Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 25 Morgunblaðið/Börkur Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, kynnir hið nýja embætti. Asamt honum á myndinni eru þeir Karl Steinar Guðnason forseti efri deildar, og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings. Umboðsmaður Alþingis tekur formlega til starfa: Tuttugu erindi hafa bor- ist umboðsmanni Alþingis GAUKUR Jörundsson, sem ráðinn hefur verið umboðsmaður AI- þingis, hefur nú tekið formlega til starfa. Hlutverk hans er að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt borgaranna gegn stjórnvöldum landsins. Umboðsmaður getur tekið mál til meðferðar eftir kvörtun eða að eigin frumkvæði. Umboðsmaður og forsetar Al- þingis héldu í gær blaðamanna- fund þar sem embættið var kynnt og sagði Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson, forseti sameinaðs þings, það vera sögulegan viðburð að umboðsmaður Alþingis tæki nú til starfa. Á fundinum kom fram að nú þegar hafa tuttugu erindi 200 ára af- mælið sló te- boðinu við - segir Davíð Oddsson „Vissulega var ánægjulegt að vera gestur í teboði Bretadrottn- ingar en mér fannst þó útiveisla okkar Reykvíkinga á 200 ára af- mælinu 1986 slá henni við,“ sagði Davíð Oddson borgarstjóri en honum var boðið í garðveislu er Bretadrottning hélt i Lundúnum á þriðjudag. Davíð sagði veisluveður hafa verið gott, glaðasólskin og blíðu. Hefði drottning og fjölskylda hennar geng- ið milli gesta og spjallað við þá en ekki haft tal af sér. Tveggja vikna ferð borgarstjóra og konu hans lýkur um helgina en hann hefur heimsótt borgirnar Hull, Grimsby og Djrflini. NORSKU loðnuskipin höfðu ekkert veitt í gær en færeyska skipið Tróndur í Gotu hafði fengið 1.000 tonn og 4 eða 5 önnur færeysk skip 40 til 50 tonn hvert, að sögn Jakobs 01- afs hjá loðnuverksmiðjunni Havsbrun í Fuglafirði í Færeyj- um. „Fyrstu færeysku loðnuskipin fóru á veiðar fyrir um hálfum mánuði og Christian í Grótinum, Jupiter og Sjúrður Tollaksson komu nýlega heim til að taka olíu og vistir en eru farin út aftur,“ borist til umboðsmanns. Lög um embætti umboðsmanns Alþingis voru samþykkt á þinginu 1986-87 en árið 1972 hafði verið samþykkt þingsályktunartillaga Pét- urs Sigurðssonar um undirbúning löggjafar um embætti umboðs- manns. Nokkur frumvörp þessa efn- is höfðu verið lögð fram eftir að þingsályktunin var samþykkt en þau fengust ekki útrædd. Alþingi sam- þykkti síðan í maí á þessu ári reglur um störf og starfshætti umboðs- manns Alþingis. Hver sá sem telur sig hafa verið beittan ranglæti af hálfu einhvers aðila getur kvartað af því tilefni til umboðsmanns að uppfylltum vissum skilyrðum. Ekki geta aðrir borið fram kvörtun en þeir, sem sjálfir hafa orðið fyrir rangleitni af hálfu stjómvalda eða hálda slíku fram. Ef kvartað er út af ákvörðunum stjómvalds og unnt er að skjóta þeirri ákvörðun til hærra setts stjómvalds, þá verður sá sem vill bera kvörtun fram, að skjóta málinu fyrst til þess stjómvalds sem æðra er áður en hann getur borið fram kvörtun við umboðsmann. Kvarta verður til umboðsmanns áður en ár er liðið frá ákvörðun þeirri eða at- viki, sem er tilefni kvörtunar. Kvört- un verður að vera skrifleg og hana skal skrá á sérstakt eyðublað sem MARGEIR Pétursson stórmeist- ari lenti í 7-8. sæti, með 3 vinn- sagði Jakob Olaf í samtali við Morgunblaðið í gær. „Um 60 norsk skip hafa verið við loðnuleit við Jan Mayen en hafa enga loðnu fundið þar og mörg þeirra eru því farin á makríl- veiðar við Hjaltlandseyjar, að sögn starfsbróður mins hjá norsku