Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 Góðar heimt- ur á laxi víðast hvar GÓÐAR heimtur virðast ætla að vera á hafbeitarlaxi i ár og er útlit fyrir að stefni i gott ár hjá þeim hafbeitar- stöðvum sem Morgunblaðið hafði fregnir af í gær. Hjá stærstu stöðinni, Vogalaxi í Vogum á Vatnsleysuströnd, eru komnir 20.000 laxar. Pólarlax í Straumsvík sleppti 19.600 seiðum í fyrra og hafa þeir heimt um 640 laxa en höfðu heimt 200 laxa á sama tíma í fyrra. Jóhann Geirsson, fram- kvæmdastjóri, sagði að sjórinn væri kaldur á grunnslóðum og bjóst hann við betri heimtum upp úr miðjum ágúst. Sömu sögu er að segja af ísnó í Kelduhverfi, en að sögn Páls Gústafssonar, fram- kvæmdastjóra, hefur reynslan sýnt að heimtur eru með seinna móti hjá ísnó. Þær eru svipaðar og á sama tíma í fyrra eða um 300 laxar. ísnó stundar mest fulleldi í kvíum og sagði Páll að hafbeitin væri aukabúgrein. Skýrsla nefndar um salmonellasýkingar: Míkílla úrbóta er þörf í matvælaframleiðslu GUÐMUNDUR Bjamason heilbrigðisráðherra kynnti í gær skýrslu sem unnin hefur verið á vegum heilbrigðisráðuneytisins um salmon- ellasýkingar. Nefndin var skipuð i kjölfar matarsýkinga sem upp komu á fyrrihluta ársins 1987. í skýrslunni er annars vegar sér- staklega Qallað um þær aðgerðir sem grípa þarf til gagnvart fram- leiðendum og bent á hvað þeir þurfa að gera til að bæta aðstæður í fram- leiðslunni svo koma megi í veg fyr- ir sýkingu, og á hinn bóginn er fyall- að um þá þætti sem þarf að lag- færa af hálfu stjórnvalda, og kemur það einkum inn á verksvið heilbrigð- isráðuneytisinS, landbúnaðarráðu- neytisins og menntamálaráðuneyt- isins. Nefndin vekur sérstaklega at- hygli á því að setja þurfi ný lög um matvælaframleiðslu og eftirlit er geymi skýr ákvæði um þekkingu og ábyrgð þeirra sem vinna að matvælaframleiðslu. Ennfremur er mælst til þess að matvælafram- leiðslufyrirtækjum verði gert að hafa í þjóriustu sinni matvælafræð- inga eða aðra kunnáttumenn, og lögð er sérstök áhersla á sérþekk- ingu þeirra sem við matvælafram- leiðslu starfa. Nefndin er þeirrar skoðunar að setja verði allt dýraeldi undir reglu- legt og skipulegt eftirlit dýralækna, þar sem ekki verði eingöngu gætt að sjúkdómum í dýrunum heldur einnig því að afurðir séu ómengað- ar. I skýrslunni kemur fram að skipulegt heilbrigðis- og fram- leiðslueftirlit er nánast ekkert í landinu og heilbrigðisskoðun í slát- urhúsum er ábótavant. Yfirleitt sinni héraðsdýralæknar eftirliti ekki sem skyldi og framkvæmi það ein- göngu að gefnu tilefni. Nefndin leggur til að sérfræðiaðstoð á veg- um yfírdýralæknisembættisins við héraðsdýralækna verði aukin, og heimiluð verði staða dýralæknis ali- fuglasjúkdóma, sem auk þess mundi sinna ráðgjöf við alifugla- framleiðendur. Nefndin telur að breyta þurfi lögum um starfsemi héraðsdýralækna, þannig að þeir starfí í ríkari mæli sem embættis- menn, en almennar dýralækningar verði í auknum mæli í höndum ann- arra dýralækna. Þá leggur nefndin til að Búnaðarfélag íslands ráði nú þegar í stöðu alifuglaráðunautar, er aðstoði og leiðbeini framleiðend- um alifugla. Sérstaklega er fjallað um ali- fuglaframleiðsluna í skýrslunni, en tekið er fram að salmonellasýkillinn getur leynst í öðrum kjöttegundum, þannig að alla matvælaframleiðslu þárf að hafa í huga, þó áherslan sé mest á alifuglaframleiðslunni. Nefndin bendir á að opinberum stofnunum hafí ekki verið gert kleift að annast fræðslustarfsemi á sviði alifuglaræktar. Talið er brýnt að komið