Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 9 Ég er Vog_ VERUM SAMAN Persónukort: Hver er ég? Hvaða hæfileika hef ég? Hvað veikleika? Get ég skilið mig betur? Framtíðarkort: Hvaða sjó sigli ég þetta árið? Hvarermeðbyr, mótbyr, blindskerog öruggar siglingaleiðir? Samskiptakort: Ég elska maka minn, en getum við skilið hvort annað betur? Sjálfsþekking er forsenda framfara. Hringdu og pantaðu kort STJ0RNUStfEKI hentirísim* •STÖÐIN 1UJ// LAUGAVE6I 66 SIMI 10377~| Gunnlaugur Guðmundsson VW JETTA '86 Grænsanseruð Jetta CL með „power“-stýri, „power“-bremsum og sjálfskiptingu. Um er að ræða vel með farinn frúarbíl sem er ekinn 43.000 km á malbiki. Verð kr. 520-530 þús. EfjTyiwtwi BRAUTARH0LTI33 - SÍMI69 56 60 PÖNTUNARLISTINN Yfir 1000 síður kr. 190,- (án bgj). Vetrartískan frá Roland Klein - Kit - Burberrys - Mary Quant - YSL o.fl. Búsáhöld - leikföng - sælgæti — jólavörur o.fl. RM B. M AGNUSSON mmU VI HÓLSHRAUNI 2 - SÍMI 52866 - P.H. 410 - HAFNARFIRÐI "" ó érsajma-ti rlkL„,j6marinn- SKYRAR línur FYRIR HAUSTIÐ AlMuflokkurinn sltur ekki I rtkimjóm í ódoveróbóhu gvroum. »em þö voru akki 1 “"»'|Am.KXoum . 'ssrjœT” 1 awsÆWÆ* 0«r0 o0 litkvinntlu. V Tilraun? Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, velti því fyrir sér í viðtali við Alþýðublaðið sl. laugardag, hvort tilraunin með lýðveld- ið ísland væri dæmd til að mistakast m.a. vegna fámennis þjóð- arinnar. í Staksteinum í dag er vitnað til þessa viðtals við fjár- málaráðherra, sem fjallar einnig um framtíð ríkisstjórnarinnar. Tilraunin ísland í viðtali við Alþýðu- blaðið sl. laugardag fjall- ar Jón Baldvin Hanni- balsson um það, sem liann kallar tilraun með lýðveldið ísland og segir ma: „Það var mér ofarlega i huga þessa þrjá daga í Bretlandi, hvort tilraunin með lýðveldið ísland væri dæmd til að mistak- ast. Við höfum 120—130 þúsund vinnandi manns í landinu. Landið er stórt og dýrt til búsetu. Við erum duglegt fólk, við vinnum langan vinnudag og höfum mikið fyrir lífinu. Við öflum mikilla fjármuna. Við vorum í fyrra með fimmtu hæstu þjóðartekjur á mann, um 22 þúsund dollara á mann. En þegar maður hugsar um það frá sjón- arhomi miðlungsrikis evrópsks, eins og Bret- lands, sem er með um 55 milljónir manna, hvað þetta eru fáir einstakl- ingar, sem þurfa að standa undir þessu þjóð- félagi, þá liggur við að mann sundli. Á örfáum árum hafa menn byggt hér upp allan húsakost og gert það svo rýmilega að nú eru 60 fermetrar per haus. Sovétmenn eru að gera sér vonir um að ná 10 fermetrum upp úr aldamótum og Svisslend- ingar eru að gera sér vonir um að ná þá 30 fermetrum. Við byggjum hér og þurfum að halda við rúmlega 100 höfnum. Við höfum virkjað stór- fljót og byggt upp raf- orkukerfi um landið allt, — að vísu allt með erlend- um lánum. Við erum að byggja upp samgöngur um þetta stóra og erfiða land. Við ætlum að fara að ráðast í jarðgöng. Við höfum auðvitað byggt upp nútimalegan skipa- flota. Og við höfum byggt upp höfuðborg, sem sumum finnst helst til of stór. Gerum kröfur, sem eru ekki bara sam- bærilegar við, heldur miklu meiri en ríkustu þjóðir heims þykjast hafa efni á. Við