginumræðu- efni ráðstefnunnar, niðurstöður hennar og viðhorfín að henni lok- inni. Einnig svarar hann fyrirspurn- um fundarmanna. Kaffíveitingar verða á boðstólum. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfír. Eins og kunnugt er af fréttum lauk Qögurra daga landsráðstefnu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna fyrir nokkrum dögum í Moskvu. Ráðstefna þessi þótti merkur við- burður í sögu flokks og sovésks samfélags, ekki síst vegna þeirrar opinskáu umræðu sem þar átti sér stað. í lokaræðu sinni í þinghöllinni í Kreml, þar sem ráðstefnan var haldin, sagði Mikhafl GorbatsjoVj aðalritari miðstjórar KFS, m.a.: „I þessari þinghöll hafa ekki farið fram slíkar umræður, og ég held að ég víki ekki langt frá sannleikan- um þó ég segi að ekkert þessu líkt hafí gerst í þessu landi í næstum sex áratugi." A uglýsingar í Lesbók með ferðablaði þurfa aðhafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 16.00 á föstudögum, viku fyrir birtingu og í menningarblaðið fyrir kl. 16.00 á miðvikudögum. blaé allra landsmanna (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.