Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 . X Tom Amorosi ljósmyndar öskulög í jarðveginum, Thomas McGovern fylgist með. Morgunblaðið/KGA Svalbarð í Þistilfirði. Öskuhaugurinn gamli, sem verið er að grafa í er fremst t.v. Dýrafornleifa- fræði á Svalbarði Á Svalbarði í Þistilfirði eru miklar tilfæringar þessa dagana. Tólf manna hópur erlendra fornleifa- og mannfræðinga hefur hreiðrað um sig í nýja barnaskólanum og þaðan halda þeir á hverjum morgni til að grafa upp bein og muni úr gamla bæjarhólnum á Svalbarði, ræða við bændur, kortleggja hreppinn og safna jurtum. En hver er tilgangurinn með þessu athæfi? Blaðamaður og ljósmyndari Morgun- blaðsins litu við á Svalbarði og könnuðu málið. in sem mokað er upp er síðan sikt- uð, svo smáhlutir eins og tennur, sem í henni kynnu að leynast fari ekki forgörðum. Þegar heim kemur á kvöldin eru svo allir hlutir sem fundist hafa yfir daginn færðir á skrá inn í tölvu, sem færir þá í rétta flokka og skrifar út línurit og skífur sem sýna hlutfallið milli beina úr mismunandi dýrum. McGo- vem sýndi blaðamanni slík línurit frá öðrum fornleifauppgröftum á fslandi og voru þau mjög ólík ritun- um frá Svalbarði. Á ritunum frá Stóru Borg voru fiskbein t.d. í yfir- gnæfandi meirihluta en á Svalbarði em það selbein, hvalbein og bein úr sauðfé sem mest ber á. Sagði McGovern að einnig hefðu fundist nokkrir munir unnir úr hvalbeini, þótt ekki væri það neitt í líkingu við stríðsöxina úr hvalbeini sem þeir hefðu fundið á Grænlandi. Þrátt fyrir ljúfmennsku McGov- ems var greinilegt að hann var Það var glaða sólskin og hiti þegar Morgunblaðsmenn bar að garði og létt yfir hópnum þar sem hann vann af kappi í bæjarhólnum. Thomas McGovern, bandarískur fornleifafræðingur sem stjórnar uppgreftrinum, tók á móti okkur með bros á vör, leiddi okkur um svæðið og útskýrði af mikilli þolin- mæði tilgang og framkvæmd rann- sóknarinnar. „Þessi vinna hér á Svalbarði er liður í stærri rannsókn á lifnaðar- háttum fólks og þróun byggðar á Norður-Atlantshafssvæðinu. Eg og félagar mínir, Gerry Bigelow og Tom Amorosi, sem báðir em með mér hér, höfum unnið að upp- greftri og rannsóknum á Grænlandi og Hjaltlandseyjum sl. 15 ár, auk þess sem við höfum séð um rann- sóknir á öllum dýrabeinum úr upp- greftrinum á Stóm Borg. Við emm ekki búnir að vinna hár á Svalbarði nógu lengi til að draga upp ein- hvetja heildarmynd, en það sem við höfum fundið hingað til bendir til þess að lifnaðarhættir fólks hér hafi um marjgt verið líkari því sem gerðist í Islendingabyggðum á Grænlandi en t.d. á Stóm Borg. Við höfum fundið mikið af sel- og hvalbeinum hér, en minna af bein- um úr húsdýrum og fiski. Þessi hóll sem við emm að grafa í er * gamall öskuhaugur, sem virðist hafa verið notaður öldum saman og geymir því fágætlega gott safn beina frá mismunandi tímum. Það sem dýrafomleifafræði snýst um er að rannsaka hvaða dýr fólk nýtti og hvernig, og besta ráðið til að komast að því er að rannsaka bein, sem fleygt hefur verið með matar- úrgangi". „Það sem við emm að reyna að komast að er það hvemig fólk lifði á þessum slóðum fyrr á tímum. Hvemig bmgðust menn við kóln- andi veðurlagi á seinni hluta mið- alda t.d. Það hafa verið settar fram margar kenningar um lifnaðarhætti og búskaparlag til forna, en án rannsókna á fornminjum eru kenn- ingarnar lítils virði. Fólkinu hér í nágrenninu finnst við, held ég, dá- lítið galin að vera krafsandi ofan í jörðina í leit að beinum, en beina- rannsóknir em ein mikilvægasta aðferðin til að sjá þróun búskapar- hátta og fæðuvals. Daniel Bmun safnaði beinum