Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 33 — 1 Hvaða bækur eigum við 1 ■ texti: JÓHANNA ■ KKISTJÓNSDÓTTIR LB í að lesa í sumarleyfinu? ] Gordon Stevens: Peace on Earth Útjr. Coronet Ekki minnist ég að hafa lesið fyrri bók Gordons Stevens, Spider, en augljóst er að þessi höfundur er býsna athyglisverður, þótt ívið sé hann of orðmargur og einatt full dramatískur. Það er nokkuð flókið að rekja atburðarásina í þessari löngu bók, en segja má að frásögnin tengist einkum þrennu: gyðingafjölskylda í Sov- étríkjunum fær eftir margra ára bið að flytjast til Ísraels. Bróðir húsbóndans og hans kona og tvö böm verða að bíta í það súra epli að fá neitun, en vonandi þau fái að koma síðar. Hryðjuverk á Norð- ur-írlandi og breskur hermaður og leyniþjónustumaður ktjúpa við hlið drengs sem hefur lent í sprengingu. Það er kaldhæðni ör- laganna, að það er erkióvinurinn sem bjargar lífi írska drengsins. Og loks er það svo makk og plott stjómmálamanns í Bretlandi, hann er metorðagjarn og lætur arabísk- an spekúlant slá ryki í augu sín. Langtum fleiri koma við sögu. Walid Haddad er Palestínumaður, sem hefur gengið til liðs við Frels- issamtök Palestínumanna. Hann fer að kveðja föður sinn sem ligg- ur á banabeði og faðir hann biður hann færa sér hnefa moldar frá staðnum í Palestínu, þar sem frjöl- skyldan bjó áður, en hraktist á braut þegar Israelar tóku Vestur- bakkann. Svo vill til að það er sovéska fjölskyldan sem hefur fengið bústað í húsi hans. Haddad bjargar lífi sonar þeirra og síðar bijóta þeir brauðið saman, gyðing- urinn og arabinn. Þessi fundur á síðan eftir að ráða úrslitum síðar í sögunni. Samvinna ýmissa skæruliða- hópa er á dagskrá. Það ætti að bera meiri árangur, ef hópamir vinna saman og gefur atburðunum meira vægi. Því tengjast samtök á írlandi, í Þýzkalandi og Ítalíu söguþræðinum og alls konar voða- verk eru unnin vítt og breitt um Evrópu og séð til þess að þau beri ákveðin einkenni, svo að ráða- mönnum sé ljóst að stefnubreyting hefur orðið. Ákveðið er að há- punkturinn verði síðan flugrán og Haddad er fenginn til að stýra því. Breski ráðherrann sem áður var minnst á veit af ráninu og ætlar að notfæra sér það sjálfum sér til frama og frægðar. Arabar láta hann standa í þeirri sælu trú, að hann muni ráða öllu sem hann vill eftir að málið hefur verið til lykta leitt. Flugránið sjálft á sér langan og ítarlegan aðdraganda sem er HEIÐNIR OG KRISTNIR Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Robin Lane Fox: Pagans and Christians. Viking 1986. Robin Lane Fox hlaut menntun sína í Eton og Oxford. Hann hefur skrifað garðyrkjupistla í „Finan- cial Times“ og verið fyrirlesari í sagnfræði. Bók hans um Alexand- er mikla vakti verðskuldaða at- hýglii hann hefur einnig sett sam- an bækur um garðyrkju. Með þessari bók „Pagans and Christians" brýtur hann blað í rannsóknum og samanburði heiðni og kristni fyrstu aldir kristninnar í rómverska heimsríkinu og jafn- framt í sagnræðirannsóknum sama tímabils. Það hafa komið út bækur um kristni þessa tímabils og einnig nokkrar um heiðnina, en þetta er fyrsta ritið sem íjallar um hvort tveggja í senn, svo ítar- lega sem hér er gert. Saga fornaldar verður aldrei afgreidd endanlega, höfundur seg- ir tformála, að fyrir mannsaldri hafi margir efnisþættir þessarar bókar verið mönnum ókunnir vegna skorts á heimildum, sem vitnast hafi með fomleifarann- sóknum og fullkomnari rannsókn- artækni skráðra frumheimilda. Fomaldarsagan er heldur ekki dauð og grafín saga, viðbrögð ein- staklinga við margvíslegustu fyrir- brigðum tilverunnar eru áþekk á 2. og 3ju öld og á 20. öld. Höfund- urinn skrifar: „Meðan ég var að rita þessa bók birtist María mey nokkmm sinnum, styttur heilagra manna vora sagðar hafa hreyft sig, sem varð til þess að fólk þyrpt- ist að til þess að verða vitni að kraftaverkinu, eins og gerðist oft og mörgum sinnum á 2. og 3ju öld, talað er um endurfæðingu og frelsis-guðfræði, píslarvætti og kristin viðhorf o.s.frv. Þessir samtíma atburðir urðu mér hvatn- ing til enn frekari ígrundana um efnið, sem ég fjalla um . . .