Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ1988 María hefur undanfarin þrjú ár dansað með Richmond-ballett- flokknum í Virginíu. Flokkurinn er fimm ára gamall og styrktur af ein- staklingum og fyrirtækjum. í honum eru 16 dansarar og eru flestir þeirra á aldrinum 18—28 ára. María er aðalballerínan í flokknum og elst dansaranna. „Flokkurinn er ungur og ferskur. Innan hans ríkir mikil samkeppni en samt er andinn góður sérstaklega vegna fámennisins. Við, dönsum bæði nútíma og klassískan ballett en klassíkin er þó ætíð í fyr- irrúmi." íslenski dansf lokkurinn þyrfti að sýna oftar Um starfsemi íslenska dans- flokksins segir María að Islendingar eigi marga mjög efnilega dansara María ásamt Jon Konetski í „La Sylphide“. G.fl, P6TURSSON HF. Umboðs- og hcildverslun llátiuiéla markaðurlnn Smiðjuvegur 30 E-gata, Kópavogur Sími77066 Komatsu Zenoah" Vélorfið vinsæla Ómissandi fyrir sumarbústaðalóðir og annað óslétt land • Hentugt til snyrtingar • Létt, sterkbyggt, kraftmikið og auðvelt í notkun Ýmsir fylgihlut Orfið sem at- vinnumenn nota • Góð varahluta og viðhalds þjónusta. & JÖ* ÍVýja kotasælan kætír bragðlaukana enda krydduð með lauk Sæluunnendur fá nú enn nýjan valkost; það er komin ný tegund af kotasælu, með rauðlauk og púrru. Indæl og bragðmikil viðbót við kotasælufjölskylduna - hæfir vel á brauð, sem meðlæti, í salöt eða beint úr dósinni! Og fyrir þá sem vilja passa upp á línurnar er nýja kota- sælan auðvitað laukrétt val. 4ra Knu nælonhaus fyrir atvinnumenn. 2ja línu nælonhaus fyrir heimagarðinn. Diskur fyrir opin svæði. II málning Steinakrýl er meira en venjuleg málning málning'f Langar að koma oftar og dansa fyrir Islendinga - spjallað við Maríu Gísladóttur, ballettdansara SAUTJÁN ár eru liðin síðan María Gísladóttir fór fyrst utan til þess að læra ballett. Að náminu loknu hefur hún dansað með bal- lettflokkum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Nú dansar hún sem aðalballerina með Rich- mond-ballettflokknum í Virginíu í Bandaríkjunum. Þar hefur hún fengið mjög góða dóma fyrir dans sinn í „La Sylphide". í ballettnum „La Sylphide" dansar María aðalhlutverkið, vængjaða skógardís. Frances Schools, gagn- rýnandi hjá „The Richmond News Leader" segir í umsögn sinni um ballettinn: „María Gísladóttir túlkar La Sylphide af fullkomnun. Léttleiki og hraði einkennir dans hennar og með hreyfingum sínum tekst henni að skapa ímynd ósýnilegs anda sem líður áfram.“ María var stödd hér á landi nýlega og blaðamaður spjallaði stuttlega við hana. Ætlaði að verða leikkona María er dóttir hjónanna Þuríðar Jónsdóttur og Gísla Guðjónssonar og er elst af fimm systkinum. Tólf ára gömul hóf hún ballettnám. „Mig langaði að verða leikkona og sá kjö- rið tækifæri til að komast á svið með því að læra ballett í Þjóðleik- húsinu.“ Hún fékk inngöngu í Kon- unglega ballettskólann í London sautján ára gömul og nam þar í tvö ár. Síðan lá leið hennar til Berlínar og þar dansaði hún með Þýska ópe- ruballettnum. „Þegar ég lít til baka finnst mér tíminn í Berlín ánægju- legastur en þar dvaldi ég í níu ár. Þá fannst mér tímabært að skipta um umhverfi og læra eitthvað nýtt. Mér.líkaði mjög vel í Þýskalandi og var næst í ballettflokki Borgarleik- hússins i Wiesbaden." Dvölin í New York erfið en lærdómsrík „Eftir langa dvöl í Evrópu vildi ég kynnast bandarískum ballett og var „free lance“ dansari í New York í þtjú ár. Það var mjög erfitt en ákaflega lærdómsríkt. Oft leið lang- ur tími milli þess sem ég fékk dans- hlutverk en þau sem fengust voru vel borguð. Dansstíll í Bandaríkjun- um er allt annar og hraðari en í Evrópu. Það má eiginlega segja að dvölin í New York hafi gefið mér nýja vídd í dansinn." Aðspurð hvort hún væri ekki á hátindi ferils síns, sagði María að sér hefði gengið mjög vel síðustu ár. „Ég held að ástæðan fyrir vel- gengninni liggi í auknum þroska mínum og öllu því nýja sem ég lærði í New York.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.