Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 Heyskapur er víða skammt á veg kominn HEYSKAPUR gcngnr nokkuð misjafnlega á landinu, og hefur óhagstætt veðurfar víða sett strik í reikninginn. Einna verstar eru heyskaparhorfur á Austur- landi, en þar er víða mikið kal í túnum. Víðast annars staðar er útlit fyrir að heyfengur verði í meðallagi. Á Austurlandi gengur heyskapur báglega, en þar var spretta seint á ferð vegna mikilla þurrka í júní. Mikið kal er víða í túnum á Austur- landi og eru jafnvel stór flæmi meira og minna ónýt. Þurrkleysa hefur verið nú á aðra viku og lítið verið hægt að heyja, og sumstaðar hafa menn jafnvel ekkert getað byrjað slátt. I A-Skaftafellssýslu er svipaða sögu að segja. Vorið var kalt og spretta var seint á ferð. Fyrir rúm- lega hálfum mánuði var sláttur víða að hefjast, en þá kom óþurrkur sem verið hefur síðan. Heyskapur hefur gengið misjafn- lega á Suðurlandi, en þar var spretta seint á ferðinni í júnímán- uði sem var kaldur og blautur. í júlí hefur verið ágætis tíðarfar. Nokkrir bændur í lágsveitum eru svo til búnir með slátt, og flestir eru komnir eitthvað af stað. Mjög misjafnt ástand er í Borgar- firði, en sláttur er þó hafinn víðast hvar. í Mýrasýslu gengur heyskapur all vel, en þar hefur verið þurrkur í júlímánuði og spretta góð. Júní- mánuður var aftur á móti kaldur og blautur og þá spratt illa. Yfirleitt er heyskapur ekki byrj- aður norðantil á Vestfjörðum, og hafa þurrkar þar dregið úr sprettu. Á vesturfjörðunum er sláttur aftur á móti víða hafínn og er gras þar gott. Þeir sem byijuðu slátt snemma í A-Húnavatnssýslu eru komnir vel á veg, en enginn hefur þó lokið fyrri slætti. Nokkrir góðir dagar komu í byijun júlí og þeir sem byij- uðu slátt þá fengu öndvegishey. Sprettan í sýslunni er þó frekar misjöfn. Undanfarna daga hefur þó Hvalfjörður: Könnun á hagkvæmni jarðganga UM þessar mundir eru að hefj- ast athuganir á hagkvæmni jarðganga undir Hvalfjörð og ýmsum tæknilegum atriðum í sambandi við gerð þeirra. í fyrra var gerð lausleg könnun á þessum atriðum og virtust jarðgöng hagkvæm miðað við þær niðurstöður, sem þá feng- ust. Að sögn Helga Hallgrímssonar, forstjóra tæknideildar Vegagerðar ríkisins, var könnunin i fyrra byggð á nokkuð ónákvæmum for- sendum. „Hins vegar er núna ver- ið að heíja athuganir alveg frá grunni,“ sagði Helgi. „Allir mögu- leikar verða kannaðir, til dæmis brúargerð, en jarðgöngin eru þó efst á baugi." Ýmsir einkaaðilar hafa sýnt áhuga á því að eiga hlutdeild í gerð ganganna og vill samgöngu- ráðherra kanna möguleikana á slíku samstarfi. Helgi sagði að menn hjá Vegagerðinni þekktu þessar hugmyndir og um þær væri góð sátt. „En það er alltof snemmt að velta framkvæmdun- um sjálfum fyrir sér núna,“ bætti hann við. „Á þessu stigi er einkum verið að ræða frumkvæði einkaað- ila í rannsóknum, með það fyrir augum, að hægt verði að hraða þeim.“ lítið gengið með heyskap vegna þokusudda. í Skagafirði gátu menn nýtt sér góðan kafla sem kom fyrir um hálf- um mánuði, en þá náðist inn óvenju- lega mikið af heyjum miðað við þann tíma sumars, og kláruðu nokkrir bændur fyrri slátt um 12. júlí. Spretta er undir meðallagi en hey góð. Heyskapur hefur gengið sæmi- lega í Eyjafirði og hafa nokkrir bændur þar lokið fyrri slætti. Horf- ur eru á að þetta verði meðalár hvað heyskap varðar, magnið er þó í minna lagi en gæði sennilega mik- il þar sem slegið hefur verið í sprettu. GK og Ólafs Laufdals hf. verður haldið á Hvaleyrarvelli laugardaginn 23.iúlí 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun eru íboði Án forgjafar: 1. Viku golfferð til Torquay í Englandi sem er sannköll- uð golfparadís. 2. Gisting og kvöldverður fyrirtvo á Hótel Borg. 3. Kvöldverður fyrir tvo á skemmtikvöldi á Hótel íslandi. Meöforgjtff: 1. Helgarferð fyrir tvo til Akureyrar með Ferðaskrifstofu Reykjavíkur ásamt gistingu á Hótel Akureyri og skemmtun í Sjallanum. 2. Gisting og kvöldverður fyrir tvo á Hótel Borg. 3. Kvöldverðurfyrirtvoá skemmtikvöldi á Hótel íslandi. Glæsileg aukaverðlaun eru í boði: Fyrir að fara holu í höggi á 17. braut: Peugeot 405 GL, sem var valinn bíll ársins 1988 í Evrópu, að verðmæti kr. 750.000, tilbúinn á götuna. Verðurtil sýnisá svæðinu frá föstudegi. Fyrir að vera næstur holu á 6. braut 14. braut 17. braut verða aukavinningar. Skráning verðurí,skála á föstudag tUkl. 21.00 ísíma 53360. Ræst verðurút frá kl. 8.00. HÓTEL fóIIAND Kappleikjanefnd. FtRDASKRIfSTOFA REYKJAVÍKUR JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SfMI 42600 Golfklúbburinn Keilir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.