Morgunblaðið - 13.07.1988, Page 56

Morgunblaðið - 13.07.1988, Page 56
Nýtt númer 692500 SJÓVÁ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. AÆTLUN:^\ London-Detroit Bilun kom fram í hreyfli— og vélinni snúið til Keflavíkur Farþegaþota með 182 innanborðs: Lenti á öðrum hreyfli á Kefla- víkurflugvelli Lendingin heppnaðist mjög vel „ÉG VAR dauðskelkuð, en hinir farþegarnir virtust vera róleg- ir,“ sagði Angela Reynolds, ein af 182 farþegum um borð í Air- bus A 310 farþegaþotu frá Pan Am, sem lenti heilu og höldnu á öðrum hreyflinum á Keflavíkur- flugvelli klukkan 16:20 í gær. Allt öryggiskerfið á Keflavíkur- flugvelli var gangsett er þotan tilkynnti að hún hefði misst ann- an hreyfil sinn út vegna vélarbil- unar og bað um leyfi til nauð- lendingar. Hún var þá stödd um 500 km suðvestur af Reykjanesi á leið frá London til Detroit í Bandaríkjunum. „Flugstjórinn tilkynnti okkur strax að það væri bilun í öðrum hreyflinum og að það þyrfti að drepa á honum og halda til Is- 256 millj- ónir til flugvalla FRAMKVÆMDIR við flug- velli á þessu fjárhagsári eru um fjórfalt meiri en undan- farin ár, að sögn Jóhanns H. Jónssonar, framkvæmda- stjóra fyrir flugvelli. Alls er ráðstafað 256 milljónum króna til framkvæmda við flugvelli og flugleiðsögukerfi á þessu ári. Stærsta einstaka framkvæmdin er ný flug- braut og stækkun á flugstöð- inni á Egilsstöðum, sem mun kosta um 82 milljónir króna. Aðrar miklar framkvæmdir eru gerð öryggissvæða á Akur- eyrar- og Húsavíkurflugvelli, en öryggissvæði eru belti meðfram flugbrautum. Einnig er unnið við gerð öryggissvæða á Reykjavíkurflugvelli og verið er að setja upp mannhelda girð- ingu í kringum völlinn. Tveir nýir slökkviliðsbílar bætast við, í Reykjavík og á Akureyri. Lokið verður við gerð flug- stöðvar í Vopnafirði nú í mánuð- inum og unnið er að flugstöðv- arsmíði á Neskaupstað. Þá verður bygging nýrrar flug- stöðvar á Sauðárkróki boðin út á þessu ári og ráðgert er að hefja byggingu nýs farþega- skýlis á Blönduósi. Lokið verður að mestu við Bíldudalsflugvöll í sumar, en eftir verður að leggja slitlag á hann. Flug- brautin við Reykjahlfð við Mý- vatn verður lengd og einnig brautin á Borgarfirði eystra, upp í 1.000 metra. Gerð örygg- issvæða á Breiðdalsvík er nán- ast lokið og öryggissvæði á Patreksfjarðarflugvelli verða fullbúin í sumar. lands. Farþegarnir héldu stillingu sinni, en létti greinilega mikið eftir lendinguna, sem tókst mjög vel. Húrrahróp heyrðust og áhöfninni var klappað lof í lófa,“ sagði Raym- ond Reynolds, einn farþeganna. Tilkynning flugstjórans um olíu- leka í öðrum hreyfli þotunnar barst Flugmálastjórn um kl. 15.30 og þremur stundarfjórðungum síðar var vélin lent á Keflavíkurflugvelli. Flugvél Flugmálastjórnar var send á loft og fylgdi hún þotunni inn til lendingar. Allt almannavarnarkerf- ið á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi var einnig sett í gang vegna þessa máls. Sjúkrahúsin voru aðvöruð og það starfsfólk þeirra sem var að ljúka vaktavinnu var beðið að doka við, þar til sýnt væri hvemig lendingin tækist. Lög- reglan á Keflavíkurvelli, Reykja- nesi og á höfuðborgarsvæðinu hafði mikinn viðbúnað til þess að leiðir milli Keflavíkur og Reykjavíkur væru opnar hefði þurft á því að halda. Farþegar og áhöfn Airbus vélar- innar dvöldu hérlendis í nótt, á Hótel Loftleiðum og Holiday Inn. í dag heldur fólkið áfram för sinni með vélinni þar sem væntanlega verður búið að gera við hreyfilinn. fram Starfsmenn Flugleiða athuga hreyfil Airbus A 310 þotunnar, en í gær var ekki ljóst hvað olli því að hann bilaði, svo nauðlenda varð vélinni á Keflavíkurflug- velli. A kortinu sést flugleið vél- arinnar, en hún var um 500 kiló- metra suðvestur af Reykjanesi þegar bilun kom í ljós. Hjónin Angela og Raymond Reynolds ásamt 13 mánaða göml- um syni sínum, Jared. - Morgunblaðið/Þorkell