Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988
Slæm staða sjávarútvegs:
Halli á veiðum og
vinnslu talinn 6%
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN áætlar að halli á botnfiskveiðum og vinnslu
sé í heild um 6% af tekjum um þessar mundir. Vinnslan er talin
rekin með 4’/2% halla, þar af sé frysting rekin með 8% halla en
saltfiskverkun með 2% hagnaði. Útgerð botnfiskveiða er talin rekin
með 3% halla, þar af sé hagnaður togara 1-2% en bátaútgerð sé
rekin með 8'/2% halla.
í endurskoðaðri þjóðhagsspá
segir að þær áætlanir, sem Þjóð-
hagsstofnun hafi gert og byggðar
séu á vísbendingum úr ársreikn-
ingum fyrirtækja fyrir 1987, bendi
til þess að sjávarútvegur hafi ver-
ið rekinn með hagnaði árið 1987,
annað árið í röð. Ljóst sé að botn-
fískveiðar og -vinnsla, sem sé um
2/3 hluti af framleiðslu sjávaraf-
urða, hafí búið við góða afkomu
þegar litið sé á árið 1987 í heild
og botnfískvinnslan hafí verið rek-
in með 2*/2% hagnaði. Hins vegar
hafí farið að halla undan fæti á
síðari hluta ársins 1987.
arafli: aukist um 0,9% á föstu
verðlagi. Þá er gert ráð fyrir met-
sjávarafla árið 1988 eða alls 1,813
milljón tonna. Er þar spáð 1 millj-
ón tonna loðnuafla eða 25% aukn-
ingu frá síðasta ári. Þá er gert ráð
fyrir meiri þorskafla en í fyrri
spám, bæði vegna þess að komið
hefur í ljós að ekki hefur dregið
úr afla og eins hafa veiðiheimildir
verið rýmkaðar.
Sjá aðrar fréttir af endurskoð-
aðri þjóðhagsspá á bls. 31.
Morgunblaðið/Júllus
Hvalkjötið komið frá Finnlandi
Urriðafoss kom til Hafnarfjarðar síðdegis í gær. Um borð í skipinu var frosið hvalkjöt, sem sent var
til baka frá Finnlandi að kröfu yfirvalda þar. í gærkvöldi var þegar hafist handa við að afferma
skipið og myndin tekin þegar hvalkjötinu var komið fyrir í gámum á hafnarbakkanum og það flutt
í geymslur.
I þeim kafla þjóðhagsspár sem riAoHrvlflfÍncfvíííÍíí'
fjallar um framvindu og horfur UUSUI yitKjabll 1U1U.
árið 1988 er gert ráð fyrir að heild-
Lævislegar söluaðferðir sem
brjóta í bága við verðlagslög
— segir GeorgÓlafsson verðlagsstjóri
„ÞAÐ er mín skoðun að hér sé um lævíslegar söluaðferðir að
ræða sem bijóti i bága við viss ákvæði verðlagslaga. Það er því
tími til kominn að grípa í taumana," sagði Georg Ólafsson verðlags-
stjóri er hann var inntur álits á þeim söluaðferðum sem ákveðnir
gosdrykkjaframleiðendur hafa haft í frammi að undanförnu þar
sem neytendum er umbunað með sérstökum verðlaunum beini
þeir viðskiptum sínum að vissum gosdrykkjategundum. Georg
sagði að farið yrði fram á við viðkomandi aðila að hætta þessum
söluaðferðum, en leitað til dómsstóla ella, þar sem hér væri um
lagabrot að ræða.
g* CA-V/Oiu- ug giuuui vcinuaiojuiiai-
miða.
Alþjóðlegt skákmót:
Margeir bar
sigurúrbýtum
MARGEIR Pétursson stórmeist-
ari vann opið alþjóðlegt skákmót
í Belfort í Frakklandi. Mótinu
lauk sl. sunnudag og hlaut Mar-
geir 8 vinninga af 9 mögulegum
og var einn efstur en yfir 200
skákmenn frá 21 landi tóku þátt
í mótinu.
í öðru sæti varð sænski skákmað-
urinn Hector með 7*/2 vinning. í
3.-8, sæti með 7 vinninga urðu Fle-
ar frá Bretlandi, Klaric og Paunovic
frá Júgóslavíu, Gunawan frá Indó-
nesíu, Lukez frá Svíþjóð og Brenn-
inkmeijer frá Hollandi.