verði á skipulegu eftirliti sem felst fyrst og fremst í rannsókn á heilbrigði eldisfugla þegar þeir koma í hús og reglulegu eftirliti upp frá því, en á þann hátt verði reynt að koma í veg fyrir eldi mengaðra fugla þeg- ar í upphafí. Eftirlit þurfí að vera með fuglunum á eldistímanum ekki síður en eftir að fuglarnir eru komn- ir í sláturhús. Nefndin telur að setja beri reglur um framkvæmd alifuglacldis og taka beri tillit til húsakynna tækja og búnaðar, umhverfís, frárennslis og meðferð úrgangs frá búunum. Tillögur til úrbóta beinast áð öllum stigum sem matvælin fara í gegnum allt frá fóðurþætti fuglanna þar til matvaran er kominn til neytenda. Þá telur nefndin að setja verði regl- ur varðandi framkvæmd alifugla- eldis, og þær verði að kveða nánar Féllu á fjórðaársprófum - þurfa að byrja nánast frá grunni: Lagadeild HI hafnar beiðni um undanþágn DEILDARFUNDUR var haldinn í lagadeild í gær þar sem tekið var fyrir mál stúlknanna tveggja sem féllu á fjórðaársprófum í vor í annað sinn og Morgunblaðið skýrði frá á þriðjudag. í ályktun sem samþykkt var á deildarfundinum er ekki fallist á beiðni um undan- þágu frá þeirri reglu að fyrri próf þeirra í deildinni verði þeim ónýt, utan nokkur próf úr fyrsta námshluta. Sú stúlknanna, sem fór fram á undanþágu sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að hún hygðist kanna allar leiðir, meðal annars að vísa málinu til Háskóla- ráðs. í upphafí deildarfundarins var borin upp tillaga þriggja fulltrúa stúdenta þess efnis að erindi sem önnur stúlkan lagði fyrir fundinn yrði samþykkt. Þar fer hún fram á að henni verði heimilað að þreyta annars hluta próf í þriðja sinn. Sú 10 ÁRA ÁBYRGÐ ALSTIGAR ALLAR GERÐIR SÉRSMÍÐUM BRUNASTIGA O.FL. Kaplahrauni 7, S 651960 tillaga var felld með sex atkvæðum kennara. Hins vegar var samþykkt með atkvæðum kennara gegn tveimur atkvæðum stúdenta, álykt- un sem borin var upp af Jónatani Þórmundssyni deildarforseta laga- deijdar. í ályktuninni segir að ákvæði 46. gr. reglugerðar um Háskóla íslands taki af öll tvímæli um að fyrri próf nemanda er fellur tvívegis á prófí eða prófhluta, séu ónýt. Akvæði þessi hafí ekki verið véfengd fyrr í sögu lagadeildar, svo vitað sé, og lagadeild sjái ekki ástæðu til að mæla með undanþágu frá prófregl- um nú fremur en áður. Deildin geti ekki tryggt að nemendur standist próf á síðari stigum náms, þótt þeir hafí setið tiltekinn árafjölda í deildinni. Hins vegar segir í ályktuninni að lagadeild sé reiðubúin að bjóða umræddum nemendum þá sömu til- hliðrun sem gefín hefur verið í samskonar tilfellum síðan árið 1980. Hún felst í því að viðkom- andi nemendum er heimilt að sækja um til deildarforseta að fá að halda prófi S almennri lögfræði og að auki annað hvort stjórnskipunar- og stjómarfarsrétti eða siíja-, erfða- og persónurétti. Þessi fög eru öll kennd á fyrsta hluta laga- námsins, það er fyrstu tveimur árum. í ályktuninni eru jafnframt gagn- rýnd þau vinnubrögð Stúdentaráðs að leita eftir umsögn lögskýringa- nefndar, áður en rætt hafði verið við forsvarmenn lagadeildar og úr- skurður deildarfundar lá fyrir. Jónatan Þórmundsson kvaðst telja niðurstöðu deildarfundarins eðlilegan, þar sem ákaflega óheppi- legt væri að veita undanþágu í ein- stökum tirfellum sem þessum. Und- anþágur veittu fordæmi og ef leyft yrði að taka próf upp í þriðja sinn, ykist hættan á því að menn krefð- ust þess að fá að taka próf í fjórða sinn. Að sögn Jónatans er náms- nefnd að kanna og fínna úrbætur á um á hvaða