höldum uppi skólakerfi, heilbrigðis- kerfi, almaiuiatrygging- um, sem við höfum metn- að að gera til jafns við það sem skást þekkist." Hefurþetta ekki gengið? Siðan sagði Jón Bald- vin: „Menn líta til baka og spyrja: Hefur þetta ekki gengið hingað til? Jú, jú, það hefur gert það hingað til. Meðal annars vegna þess að við höfum verið tilbúin að leggja meira á okkur en aðrir. En það hefur samt ekki gengið betur en svo, að við erum skuldugasta þjóð í heimi. Við kunnum okkur ekkert hóf. Það er eins og þessi þjóð þekki ekki takmörk sin og virði engin takmörk. Aðrar þjóðir á megin- landi Evrópu hafa beint allri athygli sinni og at- orku að einu viðfangs- efni, sem er skammt und- an, þijú ár. Hinum sam- eiginlega Evrópumark- aði! Á vettvangi fyrir- tækja og ríkisstjóma er markvisst unnið að þvi að aðlaga þessi þjóðfélög að þeirri hörðu sam- keppni, sem opnun landa- mæranna mun kalla fram. Hvað erum við að gera? Rifast um rolluket, refaskott og gengisfeU- ingar! Það sem við ættum að vera að gera er að ein- beita okkur að því að gera islenskt atvinnulif samkeppnisfært við þess- ar þjóðir innan þriggja ára. Lítum á islenskt efnahagslif. Við sjáum að það er ekki samkeppn- isfært, meira að segja ekld í toppári. Er ekki orðið tímabært, að við horfumst i augu við það, hvemig við ætlum að haga okkar auðlinda- pólitík í framtíðinni. Get- um við búið við óbreytt kvótakerfi í sjávarút- vegi? Hefur það gert sjávarútveginn sam- keppnisfæran? Hver er staða okkar í markaðs- málum?" Ríkissljórnin áreki Loks segir fjármála- ráðherra: „Mitt áhyggju- mál er að ríkisstjómin er á reki. Eftir maíað- gerðimar, seinni gengis- fellinguna, er ljóst að hana hefur borið af leið. Það er eitt af einkenn- um þessarar ríkisstjóm- ar, að hún er málsvara- laus. Það er eins og þing- menn, jafnvel úr fremstu röð stjómarflokkanna, hafl aldrei skilið um hvað þessi ríkisstjóm var mynduð. Þess em mörg dæmi, að þeir fari um hémð úthúðandi sam- starf sflokkunum, eða reyni að fría sig allri ábyrgð. Þeir sveija allt af sér við fyrsta hanagal — eins og forðum. Þeir kannast ekkert við að hafa átt aðUd að skatt- kerfisbreytíngunni og taka undir allar óánægju- raddir og gagnrýni. All- ur málflutningur er eins og þeir séu í stjómarand- stöðu. Aumt er að sjá í einni lest... Hún þarf að ná áttum á ný. Það verður að stöðva rekið. Endurmeta stöðuna. Það verður að setja nýjan kúrs. Hann getur ekki snúist um að bjarga einhveiju fyrir hom, svo sem um eitt vísitölubU. Það hlýtur náttúrlega að byggjast á sannfæringu þessara stjómmálaflokka um það að þeir ætli að sitja út kjörtímabilið og ná ár- angri.“ Ný óbundin bréf: SJÓÐS- BRÉF 3 Örugg skammtímaávöxtun! í vaxandi verðbólgu skiptir miklu að ávaxta peninga vel eigi þeir ekki að rýrna. Með nýju skammtímabréfum VIB, Sjóðsbréfum 3, fæst mjög góð ávöxtun án þess að binda féð. Búist er við að ávöxtun Sjóðsbréfa 3 verði 9-11% yfir verðbólgu. Innlausn Sjóðsbréfa 3 er einföld, fljótleg og án kostnaðar. Sjóðsbréf eru góður kostur! VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30 Hugtök / Svansprent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.