Bréf menntamálaráðherra til háskólaráðs: Fordæmi eru fyrir því að ráð- herra gangi gegn dómnefnd Hótun um málshöfðun vítaverð að mati ráðherra BIRGIR ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra átelur forystu- menn Háskólans fyrir stóryrði, vanstillt viðbrögð, rangfærslur og missagnir í bréfi sem hann sendi háskólaráði í gær. Bréfið er svar við ályktun háskólaráðs vegna skipunar dr. Hannesar H. Gissurarsonar í lektorsstöðu í stjórnmálafræði. Birgir segir rangt að menntamálaráðherra hafi ekki áður gengið gegn dómnefndar áliti um hæfi umsækjenda um kennarastöður við skólann. Iðulega fylgi ráðuneytið ekki meðmælum meirihluta deildarfunda og eigi það við um nær alla menntamálaráðherra undanfarin tuttugu ár. Þá hafi deildarfundir í Háskólanum haft dómnefndarálit að engu, jafnvel þótt umsækjandi hafi verið talinn hæfur með fyrirvara. Háskólaráð lætur nú athuga þann möguleika að stefna ráð- herra vegna stöðuveitingarinnar. Birgir vísar þessum hótunum á bug, segir að enginn vafi leiki á lagalegum rétti ráðherra. Vald ráðherra eigi við þau rök að styðj- ast að með því sé komið í veg fyrir rangindi, mismunun og ófag- leg sjónarmið við stöðuveitingar. í bréfinu er háskólaráð vítt fyrir þessi viðbrögð og þau sögð eins- dæmi í samskiptum Háskólans og ráðuneytisins. Birgir segir að árið 1968 hafi menntamálaráðherra veitt dós- entsstöðu við heimspekideild þeg- ar dómnefnd lýsti viðkomandi umsækjanda óhæfan. Dr. Sig- mundur Guðbjarnason háskóla- rektor sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta væri rangt og hafi þáverandi menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason staðfest það við sig. Birgir segir orð sín standa. Hér hafi verið um að ræða dósents- stöðu í almennum málvísindum. Dómnefnd skipuð af heimspeki- deild hafi lýst eina umsækjandann um starfið óhæfan en ráðherra sett hann í trássi við dóminn. Þá hafi dr. Gylfi sagst líta niðurstöð- una svo alvarlegum augum að taka yrði ákvæði í reglugerð um skipun dómnefnda til athugunar. I bréfinu segist Birgir hafa orð- ið fyrir því oftar en einu sinni að kennarar við Háskólann reyni að hafa áhrif á stöðuveitingar, til þess að aðrir hreppi kennaraemb- ætti en meirihluti viðkomandi há- skóladeildar hefur mælt með. Seg- ir Birgir að sumir viðmælenda sinna eigi nú aðild að ásökunum um að hann gangi gegn vilja Há- skólans. Aðspurður kvaðst menntamálaráðherra ekki nefna nöfn í þessu sambandi. Liti hann svo á að um trúnaðarsamtöl hafi verið að ræða. Ráðherra segir óeðlilegt að dr. Jónatan Þórmundsson, sem hafi verið skipaður sérstakur fulltrúi háskólarektors í dómnefndinni, skrifi undir álit dómnefndar án þess að sérstaða hans komi fram. Ámælisvert sé að Háskólinn hafi aldrei svarað þeim athugasemdum sem lögmaður dr. Hannesar H. Gissurarsonar gerði um vanhæfi dómnefndarmanna. Með vinnu- brögðum sínum hafi félagsvísinda- deild brotið „meginreglu fijálsra háskóla", en þar vitnar ráðherra til ályktunar deildarfundar í síðustu viku. Sigmundur vísar þessum um- mælum á bug. Hann segir að með því að skipa fulltrúa sinn í nefnd- ina hafi hlutleysi nefndarinnar verið tryggt og að formsatriðum yrði fullnægt. „Félagsvísindadeild fór þess á leit við mig að skipa þennan fulltrúa enda var talin ástæða til að ætla að órói kynni að skapast vegna niðurstöðu dóm- nefndar þótt einn nefndarmanna hafi vikið sæti. Er eflaust enginn hæfari til þess að gegna þessari stöðu en prófessor Jónatan, vara- forseti háskólaráðs. Það var athugað hvort ástæða væri til að skipa aftur í nefndina eftir að nýjar reglur höfðu verið settar um skipan í dómnefndir, en lögfróðir menn töldu að hæpið væri að fara þá leið þar sem ákvæði nýju reglanna væru þrengri en þeirra eldri,“ sagði dr. Sigmundur Guðbjarnason. Sjá bréf menntamálaráð- herra til háskólaráðs á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.