Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 55
880/ tr'Jl .81 HTJOAfTJMJVfflM fiiTTomi GIQAJHMTJOHOM MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 55 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Landsliðið til Kúbu Einnig erferðtil Kína inn í myndinni ÍSLENSKA landslið í hand- knattleik hefur fengið mörg tilboð um keppnisferðir og heimsóknirfrá þeim þjóðum sem táka þátt f mótinu í A- Þýskalandi. Handknattleiks- samband íslands hefur tekið tilboði um að fara til Kúbu næsta sumar og leika þar við heimamenn. Einnig er það sterklega inn f myndinni að fara til Kfna. Kúbumenn og Kínverjar hafa átt í viðræðum við stjómar- menn HSÍ og tiiboðin eru mörg. Kúbumenn hafa boðið íslending- um að taka þátt í móti í Havana í júní á næsta ári og Kínverjar hafa einnig boðið íslendingum í heimsókn. Þessar þjóðir vilja einnig koma til íslands og miklar líkur á að af því verði. Kúbumenn vilja helst koma í lok ársins en Kínverjar næsta sumar. Þetta eru ekki einu þjóðimar sem komið hafa að máli við HSÍ, en ekki hafa verið ákveðnir fleiri landsleikir enn sem komið er, þrátt fyrir mörg tilboð. „Eg er feginn að vera laus við að mæta íslendingum í Seoul“ - sagði Poul Tiedermann, þjálfari Austur-Þýska lands- liðsins eftir sigurinn á íslendingum ÞRÁTT fýrir hræðilega byrjun voru íslendinga aðeins hárs- breitt frá því að sigra Austur- Þjóðverja í fyrsta leik alþjóða- legs handknattleiksmóts f Dessau. Það voru þó heima- menn sem höfðu sigur, 22:21, með dyggri hjálp hollenskra dómara. Paul Tidemann, þjálfari Austur-Þjóðverja, sagði eftir leikinn, að hann væri feginn að Austur-Þjóð- verjar væru ekki í riðli með íslendingum á Ólympíuleik- unum í Seoul. LogiB. Eiðsson skrífarfrá A-Þýskalandi Það má með sanni segja að byijunin hafí verið mjög slæm hjá íslenska liðinu. Austur- Þjóveijar skoruðu fyrst markið, en Páll Ólafsson jafnaði. Eftir það gekk hvorki né rak hjá íslendingum. Wiland Smith lok- aði markinu og heimamenn skor- uðu sjö mörk í röð. Á þessum tíma var íslenska vömin mjög slök og oft gal opin. Sóknimar voru alltof stuttar, þar sem ekki var beðið eftir nógu góðum fæmm. Útlitið var því ekki bjart eftir 10 mínútur, en þá var staðan 8:1, Austur-Þjóðveijun í vil. Þá tók íslenska liðið heldur betur við sér og minnkaði munin í þijú mörk, 6:9. Rétt fyrir leikhlé jöfnuðu ís- lendingar, 11:11, og vom yfír í leikhléi 13:12. Tvö hraðaupphlaup í súginn Austur-Þjóðveijar skomðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálflei, en ís- lendingar komust yfír að nýju A-Þýskaland — ísland 22 : 21 íþróttahöllin i Dessau, alþjóðlegt mót I handknattleik, þriðjudaginn 13. júlí 1988. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 8:1, 9:3, 10:8, 11:11, 12:13. 14:13, 14:16, 16:16, 18:18, 18:20, 21:20, 21:21, 22:21. Mörk Austur-Þýskalands: Rudiger Borc- hard 4, Frank Wahl 4/1, Andrcas Neipzel 3, Stephan Havck 3, Matthías Hohn 3, Georg Rottenburgen 1, Holger Schneider 1, Holger Winselmann 1 og Bernb Netcke 1. Varin akot: Wieland Schnidd 12/1. Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Islands Siguröur Sveinsson 4/4, Jakob Sigurðsson 3, Bjarki Sigurðsson 3, Geir Sveinsson 3, Atli Hilmarsson 3, Al- freð Gíslason 2, Páll ólafsson 1 og Þorgils Óttar Matthiesen 1. Varin skot: Einar Þorvarðarsson 12, Brynjar Kvaran 1/1. Utan vallar: 6 minútur. Áhorfenudr 1600. Dómarar: Peter Haak og Henry Koppe frá Hollandi — ótrúlega slakir. 