Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 Agæt stemmning var á hestaþinginu á Mumeyri Sýning barna úr Reiðskólanum í Vestra-Geldingaholti. Unglingar úr Sleipni, Fjóla Kristinsdóttir og Stigandi, Jónas Már Hreggviðsson og Flekkur og Birgir Gunnarsson og Hrafntinna. Mæðgurnar frá Hvítárholti, Halla Sigurðardóttir situr Minningu sem hlaut Hreppasvipuna sem er elsti verðlaunagripur í gæðinga- keppni, en dóttirin, Elín Ósk Þórisdóttir, varð efst í unglinga- keppni og hlaut ásetuverðlaun Smára. Það var fjör í pólókeppninni á milli Smára og Sleipnisfélaga en Smárafélagar unnu i vítaspyrnukeppni. ÁRLEGT hestaþing hesta- mannafélaganna Sleipnis og Smára í Árnessýslu fór fram á Murneyri dagana 16. og 17. júlí. Félögin hafa haldið sameiginleg mót á þessum stað í 20 ár. Að venju var mótið vel sótt en mik- ill fjöldi fólks kom ríðandi, enda reiðvegir að Mumeyri góðir. Hestamennska er mikið stunduð í sýslunni svo að það þykir góð upplyfting að beisla fáka sína og bregða sér á hestamót. Mikil þátttaka var í gæðinga- og ungl- ingakeppni að venju og var ekki annað að sjá en hestakosturinn væri góður. Hins vegar var minni þátttaka í kappreiðunum en stundum áður, þó vom all- margir vekringar lagðir til kost- anna. Hjá Sleipni varð efstur í A- flokki gæðinga Mímir Magnúsar Hákonarsonar, Selfossi, en sonur Magnúsar, Einar Öder, sat hestinn og fengu þeir í einkunn 8,45. í B-flokki, klárhestar með tölti, varð Stígandi frá Hjálmholti efstur og sat Fjóla S. Kristinsdóttir hestinn og hún sigraði einnig á honum í eldri flokki unglinga. Vel gert hjá þessari ungu og efnilegu hesta- konu, en þessi glæsihestur er í eigu móður hennar, Guðbjargar Sigurð- ardóttur. Fjóla hlaut einnig ridd- arabikar Sleipnis sem eru ásetu- verðlaun félagsins. Bróðir Fjólu sigraði í bamaflokknum á hrys- sunni Stuttblesu svo að þau systk- ini mega vel við una með sín veg- legu verðlaun. Hjá Smára varð efst í A-flokki alhliða hesta Minn- ing HÖllu Sigurðardóttur í Hvítár- holti. Dóttir Höllu, Elín Ósk Þóris- dóttir, varð efst í keppninni hjá eldri flokki unglinga á hestinum Blakki og hlaut hún einnig Sveins- merki Smára sem eru knapaverð- laun. í bamaflokki hjá því félagi varð efst Sigurborg Jónsdóttir á Berghyl á hryssunni Tinnu en B- flokkinn í gæðingakeppninni sigr- aði Spegill í Vestra-Geldingaholti og sat Guðmundur Sigfússon hest- inn. Allmargir knapar í gæðinga- keppninni vom ósáttir við störf dómaranna og fannst þeir ekki dæma rétt, en vera kann að þar eigi einnig nokkuð við gamla mál- tækið hveijum sýnist sinn fugl fagur. í kappreiðunum gerðist fátt markvert en Vani Erlings Sigurðs- sonar sigraði 250 m skeiðið á 24,0 sek. en Sálmur Sveins Jónssonar í Hafnarfirði varð skarpastur í 150 m skeiðinu á 15,7 sek. Greinilega er þar á ferðinni mikill efnis vekr- ingur. Tímar voru heldur í slakara lagi í hlaupunum en völlurinn á Mumeyri er þó all góður. Meðal atriða á mótinu má geta um stórskemmtilega sýningu bama úr Reiðskólanum í Vestra- Geldingaholti. Á kvöldvökunni á laugardagskvöldinu kepptu félag- ar úr Sleipni og Smára í pólóleik sem vakti mikla kátínu og sigruðu Smárafélagamir í vítaspymu- keppni. Þetta hestamót þótti tak- ast vel enda er alltaf góð stemmn- ing á Mumeyrinni. A-flokkur Sleipnis 1. Mímir 8,45. Knapi/eig.: Einar Ö. Magnússon. 