“ Höfundurinn hefur leitað heim- ilda að riti sínu í þegar útgefnum söfnum og ekki síður í óútgefnum skráðum heimildum og sérstak- lega í minjum og brotum graf- skrifta, minningartaflna og mynt- um, einnig í ritum kristinna og heiðinna höfunda, sem eru aðeins kunnir fáeinum sérfræðingum eða jafnvel gleymdir og grafnir öllum. Höfundurinn minnir stundum á glöggan leynilögreglumann, þegar honum tekst að ráða og raða sam- an brotum heimilda og hann kann að fara með þessar heimildir, dreg- ur aldrei af þeim hæpnar ályktan- ir. Fyrsti hluti ritsins fjallar um heiðinn dóm, hin fornu trúarbrögð í Rómaveldi á 2. og 3ju öld. Trúar- venjur og þátt hinna heiðnu goða í mannheimum. Hin almenna skoð- un hefur lengi verið sú, að hin fornu trúarbrögð hafi verið á góðri leið með að gufa upp og að trúar- venjur hafí lifað af gömlum vana, sem sagt, að trúartilfinnning hafi engin verið. Lane Fox sýnir fram á að staðreyndin hafi verið allt önnur. Trúin á hin fornu goð var lifandi tilfinning meðal alls þorra rómverskra þegna og þátttaka í trúarathöfnum og hátíðum hafi verið almenn. Hann nefnir fjöl- mörg dæmi þessu til sanninda. Hann lýsir viðhorfum vissra ein- staklinga og íbúa ýmissa borga, einkum í Litlu-Asíu, til goðanna, margt í frásögn hans minnir á skemmtilegustu kaflana í „Upp- reisn englanna" eftir Anatole France.um dýrkun guðanna. Lane Fox er mjög snjall höfundur og frásagnir hans og lýsingar era lif- andi og er líkast því, að hann hafí sjálfur verið viðstaddur, þegar skrúðgöngurnar héldu í áttina að hofínu, þar sem fórnfæringar vora færðar hinum ódauðlegu guðum. Höfundur ræðir um hugtakið „religio" og skoðanir þeirra tíðar manna á inntaki þess, sem var andstætt „superstitio“, sem þýddi þá skelfing og ótti við æðri öfl. Orðið „paganismi" eða heiðni er rannið frá kristnum höfundum sem andstæða við kristnina. Heiðni er villandi hugtak, að því leyti að heiðnir menn áttu sína „religio" eða trúarbrögð engu síður en kristnir menn og það er „religio" eða trúarbrögð þegna rómverska ríkisins, sem Lane Fox skrifar um í fyrri hluta ritsins. Þessi „religio" var samofin sam- félaginu og meðvitund íbúa ríkis- ins um umhverfi og alheiminn. Véfréttin og fórnin einkenndu þessi trúarbrögð en sú skoðun hefur lengi verið ríkjandi að kristn- in hafi klætt fornar trúarvenjur og trúarinntak í kristinn búning, að áhrif „heiðninnar" innan kristn- innar hafi orðið snar þáttur kris- tinna trúarvenja og siða. Lane Fox er á andstæðri skoðun. Hann telur að rætur kristninnar í Gamla testamentinu hafi aðskilið kristni og „paganisma" og kröfur kristn- innar um náungakærleika og sér- leika hvers einstaklings gagnvart Guði sínum, syndafallið og erfða- syndin einkenndu kristnina og endurlausn og náð. Fórnfæringar og dýrkun goð- anna var að dómi hinna kristnu ekki eiginleg „trúarbrögð" eða trú- arbrögð í kristnum skilningi, þess vegna orðið „heiðni“. Höfundur vitnar í kirkjufeðurna til skýringar á „dýpri trúarkennd“ kristinna manna risti dýpra en heiðinna. Trúarleg meðvitund kristinna manna risti dýpra en þeirra heiðnu að dómi höfundar, þetta varð eink- um