Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 Súld - Bukoliki Það hefur farifi IftiA fyrir þess- ari plötu og hennar ekkl verið getið f upphrópunum sfbylju- stjóra. Enda eru aftstandendur hennar engar ottotur og tónlistin þeirra ber vott um metnað. Bukoliki er fyrsta plata Súldar, sem, sumir vilja nefna fyrstu íslensku jassrokksveitina. Á Buko- liki er eldra efni sveitarinnar komið á framfæri. Átta lög, fjögur þeirra eru eftir Stefán Ingólfsson bassa- leikara. Szimon Kuran semur tvö lög og auk þess eitt í félagi við Stefán og Steingrímur Guðmunds- son trommuleikari á eitt lag á plöt- unni. Platan er tekin upp í Stúdíó Stef og Súld gefur hana út í sam- vinnu við Gramm. Þetta er áheyrileg tónlist og hljóðfæraleikur allur til sóma en það er eins og einhvern neista vanti til að kveikja bál. Kannski er það upptökunni að kenna. Yfirlýst markmið með þessari plötu var að taka tónlist sveitarinnar upp til að koma sveitinni á framfæri við kanadískar útvarpsstöðvar. Sveitin fór, eins og kunnugt er, til Kanada og lék þar meöal annars á jasshá- tíðinni í Montreal. Þegar þeir voru á sömu hátíð fyrir ári síðan var mikið spurt um plötur með sveit- inni og var elns og gefur að skilja fátt um svör. Þeir drifu sig því í stúdíó áður en haldið var á ný til Kanada og tóku upp Bukoliki. Bukoliki er grípandi fönklag með þjóðlegum undirtón. Kuran er firnagóður fiðlari og er oft eins og lögin á plötunni séu eins konar rammi sem Kuran bróderar í. Það hefur sina kosti og galla. Kostina þarf ekki að tíunda en l heildina litið verður dálítil einhæfni ríkjandi á plötunni. Lárus Grímsson á svívirðilega góðan einleik í Ontario Austur og hefði að ósekju mátt sauma meira. Snerting Kurans og Stefáns er draumkennt stef í anda SULD Methenys. Angurvært, fallegt og vonandi til marks um ákveðið jafn- vægi í framtíðinni. Bukoliki er fram úr hófi fönkuð og fönk er orðið dálítið gamaldags. Það er tíma- bært fyrir Súld að gefa út plötu með nýrra efni en það er kannski hægara sagt en gert með ekkí stærri markað en hér er. Bukoliki er flausturslega unnin og umslagið hryllingur. Vegurinn er eins og æla og það vantar stopp-merkið aö auki. gugu Blautar varir Útvarpsstöðvarnar allar hafa verið iðnar við að leika lagift Bannað með hljómsveitinni Sfðan skein sól upp á sfðkastið og nú hefur bæst við lagift Blautar varir. Bæði eru lögin eru á tveggja laga tólftommu sem Skífan gaf út í vikunni. Fregnir herma að sú tólftomma sé aðeins forsmekk- urinn að því sem væntanlegt er meö haustinu og Rokksíðan hitti strengjaleikara sveitarinnar, Eyjó og Kobba, á Hressó. Hvað er á plötunni? Dans og gleðitónlist sem gott er að taka með sér í rúmið. Þetta er byrjunin, einskonar upphitun fyrir haustið. Hvað er bannað? Það er bannað að gera margt sem mann langar til að gera. Kannski langar mann til að gera þaö vegna þess að það er bann- að, en textarnir eru Helga deild og þú verður að leita til hans til að fá skýringar. Hvað er hljómsveitin virk? Það má segja að sveitin sé vel virk þó hún sé ekki að spila á hverjum degi. Við erum alltaf að æfa og pæla eitthvað og síðan tökum við stuttar tónleikaskorp- ur. Við erum auðvitað að vissu leyti bundnir af leiklistarvafstri Helga, en allt hefur það þó geng- ið frábærlega upp. Hann hefur verið í fríi í sumar og við höfum því æft stfft. Svo förum við í hljóð- ver á næstu dögum til að byrja á plötunni, sem kemur út í haust. Við ætlum að gefa okkur góðan tíma í hana og það verður fluttur inn maður frá Bretlandi sem vinn- ur að útsetningum með okkur. Þetta verður hálfgerð jólaplata, enda stefna útgefendur alltaf á það. Tónlistin er þó ekki jólaleg. Á