Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLf 1988 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /\P 1 /wvwi 'U II Bjórkjallari innréttaður aftan við Dómkirkjuna Stefnt að opnun í mars á næsta ári BORGARRÁÐ hefur samþykkt erindi um innréttingu veitinga- stofu í kjallara hússins við Póst- hússtræti 17, á horni Skólabrúar og Pósthússtrætis aftan við Dóm- kirkjuna. Stefnt er á að opna þar bjórkjaUara í byijun mars á nsesta ári og hafa mat á boðstól- um í hádeginu og á kvöldin. Eigendur hússins eru hjónin Guð- borg Kristjánsdóttir og Bjami Mar- teinsson, arkitekt, sem teiknað hef- ur innréttingar i kjallarann. Hús- næðið er um 130 fermetrar og að sögn Bjama mun veitingasalurinn taka um 100 manns I sæti. „Þetta verður ekta bjórkjallari i grófum stíl, einn salur með nokkmm útskot- um,“ segir Bjami. „Við stefnum að þvi að opna á næsta ári um svipað leyti og bjórinn verður leyfður. Eflaust fáum við einhvem f lið með okkur til að sinna matseldinni." Þessir hringdu . . . Leikfélag- Haf narfj arðar Þau leiðu mistðk áttu sér stað í Velvakanda 9. júlí að Dóra Sig- urðardóttir var sögð formaður Leikfélags Kópavogs, en hún er formaður Leikfélags Hafnarfjarð- ar. Það er auðvitað Leikfélag Hafnarifjarðar sem hefur verið með leikritið Emil í Kattholti á fjölum sínum en ekki Leikfélag Kópavogs. Einnig ber að taka það fram að ekkert samkomulag hefur náðst við bæjaryfirvöld Hafnar- fjarðar um hvernig leysa á að- stöðumál leikfélagsins, því bæjar- stjórn hefur tekið stóran hluta af anddyri Bæjarbíós undir starfsemi sína. Því er ekki vitað hvar leik- ritið verður sýnt næst. Velvakandi biðst velvirðingar á þessum mistökum. Hvor sinn gjalddaginn Jóhanna Jónsdóttir hringdi: „Mér þykir það óþægilegt að síðan Hitaveitan og Rafveitan fóru að senda hvor sína gíróseðla að þeir skuli hafa hvor sinn gjald- daga. Hvers vegna er ekki hægt að hafa sama gjalddaga? Oft man maður einungis eftir öðrum og gleymir þá hinum, auk þess sem þessu fylgja aukasnúningar. Það væri best fyrir alla aðila að hafa sameiginlegan gjalddaga." Bjórkjallari við Dómkirkjuna „Ein sem lifir í voninni“ hringdi: „Mér birtist framtíðarsýn eftir að hafa lesið í Morgunblaðinu 9. júlí að bjórkjallari yrði innréttaður aftan við Dómkirkjuna: Að ég muni engla sjá, er mig farið að gruna, þá smakka ég elsku ölinu á, aftan við Dómkirkjuna." Gleraugu Gleraugu töpuðust 6. júlí. Þetta eru lesgleraugu, óræð á litinn en með skrauti á örmum við lamim- ar. Finnandi vinsamlegast hafið samband við Eggert í síma 32364. Fundinn köttur Arnfríður hringdi: „Ungur og státinn alsvartur fressköttur kom í nauðum staddur að Njálsgötu 8c laugardaginn 9. júní. Hann virðist vera af síam- skyni, fagurskapaður og lífsglað- ur. Skynsamur eigandi ætti ekki að láta svo fallegan kött úr greip- um ganga. Upplýsingar fást í síma 17459.“ 2 týndir kettlingar 2 gulbröndóttir kettlingar töp- uðust frá Víðihlíð 13. Finnandi er beðinn að hafa samband við Bryndísi í síma 38607 eða 21199. Seðlaveski 8. júní tapaðist seðlaveski á leiðinni milli Þverholts og Bræðra- borgarstígs. í veskinu voru 2000 kr., og voru það blaðburðarlaun ungs drengs. Ekkert annað var í veskinu. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa sam- band við Þór í síma 12635. Heimur hinna gleymdu Til Velvakanda. Mig langar til að minnast Önnu Guðmundsdóttur og þakka henni fyrir að fá að kynnast henni, konu sem gaf mér innsýn inn í heim hinna gleymdu. Sá þögli hópur deyr í kompum úti um allan bæ, já svo afskrifaður að enginn auglýsir lát þeirra eða jarðarför eins og nú er með Önnu. Jafnvel starfsfólk Félagsmála- stofnunarinnar spyr: „Hver var kon- an sem fannst látin í Grjótaþorpi?" Hjá mér getið þið fengið að vita hver hún var. Þetta var Anna sem gekk undir nafninu Vestmanna- eyja-Anna. Ég kynntist Önnu þegar ég vann á klósettum borgarinnar og er viss um að hún vildi að ég sendi þessum konum sem þar unnu sínar bestu þakkir. Þar gat hún komið, fengið sér kaffísopa og margar gáfu henni föt. Um fram allt gáfu þær henni hlýhug sem þetta fólk þráir mest af öllu. Ég hef í ræðu og riti reynt að vekja athygli á lífi og dauða þessa fólks. Svörin voru þau sömu og ég fékk er ég reyndi að vekja athygli á lífi ungmenna: „Já, ef þetta er satt.