áberandi á 4. öldinni. Kröfur kristninnar um breytni manna urðu til þess að breyta við- horfum manna hvors til annars, til kvenna og þræla, og fyrst og fremst til æðri máttarvalda, Guðs. Frávik frá kröfunum vora tíðari en hitt, en þrátt fyrir það olli kristnin grandvallarbreytingum á viðhorfum manna. Það er þessi breyting sem er m.a. aðalefni þessa rits. Annar kafli ritsins er útlistun á útbreiðslu kristninnar í Rómaveldi og ástæðnanna fyrir auknum áhrifum kristninnar. Lífsmáti kris- tinna manna og heiðinna er borinn. saman og barátta kirkjunnar við fjandsamlegt ríkisvald. Höfundur telur að um 300 e.Kr. hafi aðeins 5% íbúa Rómaveldis verið kristin, en hafi það verið hluti þeirra 10—15%, sem höfðu mótunarvald í samfélaginu þá var það ekki lág tala, jafnvel þótt mikill hluti kris- tinna manna teldist ekki til þess hóps. Margir telja að hluti kris- tinna hafi verið talsvert meiri en 5%. Lýst er ofsóknum og píslar- vættinu, áhrifavaldi biskupa og skipulagi safnaðarins. í þriðja kafla ritsins er einkum fjallað um Konstantínus mikla og kirkjuna og samrana ríkisvalds og kirkju að nokkra á dögum hans. Menn hafa velt fyrir sér ástæðunni til sinnaskipta Konstantínusar fyrir lokaorrastuna við keppinaut sinn, Maxentíus 312. Lane Fox telur að „Oratio ad Sanctos", sem er birt í ævisögu keisarans eftir Eusebius, sé lykillinn að spuming- unum um sinnaskipti keisarans. Hvað um það þá var Konstantínus „pontifex maximus11 og sinnti sem slíkur trúarathöfnum að heiðnum sið. Hann lét ekki skírast til kris- tinnar trúar fyrr en á banabeði 337. Keisarinn gat bæði verið kristinn og heiðinn, það fer eftir því hvernig þeirra tíma menn skildu hugtökin. Þessi bók er einstök, vandað sagnfræðirit, sem breytir mjög hugmyndum sagnfræðinga um sögu þessa tímabils, t.d. hefur Peter Brown, einn merkasti mið- aldafræðingur Englendinga talið að endurskoða þurfi alla sögu kirkju og ríkisvalds á 2.-4. öld, eftir útkomu þessa rits. Ritið er mjög vel skrifað, frásögnin lifandi og efnismeðferð mjög ítarleg og vönduð. Tilvitnanir og athuga- greinar era rúmlega 100 blaðsí- ður, alls er ritið um 800 síður. Penguin útgáfa er væntanleg í júní eða júlí á þessu ári. ágæt lesning, en það fer þó fyrst að færast fjör í leikinn eftir að það er allt farið í fullan gang. Hér tekst höfundi mjög vel að flétta saman örlög hinna ólíkustu aðila sem þarna koma við sögu. Lýsing- in á þessum köflum er góð aflestr- ar, en stundum má höfundur gæta sín; hann verður full upphafínn og skrúðmæltur. Þetta er að mörgu leyti hin merkasta afþreyingabók, því að hún segir okkur sitt af hverju um alþjóðlega hryðjuverkastarfssemi á þann hátt að vænta má að þekk- ing og skilningur sé ívið meiri. Spilling stjórnmálamannanna er auðvitað ekki algild, en einnig þeir hefðu sumir gagn af lestrin- um. Og kannski er aldrei neitt eins og það sýnist. Carter Dickson: My Late Wives Útg.Zerba Books 1988 Fyrir æði mörgum áram var maður að nafni Roger Bewley sem hafði það áhugamál að ganga að eiga sæmilega vel stæðar konur og koma þeim síðan- að því er talið er- fyrir kattarnef. Þessi voðaverk framdi Bewley af mikl- um klókindum og skipti um nöfn eins og þurfti, til að vekja síður athygli á sér. En þegar hann er svo nýbúinn að drepa síðustu kon- una, kemur stúlka nokkur að hon- um og þar með verður hann eigin- lega að leggja þetta áhugamál sitt á hilluna. Og segir ekki meira af honum að sinni. I London er stórleikarinn og hjartaknúsarinn Brace Ransom, Dennis Foster er í vinahópi hans og stúlkan Beryl er bæði sam- starfsmaður og aðdándi Brace. Nú er þar til máls að taka