Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 25 Tilvaldarí gróðurhús, glerskála, skrifstofur og híbýli. Vent-Axía er leiðandi í loftræsitækni. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsiviftum Þekking Reynsla Þjónusta _Einkaumboð á íslandi Suðurlandsbraut 8. 128 Reykjavik Sími: 91-84670. Reuter Andreas Papandreou Grikklandsforseti sést hér ræða við Svíann Ulf Lars Axel Johansson, en hann var einn þeirra, sem særðust í árásinni. Atburðarásin: Þilfarið var alelda ... þetta var helvítí Aþenu, Reuter. LÝSINGAR farþega um borð í ferjunni á hryðjuverkinu voru ófagrar: „Byssumennirnir eltu okkur þilfar af þilfari og hrópuðu vígorð á máli, sem ég held að hafi verið arabíska. Þeir hentu handsprengjum og skutu af vélbyssum inn í manngrúann. Svo kviknaði í skipinu ... ég veit ekki hvernig martröðinni lauk,“ sagði einn farþeganna. David Scot, Bandaríkjamaður á nærstöddu skipi, sem kom til hjálpar lýsti þessu svo í samtali við Reuters-tréttastofuna: „Ég sá fólk henda sér í hafið í ofboði. Lítil börn líka. Þilfar skipsins var alelda ... þetta var eitt helvíti.“ Hryðjuverkamennirnir komu um borð í skipið í Aegina og átti það talsverða siglingu eftir til Piraeus, hinnar fomu hafnarborgar Aþenu, þegar þeir létu til skarar skriða. Drógu þeir upp vélbyssur úr pússi sínu og skutu á allt sem hreyfðist. „Ég sá einn þeirra draga upp vél- byssu og hefja skothríð á mann- þröngina. Annar hóf að kasta hand- sprengjum og þá greip alger skelfing um sig,“ sagði einn þeirra, sem um borð voru. „Fólk stökk frá borði í hrönnum og þilfarið logaði brátt allt. Ég heyrði tvær sprengingar og um leið var blóð hvert sem litið var.“ Að minnsta kosti 47 manns eru enn í sjúkrahúsi, en 26 þeirra eru Frakkar og átti að flytja þá heim til Frakklands í gærkvöldi. Auk þeirra iiggja 6 Norðurlandabúa sárir. Þjóð- emi hinna látnu hefur ekki verið gefíð upp, en bandaríska utanríkis- ráðuneytið skýrði frá því að embætt- ismönnum þar skyldist að enginn Bandaríkjamaður hefði særst eða látist í árásinni. Vént-Axiaj C. Sjálfvirkar loftræsiviftur Dræm viðbrögð við tíllögum Gorbatsjovs London. Reuter. RÁÐAMENN í flestum ríkjum Atlantshafsbandalagsins vísuðu í gær á bug tillögum sem Mikhaíl S. Gorbatsjov kynnti í Póllandi á mánudag varðandi fækkun hefð- bundinna vopna og fund leiðtoga Evrópurikja. Kváðust menn al- mennt líta svo á að tillögur Sovét- leiðtogans væru óraunhæfar og til þess fallnar að hafa áhrif á Manntjón í flóðum í Texas San Antonio, Texas. Reuter. FIMM manns létu lífið í flóðum í Texas sem komu í kjölfar úrhellisrigningar. Undanfarið hafa þó miklir þurrkar hijáð íbúana. Lík 14 ára drengs hefur fund- ist en flóðalda í Guadalupe-ánni hreif með sér flutningabíl sem hann var farþegi í. Bílstjórinn er ófundinn en annar farþegi í bílnum bjargaðist. Fjórir dmkknuðu þegar fjöl- skylda frá Kalifomíu reyndi að fara á skutbíl sínum yfir ána Pecos. 47 ára gamall maður, sem var farþegi í bílnum, bjargaði lífi sínu með því halda dauðahaldi í tré. almenningálitið á Vesturlöndum. Francois Mitterrand Frakklands- forseti kvaðst þó telja hugmynd- ir Gorbatsjovs „athyglisverðar“ en bætti við að jafn og gagn- kvæmur niðurskurður hins hefð- bundna herafla þjónaði einungis hagsmunum ríkja Varsjárbanda- lagsins. Mitterrand kvaðst telja tillögu Gorbatsjovs um samevrópskan leið- togafund „áhugaverða“ en vildi ekki láta uppi hvort hann væri reiðubúinn að sitja slíka samkundu. Sagði hann að svo virtist sem Gorb- atsjov vildi með tillögu sinni um niðurskurð hins hefðbundna herafla reka fleyg á milli Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Evrópu og lagði áherslu á að samkomulag um þennan hluta heraflans þyrfti að kveða á um meiri fækkun af hálfu ríkja Varsjárbandalagsins, sem nytu yfirburða á þessu sviði. Embættismenn í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel sögðu tillögur Sovétleiðtogans ekki samræmast öryggishagsmunum aðildarríkjanna og minntu á að í Vínarborg færu nú fram umræður milli ríkja austurs og vesturs um dagskrá og verksvið ráðstefnu „um stöðugleika á sviði hefðbundins vígbúnaðar" frá Atlantshafi til Úr- alfjalla. Þessar viðræður væru rétt- ur vettvangur viðræðna um fækkun hefðbundinna vopna. Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Noregs, kvaðst geta tekið undir tillöguna um samevrópskan leiðtogafund en sagði að fyrst þyrftu Vínarviðræðurnar að skila árangri áður en slík fundahöld yrðu raunhæf. Johan Jörgen Holst, varn- armálaráðherra Noregs, kvaðst á hinn bóginn telja að leiðtogafundur Evrópuríkja gæti reynst gagnlegur. Reuter Míkhaíl S. Gorbatsjov ræðir við óbreytta pólska borgara í Kraká í gær. Póllandsheimsókn Gorbatsjovs: Steig fyrstur Sovétleið- toga fæti inn í guðshús Kraká. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, fór í gær, á öðr- um degi Póllandsferðarinnar, til suðurhluta landsins og kom þar meðal annars á slóðir Vladimírs Leníns. Gorbatsjov-hjónin fóru í kirkju, sem kennd er við Maríu mey, í borginn Kraká og er talið að aldrei í sögu Sovétríkjanna hafi leiðtogi ríkisins áður stigið fæti sínum inn í guðshús. Frá Varsjá fór Gorbatsjov til Krakár og ók síðan þaðan upp í Tatra-fjöll til bæjanna Bialy Dunajec og Poronin þar sem Lenín dvaldi í nokkra mánuði á árunum 1913-14. Tóku bæjarbúar vel á móti þeim hjónum og færðu þeim að gömlum sið brauð og salt. Mesta athygli vakti þó kirkju- ganga Gorbatsjov-hjónanna en þau dvöldu um 15 mínútur í kirkjunni og ræddu við presta og kirkjugesti. Jan Szkoden biskup kvaðst telja heimsókn þeirra hjóna táknræna fyrir breytta afstöðu stjómvalda gagnvart kristni og kirkju í ríkjun- um austan járntjaldsins. Að venju voru þau hjónin mjög alúðleg og tóku fólk tali og fór ekki á milli mála, að Jaruzelski, ráðamaður í Póllandi, vildi ekki vera neinn eftirbátur þeirra að þessu leyti. I Poronin var mættur hópur 200 útvalinna kommúnista frá hugmyndafræðilegri uppeldis- miðstöð í Kraká og sagði Gorb- atsjov við þá, að í þau þijú ár, sem hann hefði verið við stjómvölinn, hefði mikið verið rætt um þá leið, sem fara ætti í Sovétríkjunum. „Mikilvægast af öllu er þó, að við spyrjum sjálfa okkur hvort ákvarð- anir okkar verði til að veikja sósíal- ismann,“ sagði Gorbatsjov og bætti því við, að mönnum hefðu orðið á mikil mistök áður fyrr. „Nú get ég þó sagt með sann, félagar, að við erum á réttri leið.“ Pólska sjónvarpið hefur fylgst vel með heimsókninni og sagði fréttamaður þess í gær, að hún væri í engu lík fyrri heimsóknum kommúnistaleiðtoga og allir hirð- siðir verið látnir lönd og leið. Líbanon: Þyrla Gemayels rakst á háspennustreng Beirut. Reuter. FORSETI Líbanons, Amin Gemayel, slapp ómeiddur, þegar þyrla, sem hann stjórnaði, snerti háspennustreng, að því er sagði í tilkynningu, sem forsetaembæt- tið sendi frá sér í gær. Efni tilkynningarinnar kom ekki heim við frásagnir sjónarvotta, sem sögðu, að flugmaðurinn hefði misst stjórn á vélinni og aðstoðarflugmað- ur úr hemum orðið að nauðlenda henni á akurlendi. Sjónarvottar sögðu, að þyrlan, sem er frönsk af gerðinni Puma, hefði rásað til og frá yfir þorpinu Maifouq, um 40 km norður af Beir- ut, á laugardag og lent á háspennu- streng. „Forsetinn var sannarlega heppinn, því að það var nýbúið að aftengja strenginn vegna raf- magnsskömmtunar,“ sagði einn þotpsbúa. Oryggisyfirvöld sögðu enga ástæðu hafa til að ætla, að skemmd- arverk hefðu verið unnin á þyrlunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.