Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988
7
Þrumuveðrið á
suunudaginn:
Eldiiig- laust
tvær kýr í
Leirársveit
ÞRUMUVEÐUR gekk yfir landið
suðvestanvert á sunnudaginn.
Eldingum laust víða niður, meðal
annars með þeim afleiðingum að
tvær kýr frá bænum Svarfhóli i
Leirársveit drápust.
Þrumuveðrið stóð yfir frá 12 á
hádegi til kl. 18 um kvöldið. Bragi
Jónsson veðurfræðingur sagði, að
það hefði einungis mælst á tveimur
veðurathugunarstöðvum, í
Reykjavík og á Þingvöllum, en auk
þess hefði Veðurstofan heimildir
fyrir þrumum og eldingum allt aust-
ur að Hellu á Rangárvöllum. Sums
staðar varð haglél.
Um klukkan hálf þrjú sló elding-
um niður í kúahóp skammt frá
bænum Svarfhóli í Leirársveit.
Tvær þeirra drápust, og sú sem
næst þeim stóð vankaðist nokkuð.
Kýrnar voru á beit rétt við Laxá
og sjást tvö göt í árbakkanum, þar
sem eldingar hafa farið í gegnum
hann, út í ána.
Orsaka þrumuveðursins er að
leita í hitamismun í háloftunum.
Heitt uppstreymisloft mætir þar
mjög köldu lofti og myndast við það
mikil spenna, sem losnar þegar raf-
straumur hleypur til jarðar í formi
eldinga.
Að sögn Braga Jónssonar kemur
þrumuveður eins og þetta á fimm
til tíu ára fresti að meðaltali og er
algengast að það eigi sér stað á
sunnanverðu landinu. Mörg dæmi
munu vera um að búfénaður verði
fyrir eldingum, auk þess sem þær
hafa oft valdið talsverðu jarðraski.
Til dæmis um þetta nefndi Bragi,
að á sjöunda áratugi nítjándu aldar-
innar hefðu fimm til sjö manns lát-
ist þegar eldingu laust niður í bæj-
arhús. Árið 1960 varð mikið jarð-
rask í þrumuveðri og 1976 brann
sumarbústaður er eldingu sló niður
í hann. Síðast varð tjón af völdum
þrumuveðurs 1982. Þá dó ein kind
og nokkuð jarðrask varð.
Nefnd skilar
áliti um
salmonellu
í matvælum
NEFND, sem skipuð var fyrir
ári til að skoða útbreiðslu salm-
onellusýkla í matvælum, hefur
skilað áliti og verða niðurstöður
hennar kynntar síðar í vikunni,
að sögn Guðmundar Bjarnasonar
heilbrigðisráðherra.
Nefndin var skipuð 2. júní á
síðasta ári, af Ragnhildi Helgadótt-
ur þáverandi heilbrigðisráðherra.
Skömmu síðar komu upp alvarleg
tilfelli vegna salmonellu í matvæl-
um og í skýrslu nefndarinnar er
sérstaklega fjallað um það þegar
hátt á þriðja hundrað manns veikt-
ust á ættarmóti í Dalasýslu. Guð-
mundur Bjarnason sagði við Morg-
unblaðið að nefndin gerði ákveðnar
tillögur til úrbóta, annars vegar til
stjórnvalda og hins vegar til fram-
leiðenda, en vildi ekki tjá sig nánar
um niðurstöður nefndarinnar að svo
stöddu.
I nefndinni voru Ingimar Sig-
urðsson lögfræðingur hjá heilbrigð-
isráðuneyti, en hann var formaður
nefndarinnar, Guðjón Magnússon
aðstoðarlandlæknir, Franklín Ge-
orgsson gerlafræðingur, Jóhannes
Gunnarsson læknir, Jón Höskulds-
son deildarsérfræðingur í land-
búnaðarráðuneyti, Guðni Alfreðs-
son prófessor, Halldór Runólfsson
deildarstjóri og Oddur Rúnar Hjart-
arson dýralæktiir.
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Sundlaug
undir
Eyjafjöllum
Sundlaugin sem fólkið er að baða sig í er
í landi Seljavalla undir Eyjafjöllum. Hún
var tilbúin fyrir rúmu ári síðan og hefur
þjónað bæði fólki úr nágrannabyggðum
og ferðamönnum sem leið eiga um hérað-
ið. Við sundlaugina er heitur pottur,
búningsaðstaða, veitingasala og tjald-
stæði.
ULTRA OLÍAN
FYRIR KRÖFUHART FÓLK
mmmmm
>a vei um onana sma Kretjast
góðrar olíu. Því hefur ESSO þróað yfirburðaolíu,
Ultra olíuna. Hún eykur afköst, veitir afbragðs-
vernd og stuðlar að betri endingu.
Olíufélagið hf