að Brace Ransom fær allt í einu hand- rit að leikriti sent og þar er lýst mjög ítarlega hvernig að öllum morðunum var staðið. Brace finnst þetta forvitnilegt og lái honum hver sem vill, hann ákveður að fara til smábæjar í suðurhluta Englands, þar sem upptök málsins hafa líklega verið. Hann hefur í hyggju að láta fólk þar trúa því, að hann sé Roger Bewley og á þann hátt vonast hann til að geta svælt hinn eina og sanna morð- ingja út úr greni sínu. Því að Bruce, Dennis og Beryl era öll á einu máli um að óhugsandi sé annað ' en Bewley hafi skrifað handritið, því að þar er getið at- riða sem enginn á að vita um nema lögreglumenn sem rannsökuðu morðmálin á sínum tíma. Sir Henry Merrivale leynilög- reglusnillingur kemur til skjal- anna, enda veitir ekki af, því að Brace lifir sig svo inn í hlutverk morðingjans, að ekki einasta trúa þorpsbúar því að hann sé Bewley, heldur virðist Beryl aðdáandi vera á báðum áttum. Mér skilst að Henry Merrivale sé föst sögupersóna hjá Carter Dickson, en ekki var hann, að mínu viti, sérstaklega skýr í þess- ari bók. MY Late Wives kom fyrst út fyrir yfir fjöratíu áram og á kápusíðu er vitnað í Agöthu Christie, bókinni til lofs og fram- dráttar. STRANDPARTÝ Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Á ströndinni („Back to the Beach“). Sýnd í Háskólabíói. Bandarísk. Leikstjóri: Lynd- all Hobbs. Aðalhlutverk: Frankie Avalon, Annette Funic- ello, Lorio Loughlin, Tommy Hinkley og Connie Stevens. f gamla daga, áður en mamma og pabbi fóru að eiga vandræða- unglinga, skemmtu þau sér á ströndinni. Strákarnir hétu eitt- hvað eins og Spud og stelpumar Sindý og það slettist eitthvað uppá vinskapinn, Spud lét vondu stelp- una draga sig á tálar en Sindý lét eins og hún væri skotin í sætasta brimbrettakappanum. Hápunkur- inn var strandveislan og brimbret- takeppnin í lokin og Spud og Sindý sættust. Þannig var það a.m.k. í strandamyndunum sem voru gerðar fyrir um 20 árum (líka kallaðar partýmyndir) hjá Amer- ican Intemational Pictures. Þær nutu nokkurrar lýðhylli vestra og einnig hér á landi, nánar tiltekið í Hafnarbíói. Það voru allir sætir og brúnir og glansandi af hreysti í þessum B-partýmyndum sem gerðust á ströndinni(„Beach- party“, ,,Pyjamaparty“) og tón- listin var ijörag og það var nóg. Stjörnurnar vora Frankie Avalon og Annette Funicello og þau sungu og dilluðu sér í sandinum, mórallinn var góður; fagurt mannlíf og útivist gerði gæfumun- inn. Heilbrigð sál í hraustum líkama. í myndinni Á ströndinni („Back to the Beach“), sem sýnd er í Háskólabíói, era þau Frankie og Annette'áftur mætt niðrá strönd 20 árum seinna til að gera grín að gömlu myndunum sínum. Frankie er núna orðinn söluóður bílasali en Annette er kaupóð út- hverfahúsmóðir. Sonur þeirra er pönkari og dóttirin lifir í synd með brimbrettakappa. Á ströndinni er varla fyrir aðra en þá sem vilja endurnýja kynni sín af þeim FYankie og Annette. Og þau kynni gætu valdið von- brigðum. Hér er allt gert á yfir- drifinn, ofurærslafullan máta þangað til kjánaskapurinn, sem sjálfur verður þungamiðja mynd- arinnar, gerist þreytandi. Það er alltof litla fyndni að finna í orð- mörgu handritinu nema hjá pönk- aranum, syni gamla settsins sem er raunar skemmtilegasta persón- an, og það er enn minni fyndni í því sem liðið tekur sér fyrir hend- ur. Tjaldið í Háskólabíói er bara einhvernveginn of stórt fyrir svona veigalitla mynd. Hafnarbíó var rétti staðurinn. P:S. Eins og í strandamyndun- um í gamla daga er frægur gesta- leikari í þessari, nefnilega Pee- Wee Hérman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.