Ha- frannsóknastofnuninni," sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Flest bendir til að loðnan sé út af austanverðu Norðurlandi en fyrir utan fiskveiðilögsögu Norðmanna við Jan Mayen,“ sagði Hjálmar. skrifstofa umboðsmanns lætur í té. Eiginlegt vald umboðsmanns er ekki annað en það að hann getur krafið stjómvöld um upplýsingar og skýringar á ákvörðunum þeirra og framkomu. Enginn aðili er hins veg- ar bundinn af áliti og niðurstöðum umboðsmannsins. Beinn árangur af starfí umboðsmanns fer eftir því hvort stjómvöld taki til greina það sem fram kemur I áliti hans. Nú þegar hafa 20 mál borist umboðsmanni Alþingis auk fjölda fyrirspuma. Gaukur Jörundsson sagði að margt benti til þess að t.d. úrlausn og. meðferð mála um for- ræði bama, skattamál og ýmis atriði varðandi atvinnulöggjöfina s.s. leyfi- sveitingar og leyfissviptingar gætu orðið algeng viðfangsefni umboðs- manns. Það væri þó fullt snemmt að fullyrða neitt um hvað yrði efst á baugi og mætti búast við að við- fangsefnin yrðu fjölbreytt. Hann vildi ekki fullyrða neitt um hve úr- lausnartími yrði langur en sagðist telja að erindi mætti helst ekki vera lengur en hálft ár í afgreiðslu. Skrifstofa umboðsmanns Alþingis er að Rauðarárstíg 27, þriðju hæð. Hún verður fyrst um sinn opin virka daga klukkan 9-15. Sími umboðs- manns er 91-621450. Póst skal senda í pósthólf númer 5222, 125 Reykjavík. inga af 9, í skákmóti í Marseil- les í Frakklandi, sem lauk í gær. Sigurvegari varð Tod- orcevic, sem keppir fyrir Món- akó, með 7 vinninga af 9 mögu- legum. í 2-3. sæti voru Dol- matov frá Sovétríkjunum og Kouatly frá Frakklandi með 6 vinninga. Margeir vann eina skák, gerði íjögur jafntefli en tapaði fjórum skákum, og var eðlilega ekki ánægður með árangurinn þegar Morgunblaðið talaði við hann í gær. Stigahæsti maður mótsins, Sovétmaðurinn Gúrevítsj, reið heldur ekki feitum hesti frá^mót- inu, en hann fékk 5 vinninga og lenti í 5. sæti. Margeir tekur næst þátt í al- þjóðlegu opnu skákmóti í Dan- mörku þar sem 10 stórmeistarar verða meðal þátttakenda. Mótið, sem hefst á laugardaginn, er hald- ið í borginni Næstved, „sem er vonandi ekki næst við Marseille," sagði Margeir Pétursson. Loðnuveiðarnar: Norðmenn hafa enn ekkert veitt Margeiri gekk illa í Marseilles VERSLliNARIN/IANNAHELGIN 29. 30. 31. JÖLl. AfíAVlK'ss HÁTÍÐIN í SKÓGINUM .uiiii/umi& 1988 'Jf ý / n Skemmtidagskrá frá kl. 14.00 sunnudag- inn 31. júlf. Loftbrú milli Reykjavíkur og Atlavíkur Sætaferðirfrá Reykjavík, Ak- ureyri, Akranesi, Keflavík, Borgarnesi, Stykkishólmi, Sauðárkróki, Blönduósi, Húsavík, Siglufirði, Höfn í Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði og Seyðisfirði. Ú.Í.A. Leikreglur: Látúnsbarkar hvaðanæva að af landinu eiga þess nú kost að freista gæfunnar á glæsilegasta sviði lands- ins i hinni gróðursælu Atlavik. Þátttaka tiikynnist í síma 97-11353 fyrir fimmtudaginn 28. júlf og geta keppendur valið sér til flutnings hvaða íslenskt lag sem er, hafi það verið gefið út á hijómplötu. Laugardaginn 30. júlíkl. 15.00 verða undanúrslit. Þá koma fram þeir 5 keppendur hvers kjördæmis sem fyrstir hafa náð að skrá sig. Athugið þvi að draga skráningu ekki á lang- inn. Úr 40 keppenda hópi (kjördæmin eru 8, keppendur 5 úr hverju), verða vald- ir tveir hæfustu úr hverju kjördæmi til áframhaldandi þátttöku daginn eft- ir. Sunnudaginn 31. júli kl. 15.00 verður loks valinn Látúnsbarki hvers kjör- dæmis, alls 8 barkar sem síðan koma fram í beinni sjónvarpsútsendingu Rikissjónvarpsins í lokakeppninni, þar sem Látúnsbarkinn '88 verður krýnd- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.