Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 15 Flestir umsagnaraðilar hlynntir # sameiginlegu neyðarsímanúmeri Slökkviliðsstj óri lýsir einn efasemdum um gagnsemi slíks númers Morgunblaðið/KGA Maria Gísladóttir. en sýningar séu ekki nægilega marg- ar. „Stelpumar í íslenska dans- flokknum væru betri ef þær hefðu meira að gera. Það er oft sagt að Islendingar séu of fáir til þess að hafa margar ballettsýningar árlega en í öllum litlum borgum í Þýska- landi, borgum sem eru jafnvel minni en Reykjavík em ballett- flokkar sem sýna oft á ári.“ Langar alltaf heim „Ég vonaði að með tímanum hyrfi heimþráin en svo hefur ekki verið. Þvert á móti, mig langar ennþá heim og síðasta ár gerði ég tilraun til að setjast að hérna heima. Það gekk ekki upp meðal annars vegna þess að verkefni fyrir ballettdansara em fá. Kannski breytist þetta á kom- andi ámm og þá kem ég heim. Eins og er langar mig að koma oftar og dansa fyrir íslendinga. Ég hef til að mynda mikinn áhuga á að koma og dansa á næstu listahátíð." í TILEFNI þess að hugmyndum um sameiginlegt neyðarsíma- númer fyrir Reykvíkinga var hreyft í Borgarráði nýlega hafði Morgunblaðið samband við þær stofnanir og aðila sem fengið hafa málið til umfjöllunar. í við- tali við Morgunblaðið f síðustu viku sagði Katrín Fjeldsted, læknir og borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, að hún hefði fyrst lagt fram tillögu um eitt neyðarnúmer fyrir borgarbúa fyrir tveimur árum. Afgreiðsla málsins hefði nú tafist í tvö ár, þó svo að nú væri sú tækni sem til þyrfti til staðar hjá Pósti og síma. Morgunblaðið leitaði álits lögreglu, almannavarna, slökkvi- liðs, pósts og síma og borgar- læknis á sameiginlegu neyðar- númeri, en fengin var umsögn þessara stofnana er tillaga um neyðarnúmer var fyrst lögð fram fyrir tveimur árum síðan. Böðvar Bragason, lögreglustjóri, sagði lögregluna hafa fullan hug á að leggja sitt af mörkum svo að taka megi í notkun sameiginlegt neyðarnúmer í Reylq'avík. „Reynsla annarra þjóða sýnir að þetta er áreiðanlega hægt. Við erum hrifnir af þessari hugmynd og reiðubúnir að taka þátt í undirbúningi," sagði Böðvar. „Ástæða þess að lögreglan hefur haldið að sér höndum hingað til er sú að hér er verið að taka í notkun nýjan fjarskiptabúnað, en ný stjómstöð verður tilbúin í haust. Tæknilega er hægt að koma upp slíkum neyðarsíma en undirbúning- ur og skipulagning öll er flókin. Til að hægt verði að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd þarf að vera ljóst hversu miklu íjármagni stjómvöld vilja veija til málsins," sagði lögreglustjóri að lokum. Hafþór Jónsson fulltrúi hjá AI- mannavömum ríkisins taldi sameig- inlegt neyðamúmer tvimælalaust vera til bóta og að Almannavamir væru að sjálfsögðu hlynntar slíku númeri. Samt sem áður þurfi margs að gæta áður en slíkt númer er tekið í notkun, sérstaklega að vanda alla upplýsingaöflun. „Það sem að- allega hefur staðið í mönnum er hver eigi að þjónusta slíkt númer," sagði Hafþór. „En ég er ekki í vafa um að neyðamúmer er það sem koma skal.