Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 29 Boðað til þingkosninga í Pakistan: Ovíst hvort stjórnmála- flokkar fá að bjóða fram Forseti landsins vændur um stjórnarskrárbrot Islamabad. Reuter. MOHAMMAD Zia-ul-Haq, forseti Pakistan, tilkynnti í gær að geng- ið yrði til þing- og héraðsstjórnakosninga i landinu þann 16. nóvem- ber næstkomandi. Forsetinn leysti upp neðri deild þingsins þann 29. maí síðastliðinn og vék forsætisráðherra landsins úr embætti. Sjórnarandstæðingar segja að forsetanum hafi borið að boða fyrr tii kosninga og hafa vænt hann um brot gegn stjórnarskrá landsins. Mynd þessi var tekin af Nelson Mandela í fangelsisgarðinum á Rob- ben-eyju árið 1965. Suður-Afríka: Þegar forsetinn rauf þing í maímánuði hét hann því að boða til kosninga innan 90 daga í sam- Beeld skorar á stjóm- ína að sleppa Mandela Höfðaborg. Reuter. SUÐUR-af ríska dagblaðið Beeld, sem hlynnt er stjórninni í Pret- oríu, hvatti í gær stjórnina til þess að láta Nelson Mandela lausan ýr fangelsi. í óvenju harð- orðri forystugrein skoraði blað- ið, sem gefið er út á Afrikaans, á stjórnina að skýra þegnum sínum frá þvi hvers vegna Mand- ela væri ennþá í haldi. Blaðið minnti á að stjórnin sæi sér fært að semja við Kúbu, Angólu og Sovétríkin og spurði hvers vegna stjórnin gæti ekki rætt við mann þann, sem þúsundir svertingja litu á sem leiðtoga sinn. Forystugrein þessi var svar við yfirlýsingu Stoffel van der Merwe, upplýsingaráðherra stjómarinnar, sem sagði í sjónvarpsviðtali á mánu- dag að ekki væri hægt að láta Mandela lausan, enda hefði stjórnin ein allar upplýsingar um málavöxtu. „Sé svo vildum við gjaman spyija hvort ekki er hægt að deila þessari vitneskju með þjóðinni," sagði í for- ystugreininni. Mandela var boðið frelsi árið 1985 ef hann afneitaði ofbeldi en hann sagðist ekki skuldbinda sig til neins á meðan hann og þjóð hans væm ekki fijáls. Upplýsinga- málaráðherrann taldi að það mjmdi ekki ráða úrslitum um hvort Mand- ela yrði látinn laus, að hann afneit- aði ofbeldi þegar í stað. Talsmaður Íhaldsflokksins, Clive Derby-Lewis, hefur ásakað ríkisstjórnina um lin- kind í þessu máli. íhaldsflokkurinn fær nú aukið fylgj hvítra manna sem eru óánægðir með bráðabirgð- aumbætur stjórnarinnar á aðskiln- aðarstefnunni. Einn stuðningsmanna Mandela taldi stjómina vera hrædda við að sýnast láta undan alþjóðlegum þrýstingi og fannst líklegra að Mandela yrði látinn laus eftir bæj- ar- og sveitarstjómarkosningar sem verða í október en þá er búist við harðri baráttu á milli stjómarinnar og íhaldsflokksins. Byssuleikur íBeirút Reuter Sýrlendingar hafa her manna í úthverfum Beirút í Líbanon í eftirlitsskyni. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft og hér sjást nokkrir snáðar, veifandi plastrifflum, stöðva vegfaranda. ræmi við ákvæði stjómarskrár landsins.í ávarpi sem forsetinn flutti í efri deild þingsins í gær sagði hann á hinn bóginn að stjómarskrána mætti túlka á ýmsa vegu og kvað ekki unnt að efna til kosninga fyrr en 16. nóvember. Tilkynning forsetans vekur að líkindum litla hrifningu í röðum ' stjómarandstæðinga, sem höfðu hvatt hann tl að efha til kosninga fyrir 27. ágúst og miðað undirbún- ing sinn við þann dag. Lögfróða menn í landinu greinir á um hvort túlka beri stjómarskrárákvæði á þann veg að forsetinn hafí 90 daga eftir að þing hefur verið rof- ið til að boða til kosninga eða hvort kosningar verða að fara fram innan þeirra tímamarka. Mohammad Khan Junjeo, fyrr- um forsætisráðherra landsins, gagnrýndi þessa ákvörðun forset- ans harðlega í gær og sakaði Zia um stjómarskrárbrot. Sagði hann tilganginn með þessu vera þann að auka enn frekar stjórnmála- spennu í landinu. Forsetinn vék Junjeo úr embætti þann 29. maí á þeim forsendum að honum hefði ekki tekist að uppræta spillingu og halda uppi lögum og reglu. í ávarpi sínu í gær lét Zia þess ógetið hvort stjómmálaflokkum yrði heimilað að bjóða fram en þeim var meinuð þátttaka í síðustu kosningum árið 1985. Að sögn kunnugra hefur fylgi helsta stjórn- arandstöðuflokksins, Þjóðar- flokksins aukist mjög á undanf- ömum vikum en á hinn bóginn hefur klofningur gert vart við sig í röðum fylgismanna Bandalags múhameðstrúarmanna en þangað sækir forsetinn einkum fylgi sitt. Þjóðarflokkurinn lýtur fomstu Benazir Bhutto, dóttur Ali Bhutt- os, fyrrum forsætisráðherra lands- ins, sem.Zia lét taka af lífi. Kváð- ust stjórnmálaskýrendur í gær al- mennt líta svo á að með því að fresta kosningum fram i nóvember væri Zia að taka ákveðna áhættu. Gæti þessi ákvörðun komið honum í koll og reynst vatn á myllu stjóm- arandstæðinga. ERLENT GARÐASTÁL Lausn á steypuskemmdum = HÉÐINN = STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000 Útsala Allt að 70% afsláttur Kringlunni Skeifunni Kjörgarði Akureyri Njarðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.