16:14. Útlitið var því mjög bjart. íslendingar tveimur mörkum yfír og einum leikmanni fleiri. Á stutt- um tíma misheppnuðust tvö hrað- aupphlaup og Áustur-Þjóðveijar náðu að jafna, 16:16. Islendingar náðu þó yfírhöndina að nýju og komust yfír, 20:18, en þijú mörk í röð breyttu stöð- unni í, 21:20, Austur-Þjóðveijum í vil. Átli Hilmarsson jafnaði svo, 21:21, en Austur-Þjóðveijar náðu forystu að nýju og skömmu síðar misstu íslendingar boltann. Einar Þorvarðarson gaf íslenska liðinu von að nýju með því að veija frá Frank Val í dauða færi þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. íslendingar héidu bolt- anum tii ieiksloka og fímm sek- úndum fyrir leikslok reyndi Kristj- án Arason skot - knötturinn hafn- aði í vamarvegginn Ar-Þjóðvetj- ar, sem fögnuð sigri. Slæm byijun en ágæt út- koma Þrátt fyrir að byijunin hafí verið slæm var leikurinn ágætur. ís- lenska liðið vatnar þó greinilega meiri tækni og samæfíngu, en það má rekja til mjög þungra þrekæf- inga. Bjarki Sigurðsson var tvímæla- laust stjama leiksins. Hann blómstraði í þessum leik og gerði stórglæsileg mörg auk þess að fiska vítaköst. Alfreð Gfslason lék lengst af aðeins í vöm og stóð sig mjög vel og Einar Þorvarðarson varði vel í markinu. Aðrir leik- menn liðsins áttu flestir ágætan leik. íslenska liðið virðist vera búið að ráð bót á vanda sínum síðan í leiknum gegn Vestur-Þjóðveijum hvað varðar vítaköst. Sigurður Sveinsson tók fjögur vítaköst og skoraði úr þeim öllum af miklu öryggi. Krafturinn í skotum hans var svo mikill að markvörðurinn var ekki farinn að hreyfa sig þeg- ar boltinn skoppaði útúr markinu. Á heimawolli Það sem gerði þó líklega gæfu- muninn í þessum leik var að Aust- ur-Þjóðveijar Iéku á heimavelli. Þeir höfðu þvf aðstæður og áhorf- endur með sér og sfðast en ekki síst dómarana. Þeir dæmdu ágæt- lega framanaf, en svo komu furðulegir dómar, allir Austur- Þjóðveijum í hag. Hollendingamir tveir breyttu gjörsamlega gangi leiksins og dæmdu t.a.m. ruðning á fslenska liðið þegar greinielga var um vítakast að ræða. Wiland Smith var sem fyrr aðal- maðurinn fyrir Austur-Þjóðveija og varði glæsilega framanaf. Frank Val stjórnaði sókninni og gerði það vel þrátt fyrir að skora ekki mörg mörk og Borchard átti líka ágætan leik. íÞ/ém FOLK KFJARKINN, smámiðahapp- drætti HSÍ og Skáksasmbandsins hefur vakið mikla athygli. Stjómar- menn HSÍ hafa sýnt handknatt- ieiksmönnum frá mörgum þjóðum miðana og flestir eru mjög hrifnir af þesasri fjáröflunarleið. Jón Hjal- talin Magnússin, formaður HSÍ, sýndi miðana á vinnufundi hand- knattleikssambanda V-Evrópu. Frakkar vora mjög hrifnir. Þeir ætla að ræða við franska skáksam- bandið um hugsnlega samvinnu á svipuðum grundvelli. ■ISLENDINGAR léku í bláum búningum gegn Austur-Þjóðveij- um í gær. Á fundi fyrir leikinn var dregið um í hvemig búningum liðin ættu að leika. íslenska liðið leikur hins vegar í rauðum búningum gegn Pólveijum og Kinveijum. ■ÍSLENSKA landsliðið leikur alla leiki sína í íþróttahöllinni í Dessau, en hún tekur um 3000 manns f sæti. Leikimir he§ast yfir- leitt milli kl. 17 og 18, en það hef- ur einn slæman galla í för með sér - á húsinu eru nefnilega stórir gluggar og þegar sólin skín getur hún blindað leikmenn. 