2. Nökkvi 8,04. Knapi: Leifur Bragason. Eig.: Ásgeir J. Bragason. 3. Hrönn 8,15. Knapi: Brynjar J. Stefánsson. Eig.: Elín Arna- dóttir. B-flokkur Sleipnis 1. Stígandi 8,10. Knapi: Fjóla S. Kristinsdóttir. Eig.: Guðbjörg Kristinsdóttir. 2. Dux 8,08. Knapi: Skúli Steins- son. Eig.: Magnús Skúlason. 3. Feykir 8,00. Knapi/eig.: Hulda Brynjólfsdóttir. A-flokkur Smára 1. Minning 8,03. Knapi/eig.: Halla Sigurðardóttir. 2. Trítill 7,93. Knapi/eig.: Haukur Haraldsson. 3. Sörli 7,74. Knapi/eig.: Ólafur Stefánsson'. B-flokkur Smára 1. Spegill 8,10. Knapi: Guðmund- ur A. Sigfússon. Eig.: Sigfús Guðmundsson. 2. Faxi 8,01. Knapi/eig.: Magnús T. Svavarsson. 3. Þokki 7,99. Knapi/eig.: Sigurð- ur Sigmundsson. Barnaflokkur Sleipnis 1. Stuttblesa 8,19. Knapi/eig.: Sigurður Ó. Kristinsson. 2. Flaumur 8,11. Knapi/eig.: Guð- mundur V. Gunnarsson. 3. Neisti 8,07. Knapi/eig.: Guð- björg H. Sigurðardóttir. Unglingaflokkur Sleipnis 1. Stígandi 8,58. Knapi: Fjóla S. Kristinsdóttir. 2. Trekkur 7,92. Knapi/eig.: Jón- as M. Hreggviðsson. 3. Hrafntinna 7,83. Knapi/eig.: Birgir Gunnarsson. Barnaflokkur Smára 1. Tinna 7,99. Knapi/eig.: Sigur- borg Jónsdóttir. 2. Skenkur 7,98. Knapi: Sara D. Ásgeirsdóttir. 3. Vinur 7,91. Knapi/eig.: Hulda H. Stefánsdóttir. Unglingaflokkur Smára 1. Blakkur 8,03. Knapi: Elín Ósk Þórisdóttir. 2. Klerkur 7,86. Knapi/eig.: Rósa- munda Sævarsdóttir. 3. Della 7,81. Knapi/eig.: Ása M. Einarsdóttir. 150 metra skeið 1. Sálmur 15,7. Knapi/eig.: Sveinn Jónsson. 2. Trausti 15,9 sek. Knapi/eig.: Gísli Guðmundsson. 3. Máni 16,4 sek. Knapi: Sævar Haraldsson. Eig.: Haraldur Sig- urgeirsson. 250 metra skeið 1. Væni 24,0. Knapi/eig.: Erling Sigurðsson. 2. Högni 24,8. Knapi/eig.: Sveinn Ragnarsson. 3. Lýsingur 24,9. Knapi/eig.: Skúli Steinsson. Nýliðaskeið 150 metra 1. Minning 17,0. Knapi/eig.: Halla Sigurðardóttir. 2. Jarpur 21,5. Knapi: Leifur Helgason. Eig.: Þorsteinn Jó- hannsson. 300 metra brokk 1. Kolskeggur 36,7. Knapi: Annie B. Sigfúsdóttir. 2. Sirkus 51,1. Knapi: Sigurður Ævarsson. 250 metra stökk 1. Elías 18,5. Knapi: Magnús Benediktsson. Eig.: Guðni Kristinsson. 2. Blossi 19,0. Knapi: Ólafur Bjömsson. Eig.: Pétur Kjart- ansson. 3. Andvari 19,6. Knapi/eig.: Jón Guðmundsson. 350 metra stökk 1. Valsi 25,8. Knapi: Magnús Benediktsson. Eig.: Guðni Kristinsson. 2. Fengur 26,8. Knapi: Viktor Steingrimsson. 3. Mön 27,2. Knapi: Sigurður Birgisson. 800 metra stökk 1. Neisti 62,6. Knapi: Ólafur Bjömsson. Eig.: Pétur Kjart- ansson. 2. Stormsker 63,1. Knapi: Jón Guðmundsson. 3. Hrakfallabálkur 71,1. Knapi: Þórarinn Halldórsson. Nýliðastökk 250 metra 1. Stormur 20,9. Knapi: Halldór Vilhjálmsson. 2. Grettir 21,6. Knapi/eig.: Birgir Gunnarsson. Morgunblaðið/Siguröur Sigmundsson Efstu hestar i A-flokki hjá Sleipni, f.v.: Einar Öder Magnússon á Mimi sem hlaut Sleipnisskjöldinn, þá Leifur Bragason og Nökkvi, Brynjar J. Stefánsson og Hrönn, Ólafur Jósefsson og Von, Skúli Steinsson og Höttur. Fimm stúlkur urðu efstar í barnaflokknum hjá Smára, f.v.: Sigurborg Jónsdóttir og Tinna, Sara Ásgeirsdóttir og Skeinkur, Hulda Hrönn Stefánsdóttir og Vinur, Guðrún H. Helgadóttir og Ljúfur, Birna Káradóttir og Garpur. Sigurður Páll Ásólfs- son formaður Smára stendur hjá ungu dömunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.