Margeir hélt rakleiðis frá Belfort
til Marseille en þar hófst á mánu-
dag alþjóðlegt skákmót með þátt-
töku 10 skákmanna. Þar á meðal
eru Sovétmennimir Gurevítjs og
Dolmatov, sem tefldu á síðasta
Reykjavíkurskákmóti og er mótið í
10. sfyrkleikaflokki FIDE. Fyrsta
umferðin var tefld á mánudag og
tapaði Margeir fyrir franska al-
þjóðameistaranum Andruet eftir
slaka taflmennsku að eigin sögn,
en Margeir eyddi nóttinni á undan
í ferðalagið milli borganna. í ann-
ari umferð gerði Margeir jafntefli
við Todorcevic sem teflir fyrir Món-
akó.
Verðlagsstjóri sagði að með til-
komu nýrra fjölmiðla hefðu ýmis
atriði farið úr böndunum er lúta
að þeim ákvæðum verðlagslaga
sem fjalla um óréttmæta við-
skiptahætti og neytendavemd og
ýmsum brögðum beitt til að aug-
lýsa upp ákveðnar vörutegundir
eða hafa áhrif á neytendur með
öðrum hætti. „Þetta er orðinn
mikill frumskógur og við höfum
haldið að okkur höndunum til
þessa að öðru leyti en því, að við
höfum sent viðkomandi fyrirtækj-
um bréf þar sem bent er á þessi
ákvæði laganna. En okkur finnst
þetta gosdrykkjastríð vera komið
úr böndunum og mál að linni.“
Upphaf þessa máls má rekja til
jólaleiks Vífílfells, þar sem bömum
gafst kostur á að safna jólasvein-
um á kókflöskum og fengu í stað-
inn ýmsa hluti. Verðlagsstjóri
sagði að Verðlagsstofnun hefði þá
bent forsvarsmönnum Vífílfells á
að hér væri um óeðlilega viðskipta-
hætti að ræða. Sanitas hefði síðan
komið með nýja söluherferð ekki
alls fyrir löngu, þar sem neytend-
um er ætlað að safna flipum af
dósum gegn gimilegum verðlaun-
um og væri þar einkum höfðað til
bama. Vífílfell hefði svarað aftur
með örlítið jákvæðara yfírbragði
„Við teljum þetta vera uppá-
þrengjandi söluaðferðir. Þama er
verið að selja mönnum vöru á
röngum forsendum og þar af leið-
andi óhæfí gagnvart neytendum
og eins gagnvart þeim gosdiykkja-
framleiðendum sem ekki nota
svona aðferðir. Okkur fínnst því
herra segist að svo stöddu ekki
vilja taka afstöðu til hækkunar-
beiðni olíufélaganna sem hafa
óskað eftir 7-10% hækkun á olíu-
verði. Hann segir þó að kanna
þurfi vel tilefni hækkunarinnar,
og þá sérstaklega álagningar-
breytingar. Beiðnin verður tekin
fyrir á fundi Verðlagsráðs í dag.
Jón Sigurðsson sagði við Morg-
unblaðið að þegar olíufélögin lögðu
fram beiðni um hækkun hefði hann
beðið um að álagningarhækkunar-
beiðnin yrði könnuð sérstaklega,
svo og beiðni um hækkun olíuverðs
með tilliti til þess að markaðsverð
væri að lækka. Sannleikurinn væri
síðan sá að gengið hefði verið á
innkaupsjöfnunarsjóð, vegna þess
að innkaupsverðið hækkaði um sinn
fyrr í sumar, auk þess sem bensín
hefði verið að hækka í verði vegna
árstíðarsveiflu.
Kristjáns Ragnarsson fram-
kvæmdastjóri Landssambands
íslenskra útvegsmanna lét svo um-
mælt í Morgunblaðinu sl. laugar-
dag, vegna hækkunarbeiðnar olíu-
félaganna, að spyma yrði við fótum
svo þeir sem grætt hefðu á þjón-
ustunni við sjávarútveginn gætu
ekki endalaust yfírfært allar verð-
hækkanir yfír á útvegsmenn. Undir
þetta var tekið í forustugrein Morg-
unblaðsins sl. sunnudag og sagt að
tímabært væri að gefa olíuverslun
fijálsa eins og önnur viðskipti. Þeg-
ar þetta var borið undir viðskipta-
ráðherra sagði hann að ef olíuversl-
tími til kominn að þessu linni,“
sagði Georg.
