Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 Sænskur fjallaleiðangur: Fann hærri fjöll en hæsta fjall Grænlands Leiðangursmennirnir á Grænlandi, frá vinstri: Lars Ogenhag frá Svíþjóð, Peter Herzog frá Austurríki, Ingemar Olsson leiðangurs- stjóri frá Svíþjóð, Helge Bardseth frá Noregi og Mark Jenkins frá Bandaríkjunum. Tekjumissir bæjarsjóðs tvær til þrjár millj. kr. vegna einkaleyfis Flugleiða HÓPUR fjallgöngumanna sem kallar sig „Sweedish-Greenland Expedition 1988“ gekk nú í byij- .. un júlí á tvö fjöll á Grænlandi sem eru hærri en Gunnbjarnar- fjall, sem hingað til hefur verið talið hæsta fjall á Grænlandi, eða 3.708 metrar. Upphaflegt mark- mið hópsins var að ganga á Gunnbjarnarfjall og gera í leið- inni kvikmynd um klifið á Græn- landi, en þegar markmiðinu var náð uppgötvuðu fjallagarparnir hærri toppa í grenndinni. Því var afráðið að kanna þá nánar og mæla. Gengið var á fjall í norð- vesturátt frá Gunnbjarnarfjalli, um 15 km leið, sem mældist 3.780 metrar á hæð og síðan héldu þeir áfram um 5 km og gengu á 3.790 metra hátt fjall. %■ Flugfélag Norðurlands hf. flutti hópinn til Watkins-fjallgarðsins á Austur-Grænlandi með Twin Ott- er-vél félagsins búna skíðum. Lent var á skriðjökli við rætur Gunn- bjamarfjalls 2. júli sl. og þaðan var haldið í leiðangurinn. „Ég hóf undir- búning ferðarinnar fyrir tveimur árum. í fyrstunni ætluðum við með skipi frá ísafirði til Grænlands- strandar, en vegna hafíss urðum við að hætta við þá ætlun okkar og brugðum á það ráð að fá Flugfé- - lag Norðurlands hf. til að feija okk- ur og verð ég að segja að þar eru færir flugmenn á ferð. Sjálfur er ég flugstjóri svo ég veit hvað ég er að tala um,“ sagði Ingemar Ols- son, leiðangursstjóri hópsins, á blaðamannafundi er hann hélt eftir komuna til Akureyrar. „Þessi upp- götvun okkar er mikill sigur fyrir okkur og hef ég nú þegar tilkynnt dönskum og grænlenskum yfirvöld- um um þetta. Grænland er tiltölu- lega óklifið því aðeins þrisvar hefur verið farið upp á Gunnbjamarfjall til þessa, fyrst árið 1935, síðan 1971 og 1987. Einnig fór hópur af TILLAGA sú er lá fyrir bæjar- stjómarfundi í gær varðandi af- nám einkaleyfis Flugleiða á flug- leiðinni Akureyri—Reykjavík— Akureyri var dregin til baka af flutningsmönnum hennar. Þess í -ptað vom samþykktar samhljóða með ellefu greiddum atkvæðum þrjár tillögur þessu máli viðkom- andi í bæjarstjórn Akureyrar í gær. Upphaflegu tillöguna fluttu bæj- arfulltrúar Alþýðuflokks, Gísli Bragi Hjartarson og Bjöm Jósef Arnviðar- son, auk Heimis Ingimarssonar bæj- arfulltrúa Alþýðubandalags og Úlf- hildar Rögnvaldsdóttur bæjarfull- trúa Framsóknarflokks. Tillagan var var áskorun bæjarstjórnar á sam- gönguráðuneytið að nema úr gildi einkaleyfí Flugleiða til áætlunar- flugs á flugleiðinni Akureyri— Reykjavík—Akureyri. Fjórmenningarnir drógu tillögu þessa til baka á fundi bæjarstjórnar í gær og komu með nýja sem var samþykkt samhljóða og er þannig: „Bæjarstjóm Akureyrar beinir þeim tilmælum til samgönguráðuneytisins að nú þegar fari fram könnun á því stað árið 1969, en sneri við. Við erum því fjórði hópurinn sem geng- ur á fjallið," sagði Ingemar og Mark .Jenkins, einn af