Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 7 Þrumuveðrið á suunudaginn: Eldiiig- laust tvær kýr í Leirársveit ÞRUMUVEÐUR gekk yfir landið suðvestanvert á sunnudaginn. Eldingum laust víða niður, meðal annars með þeim afleiðingum að tvær kýr frá bænum Svarfhóli i Leirársveit drápust. Þrumuveðrið stóð yfir frá 12 á hádegi til kl. 18 um kvöldið. Bragi Jónsson veðurfræðingur sagði, að það hefði einungis mælst á tveimur veðurathugunarstöðvum, í Reykjavík og á Þingvöllum, en auk þess hefði Veðurstofan heimildir fyrir þrumum og eldingum allt aust- ur að Hellu á Rangárvöllum. Sums staðar varð haglél. Um klukkan hálf þrjú sló elding- um niður í kúahóp skammt frá bænum Svarfhóli í Leirársveit. Tvær þeirra drápust, og sú sem næst þeim stóð vankaðist nokkuð. Kýrnar voru á beit rétt við Laxá og sjást tvö göt í árbakkanum, þar sem eldingar hafa farið í gegnum hann, út í ána. Orsaka þrumuveðursins er að leita í hitamismun í háloftunum. Heitt uppstreymisloft mætir þar mjög köldu lofti og myndast við það mikil spenna, sem losnar þegar raf- straumur hleypur til jarðar í formi eldinga. Að sögn Braga Jónssonar kemur þrumuveður eins og þetta á fimm til tíu ára fresti að meðaltali og er algengast að það eigi sér stað á sunnanverðu landinu. Mörg dæmi munu vera um að búfénaður verði fyrir eldingum, auk þess sem þær hafa oft valdið talsverðu jarðraski. Til dæmis um þetta nefndi Bragi, að á sjöunda áratugi nítjándu aldar- innar hefðu fimm til sjö manns lát- ist þegar eldingu laust niður í bæj- arhús. Árið 1960 varð mikið jarð- rask í þrumuveðri og 1976 brann sumarbústaður er eldingu sló niður í hann. Síðast varð tjón af völdum þrumuveðurs 1982. Þá dó ein kind og nokkuð jarðrask varð. Nefnd skilar áliti um salmonellu í matvælum NEFND, sem skipuð var fyrir ári til að skoða útbreiðslu salm- onellusýkla í matvælum, hefur skilað áliti og verða niðurstöður hennar kynntar síðar í vikunni, að sögn Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra. Nefndin var skipuð 2. júní á síðasta ári, af Ragnhildi Helgadótt- ur þáverandi heilbrigðisráðherra. Skömmu síðar komu upp alvarleg tilfelli vegna salmonellu í matvæl- um og í skýrslu nefndarinnar er sérstaklega fjallað um það þegar hátt á þriðja hundrað manns veikt- ust á ættarmóti í Dalasýslu. Guð- mundur Bjarnason sagði við Morg- unblaðið að nefndin gerði ákveðnar tillögur til úrbóta, annars vegar til stjórnvalda og hins vegar til fram- leiðenda, en vildi ekki tjá sig nánar um niðurstöður nefndarinnar að svo stöddu. I nefndinni voru Ingimar Sig- urðsson lögfræðingur hjá heilbrigð- isráðuneyti, en hann var formaður nefndarinnar, Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir, Franklín Ge- orgsson gerlafræðingur, Jóhannes Gunnarsson læknir, Jón Höskulds- son deildarsérfræðingur í land- búnaðarráðuneyti, Guðni Alfreðs- son prófessor, Halldór Runólfsson deildarstjóri og Oddur Rúnar Hjart- arson dýralæktiir. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Sundlaug undir Eyjafjöllum Sundlaugin sem fólkið er að baða sig í er í landi Seljavalla undir Eyjafjöllum. Hún var tilbúin fyrir rúmu ári síðan og hefur þjónað bæði fólki úr nágrannabyggðum og ferðamönnum sem leið eiga um hérað- ið. Við sundlaugina er heitur pottur, búningsaðstaða, veitingasala og tjald- stæði. ULTRA OLÍAN FYRIR KRÖFUHART FÓLK mmmmm >a vei um onana sma Kretjast góðrar olíu. Því hefur ESSO þróað yfirburðaolíu, Ultra olíuna. Hún eykur afköst, veitir afbragðs- vernd og stuðlar að betri endingu. Olíufélagið hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.