Aðspurður um aðgerðir af hálfu
. Verðlagsstofnunar sagði hann að
viðkomandi framleiðendur yrðu
boðaðir á viðræðufund þar sem
ítrekað yrði við þá að hér væri um
lagabrot að ræða. Ef þeir hins
vegar reyndust ekki reiðubúnir til
að hætta þessum viðskiptaháttum
yrði málið sent til viðeigandi með-
ferðar hjá dómstólum.
un væri fijáls hefði olíuverðið verið
að hækka hér á landi undanfarið
vegna hærra innkaupsverðs og
hækkun bandaríkjadals því þá
myndi olíuverðið alltaf fylgja inn-
kaupsverðinu. Að öðru leyti vildi
hann ekki tjá sig um málið að svo
stöddu.
Vextir á
ríkisvíxl-
um hækka
Fjármálaráðuneytið hefur
hækkað forvexti af ríkisvíxlum
í 34,3% úr 32,5% og jafngildir
það 43,13% eftirá greiddum vöxt-
um. Raunvextir á spariskirtein-
um ríkissjóðs eru óbreyttir eða
8,5%.
Að sögn Bjama Sigtryggssonar,
upplýsingafulltrúa fjármálaráðu-
neytisins, var hækkun á vöxtum
ríkisvíxla ákveðin 6. júlf sl. Þá var
ákveðið að fresta ákvörðun um
breytingu á vöxtum spariskírteina
til haustsins.
Bjami sagði það mat fjármála-
ráðuneytisins, miðað við þekktar
forsendur, að verðbólga á þessu ári
verði 27‘/2% miðað við síðasta ár
og 22% frá upphafi til loka ársins.
Kvikmynda náttúru ís-
lands með nýrri tækni
SJÖ manna hópur frá Japan og Kanada er nú staddur hér á landi
við töku kvikmyndar um jörðina og náttúruöflin. Kvikmyndin,
sem verður aðeins 15 mínútna löng, er tekin upp með nýrri
tækni, svokallaðri Imax, og verður sýnd á risastóru 30x40 metra
tjaldi á sýningu í tilefni 100 ára afmælis Yokohama-hafnar á
næsta ári. Búist er við að 8 milljónir gesta sjái myndina þar, að
sögn Arthurs Uyeyamas, sem hefur yfirumsjón með upptökum
hér á landi.
Hópurinn hefur verið við upp-
tökur á Reykjanesi, í Kiýsuvík, á
Þingvöllum og við Geysi. í gær
lagði hópurinn síðan af stað aust-
ur á bóginn með tvo íslenska að-
stoðarmenn og er ætlunin að kvik-
mynda við Breiðamerkurlón, á
Aust§örðum og við Mývatn. Að
sögn Uyeyamas verður einkum
kvikmyndað úr lofti, en tilgangur-
inn með myndatökunni hér á landi
er að sýna náttúruöflin að verki.
Hlutur íslands í myndinni er að-
eins um 3 minútur, en einnig verð-
ur kvikmyndað í Indónesíu, Ástr-
alíu og Alberta-fylki í Kanada.
Imax-kvikmyndir eru teknar
upp á 70 mm filmu, sem er helm-
ingi breiðari en venjuleg fílma,
og er allur tækjabúnaður við tök-
umar fyrirferðarmikill sem því
nemur. Uyeyama sagði að stærð
tjaldsins við Imax-sýningar gerði
það að verkum að áhorfendum
fyndust þeir vera staddir í miðri
myndinni. Þessi tækni er kanadísk
að uppruna og ný af nálinni, þann-
ig að aðeins er hægt að framkalla
filmurnar á þremur stöðum í ver-
öldinni og enn sem komið er er
ekki hægt að sýna Imax-myndir
á mörgum stöðum.
Uyeyama sagði hópinn hafa
verið heppinn með veður, en hann
hefði verið vondaufur eftir að
hafa kannað aðstæður hér í sólar-
leysinu í júní. Smáslys hefði orðið
þegar upptökustjórinn brenndi sig
á fótum á Geysissvæðinu, en hann
gæti vonandi staðið í fætuma aft-
ur innan skamms.
Kanna þarf vel tilefni til
beiðni um verðhækkun olíu
-segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
JÓN Sigurðsson viðskiptaráð-