bæði frá íslandi og Grænlandi, svo þetta er ekki ný bóla í fornleifafræðinni. Annars vil ég koma því að hvað heimilisfólkið hér á Svalbarði hefur verið hjálp- legt og skilningsríkt og raunar alíir hér í sveitinni. Aðstaðan í barnaskó- lanum er hreint frábær og okkur finnst við næstum vera á lúksus- hóteli, eftir að vera vön að búa í tjaldbúðum á Grænlandi“ sagði Thomas McGovem. Það er greinilega ekki fyrir óþol- inmóða að fást við fornleifaupp- gröft. Eftir að búið er að grafa í gegnum svörðinn er skafíð ofurvar- lega með spaða ofan af moldinni. Hver einasti hlutur sem fínnst er mældur og skráður og merkt við staðinn þar sem hann fannst. Mold- Charlotte Taylor með selbein nýuppgrafið. Fjær sést Jim Wallett Thomas McGovern útskýrir starfsaðferðir forn- leifaf ræðinganna. Thomas McGovern leiðbeinir Katharine Wood- house-Beyer (t.v.) og Bobbi Brickman við upp- gröftinn. orðinn óþolinmóður að snúa sér að vinnunni. Blaðamaður sneri sér því að þeim Gerry Bigelow og Tom Amorosi og innti þá eftir áliti á starfinu á Svalbarði. Bigelow sagð- ist nú lítið geta sagt um það, hann hefði komið með rútu frá Reykjavík kvöldið áður og væri ekki kominn inn í hlutina. Hann væri búin að vinna við rannsóknir á Hjaltlands- eyjum í 15 ár auk þess að hafa verið aðstoðarmaður Toms McGov- erns á Grænlandi. Hann sagðist hafa mestan áhuga á fiskveiðum, aðferðum við þær og neysluvenjum á fiski og væri mjög gaman að bera saman Hjaltlandseyjar og ís- land með tilliti til fiskveiðanna. Einnig væru eyjasamfélög að ýmsu leyti ólík öðrum og samanburður á þessum tveimur eyjum því áhuga- vekjandi. Tom Amorosi hefur unnið með þeim McGovern og Gerry Bigelow síðan 1980, en áður var hann nem- andi McGoverns í Hunter College í New York. Hann sagði að í því sem þeir hefðu fundið hingað til hefði komið sér mest á óvart hve stórir hvalir hefðu verið veiddir á Sval- barði og hve mikið væri af selbein- um. Auk fornleifafræðinganna eru á Svalbarði Jón Haukur Ingimundar- son, mannfræðingur og tveir bandarískir aðstoðarmenn hans, en þeir voru í leiðangri um sveitina þennan dag. Verkefni þeirra er að kortleggja hreppinn og ræða við bændur um breytingar á landnýt- ingu, fólksflótta og fleira. Það eru National Geographic Society í Bandaríkjunum, Bandaríski vísindasjóðurinn og Hunter College í New York sem fjármagna starf fornleifafræðinganna, en Mann- fræðiskor Félagsvísindadeildar Há- skóla íslands greiðir laun Jóns Hauks. Aðstoðarmenn fornleifa- fræðinganna eru bæði bandarískir og kanadískir og von er á breskum, norskum og sænskum fræðingum seinna í sumar. Eins og áður sagði er það tólf manna hópur sem vinn- ur að rannsóknunum eins og er og Tom Amorosi var spurður hvort það kæmu ekki upp erfiðar aðstæður hjá fólki sem vinnur saman allan daginn, borðar saman og eyðir nótt- unum undir sama þaki vikum sam- an. „Það verður auðvitað að velja vel í svona hópa“ sagði Tom „það er óþolandi fyrir álla ef fólki sem er í svona nánu samneyti kemur ekki saman. En þessi hópur er mjög góður og allir leggja sig í líma við að láta hlutina ganga upp“. Og það var ekki annað að sjá en góður andi ríkti í hópnum, brandararnir gengu á víxl, en flestir voru óskilj- anlegir utanaðkomandi aðilum. Vinnan hafði algjöran forgang og ekki laust við að sá grunur læddist að blaðamanni og ljósmyndara að nærvera þeirra hefði truflandi áhrif, þótt allir væru hinir vingjarnleg- ustu. Eftir nokkurra tíma viðdvöl kvöddum við því með virktum og þökkuðum fyrir ánægjulega og fræðandi heimsókn. Texti: FB. Myndir: KGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.