tónleikum heyrlr maður að Sfðan skein sól hefur náð að skapa sér persónulegan hljóm, sem skilur hana frá öðrum. Hvað veldur? Þette er bara við. Hljómsveitin er fámenn, bassi, trommur gítar og rödd, og kannski gefur það okkur einhverja sérstöðu. Við komum þó til með að nota gesti eins og Sigga, sem hefur leikið með okkur á munnhörpu og á vonandi eftir að gera lengur, og kannski eigum við eftir að fá í heimsókn hljómborðsleikara. Pétur Grétarsson á líka eftir að koma fram með okkur sem slag- verksleikari á næstu tónleikum og hann á sjálfsagt eftir að leggja okkur liö við plötugerðina ef þess gerist þörf. Allt hjálpast það að við að gefa sveitinni meiri vídd. Daisy Hill uunni iruoaaur. gítarleikur og ágætis texti og í því lagi, sem hefði mátt vera þrefalt lengra hið minnsta, sýndi sveitin að hún er allt annað og miklu meira en samnefnari Velvet Under- ground og Jesus and Mary Chain, þó galgopar skensi hana með því á góðum stundum. Við svo búið hefði sveitin átt að taka saman og hverfa af sviðinu, því lokalagið, Ljósmynd/BS Sleikjari trúboða tryllir í sundur Miðvikudagskvöld eitt fyrir skemmstu hélt rokksveitin Ham útgáfutónleika í Casablanca með Gunnari trúbadúr Hjálmarssyni og Daisy Hill Puppy Farm. Út- gáfan sem kynnt var var tólf- tomman Hold sem Smekkleysa gaf út fyrir stuttu. Gunnar hóf leikinn og hefur þeg- ar verið getið um framúrskarandi framlag hans á Rokksíðunni. Gunnar endurskilgreinir hugtakið trúbadúr og kemst vel frá því að vera aðeins studdur af trommu- heila. Gaman væri þó ef hann næði sér í bassa- og trommuleik- ara til að gefa þá spennu sem hljóðfæraleikara af holdi og blóði skapa. Á eftir Gunna kom sveitaball- sveitin góða Daisy Hill Puppy Farm, sem ekki lék lengi að þessu sinni, enda í hlutverki gests. Fregnir herma að þegar sé búið að selja yfir þúsund eintök af sjö- tommu sveitarinnar í Bretlandi og því kominn tími til að íslenskir taki við sér, því sveitin er verulega góð og bregður fýrir snilldarköflum. Svo var einnig þetta kvöld, þó ekki sé kannski fullt mark á takandi því æfingar hafa víst verið með minnsta móti vegna rannsókna- ferða hljómsveitarmeðlims víða um heim. í laginu Seventeen small allt þó saman og úr varð ógleym- anleg stund. Hjálpaðist þar að hæfilega höktandi bassa- og trommugrunnur, hamraður beittur Heart of Glass, kom sem kako- fónískur stílbrjótur. Ham var næst á svið og hóf leik sinn böðuð Ijósum sem minntu á tildur hippaáranna og kallast víst „sækadelískt", en tónlistin var lang í frá afturhvarf til fortíðarinn- ar. Ham verður seint eftirlæti poppunnenda, sem slá um sig með frjálslyndi, því til þess er tónlist og textar sveitarinnar of ágeng heild og vekur of margar spurning- ar. Sveitinni hefur verið líkt við Swans, en í laginu Hold, er meira um frumleika, átök og kímni en í síðustu tvöföldu hörmungaplötu Swans, svo ekki sé minnst á grát- broslega tilraun þeirra sveitar til að slá í gegn nú upp á síðkastið. Söngparið Sigurjón og Óttar (Lee og Nancy?) nær að gefa tónlistinni einkar skemmtilega ógnvekjandi og á köflum smekklega djöfullegan blæ, sem flæðandi gítarhljómur og þéttur bassa- og trommuleikur gefa aukna vídd. Ham er nokkuð sér á báti meðal neðansjávarsveita íslenskra 'og tvímælalaust efnileg- asta sveit ársins, hvað sem síðar verður. Sem tónleikasveit standa fáar sveitir Ham á sporði með lög eins og áðurnefnt Hold og meist- araverkin Svín, Transylvanía og Trúboðasleikjarinn sem burðarás dagskrárinnar, og línurnar úr Trú- boðasleikjaranum: Sleikjari trú- boða tryllir í sundur / Með stór- ustu tungu í heimi, fylgdu út í nótt- ina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.