Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 41 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÉTUR PÉTURSSON Evrópskar friðarhreyfing'- ar funda í Lundi í Svíþjóð DAGANA 29. júní til 2. júlí héldu samtök evrópskra friðarhreyfinga árlega ráðstefnu sína hér í Lundi. Margvisleg félög, samtök og hreyf- ingar standa að þessu ráðstefnuhaldi, sem hefur tekið sér nafnið European Nuclear Disarmament Convention, skammstafað END. Um 1.000 manns sóttu þessa ráðstefnu, fulltrúar frá um 35 þjóðlöndum, en enginn fulltrúi var þarna staddur frá friðarhreyfingum á íslandi. Auk sameiginlegra funda var ráðstefnuhaldinu skipt niður í ótal vinnu- hópa og minni fundi. Þar voru hinar margvislegustu hliðar friðar- hreyfinganna og markmiða þeirra ræddar auk þess sem fulltrúarnir báru saman bækur sínar og brýndu sína branda. Glasnost" og „perestrojka" voru orð sem oft heyrðust á fundun- um og í umræðum og greinilegt er að friðarhreyflngamar eru á nokkr- um tímamótum vegna nýrra sjónar- miða í kommúnistaríkjunum austan jámtjalds. Þá var einnig mikið minnst á nýafstaðna samninga risa- veldanna um að fjarlægja meðal- drægar kjamorkueldflaugar frá meginlandi Evrópu. En umræðuefni ráðstefnunnar voru alls ekki tak- mörkuð við Evrópu eina, enda var talsmönnum friðarhreyfinga úr öll- um heimsálfum boðið að taka þátt í henni og greindu þeir frá starfsemi sinni og markmiðum. „Að koma eða koma ekki“ Fyrstu daga ráðstefnunnar var mikið rætt um hvaða fulltrúar hefðu komist frá ríkjunum austantjalds og hveijir ekki hefðu komið og hvers vegna. Ljóst var að Ungverjar voru vel settir og að stjómvöld höfðu leyft öllum að fara sem boðið hafði verið tii ráðstefnunnar. Fæstir boðnir full- trúar frá Tékkóslóvakíu og Austur- Þýskalandi komu. Ekki gátu allir Pólveijamir sem boðið var komist, en menn voru þó sérstaklega ánægð- ir með að Jacek Kuron, leiðtogi pólsku mannréttinda- og ffelsissam- takanna KOR, sem stutt hafa dyggi- lega við bakið á Samstöðu, óháðu verkalýðshreyfingunni þar f landi, fékk fararleyfí. Þetta er í fyrsta skipti sem hann fer út fyrir landa- mæri Póllands. Áður hefur hann annaðhvort ekki fengið vegabréfsá- ritun eða verið hræddur um að kom- ast ekki inn f landið aftur, ef hann færi til útlanda. Jacek Kuron var óspar á það að tala við fréttamenn og aðra. Hans skoðun var að með hinni nýju stefiiu Gorbatsjovs Sovétleiðtoga mætti búast við nýjum og betri tfmum í Póllandi. Samstaða og fólkið þrýstir á og nú verður ekki lengur hægt að hóta okkur með rússagrýlunni við landamærinn ef fólkið heldur sér ekki í ske^um, sagði hann. Gorbatsj- ov mun örugglega ekki senda herinn á okkur, sagði hann og brosti sínu breiðasta. Fulltrúarnir frá Sovétríkj- unum vildu fínna hótel Mikil óánægja ríkti með það að enginn fulltrúi óháðu friðarhreyfing- anna frá Sovétríkjunum fékk farar- leyfi. Hins vegar voru sendir fulltrú- ar frá opinberu sovésku friðarsam- tökunum sem meira og minna eru háð alræðisvaldi kommúnistastjóm- arinnar. Þegar ljóst var að þeir síðar- nefndu fengju aðgang að ráðstefn- unni kom sameiginlegt mótmælabréf frá hinum eiginlegu fulltrúum, þar sem stjómamefnd ráðstefnunnar var harðlega gagnrýnd og það full- yrt að meðal þessara opinberu friðar- fulltrúa væm útsendarar sovésku öryggislögreglunnar, KGB. Nokkur vandræði urðu við komu hinna opinberu sovésku fulltrúa, en þeir vora 12 að tölu og nokkrir með eiginkonur sínar með sér. Ekki sættu þeir sig við að gista á stúdentagörð- unum hér í Lundi, og mótmæltu harðlega illri meðferð. Aðstandendur ráðstefnunnar höfðu ekki ráð á miklu húsrými, enda gerir hið raun- veralega friðarfólk sér yfirleitt svefnpokapláss að góðu. Bæjar- stjómin kom þá til skjalanna enda um opinbera sendifulltrúa frá Sov- étríkjunum að ræða. Einn úr þeirra hópi selflutti sendinefndina í bíl sínum á viðurkennt hótel í Malmö. Var þeim síðan séð fyrir viðeigandi flutningi til og frá ráðstefnustað. Áróður gegn ísrael? Þá kom einnig hörð gagnrýni, þó annars eðlis væri, frá fulltrúum frið- Jacek Kuron formaður KOR, pólsku lýðræðis- og mannrétt- indasamtakanna í Póllandi, er bjartsýnn á að stefna Gor- batsjovs leiði af sér aukin pólitisk réttindi í heimalandi sínu. arhreyfingar ísraelska Jafnaðar- mannafiokksins. Vissulega var ekk- ert vandamál fyrir þá að fá vega- bréfsáritun, en þeim fannst dagskrá ráðstefnunnar, þar sem vandamálin fyrir botni Miðjarðarhafsins skyldu rædd, bera keim af áróðri gegn Isra- el og einhliða samúð með Palestínp- mönnum, sem