Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 __ rslunar- mannahelgi á herragarði í Torquay Brottför 28. júlí kl. 17.30. Komiö heim aö kvöldi 2. áaúst. Flug og gisting í5 nætur í 2ja manna herbergi meö enskum morgunverði. irerö kr. 26.900,- FERÐASKRiFSTOFA REYKJAVÍKUR Aftalstræti 16 - Sími 621490 SJÓVÁ Af súrsuðum hrútspungum og sinfóníu- hljómsveitum eftir Gunnlaug Júlíusson Þorvaldur Gylfason prófessor skrifaði nýlega tvær greinar í Morg- unblaðið, þar sem hann í fyrri grein- inni fléttar saman umræðu um list- ir og landbúnað, og veltir m.a. því fyrir sér hver sé orsök þess að fjár- hagsvandamál plagi þessar greinar stöðugt. Ég vil í upphafi þakka Þorvaldi fyrir að ræða þessi mál á málefna- legan og öfgalausan hátt, en láta ritsóðastílinn eiga sig, en það virð- ist vera öllu algengari ritháttur þegar um málefni landbúnaðarins er skrifað af þeim sem færa fram gagnrýni á fyrirkomulag og tilvist landbúnaðar á íslandi í dagblöðum. Hinsvegar er undirritaður honum alls ekki sammála um meginatriði og túlkun ýmissa þeirra atriða sem fjallað er um, en það er allt annað mál og kem ég að því siðar. Jónas nokkur Bjarnason hefur lagt útaf fyrrnefndum greinum í DV, og þar þekkir maður sitt heimafólk!! „Niðursoðin" fjöldafram- leidd list Þorvaldur fjallar á nokkuð skemmtilegan hátt um hliðstæða stöðu lista og landbúnaðar og telur að eilíf efnahagsvandræði í listum og landbúnaði séu angar af sama meiði. í framhaldi af því slær hann því föstu að það sé og verði fjög- urra manna verk að leika strengja- kvartett og a.m.k. 20 leikara þurfi til að leika Hamlet og listmálun hljóti ætíð að taka viðlíka langan tíma og því verði list ætíð dýr. Einn- ig hljóta landbúnaðarafurðir að hans viti ætíð að verða dýrari vegna eðli greinarinnar, of margir fram- leiða á of lítinn markað og hagræð- ingu verði ekki við komið að neinu marki. í framhaldi af ályktun um háan matarkostnað heimilanna, tel- ur Þorvaldur eitt af brýnustu hags- munamálum almennings vera inn- flutning landbúnaðarafurða. Hér erum við komnir að kjarna málsins. Það er ósköp eðlilegt að spurt sé: Hví eigum við yfir höfuð að vera að baksa við framleiðslu land- búnaðarafurða hér uppi á ísköldu landi, þegar hægt er að fá matinn keyptan langtum ódýrari á hinum svokallaða heimsmarkaði, þar sem umframframleiðsla annarra þjóða er seld á niðursettu verði? Með því móti myndi staðan í matarbuddu neytandans stórbatna, og hinn margumræddi neytandi gæti t.d. ferðast mun oftar til annarra landa. í framhaldi af því er einnig eðli- legt að spurt sé: Því eigum við að vera að beijast við að vera að halda uppi menningu og listum hér á okkar isakalda landi þar sem það hlýtur að vera kostnað- arsamt? Er ekki okkar menning einnig mörgum sinnum ómerkilegri en menning annarra þjóða, vegna þess að við erum mörgum sinnum færri en flestar sjálfstæðar þjóðir í kring- um okkur? Hlýtur tunga okkar ekki að vera mörgum sinnum dýrari í fram- færslu en t.d. enska ef hún væri þjóðtunga okkar vegna fámennis okkar? Þetta eru allt grundvallarspurn- ingar sem kreQast svara. í framhaldi af þessu má flétta í kringum það sem sagt var um strengjakvartettinn, Hamlet og málverkin og segja: Bætum hag Kvmmmí SUMARVÖRUM! Við viljum kynna nýja fallega Herrahúsið okkar og bjóðum þvi kynningarverð ó öllum sumarvörum RDfim # listunnenda með erlendri „niðursoð- inni“ fjöldaframleiddri list. Hví skyldu áskrifendur Sinfóníu- hljómsveitarinnar ekki fara í Há- skólabíó og hlusta á strengjakvart- ett, leikinn af erlendum flytjendum, fluttan af geislaspilara, inngangs- eyrir 50 krónur. Tóngæðin fullkom- in, tónverkið sígilt. Hví þarf yfir höfuð að horfa á mennina fjóra hreyfa sig við hljóðfærin til að njóta verksins? Hví kaupa leiklistarunnendur sig inn á sýningar á Hamlet í Iðnó með íslenskum leikurum fyrir eitt til tvö þúsund krónur í stað þess að taka myndbandsspólu á leigu fyrir eitt hundrað krónur með leikverkinu Hamlet? Þeir sjá þannig sama leik- verkið ódýrar, flutt af erlendum úrvalsleikurum og meira að segja á frummálinu með íslenskum texta. Hví nægir sönnum myndlistar- unnendum ekki að kaupa eftirprent- arnir af frægustu erlendu listaverk- um fyrir lágt verð, litir og áferð í fullu samræmi við frummyndina? Af hveiju verður frummyndin að hanga uppi á vegg í stofunni til að eitthvað bragð sé af myndlistinni sem slíkri? Fyrir því að fúlsa við notkun á „niðursoðinni" fjöldaframleiddri, innfluttri list í stað þeirrar íslensku listar sem við erum að burðast við að halda hér uppi á kostnað skatt- greiðenda (Reykvíkinga sem lands- byggðarmanna) eru ekki efnahags- leg rök, heldur tilfiningaleg, menn- ingarleg og þjóðemisleg. Því hlýtur eftirfarandi spurning að vakna: Hvort eru hin efnahags- legu rök eða hin tilfinningalegu, menningarlegu og þjóðemislegu rök rétthærri? Þegar rætt er um matvæli og menningu í einu samhengi er nauð- synlegt að taka það fram, svo að ekki valdi misskilningi eða að hægt sé að gera manni upp skoðanir af þeim sem gaman hafa af slíku, að vitanlega er það ljóst að auðvitað er ekki hægt að bera þetta tvennt algerlega saman því að auðvitað kemur maturinn alltaf fyrst. Hvað aðra neysluvöru varðar hefur ein- staklingurinn ákveðið val, en mat- arins verður að neyta. Hægt er að velta því fyrir sér í framhaldi af þessu hvort mann- skepnan komist af án menning- arlífs? Svo má spyija hvað er menn- ing? Er innflutningur erlendra lista- manna á Listahátíð menning? Er ekki jafngott að njóta verka þeirra í „niðursoðnu" formi? Er slík menn- ing betri eða rétthærri en framtak áhugamanna? Hvers vegna þarf að leggja rækt við „dýra“ innlenda listasköpun þegar til staðar er er- lend og ódýrari list? Einnig er hægt að spyija: Er verð matarins hið eina sem skiptir Veldu Steinvara 2000 gegn steypu- skemmdum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.