Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 ' Er þettci e.lcki sá, sem ekk\ fáldca% Para mn bindislaus, a lau^rdacjnn \jar?‘ Ég varð að taka heima- vinnu með mér ... Olnbogabam íslenskra vegamála - til Vegamálastj óra Velvakandi. Nú er að mestu leyti búið að setja varanlegt slitlag á Hvalfjarð- arveginn, þetta fjölfarna olnboga- bam íslenska vegakerfisins. Mörg- Ágæti Velvakandi. Fimmtudaginn 7. júlí s.l. gerði sovéskt skemmtiferðaskip stuttan stans í Sundahöfn. Farþegar voru frá Tékkóslóvakíu. Er ekki að orð- lengja það að þeir hrifust allir mjög af íslandi, enda skörtuðu Þingvellir og Gullfoss sínu fegursta í glampandi sól og hita. Kona ein í hópnum (á fertugsaldri) bað fyrir heimilisfang sitt til Morgunbláðs- um þeim sem aka á íslenskum vegum finnst að þessi vegur hefði átt að vera forgangsverkefni þegar var lagt varanlegt slitlag, fram ins. Hún vill gjarnan skrifast á við íslending eða Islendinga - á ensku. Hún hefur áhuga á náttúru ís- lands, sögu og menningu og ferða- lögum. Heimilisfangið er: Libuse Piknerová Zilinská 15 772 00 Olomouc Ceckoslovensko yfir ýmsa fáfama vegi sem fyrir löngu hafa hlotið varanlegt slitlag. Hvalfjarðarvegurinn er mjög hættulegur á köflum, t.d. hjá Þyrli og undir MúlaTjalli og í hlítinni út með firðinum nálægt Hvítanesi. Vegurinn er fremur mjór en hengi- flug fyrir neðan. Þessir kaflar eru sérstaklega hættulegir í hálku og þegar sú staðreynd er skoðuð að vegurinn er einn fjölfarnasti vegur landsins, hvers vegna eru þá ekki sett handrið á þessa kafla eins og víða er á Austurvegi, t.d. við Kambabrún í Hveradölum og víðar? Ég tala fyrir hönd fjölmargra ökumanna þegar ég spyr: Verða handrið sett á hættulegasta veg- arkaflana á Hvalíjarðarveginum fyrir næsta vetur? Pennavinur óskast Yíkverji skrifar HÖGNIHREKKVÍSI Víkvetja kom ekki á óvart, að hvalavinir og Grænfriðungar létu í sér heyra, þegar Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands var á ferðalagi í Vestur-Þýskalandi í síðustu viku. Umhverfisverndar- sinnar eru öflug og þverpólitísk hreyfing þar í landi og á þeim vafa- laust eftir að vaxa fiskur um hrygg, þegar fram líða stundir. Á nýlegu alþjóðlegu umhverfisþingi í Toronto í Kanada líktu menn mengun og eyðandi mætti hennar helst við hinn óhugnanlega skaða, sem yrði ef kjarnorkuvopnum væri beitt. Græn- friðungar eru baráttusamtök um- hverfísverndarmanna og láta að sjálfsögðu miklu fleiri og alvarlegri mál til sín taka en hvalveiðar. Á hinn bóginn líta þeir á baráttu sína fyrir vemdun hvala sem prófstein fyrir samtök sín og hvort þeim tak- ist að ávinna sér traust hins stóra hóps manna, sem vill með einum eða öðrum hætti láta áhyggjur sínar vegna megnunar og eyðingar í ljós í verki. I Morgunblaðinu á laugardag gagnrýnir Ólafur M. Jóhannesson það í dálki sínum um ljósvakamiðl- ana, að sagt skuli nákvæmlega frá „herferð erlendra náttúruverndar- sinna gegn landi voru“ og spyr: „Væri ekki nær að fréttamenn leiddu að mestu hjá sér slíka van- virðu?" XXX * Olafur M. Jóhannesson er síður en svo einn um þá skoðun, að í fjölmiðlum á íslandi eigi ekki að segja frá andmælum gegn íslensk- um hvalveiðum. Er helst að skilja þennan málflutning á þann veg, að Grænfriðungar séu með læti og lög- brot til að komast í íslenska fjöl- miðla. Verði þagað um aðgerðimar hér hverfi þær úr sögunni. Þetta er hæpin kenning, svo að ekki sé meira sagt. Og fátt er hættulegra í baráttu eins og þessari en að ímynda sér að óvinurinn sé ekki til eða halda að hann hverfi, bara ef maður hættir að hugsa um hann. Því miður er málið ekki svona einfalt og sýnist Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra, hafa áttað sig á því; annars hefði hann ekki efnt til fundar með Grænfrið- ungum í Hamborg á föstudaginn. Fyrir okkur Islendinga skiptir miklu að skilja og skilgreina málflutning Grænfriðunga og annarra sem sækja hart gegn okkur vegna hval- veiðanna og fá þessa aðila til að fallast á þá grundvallaskoðun, að fyrir lífkeðjuna í sjónum er hag- kvæmt að nýta hval að einhveiju marki eins og önnur sjávardýr. xxx Jafn vinsælt tæki og bifreiðin veldur miklum hugaræsingi hjá mörgum sem annt er um umhverf- ið. Víða um nágrannalöndin efna menn til harðra mótmæla gegn lagningu hraðbrauta og annarra akvega. Deilumar um framtíð Foss- vogsdalsins em sprottnar af sömu rót. Þá er aldrei nóg að gert gegn slysum í umferðinni. Þegar Víkveiji ók í bílalest sem var næstum samfelld frá Selfossi til Reykjavíkur um kvöldmatarleyt- ið sunnudag fyrir skömmu, datt honum í hvort ástæða væri til að blása til jafn mikilla aðgerða í um- ferðarmálum um verslunarmanna- helgina og gert er; hvort umferðin þá væri í raun nokkm meiri en al- mennt um helgar og því væri alltaf nauðsynlegt að hafa í frammi áminningar án alls þess uppnáms sem verður um þessa einu helgi á sumrin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.