era í uppreisn gegn her ísraela á þeim svæðum sem þeir hafa hertekið. Á blaðamannafundi var Gunnar Lassinantti, framkvæmdastjóri und- irbúningsnefndar ráðstefnunnar, fyrir svöram, en hann er einnig formaður friðarhreyfingar sænskra jafnaðarmanna, sem era sterkur aðili innan END. Hann harmaði að fulltrúar frá ísrael hefði ekki mætt og taldi að þeir hefðu þar með misst af tækifæri til að upplýsa þessi vandamál frá báðum hliðum. Enn- fremur sagði hann: „Það er mjög rík ástæða til þess að gagnrýna það sem nú er að gerast á Vesturbakkan- um og á herteknu svæðunum yfir- leitt. Við fordæmum þá meðferð sem Palestínumenn sæta nú af hálfu hers ísraels." Friðarrödd frá ísrael En ísrael átti engu síður sinn full- trúa á friðarráðstefnunni, merkileg- an gamlan mann, Matti Peled að nafni. Hann var herforingi í sex- dagastríðinu 1967 en hefur frá 1969 verið á eftirlaunum. Hann er nú annar af tveim þingmönnum lítils flokks í Knesset, ísraelska þinginu, sem vill tafarlaust semja frið við Palestínumenn í beinum friðarsamn- ingum. Flokkurinn vill skila aftur herteknu svæðunum, Gasasvæðinu og vesturbakka Jórdanár, og segir að óhugsandi sé að friður komist á nema að fsrael viðurkenni ftjálst og fullvafda ríki Palestínumanna. „Það er alveg nóg pláss fyir þessi tvö ríki,“ sagði hann. Hann er samt sem áður ekki bjartsýnn á að þetta ger- ist í tíð núverandi stjómárflokka í ísrael, jafnvel ekki þótt stjómar- skipti yrðu eftir næstu kosningar og Jafnaðarmannaflokkurinn næði meirihluta. „Þeim tókst ekki að koma sér saman um að skila herte- knu svæðunum seinast þegar þeir vora við stjómvölinn og það verður sennilega ekki gert þótt þeir vinni kosningar nú,“ sagði hann. Hann bætti því við að það væri næstum ófrávjkjanlegt að bæði Pa- lestínuríki og ísrael geti litið á Jerú- salem sem höfuðborg, hvemig svo sem það yrði útfært í stjóm borgar- mála. Ein athyglisverðasta friðar- röddin á þingi evrópskra frið- arhreyfinga kom frá ísrael. Matti Peled fyrrverandi hers- höfðingi og þingmaður vill skil- yrðislaust skila Palestíumönn- um aftur herteknu svæðunum og gera þeim kleift að stofna sjálfstætt ríki. Laustengslvið evrópskar friðarhreyfingar Peled segist ekki hafa skipt um skoðun frá því að hann sjálfur gegndi herþjónustu í ísraelska hem- um og tekur ffarn að þar hafi menn haft ýmsar skoðanir á málunum. „Sexdagastríðið þá var tvíþætt. í fyrsta lagi var þar um að ræða stríð við Egypta sem á þessum tíma og við þær aðstæður sem þá ríktu var óumflýjanlegt. Hins vegar var stríðið háð til að hemema Gasasvæðið og Vesturbakkann og það vora mikil mistök," segir þessi hvíthærði hers- höfðingi sem minnir þó nokkuð á Ben Gurion heitinn fyrram forsætis- ráðherra ísraels. Peled var á blaðamannafundi þar sem ég spurði hann um afstöðu hans til evrópsku friðarhreyfinganna og hvort og að hvaða leyti þær styddu flokk hans. Hann sagði að fulltrúar evrópsku hreyfinganna kæmu í heimsókn og kynntu sér málavexti og fulltrúum flokksins væri boðið á fundi og samkomur, en meira væri vart um að ræða. Hann sagði að það virtist því miður vera ríkjandi skoðun í Evrópu, bæði meðal ríkisstjóma og óháðra friðarhreyfinga, að friður fyrir botni Miðjarðarhafs væri mál- efni sem ekki væri beinlínis tengt friði og öryggi í Evrópu. „Á undanf- ömum áram hafa Evrópumenn jafn- vel íjarlægst vandamálin fyrir botni Miðjarðarhafs og látið þau stórveld- unum eftir," segir hann. Höfundur er félagsfræðingur ogkennari við guðfræðideild háskólans íLundi. Hann er fréttaritari Morgunbiaðsins. SUBSTRAL BLÓMAÁBURÐUR NÍÐSTERK PUNGAVIGTARLÍNA MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ únuFi Sími 82922 Dalbær heimili aldraðra HJUKRUNARFRÆÐINGAR ATH. f alfaraleið, aðeins 43 km. frá Akureyri stendur Dalvík. Dalvík er snyrtilegur ört vaxandi 1400 íbúa kaupstaður, sem hefur upp á margt að bjóða. Má þar helst nefna næga atvinnu, veður- sæld og fallegt umhverfl, auk þess að hafa skíða- og íþróttaaðstöðu alla eins og hún gerist best. Dalvíkurbær starfrækir meðal annars Dalbæ - heimili aldraðra. Þar getum við bætt við okkur bjúkrunarfræðingi, sem er reiðubúinn að tak- ast á við krefjandi, spennandi og gefandi starf. Hafir þú, hjúkrunarfræðingur góður, áhuga á því að komast í góða stöðu í umhverfi sem er hið ákjósanlegasta til að ala upp börn, þar sem íbúð og barnapössun bíður þín, leitaðu þá nánari upplýsinga hjá Halldóri S. Guðmundssyni for- stöðumanni í síma 96-61379 eða 61378.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.