Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 31
Akranes MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 31 Ný sundlaug í notkun fyrir aldursf lokkamót Akranesi. Aldursflokkameistaramót ís- lands í sundi verður haldið á Akranesi dagana 22.-24. júlí nk. og fer það fram i hinni nýju og glæsilegu sundlaug Skagamanna sem nú er verið að ljúka fram- kvæmdum við. Stjórn Sundfélags Akraness hef- ur að undanförnu staðið í ströngu við undirbúning sundmótsins og hefur hún notið aðstoðar fjölmargra aðila. Þar koma til foreldrar sund- fólksins og aðrir velunnarar sund- félagsins. Um tíma leit út fyrir að framkvæmdum við sundlaugina yrði ekki lokið fyrir mótsdaginn og hefði því þurft að færa mótið til annars staðar, en því hefur nú ver- ið kippt í liðinn og aukinn kraftur verið settur í framkvæmdir. Síðustu daga hafa framkvæmdir gengið það vel að búið er að taka frá skýli sem byggt var yfir laugarkarið meðan verið var að flísaleggja það. Það verkefni var unnið eitt kvöldið nú í vikunni af meðlimum bæjarstjórn- ar Akraness og æskulýðsnefndar ásamt fleiri sjálfboðaliðum. kr. 3500 á einstakling og þar er innifalið gisting, matur og ýmis skemmtun." . Sundfélag Akraness heldur úti geysiöflugu starfi og óhætt er að segja að mikil breyting verði til batnaðar á aðstöðu þess þegar nýja laugin verður tekin í notkun. Að- stöðuleysi hefur háð félaginu mikið en þrátt fyrir það hefur það lengi átt sundfólk í fremstu röð. Nú er að koma upp ný kynslóð af ungu og efnilegu sundfólki á Akranesi og þjálfari þeirra, Hugi Harðarson, á örugglegá eftir að gera stóra hluti við þjálfun þess á næstunni. Það verður því stór stund fyrir það og aðra Akurnesinga þeg- ar hin nýja sundlaug verður form- lega vígð laugardaginn 16. júli n.k. Þá verður löng bið að baki en rösk sex ár eru liðin síðan ákvörðun um bygginguna var tekin. - JG Mor^unblaðið/Jón Gunnlaugsson Bæjarstjórn Akraness og æskulýðsnefnd láta ekki sitt eftir liggja við sjálfboðavinnu við sundlaugina. Hér er verið að fjarlægja skýli sem var yfir laugarkarinu. Sturlaugur Sturlaugsson formað- ur Sundfélags Akraness sagði í samtali við Morgunblaðið að undir- búningsvinna við svona mót væri geysimikil. „Við þurfum að mörgu að hyggja enda má búast við að keppendur verði um 350 og þeim fylgir að sjálfsögu mikill fjöldi að- stoðarfólks," sagði Sturlaugur. „Við viljum undirbúa mótið eins vel og okkur er framast unnt og við væntum þess að þátttakendur eigi eftir að eiga eftirminnilega daga á Akranesi." Sturlaugur kvað kostnað vegna mótsins vera verulegan. „Þetta er frumraun okkar í stóru mótshaldi og því fylgir viss kostnaður sem kemur okkur til góða í framtíðinni. Við reynum þó að halda þátttöku- gjöldum í lágmarki, en þau verða Sýning á verkum Lenu Cronqvist hefur verið framlengd til 17. júlí. Norræna húsið: Sýning- Lenu Cronqvist framlengd SÝNING á verkum sænsku myndlistarkonunnar Lenu Cronqvist í Norræna húsinu hef- ur verið framlengd til sunnu- dagsins 17. júlí vegna góðar að- sóknar. Sýningin er framlag Norræna hússins til Listahátíðar og hófst 18. júní. A sýningunni eru 39 verk unnin í olíu og tempera á árunum 1964- 1987. Þá eru til sölu nokkur grafík- verk eftir listakonuna og hefur sala á þeim verið góð samkvæmt upplýs- ingum Norræna hússins. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-19. Endurskoðuð þjóðhagsspá: Landsframleiðsla talin aukast um 0,2% á árinu Viðskiptahalli áætlaður 11 milljarðar á árinu Viðskiptahalli verður 11 miiljarðar króna á árinu 1988 eða 4>/2% af landsframleiðslu, samkvæmt endurskoðaðri þjóð- hagsspá sem kynnt var í gær. A síðasta ári var viðskiptahallinn 7 milljarðar, eða sem svaraði til 7'/2% af landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir 0,2% aukningu landsframleiðslu en í mars spáði Þjóðhagsstofnun um 1% sam- drætti og liggur meiri sjávar- afli að baki þessari breytingu. Því er spáð að þjóðartekjur dragist saman um '/2%, aðallega vegna rýrnunar á viðskiptakjör- Þjóðhagsstofnun; Kaupmáttur launa talinn óbreyttur frá fyrra ári KAUPMÁTTUR atvinnutekna er, í endurskoðaðri þjóðhagsspá, talinn verða sem næst óbreyttur