Morgunblaðið - 13.07.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.07.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 25 Tilvaldarí gróðurhús, glerskála, skrifstofur og híbýli. Vent-Axía er leiðandi í loftræsitækni. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsiviftum Þekking Reynsla Þjónusta _Einkaumboð á íslandi Suðurlandsbraut 8. 128 Reykjavik Sími: 91-84670. Reuter Andreas Papandreou Grikklandsforseti sést hér ræða við Svíann Ulf Lars Axel Johansson, en hann var einn þeirra, sem særðust í árásinni. Atburðarásin: Þilfarið var alelda ... þetta var helvítí Aþenu, Reuter. LÝSINGAR farþega um borð í ferjunni á hryðjuverkinu voru ófagrar: „Byssumennirnir eltu okkur þilfar af þilfari og hrópuðu vígorð á máli, sem ég held að hafi verið arabíska. Þeir hentu handsprengjum og skutu af vélbyssum inn í manngrúann. Svo kviknaði í skipinu ... ég veit ekki hvernig martröðinni lauk,“ sagði einn farþeganna. David Scot, Bandaríkjamaður á nærstöddu skipi, sem kom til hjálpar lýsti þessu svo í samtali við Reuters-tréttastofuna: „Ég sá fólk henda sér í hafið í ofboði. Lítil börn líka. Þilfar skipsins var alelda ... þetta var eitt helvíti.“ Hryðjuverkamennirnir komu um borð í skipið í Aegina og átti það talsverða siglingu eftir til Piraeus, hinnar fomu hafnarborgar Aþenu, þegar þeir létu til skarar skriða. Drógu þeir upp vélbyssur úr pússi sínu og skutu á allt sem hreyfðist. „Ég sá einn þeirra draga upp vél- byssu og hefja skothríð á mann- þröngina. Annar hóf að kasta hand- sprengjum og þá greip alger skelfing um sig,“ sagði einn þeirra, sem um borð voru. „Fólk stökk frá borði í hrönnum og þilfarið logaði brátt allt. Ég heyrði tvær sprengingar og um leið var blóð hvert sem litið var.“ Að minnsta kosti 47 manns eru enn í sjúkrahúsi, en 26 þeirra eru Frakkar og átti að flytja þá heim til Frakklands í gærkvöldi. Auk þeirra iiggja 6 Norðurlandabúa sárir. Þjóð- emi hinna látnu hefur ekki verið gefíð upp, en bandaríska utanríkis- ráðuneytið skýrði frá því að embætt- ismönnum þar skyldist að enginn Bandaríkjamaður hefði særst eða látist í árásinni. Vént-Axiaj C. Sjálfvirkar loftræsiviftur Dræm viðbrögð við tíllögum Gorbatsjovs London. Reuter. RÁÐAMENN í flestum ríkjum Atlantshafsbandalagsins vísuðu í gær á bug tillögum sem Mikhaíl S. Gorbatsjov kynnti í Póllandi á mánudag varðandi fækkun hefð- bundinna vopna og fund leiðtoga Evrópurikja. Kváðust menn al- mennt líta svo á að tillögur Sovét- leiðtogans væru óraunhæfar og til þess fallnar að hafa áhrif á Manntjón í flóðum í Texas San Antonio, Texas. Reuter. FIMM manns létu lífið í flóðum í Texas sem komu í kjölfar úrhellisrigningar. Undanfarið hafa þó miklir þurrkar hijáð íbúana. Lík 14 ára drengs hefur fund- ist en flóðalda í Guadalupe-ánni hreif með sér flutningabíl sem hann var farþegi í. Bílstjórinn er ófundinn en annar farþegi í bílnum bjargaðist. Fjórir dmkknuðu þegar fjöl- skylda frá Kalifomíu reyndi að fara á skutbíl sínum yfir ána Pecos. 47 ára gamall maður, sem var farþegi í bílnum, bjargaði lífi sínu með því halda dauðahaldi í tré. almenningálitið á Vesturlöndum. Francois Mitterrand Frakklands- forseti kvaðst þó telja hugmynd- ir Gorbatsjovs „athyglisverðar“ en bætti við að jafn og gagn- kvæmur niðurskurður hins hefð- bundna herafla þjónaði einungis hagsmunum ríkja Varsjárbanda- lagsins. Mitterrand kvaðst telja tillögu Gorbatsjovs um samevrópskan leið- togafund „áhugaverða“ en vildi ekki láta uppi hvort hann væri reiðubúinn að sitja slíka samkundu. Sagði hann að svo virtist sem Gorb- atsjov vildi með tillögu sinni um niðurskurð hins hefðbundna herafla reka fleyg á milli Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Evrópu og lagði áherslu á að samkomulag um þennan hluta heraflans þyrfti að kveða á um meiri fækkun af hálfu ríkja Varsjárbandalagsins, sem nytu yfirburða á þessu sviði. Embættismenn í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel sögðu tillögur Sovétleiðtogans ekki samræmast öryggishagsmunum aðildarríkjanna og minntu á að í Vínarborg færu nú fram umræður milli ríkja austurs og vesturs um dagskrá og verksvið ráðstefnu „um stöðugleika á sviði hefðbundins vígbúnaðar" frá Atlantshafi til Úr- alfjalla. Þessar viðræður væru rétt- ur vettvangur viðræðna um fækkun hefðbundinna vopna. Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Noregs, kvaðst geta tekið undir tillöguna um samevrópskan leiðtogafund en sagði að fyrst þyrftu Vínarviðræðurnar að skila árangri áður en slík fundahöld yrðu raunhæf. Johan Jörgen Holst, varn- armálaráðherra Noregs, kvaðst á hinn bóginn telja að leiðtogafundur Evrópuríkja gæti reynst gagnlegur. Reuter Míkhaíl S. Gorbatsjov ræðir við óbreytta pólska borgara í Kraká í gær. Póllandsheimsókn Gorbatsjovs: Steig fyrstur Sovétleið- toga fæti inn í guðshús Kraká. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, fór í gær, á öðr- um degi Póllandsferðarinnar, til suðurhluta landsins og kom þar meðal annars á slóðir Vladimírs Leníns. Gorbatsjov-hjónin fóru í kirkju, sem kennd er við Maríu mey, í borginn Kraká og er talið að aldrei í sögu Sovétríkjanna hafi leiðtogi ríkisins áður stigið fæti sínum inn í guðshús. Frá Varsjá fór Gorbatsjov til Krakár og ók síðan þaðan upp í Tatra-fjöll til bæjanna Bialy Dunajec og Poronin þar sem Lenín dvaldi í nokkra mánuði á árunum 1913-14. Tóku bæjarbúar vel á móti þeim hjónum og færðu þeim að gömlum sið brauð og salt. Mesta athygli vakti þó kirkju- ganga Gorbatsjov-hjónanna en þau dvöldu um 15 mínútur í kirkjunni og ræddu við presta og kirkjugesti. Jan Szkoden biskup kvaðst telja heimsókn þeirra hjóna táknræna fyrir breytta afstöðu stjómvalda gagnvart kristni og kirkju í ríkjun- um austan járntjaldsins. Að venju voru þau hjónin mjög alúðleg og tóku fólk tali og fór ekki á milli mála, að Jaruzelski, ráðamaður í Póllandi, vildi ekki vera neinn eftirbátur þeirra að þessu leyti. I Poronin var mættur hópur 200 útvalinna kommúnista frá hugmyndafræðilegri uppeldis- miðstöð í Kraká og sagði Gorb- atsjov við þá, að í þau þijú ár, sem hann hefði verið við stjómvölinn, hefði mikið verið rætt um þá leið, sem fara ætti í Sovétríkjunum. „Mikilvægast af öllu er þó, að við spyrjum sjálfa okkur hvort ákvarð- anir okkar verði til að veikja sósíal- ismann,“ sagði Gorbatsjov og bætti því við, að mönnum hefðu orðið á mikil mistök áður fyrr. „Nú get ég þó sagt með sann, félagar, að við erum á réttri leið.“ Pólska sjónvarpið hefur fylgst vel með heimsókninni og sagði fréttamaður þess í gær, að hún væri í engu lík fyrri heimsóknum kommúnistaleiðtoga og allir hirð- siðir verið látnir lönd og leið. Líbanon: Þyrla Gemayels rakst á háspennustreng Beirut. Reuter. FORSETI Líbanons, Amin Gemayel, slapp ómeiddur, þegar þyrla, sem hann stjórnaði, snerti háspennustreng, að því er sagði í tilkynningu, sem forsetaembæt- tið sendi frá sér í gær. Efni tilkynningarinnar kom ekki heim við frásagnir sjónarvotta, sem sögðu, að flugmaðurinn hefði misst stjórn á vélinni og aðstoðarflugmað- ur úr hemum orðið að nauðlenda henni á akurlendi. Sjónarvottar sögðu, að þyrlan, sem er frönsk af gerðinni Puma, hefði rásað til og frá yfir þorpinu Maifouq, um 40 km norður af Beir- ut, á laugardag og lent á háspennu- streng. „Forsetinn var sannarlega heppinn, því að það var nýbúið að aftengja strenginn vegna raf- magnsskömmtunar,“ sagði einn þotpsbúa. Oryggisyfirvöld sögðu enga ástæðu hafa til að ætla, að skemmd- arverk hefðu verið unnin á þyrlunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.