leiðangurs- mönnunum, bætti við að það ánægjulegasta við þetta væri sú staðreynd að fyrri leiðangrarnir hefðu augljóslega verið að klífa bandvitlaus §011. Ingemar kvað slíkar ferðir mikið §árhagsspursmál fyrir sig persónu- lega því ferðin hefði kostað samtals 170.000 danskar krónur. Hann hefði tekið 120.000 króna bankalán til sex ára og ef markmiðið hefði ekki náðst, væru þetta gjörsamlega glataðir ijármunir. „Nú geri ég mér hinsvegar miklar vonir úr því við uppgötvuðum hærri fjöll en það sem hvort eðlilegt sé að ný skipan á flug- leiðinni Akureyri—Reykjavík verði tekin upp þegar núverandi flug- rekstrarleýfi rennur út. Gerð verði úttekt á þeirri þjónustu, sem nú er veitt, og kannað hvort félagið gefí fleiri flugrekstraraðilum kost á að þjóna þessum markaði. í því sam- bandi verði sérstaklega tekið tillit til atvinnumála á Akureyri. Bæjar- stjórn óskar eftir að eiga aðild að þessari úttekt.“ Auk þessarar tillögu var sam- þykkt önnur tillaga frá bæjarfulltrú- um Alþýðubandalags, Heimi Ingi- marssyni og Sigríði Stefánsdóttur, sem er þannig: „Bæjarstjórn felur atvinnumálanefnd að undirbúa til- lögur varðandi flugsamgöngur til og frá Akureyri. Nefndin fjalli bæði um innanlands- og utanlandsflug og hafí í huga hagsmuni bæjarbúa, ferðamanna og bæjarsjóðs." Þriðja tillagan, sem samþykkt var sam- hljóða, kom frá Sigurði Jóhannssyni fulltrúa Framsóknarflokks og er hún á þessa leið: „Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að skora á Flugleiðir hf. að taka upp nánara samstarf við Flugfélag Norðurlands hf. með það fyrir augum að auka starfsemi þess talið var hæsta fjall Grænlands og komum við til með að fylgja þessum leiðangri vel eftir með greinaskrif- um og kvikmynd, sem við ætlum að gera um leiðangurinn." Alls gengu fímmmenningamir um 150 km leið og hafði hver þeirra um sig um 45 kg farangur með- ferðis. Þeir félagarnir tóku upp þriggja klukkustunda myndefni á þeim níu dögum sem ferðin tók og verður myndin unnið að miklu leyti í upptökuveri í Oslo sem Helge Bardseth, einn leiðangursmann- anna, rekur þar. Ingemar sagði að íslandi yrðu gerð nokkur skil í myndinni, ekki síst vegna vaskrar frammistöðu Flugfélags Norður- lands hf. við erfíðar aðstæður. á flugleiðinni Akureyri— Reykjavík—Akureyri og stefnt verði að því fyrirkomulagi að fyrsta flug- ferð hvers dags frá Akureyri til Reykjavíkur geti hafist fyrr en nú er.“ Þess má geta að einkaleyfi Flug- leiða á leiðinni rennur út í árslok 1989. Magnús Gamalíelsson hf. á Ól- afsfirði hefur nýlega sett á fót rækjuvinnslu, en hingað til hefur rækjuvinnsla ekki verið til staðar á Ólafsfirði þó leyfi hafi verið fyrir henni á annað ár. Svavar B. Magnússon fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við Morgunblaðið að tvær pillunarvélar væru í húsinu og væri afkastagetan um 400 kg á klukku- tímann á hvora vél. Hluti af húsa- kosti og frystikerfí hraðfrystihússins ÆTLA má að tekjumissir bæjar- sjóðs Akureyrar vegna einka- leyfis Flugleiða hf. á leiðinni Akureyri—Reykjavík nemi á bil- inu tvær til þrjár milljónir króna. Þorleifur Þór Jónsson atvinnu- málafulltrúi bæjarins hefur gert lauslega athugun á þessu. Hann sagði tölur þessar mjög