“ „Við viljum ekki leggjast gegn neyðamúmeri," sagði Rúnar Bjamason slökkviliðsstjóri í samtali við Morgunblaðið. „Samt sem áður hef ég ýmsar efasemdir um gagn- semi slíks númers. í fyrsta lagi leyfi ég mér að efast um að fólk sem ekki þekki símanúmer Slökkviliðs- ins 11100 muni frekar annað núm- er. í annan stað hef ég kynnt mér þessi mál meðal starfsbræðra minna erlendis og orðið var við neikvæð viðbrögð þeirra. Þeir sem til þekkja segja að upplýsingar ber- ist seint og illa frá sameiginlegu neyðamúmeri. Ég vil einnig taka það fram að símanúmer slökkviliðs- ins er vel kynnt. Númerið ér skráð á bílana en auk þess höfum við dreift límmiðum með númerinu í sjálflýsandi stöfum í þúsundatali. í fljótu bragði get ég ekki séð að hagur borgarbúa batni við þetta fyrirkomulag og virðist mér að betra væri að eitt neyðamúmer væri til sem nota mætti út um land þar sem ekki er slökkvilið í við- bragðsstöðu. Það er mjög kostnað- arsamt koma upp númeri sem þessu og með þann mannafla sem við höfum yfír að ráða er slökkviliðið engan veginn í stakk búið til að taka að sér þjónustu við slíkt núm- er.“ Hjá Póst- og símamálastofnun- inni fengust þær upplýsingar að tæknilega stæði ekkert í vegi fyrir því að hægt væri að taka í notkun eitt neyðamúmer í Reykjavík. Berg- þór Halldórsson verkfræðingur hjá Pósti og síma sagði i samtali við Morgunblaðið að fyrirspum borgar- yfírvalda frá því í júlí 1986 hefði þá strax verið svarað. „í svari Pósts og síma kom fram að gert er ráð fyrir að símanúmerið 000 verði að sérstöku neyðarnúmeri," sagði Bergþór. „Nú þegar hefur 000 ver- ið gert að sérstöku neyðarnúmeri á Suðumesjum og Suðurlandi og ekk- ert hindrar það að 000 geti einnig orðið að sameiginlegu neyðamúm- eri þar sem svæðisnúmer 91 er notað.“ Að sögn Bergþórs virðist ekki ljóst hverjum beri að hafa frum- kvæði um skipulagningu stjóm- stöðvar. Upplýsingar þurfí að liggja fyrir um umfang og stærð stjóm- borðs, en flest bendi til þess að slíkt stjómborð verði staðsett í lögreglu- stöðinni við Hlemm. Aðspurður um gjaldtöku sagði Bergþór að hægt væri að koma því þannig fyrir að hringja mætti endurgjaldslaust í númerið úr hvaða símtæki sem er. „Frá upphafi hefur borgarlækni- sembættið verið meðmælt hug- myndum um sameignlegt neyðar- númer," sagði Skúli G. Johnsen borgarlæknir í samtaii við Morgun- blaðið. „Erlendis sýnir reynslan okkur að þjónusta sem þessi er mjög til bóta fyrir almenning, enda oft sem leita þarf aðstoðar í skyndi og oft þarf að ná til fleiri en eins aðila í einu.“ Að sögn Skúla er nauðsynlegt að undirbúa þjónustu sem þessa af kostgæfni eigi hún að heppnast. Til að svo megi verða þarf að gera ítarlegan samstarfs- samning um stjómun og skipulagn- ingu neyðarþjónustunnar. „Ef vel er að málinu staðið er tvímælalaust um mikið framfaraskref að ræða,“ sagði Skúli að lokum. Auknar skatt- sektir með ári hverju Ríkisskattanefnd hefur á und- anförnum árum sektað æ fleiri vegna vangoldinna skatta. Síðast- liðin fjögur ár námu uppkveðnar sektir rúmlega 25 milljónum króna, en 83 málum hefur verið visað til nefndarinnar. Tvö af hveijum þremur málum eru af- greidd með sekt að jafnaði. Þessar upplýsingar koma fram í nýlegu fréttabréfi ríkisskattstjóra, Tíund. í fyrra var 41 máli vísað til nefndarinnar og voru 34 afgreidd með sekt. Sektarupphæðin var um níu milljónir króna, en árið 1986 náðu sektimar hámarki, námu 13 milljónum króna. Q b enel lon SISLEY WTDOOBj^I 012 >enellon UTSALAN BYRtJAR ÍDAG KL. 10.00 ídagfrákl. 10-7. Föstudag frá kl. 10-8. Laugardagfrákl. 10-14 og áfram næstu vikur. ítölsk gæðaföt á góðu verði fyrir alla &Wílon!)SISLEY Kringlunni 012 beneíton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.