“ Nú þegar ég sit hér og lít út sé ég gluggann á kjallaraholunni henn- ar Önnu. hann er tómur, engin blóm eða gluggatjöld. Útigangskisurnar sem hún gaf alltaf sitja nú og stara inn um hann. Þær sakna hennar. Henni var bannað að hafa kisur inni hjá sér. Þegar ég horfi á gluggann verkar hann á mig eins og starandi auga, auga sorgar og bænar. Eg krefst þess að þjóðfélagið sem veitir ómældu fé í kannanir veiti fé til að kanna líf og dauða þessa fólks. Þögnin kemur hinum ábyrgu best. Það þarf að opna hjálparstöð sem er opin allan sólarhringinn, þar sem allir, í hvernig ástandi sem þeir eni, geta fengið mat, föt og aðstoð. Ég veit að Rauði krossinn á góðu fólki á að skipa og mun ekki láta sitt eftir liggja. Unglingaathvarfið á Suðurgötu 35, sem þeir komu á er þeim til sóma. Hvað segja skattgreiðendur? Eru þeir sáttir við að fjármunum þeirra sé sökkt í Tjörnina, reist ráðhús í ráðalausu þjóðfélagi? Hvar eru prestarnir? Kristur fór út á meðal fólksins og mettaði þúsundir. Hann breytti vatni í vín. Hvers vegna ekki mjólk handa bömunum? Það hefði verið hægt að fæða marga fyrir þá fjármuni sem fara í að reisa eina kirkju. Póstur og sími: Undirritaður er einn fjölmargra óánægðra viðskiptavina Pósts og síma. Reyndar er í hæsta máta vafa- samt að tala um viðskiptavin, því ekki stendur maður í skiptum við stofnunina af fúsum og frjálsum vilja, eins og tíðkast við vinaval. Póstur og sími er ein örfárra stofnana, sem ég veit til þess að láti hringja út frekar en að svara í síma. Hefði maður þó haldið að hún reyndi að ganga á undan með góðu fordæmi. Starfs míns vegna þarf ég einatt að hringja til útlanda og þarf að láta Póst og síma annast þær hringingar. Þegar maður þarf hins vegar að eyða allt að tíu mínútum til þess eins að ná í Póst og síma fara að renna á mann tvær grímur um ágæti þess fyrirkomulags. Kannski Pósti og síma sé að lær- ast það að hún er þjónustustofnun. Nýjar leiðbeiningar fyrir stafræna símnotendur (eða notendur staf- rænna síma) í símaskránni benda til þess að síma-mandarínarnir við Kirkjustræti séu e.t.v. loksins að ná áttum. Hver veit? Við verðum að stöðva það feigðar- hjól sem ráðamenn halda sig geta snúið í eigin þágu. Ég vil að síðustu þakka vinkonu minni fyrir öll þau blessunarorð sem hún gaf mér og munu styrkja mig í baráttunni fyrir hinum snauðu. Guð blessi minninguna um góða konu. Laufey Jakobsdóttir Hins vegar vaknar í sífellu sú spurning hjá mér hvort ekki megi fara að losa um einokunaraðstöðu Pósts og síma frekar en verið hefur. Ég held að öll umræða um einkavæð- ingu sé af hinu góða og ekki síst þegar að ræðir um tröllauknar stofn- anir hjúpaðar egypskum myrkrum líkt og gerist með Póst og síma. Um skrifræði póstsins og óliðlegheit skal ekki einu sinni fjallað hér. Það er ráðstefnuefni fyrir her sálfræðinga. Hin eilífu vandræði sem eru í bæjarsímanum eru ekki til minni leiðinda. Hver hefur ekki lent í því að hringja eitthvert númer án þess að nokkurt gerist? Eða því að hringja í fyllilega gott og gilt númer til þess eins að fá að heyra að það sé „eng- inn notandi í þessu símanúmeri.“ í eina skiptið sem ég man eftir því að kjöftugum hafi ratast satt orð í munn í þessu viðfangi var þegar þessi tilkynning glumdi á hljóð- himnunni eftir að hafa reynt að ná í eina af skrifstofum Pósts og síma. Það er nefnilega enginn notandi í því símanúmeri. Andrés Magnússon. Er enginn notandi í því símanúmeri? MAZDA 1988 T3500 Ekinn um 15 þús km. Bílaborgarkassi 3+1 hurð og lyfta. Vindbrjótur, útvarp og símatenging. Vinna tvo daga í viku gæti fylgt með, ef um semdist. Tilboð sendist augiýsingadeiid Mbl. merkt: „V- 3763“ fyrir 20. júlí nk. Plastkör Þessi sterku og léttu plastkör henta vel til flutninga og geymslu á hverskonar vörum og matvælum. Þrjár stærðir. B.Sígurðsson sf. Veitum allar ___ upplýsingar. Auðbrekku 2, Kópavogi. Sími 91-46216. NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ loiisaiHiaj ÚTILÍF" Sími 82922 AKAI HLJÓMTÆKI nesco LRUGRl/GGUR HF Laugavegi 10, simi 2 7788
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.