gróflega reiknaðar enda væri ekki nákvæm- lega hægt að henda reiður á hvern- ig útkoman væri fyrir bæjarsjóð ef Flugfélag Norðurlands hf. sæti alfarið að rekstrinum. Ljóst væri þó að útkoma bæjarsjóðs vænkað- ist heldur. „Flugleiðir hf. greiddu á árinu 1987 rúmlega 50.000 krónur í aðstöðugjöld til bæjarsjóðs Akur- eyrar á meðan Flugfélag Norður- lands hf. greiddi rúmlega 280.000 krónur. Útsvar þeirra átján starfs- manna, sem starfa hjá Flugleiðum á Akureyrarflugvelli, er áætlað hafa numið í fyrra 1,2 millj. kr. á meðan útsvar 24 starfsmanna Flugfélags Norðurlands er áætlað hafa numið á árinu 2,8 millj. Við- skipti Akureyrarbæjar eingöngu við Flugleiðir á árinu námu um einni milljón króna. í fyrra ferðuðust 106.000 far- þegar með Flugleiðum á leiðinni Akureyri—Reylgavík—Akureyri. Má því ætla að fyrirtækið hafi fengið í kassann um 318 millj. kr. miðað við farmiðaverð þá. Því er ekki fjarri lagi að Reykjavíkurborg hafí fengið rúma milljón sé miðað eingörigu við aðstöðugjöld, 0,33%, og ekki tekið tillit til útsvars starfsmanna," sagði Þorleifur. Hann bætti því við að þetta væri var tekinn undir rækjuvinnsluna og starfa þar 12 til 14 manns á einni vakt sem stendur. Þrír heimabátar eru í viðskiptum við rækjuvinnsluna, Sigurfari, Guðvarður og Snæbjörg. Stofnun rækjuvinnslu á Ólafsfirði hefur lengi verið í bígerð og hefur leyfi frá sjávarútvegsráðuneytinu verið fyrir hendi í nokkur ár. Það var fyrirtækið Sæver sem hélt leyf- inu, en kemur ekki til með að nýta sér það þar sem fyrirtækið stendur mjög höllum fæti og verður að öllum aðeins ein hlið málsins, en margir samverkandi þættir yrðu teknir til athugunar áður en fullmótaðar til- lögur kæmu fram í máli þessu. 30. fjórðungsþing Lífið o g fréttir af lands- byggðinni Þrítugasta fjórðungsþing Norðlendinga verður haldð á Húnavöllum 2. og 3. september nk. Helstu mál þingsins að þessu sinni verða lífið á landsbyggðinni og landsbyggðin í fréttum. Þingið verður sett föstudaginn 2. september kl. 13.00. Þá verður lesin upp skýrsla Valtýs Sigurbjarnarson- ar formanns, Askels Einarssonar framkvæmdastjóra og gestir flytja ávörp. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra flytur ræðu og síðan verða flutt þijú framsöguerindi sem bera yfírskriftirnar „Kostir landsbyggðar", „Þýðing lands- byggðar" og „Menning landsbyggð- ar“. Einnig verða flutt þijú fram- söguerindi um landsbyggðina í frétt- um sem bera yfirskriftimar „Staða Ríkisútvarpsins", „Fjölmiðlar frá al- mennu sjónarmiði" og „Fjölmiðlun á Norðurlandi“. líkindum tekið til gjaldþrotaskipta á næstu vikum. Að sögn Svavars hef- ur næg vinna verið í verksmiðjunni síðan starfsemin hófst og hefur ver- ið unnið á einni vákt frá 7 til 19 þann mánuð sem liðinn er. Hinsveg- ar er möguleiki á að skipta vöktum upp í tvær til þijár ef meiri afli berst. Svavar sagði litla reynslu komna á vinnsluna ennþá, en þrátt fyrir lágt markaðsverð á rækju þessa dagana vonuðust menn til að verðið breyttist til batnaðar. Einkaleyfi Flugleiða hf.: Fyrri tillaga dregin til baka og þijár aðrar samþykktar í staðinn Magnús Gamalíelsson hf. Ólafsfirði: Setur á fót rækjuvinnslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.