Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JULI 1988 23 KASK flytur út heilan humar í neyt- endapakkningum: Höfum fengið ágæt- is einkunn fyrir humarinn okkar - segir Ari Þorsteinsson, verkefnisstjóri FRYSTIHÚS KASK á Höfn í Hornafirði hefur nú tekið á móti um 25 tonnum af heilum humri til vinnslu og er megnið af því farið utan. 10 tonn hafa farið til Danmerkur og segir Ari Þor- steinsson, verkefnisstjóri hjá KASK, að Danir hafi gefið humr- inum frá þeim ágætiseinkunn. Frá Danmörku fer humarinn til neytenda á Italíu, en að sögn Ara, er okkur ekki leyfilegt að flylja humarinn beint þangað. Auk þessa selur KASK humarinn beint til Frakklands og Sviss. Afar slök vertíð virðist ætla að koma í veg fyrir að náist að fram- leiða heilan humar upp í gerða samninga. Til þessa er aflinn aðeins 40% af því, sem hann var á sama tíma í fyrra. „Við erum búnir að senda 10 tonn á Danmörku, 4 á Sviss og 5 tonn á Frakkland," sagði Ari Þor- steinsson í samtali við Morgun- blaðið. „Svar hefur borizt frá Dan- mörku og humarinn líkar mjög vel þar, fær hæstu einkunn, en við er- um að framleiða í endanlegar neyt- endapakkningar, eins kílóa öskjur. Þegar verið er að vinna þetta fyrir endanlegan neytenda, felst nokkur listsköpun í vinnunni, því auk þess, sem gæði verða að vera fullkomin, er verið að egna fyrir augað. Við- brögð frá öðrum löndum eru ekki komin. Frá Danmörku er humarinn sendur áfram til Ítalíu, en við ís- lendingar höfum ekki innflutnings- leyfi þangað, þar sem þeir hafa ekki viðurkennt frystihúsin okkar. Einnig er spurning um einhver höft af hálfu EB. Tilraunir til að fá þá til að viðurkenna húsin hafa ekki tekizt. Ekki alveg ljóst hvernig á þessu stendur. Fyrir Frakkland og Sviss erum við með okkar eigin öskjur, en fyrir Danmörku framleið- um við undir dönsku vörumerki vegna áframhaldandi innflutnings á Italíu. í ríkissjónvarpinu fyrir nokkrum vikum fengum við þær upplýsingar frá Bretlandi, keppinautum okkar um þennan markað, að ekkert þýddi fyrir okkur að vera að baksa við framleiðslu á heilum humri á sama markað og þeir. Annað hefur kom- ið í ljós, við höfum þegar sent inn á þennan markað og fengið góðar viðtökur. Mér fínnst þetta einkenni- leg aðferð hjá íslenzka sjónvarpinu við upplýsingaöflun. Það hefði mátt tala við okkur líka, en svo var ekki gert. Við vorum einfaldlega afskrif- aðir af hálfu sjónvarpsins vegna viðtals við keppinautana. Nú erum við búnir að fá um 24 tonn af heilum humri af bátunum og höfum verið að borga um 25 til 30% meira en halaverðið er hér á Höfn, en það er nokkru hærra en til dæmis í Vestmannaeyjum. Ver- tíðin hefur verið með eindæmum dræm. Aflinn nú er aðeins um 40% af því sem kom á land á sama tíma í fyrra. Mið okkar Hornfirðinga hafa alveg brugizt svo sem Breiða- merkurdýpið. Ur Hornaijarðardýpi hefur ekki verið hægt að veiða í þrjú ár. Engar eðlilegar skýringar á þessu hafa fengizt, en þær vildum við gjaman fá. Erum við búnir að offveiða humarinn á þessum mið- um, og ef svo er þurfum við að skipuleggja framhaldið í samræmi við það. Úppistaða aflans nú er úr Meðallandsbugtinni. I þessum afla- bresti er til nokkurra sárabóta verð- mætaaukningin við þennan útflutn- ing, þó hún bæti ekki allt. Stærsta vandamálið er að afla hráefnisins, fáum við nóg af humri gengur dæmið upp. Við höfum náð full- komnum tökum á vinnslunni og erum í raun búnir að selja meira en við getum skilað vegna þess að Til þessa hefur aðeins hluti humarsins verið nýttur, það er að segja halinn, en nú fer hann allur utan og eykur þar með afraksturinn og bætir afkomu þeirra, sem veiðar og vinnslu stunda. Ari Þorsteinsson, verkefnisstjóri hjá KASK, hampar nýju humarpakkningunni. ekki var reiknað með jafnslakri vertíð og raunin er. Það er því ekki að kenna vandkvæðum við vinnslu, getum við ekki staðið við umsamið magn, heldur aflabresti. Við von- umst eftir því að vertíðin verði framlengd til að hægt verði að ná sem mestum afla og minnka þung- ann af áfallinu. Við höfum verið að þreifa fyrir okkur í þessu úndan farin tvö ár og hefur markaðsstarfsemin að hluta til verið unnin héðan frá Höfn. Við fylgjum humrinum alveg eftir, förum með honum út til að sann- reyna viðtökur og hvort allt er ekki í lagi. Við höfum sem sagt komizt yfir alla þá örðugleika, sem voru að hrella okkur í upphafí. Sérhæfð tæki til framleiðslunnar hafa verið keypt, en þau tryggja að við séum með rétt hlutfall efnaupplausna við vinnsluna. Við hana hafa starfað 12 til 15 manns og hún skiptir umtalsverðu máli fyrir fyrirtækið, en framleiðslunni stýrir Arni Sche- ving,“ sagði Ari Þorsteinsson. á úrvals myndbandaleigum VIDEO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.