milli áranna 1987 og 1988 en kaupmáttur ráðstöfunartekna er hins vegar talinn dragast saman um 1% vegna aukinnar skatt- heimtu. Kaupmáttur launa jókst um 21% milli áranna 1986 og 1987 og er það mesta kaupmátt- araukning sem orðið hefur á einu ári. í þjóðhagsspánni er gert ráð fyr- ir að atvinnutekjur hækki að jafn- aði um 28% milli áranna 1987 og 1988 en ráðstöfunartekjur um 27% þar sem skattbyrði er heldur hærri nú. Á móti er gert ráð fyrir að fram- færsluvísitala hækki um 28% milli áranna, en um 25% frá upphafi til loka ársins í stað 16% eins og gert var ráð fyrir í síðustu þjóðhagsspá. Reiknað er með að framfærsluví- sitalan fari um það bil 3% fram yfir rauða strikið 1. nóvember, sem miðað er við í flestum kjarasamn- ingum. í þjóðhagsspánni kemur fram að hlutur launa í skiptingu á því verð- mæti, sem vinnuaflið og fjármagn bera út býtum, verði líklega sá hæsti í ár á 15 ára tímabili eða um 73%. Árið 1987 var þetta hlutfall einnig mjög hátt eða 71% en hlutur launa hafði áður orðið hæstur á árunum 1979-1982 eða rétt innan við 70%. Hlutur launa í þessari skiptingu hefur verið á bilinu 60-70% síðustu 15 ár. um og verðlækkunar á sjávaraf- urðum. Þá er gert ráð fyrir að þjóðarútgjöld aukist um 1% miðað við síðasta ár. Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar sagði á blaða- mannafundi, þar sem þjóðhagsspáin var kynnt, að viðskiptahallinn fæli það í sér að erlendar skuldir aukast um samsvarandi tölu. í þjóðhags- spánni kemur fram að endurskoðuð lánsfjáráætlun gerir ráð fyrir að erlendar lántökur til langs tíma verði 12 milljarðar króna á árinu, og afborganir 6,1 milljarður. Það þýðir að 5 milljarða króna vantar til að fjármagna þann viðskipta- halla sem spáð er. Það verði ekki gert nema ganga á gjaldeyrisforð- anna og/eða taka lán til skamms tíma erlendis. Þórður sagði það vera helsta hagstjórnarverkefnið að koma á betra jafnvægi milli þjóðarútgjalda og þjóðartekna því annars væri ákaflega erfitt að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Þórður sagði að ef vel tækist til með að fjármál ríkisins og peningamál skiluðu sér í minni eftirspurn í hagkerfinu á síðari hluta ársins gæti viðskipta- hallinn orðið minni. Þórður sagði aðspurður að ekki væri með góðu móti hægt að gera sér grein fyrir þeim áhrifum, sem viðskiptahallinn hefði á hagstærðir næsta árs, þar sem sú vinna væri á byijunarstigi. £> INNLENT Ríkissjóður eykur eftirspurn í hagkerf i Stefnt var að 4 milljarða samdrætti í endurskoðaðri þjóðhagsspá, sem kynnt var í gær, er vakin athygli á því að fyrstu fimm mánuði ársins hafi ríkissjóður aukið eftirspurn í hagkerfinu um 2,9 milljarða króna, en stefnt sé að því að ríkissjóður dragi á ár- inu úr eftirspurn um rúmlega 4 milljarða. Því þurfi veruleg um- skipti að verða á síðari hluta ársins til þess að áætlanir stand- ist og áformaðra samdráttar- áhrifa rikissjóðs fari að gæta í efnahagslífinu. f þjóðhagsspánni kemur fram að tekjuhalli ríkissjóðs var um 3,7 milljarðar fyrstu fimm mánuði árs- ins sem svarar til 15,5% af tekjum. Á sama tíma í fyrra var tekjuhallinn 2,4 milljarðar eða 13,7% af tekjum. Samkvæmt endurskoðari gjaldaá- ætlun fjármálaráðuneytisins verður tekjuhalli ríkissjóðs um 600 milljón- ir á árinu. Bent er á að áformað sé að skera niður fjárfestingarút- gjöld um 1,7 milljarða það sem eft- ir er ársins og batni staða ríkissjóðs verulega ef þau áform gagna eftir. Hrein lánsfjárþörf A-hluta ríkis- sjóðs fyrstu fimm mánuði ársins var rúmlega 4,1 milljarður króna. Láns- fjárþörfinni var að langmestu leyti mætt með yfirdrætti við Seðlaban- kann, og var staða ríkissjóðs gagn- vart Seðlabankanum um 2,5 mill- jörðum króna lakari í lok júní en álætlað var. Fyrstu sex mánuði árs- ins jukust kröfur Seðlabanka á ríkissjóð um 3,8 milljarða, aðallega vegna meiri rekstrarhalla en ráð var fyrir gert og minni lántöku ríkissjóðs utan Seðlabanka. Er í þjóðhagsspánni talið líklegt að þró- un peningamála á síðari hluta árs- ins muni einkennast af harðnandi samkeppni um lánsfé sem leitt geti til frekari hækkunar raunvaxta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.