Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 43 Á slóðum Ferðafélags tslands ul. Best er að fylgja sömu leið nið- ur og komið var upp. Það verður enginn svikinn af Heklugöngu enda ber margt sérkennilegt fyrir augu göngumannsins. Jón Viðar Sigurðsson Gengið á Heklu Fyrstir manna til að ganga á Heklu voru þeir Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson árið 1750. Heklu- ganga þeirra var þá talin glæfraför hin mésta. Nú á dögum er algengt að fólk gangi á Heklu og á hverju ári leggur fjöldi fólks leið sína upp á fjallið. Menn hafa valið nokkrar mismunandi leiðir á Heklu og er ætlunin að lýsa einni þeirra laus- lega hér. Sú leið sem er einna þægilegust fyrir göngumenn er leið sem hefst við Skjólkvíahraunið sem rann í gosinu árið 1970. Að þessu hrauni liggur vegarslóði frá Pjallabaksleið nyrðri (Dómadalsleið) og er þá beygt út af við svokallaða Klofn- inga, skammt vestan við brún Nýjahrauns sem er frá árinu 1878. Slóðin liggur til suðvesturs með- fram Hestöldu og inn fyrir Rauðu- skál að Skjólkvíahrauni norðaustan við Heklu. Þegar þarna er komið er tæplega 500 m hæð náð en Heklutindur er rúmlega 1.500 m hár og er því lóðrétt hækkun um 1.000 m. Ætla má að gangan fram og til baka taki 6-7 tíma. Það gild- ir um göngu á Heklu jafnt sem önnur há fjöll að göngumenn sem leggja þau að fótum sér verða að vera vel klæddir og hafa góða skó. Ekki má heldur gleyma nestinu. Hekla er eldhryggur með stefn- una norðaustur-suðvestur og er gengið upp eftir norðausturhluta fjallsins. Fyrsti hluti leiðarinnar liggur upp allbratta brekku sunnan við slóðarendann við Skjólkvía- hraun. Þegar upp brekkuna er komið er stefnt í suðvestur að norð- austurenda Hekluhiyggsins. Þama eru úfin hraun sem hægt er að sneiða hjá. Hraunin eru úr ísúm bergi, andesíti. Þegar komið er að Hekluhryggnum er 900 m hæð náð og við tekur fremur brött brekka. Þegar upp brekkuna er komið er stefnt í suðvestur í átt að Heklu- tindi. Þó að þessi síðasti hluti leið- arinnar sé ekki langur er hann nokkuð seinfarinn þar sem úfið land er undir fótum. A tindinum er myndarlegur gígur og er suður- barmur hans hæstur. Þarna er þó nokkur hiti en síðasta Heklugos var 1980-1981. í björtu veðri er útsýni af Heklu afar fagurt, m.a. má sjá alla leið austur á Oræfajök- Kamarorghest- arnir sturta niður Nafn Kamarorghestanna hef- ur ekki farið hátt hin seinni ár og langt er um liðið síðan Kam- arorghestar Jónasar Vest kom- ust á legg, en sveitin á sinn kafla í íslenskri rokksögu. Frá Kamarorghestunum hefur kom- ið ein ágætisplata, Bísar i bana- stuði, og kannast eflaust magir við lagið Rokk er betra en fúlltæm djobb. Eftir það var hljótt um sveitina lengi, lengi, en fyrir stuttu spurðist út að væntanleg væri frá sveitinni plata með haustinu og tónleikar í kvöld. Rokksíðuútsendari hitti á nær alla Kamarorghestana í hljóðver- inu Bjartsýni á fyrsta upptöku- degi. Það er orðið langt um liðið siðan Kamarorghestarnir héldu sína síðustu tónleika og margir töldu að sveitin væri ekki til lengur. Hvað veldur að þið takið upp þráðinn núna? Valli sagði eitt sinn að enginn vissi sína hljómsveitina fyrr en hún byrjar aftur, en það má ann- ars segja að það hafi alltaf legið í loftinu að gera aðra plötu. Þar að auki er ekki hægt að hætta að vera Kamarorghestur; það er lífsstíll. Við hættum aldrei, en tökum okkur kannski pásu. Þið hélduð þó kveðjutónleika. Það voru aldrei haldnir form- legir kveðjutónleikar, enda erum við ekkert á því að kveðja. Hvað þá með tónlistarsköpun og æfingar í pásunni? Við höfum náttúrulega ekkert æft í tvö ár, en við höfum þó alltaf hist öðru hvoru og fengist þá eitthvað við tónlistina. Lögin sem á plötunni verða eru þó sérstaklega samin fyrir hana, nema þrjú eða fjögur lög sem eru eldri. Hvernig lög eru þetta? Rokk og róll. Eru sveitarmeðlimir ekki farnir að linast í því að spila rokk og róll, eftir því sem aldur- inn færist yfir. Færist þið ekki nær dinner-tónlist? Það fer allt eftir því hvað og hvar þú ert að eta. Hver semur? Ágúst, Bjöggi, Stjáni Pétur og Stjáni stjarna. Textana semur Stjáni Pétur. Hvað er framundan í sumar? Það er spilamennska að lok- inni plötugerðinni og þá verður spilað allsstaðar, hvort sem um er að ræða dansleiki eða prívats- amkvæmi. Hvað takið þið mikið upp? Á plötunni verða eitthvað á milli níu og fimmtán lög, en við tökum upp fimmtán. Úr þeim veljum við síðan á plötuna. Hvað á platan að heita? Kamarorghestarnir sturta nið- ur, er vinnuheitið á henni, en ekki er fullljóst hver verður end- anlegur titill. Hver útsetur? Við útsetjum í samvinnu við Hilmar Örn, sem einnig stjórnar upptökum með Mel Jefferson, sem kom hingað til lands fyrir skemmstu til að vinna með Hilm- ari að einhverju verki. Bísar í banastuði týndist að vissu marki í plötuflóði og seld- ist hægt. Hún er uppseld í dag og þar sem master-spólan er týnd þá er hún orðin safngripur. Fer eins með nýju plötuna? Fyrsta pressun verður 10.000 eintök. Við þetta er því einu að bæta að Kamarorghestarnir halda tón- leika í Casablanca í kvöld. Viðtal: Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.