Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 45
íftiíii.nTr'mMi'í a.imm’i;>íjowí MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 45 F élagsfræði og viðtöl Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson The Pengnin Dictionary of Socio- logy. Nicholas Abercrombie, Stephen Hill and Bryan S. Turn- er. Second Edition. Penguin Books 1988. Writers at Work. The Paris Revi- ew Interviews. Seventh Series. Edited by George Plimpton. Introduction by John Updike. Penguin Books 1988. Önnur útgáfa þessarar uppfletti- bókar er aukin og endurbætt fyrsta útgáfa, sem kom út 1984 og sem hefur verið endurprentuð Qórum sinnum. Þetta er handhægt upp- flettirit, samið af þremur kunnum fræðimönnum, sem allir hafa skrif- að rit varðandi þessa grein. Höfund- ar leggja áherslu á að skilgreina skýrt og skilmerkilega hugtök fé- lagsfræðinnar, einnig eru þættir um merkustu fræðimenn greinarinnar, rakin höfundasaga þeirra og lýst inntaki þýðingarmestu verka þeirra. Uppflettiorð eru úölmörg. í lok hverrar greinar eru tilvísanir til skyldra hugtaka eða til höfunda, stefna eða rita. Þegar höfundarnafn fylgir uppflettiorði ásamt ártali vísar það til rits í bókaskrá, sem prentuð er í bókarlok. Hugtök eru eins og kunnugt er mismunandi útlistuð og túlkuð og gera höfundar sér far um að mismunandi skilning- ur vissra hugtaka komi til skila. Útlistun höfundanna er knöpp og þeim tekst að koma oft viðamiklu efnj fyrir í fremur stuttu máli. Ymsir telja að félagsfræði sé samtíningur úr sögu, hagfræði og heimspeki, jafnvel úr fleiri fræði- greinum og einkennist af lítt skilj- anlegu tæknimáli. Höfundarnir telja félagsfræðina sjálstæða fræði- grein, sem spanni aðrar' greinar. Eitt er víst að munur þeirra sem fengist hafa við félagsfræði og eru nefndir félagsfræðingar er mjög mikill, það er mikill munur á Max Weber, Emile Durkheim og Pareto °g útþynntu fjasi gutlaranna í greininni, en fjötdi þeirra er tals- verður. Paris Review var stofnað 1953 og Writers at Work er aðeins yngri flokkur rita. Hér er sjöundi flokkur- inn á ferðinni og inniheldur eins og þeir fyrri viðtöl við skáld og rithöf- unda. Þessi ritröð er góð heimild um viðkomendur og verk þeirra. Það væri skemmtilegt ef til staðar væru viðtöl við ýmsa ágæta höf- unda fyrri alda, eins og það er til- hlökkunarefni þeirra sem eiga eftir að fjalla um þessa höfunda sem hér eiga viðtöl, eftir nokkra áratugi eða jafnvel aldir. I þessu hefti eru m.a. viðtöl við Koestler, Ionesco, Larkin Philip Roth, Milan Kundera o.fl. Viðtöl við kunnar persónur eiga sér langa sögu, vitringar eins og Búdda og Sókrates voru spurðir margs, Bos- well átti ekki fá viðtöl við doktor Johnson sem urðu að einhverri frægustu viðtalsbók aldanna og Eckemann talaði við Goethe. Og viðtölin halda áfram, snillingar við- talsins geta fengið hina mestu þumbara meðal rithöfunda og ann- arra til þess að opna, stundum fyr- ir orðaflóð. Hér á landi voru og eru dæmi um slíka spyrla og einstaka íslensk viðtöl eru bókmenntir í sjálfu sér. I þessari grein er e.t.v. allt kom- ið undir hugkvæmni og andlegri lip- urð spyijandans, hann verður að ná til hins spurða á hans eigin for- sendum, um smekk, mál og stíl. Ef það tekst þá lifir viðtalið. FYRIR VERSLUNARMANNA- HELGINA Dæmi um verð: Stoknes ullarnærföt Herrabuxur 1.244- Dömubuxur 1.064- Barnabuxur frá 820- V US TOP gallabuxur 1.398- Regngallar í poka 1.660- Stuttermabolir 350- Norsk VIKING gúmmístígvél, hné há 1.673- ökkla há 1.367- Stærðir 35-38 1.260- Stærðir 29-34 1.060- BAR BE QUICK einnota grill 399- STARTFLAM grillkol, 3 kg 169- Ferðaplast- brúsar 15 ltr. 298- Steinolíuluktir (17 tima) 583- Hvítir íþróttasokkar 85% bómull 75- Skátadálkar 294- Tjaidljós með rafhlöðum 662- SENDUM UM ALLT LAND Grandagarði 2, sími 28855, 101 Rvík. Graeöum Graeoum ÁTAK í LANDGRÆÐSLU LAUGAVH31120,105REYKJAVIK SlMI: (91) 29711 Hlaupareikningur 261200 Búnaðarbankinn Hellu "c .tz ro «0 . w æ e |> as -s l. </) o — JiS Jli JI5 JIB Jll Jli Jll Jli Jii JIB JI5 Jli JIS Jii JIS JIS Jii JiiC m -> -) s -> a -> si -> 9 ") 9 9 -) 9 ") 9 "> 9 ") 9 "> 9 ") 9 ") 9 "> 9 ") 9 "> 9 -) JU HUSIÐ VERSLUNAR- MIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR Enn eitt TÖFRATILBOÐIÐ frá JIB 1 kg. Marineraðar Lamba-Sirlon- sneiðar 1 kg. Bakaður Beikon-búðingur 10 stykki Hamborgarar Allt saman á aðeins kr. 1800,- „Að vera eða vera ekki (HAGSÝNN)! ...verslið í JL-húsinu B C. 55 SUPER-TILBOÐ Kr. 195 pr. kg. SUPER-TILBOÐ B -) 9 n Kr. 148,- askjan 5% 9 ") 9 ") STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR!!!! OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 9:00 TIL ’ KL. 18:30 OG FÖSTU- DAGA TIL KL. 20:00 auglýsingast. magnúsar ólafss. 15 C 9 C 9 C. 9 C. 15 C. IS c vs c IS c IfS cl 15 cl 115 C |is| c m JON LOFTSSON HF. - HRINGBRAUT 121 - SIMI 10600 9JÍB JB Jii Jli Jii Jii Jii Jii Jii Jii Jii Jii Jii Jii Jii Jii Jii Jii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.