1 ■KÍNVERJAR, sem leika í riðli með íslendingum, stilla ekki upp sínu sterkasta landsliði. Lið þeirra er einungis skipað leikmönnum frá Peking, og því í raun ekki sterk- asta lið Kinveija. ■ PÓLVERJAR unnu Kínveija f gær, 32:15. Pólveijar leiks án þriggja sinna sterkustu leikmanna gegn íslendingum f dag. Bogdan Venta, Dzuba og Tlekitsch. Það má búast við hörku leik í Dessau f dag, en þess má geta að leikurinn er sýndur í beinni útsendingu f Póllandi. Bjarki Slgurðsson átti stórleik með íslenska iandsliðinu gegn A-Þjóðveijum í gærkvöldi. w Hvað sögðu þeir? Bogdan, landsliðsþjálfari: „Við áttum að vinna þennan leik, en við eigum enn við sömu vanda- mál að striða. Einbeitingin er ekki nógu góð hjá leikmönnum fyrir leikinn - auk þess sem við höfum ekki getað æft leikkerfi með tvo línumenn, og margt fleira. Það er eitt vandamál við að leika í Austur-Þýskalandi! Það em dómarar. Það sáu allir sem vom hér í höllinni. En þessi leikur kem- ur sér vel í undirbúningnum og það skiptir okkur öllu máli. Ann- ars er ég ánægður með liðið og Bjarki átti stórkostlegan leik. Ef hann heldur svona áfram þá verð- ur hann leikmaður á heimsmæli- kvarða. Hins vegar era Austur-Þjóðveijar með mjög sterkt lið. Wiland Smith er frábær markvörður og hefur unnið flest verðlaun fyrir Austur- Þþjóðveija og mun einnig hjálpa þeim í verðlaunasæti í Seoul." Poul Tidemann, þjálfari Aust- ur-Þjóðverja: „Þetta var mjög góður leikur og ég er ánægður með sigurinn. ís- lenska liðið sýndi mikinn styrk- leika er það vann með sjö marka forskot og ég verð að játa að ég er feginn að þessi leikur skuli vera búinn og að liðin skuli ekki vera í sama riðli á Ólimpýuleikun- um. Þorgils Óttar Matthiesen „Leikurinn var ekki mjög góður. Til þess vora of miklar sveiflur. Við byijuðum illa, sóknarleikurinn brást og við fengum mörk á okk- ur úr hraðaupphlaupum. En það er jafn slæmt fyrir Austur-Þjóð- veija að tapa niður sjömarka for- skoti fyrir leikhlé. Þetta sýnir að liðin era ekki í topp- formi. Okkur vantar betri skot fyrir utan vömina, en okkur gekk svo vel á ýmsum sviðum, sérstak- lega á línunni, hornunum og markinu. AlfreA Gíslason: „Sóknarleikurinn var alls ekki nógu góður og við vomm alls ekki nógu fljótir aftur í vöminni. Byijunin var hræðileg en við get- um ekki litið á þetta sem mjög stórt tap, við leikum á heimavelli gegn Austur-Þjóðveijum sem em með dómarana á sfnu bandi og útaf fyrir sig era úrslitin ekki svo slæm. Bjariri Sigurðsson: „Mér fannst liðið svolítið tauga- veiklað framanaf en smámsaman náðum við okkur á strik og í heild- ina þá fannst mér þetta þokkaleg- ur leikur. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Jafnt hjá KS og Selfossi Siglfirðingar og Selfyssingar deildu stigum bróðurlega á milli sín á Siglufirði í gœr- kvöldi, þar sem þeir gerðu jafn- tefli, 1:1. Fyrri hálfleikur var markalaus, en strax á þriðju mínútu seinni hálfleiks náði Hafþór Kolbeinsson forystu fyrir heimamenn. Á 56. mínútu náðu Selfyssingar hins veg- ar að jafíia metin, og var það Vil- helm Fredrikssen, sem skoraði fyrir þá. Miðað við gang leiksins verða úrslit- in að teljast nokkuð sanngjörn, enda liðin áþekk að getu og á svipuðum slóðum f deildinni. Maður leiksins: Tómas Kárason, KS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.