eldisstigi taka skuli sýni til sýklarannsókna, og um nauðsynlegar aðgerðir reynist fugl- ar sýktir og nýtingu eða eyðingu sýktra fugla. Bent er á það í skyrslunni að skipulegt heilbrigðis- og fram- leiðslueftirlit sé nánast ekkert. Sýklarannsóknir séu ekki nægileg- ar, en þær hljóti að vera forsenda þess að hægt sé að halda uppi marktæku eftirliti. Nefndin telur að tryggja verði að ákvarðanir Hollustuvemdar ríkisins gangi hraðar fram þegar upp koma matareitranir og að þær nái til landsins alls. Þannig verði stofnuninni falið að gera tillögur um samræmdar aðgerðir sem grípa megi til komi upp alvarlegar matar- eitranir. Þá leggur nefndin til að framkvæmd eftirlitsrannsókna er tengjast matareitrunum verði á ábyrgð Hollustuvemdar ríkisins í samvinnu við landlæknisembættið. Lagt er til að menntamálaráðu- neytið skipuleggi fræðslu í heimilis- fræðum í grunnskólum, þar sem sérstök áhersala verði lögð á að þekking nemenda á matvælum og matvælaframleiðslu nýtist þeim jafnt á heimilum og í atvinnulífinu. Þá verði ráðinn fræðslufulltrúi við Hollustuvemd ríkisins, sem skipu- leggi fræðslu fyrir almenning og þeirra sem starfa í veitingahúsum, mötuneytum og verslunum um meðferð matvæla. Að lokum leggur nefndin til að þegar upp komi matareitranir sem hætta er á að verði víðtækar skuli Hollustuvemd ríkisins þegar í stað kalla saman sérstaka nefnd, sem heilbrigðisráðherra skipar og í eiga sæti fulltrúar Hollustuvemdar ríkis- ins, fulltrúi landlæknis og fulltrúi yfírdýralæknis. Nefndinni verði fa- lið að annast samræmdar aðgerðir til að hefta útbreiðslu matareitrana á núverandi kerfí, annað hvort með því að auka sveigjanleika hlutakerf- isins eða með því að leggja það niður. Sú stúlknanna sem lagði fram undanþágubeiðnina kvað þessi málalok af hendi lagadeildar koma sér ekki á óvart en hún væri þó vonsvikin yfír að svona hefði farið. Hún sagði að nú væri verið að kanna alla möguleika í málinu, meðal annars að kæra úrskurðinn til Háskólaráðs. Hún kvaðst ekki myndi hafa áhuga á að sækja um þá undanþágu sem boðin er í álykt- uninni. Sveinn Andri Sveinsson, for- maður Stúdentaráðs, taldi afgreiðslu deildarfundar ómann- úðlega og að deildin hefði, ef hún vildi, heimild til þess að veita undan- þágu frá 46. gr. háskólareglugerð- arinnar þegar sérstaklega stæði á. Varðandi gagnrýnina á Stúdenta- ráð kvað Sveinn Andri að sótt hefði verið um umsögn lögskýringa- nefndar til þess að fá úr því skorið hvort það stæðist lagalega að vísa nemendum úr námi eftir fall á öðr- um námshluta. Umrædd undan- þágubeiðni væri hins vegar óskyld. Landsvirkjun: Lækkar fjár- magnskostnað með lántöku Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar hefur, fyrir hönd fyrirtækisins, undirrit- að lánssamning við þrjár jap- anskar lánastofnanir og mun lánið lækka vaxtagjöld Lands- virkjunar um 54 milljónir krona a ari miðað við núver- andi gengi. Samningurinn felur í sér að Landsvirkjun tekur að láni jafn- virði 1733 milljóna íslenskra króna, 5 milljarða japanskra yena, með 5,5% ársvöxtum og vér fénu til að greiða upp eldra lán að sömu upphæð í japönsk- um yenum, sem ber 8,6% árs- vexti. Lánstími nýja lánsins er 4V2 ár og er Landsvirkjun heim- ilt að greiða það upp, án álags, hvenær sem er að liðnu IV2 ári frá undirritun. Kjörbók Landsbankans L S . . , , , , ^, / x . . * Landsbf Afturvirk vaxtahækkun á 16 og 24 mánaða innstæður. Engu að síður er Kjörbókin algjörlega óbundin. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.