Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 39 Austurland: Óánægja með hugmyndir um breytta virkjunarröð í KJÖLFAR ákvörðunar iðnaðar- ráðherra að slíta Kísilmálmfélag- inu á Reyðarfirði hafa orðið miklar umræður á Austurlandi. Þeim, sem hafa fylgst með þessu máli frá upphafi, finnst sem með þessu sé verið að slíta tengslin milli ráðuneytisins og þeirra, breytist markaðshorfur og er- lendir aðilar fá aftur áhuga á byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Inn í þetta hefur blandast umræðan um stækkun álversins í Straumsvík. Stjórn- endur bæjar- og sveitarfélaga hafa lýst yfir miklum vonbrigð- um með þær hugmyndir Lands- virkjunar að breyta lögum um Fljótsdalsvirkjun, þ.e.a.s. að breyta virlyunarröðinni þannig að virkja á Þjórsársvæðinu næst á eftir Blönduvirkjun til að anna orkuþörf nýs álvers. Fréttaritar- ar Morgunblaðsins á Seyðisfirði og Egilsstöðum leituðu álits nokkurra sveitarstjórnamanna á þessum málum. Fyrir svörum urðu þeir Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, Hrafn- kell A. Jónsson, forseti bæjar- stjórnar á Eskifirði, Hörður Þór- hallsson, sveitarstjóri á Reyðar- firði, og Þráinn Jónsson, oddviti I Fellabæ. Fljótsdalsvirkjun á að vera næst „Ég er afar óhress með tal manna um að breyta virkjunarröðuninni, vegna þess að Fljótsdalsvirkjun á að vera næst samkvæmt lögum,“ sagði Þorvaldur-Jóhannsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði. „Austfírðingar hljóta að kreíjast þess að farið verði í Fljótsdalsvirkjun næst á eftir síðasta áfanga í Blöndu. Ég er stór- gáttaður á því að þessar umræður skuli koma upp á sama tíma og hriktir í undirstöðuatvinnuvegunum og misvægið milli landsbyggðarinn- ar og höfuðborgarsvæðisins eykst stöðugt. Menn eru að tala um hátt í 50 milljarða framkvæmdir á Suð- vesturlandinu. Kannski er það tímanna tákn að þetta ber næstum upp á sama dag og iðnaðarráðherra ákveður að slíta Kísilmálmfélaginu á Reyðarfirði. Ef það er rétt sem áður hefur komið fram hjá iðnaðar- ráðherra að Rio Tinto hafi ennþá áhuga að reisa þessa verksmiðju á Reyðarfirði um leið og aðstæður breytast og verð á kísilmálmi hækk- ar á heimsmarkaði, þá tel ég þessa ávörðun ranga hjá ráðherra. Ég er virkilega hræddur við stóraukna byggðaröskun samfara þessum framkvæmdum ef þær verða að veruleika," sagði Þorvaldur. Landsbyggðin í vörn „Ég hef ekkert við álverið í Straumsvík að athuga, því ég er hlynntur auknum orkufrekum iðn- aði til að byggja ekki allt á sjávarút- veginum," sagði Hörður Þórhalls- son, sveitarstjóri á Reyðarfirði. „Það hefði hins vegar verið æski- legra að koma upp stóriðju á Aust- ur- eða Norðurlandi þar sem það skapar síður aukna þenslu. Lands- byggðin er í vörn; mikill samdráttur er framundan í landbúnaði. Kísil- málmverksmiðjan var engin endan- leg lausn í sjálfu sér frekar en eitt- hvað annað. Þetta var bara einn af álitlegustu kostunum og ég held að svo sé raunar ennþá. Mér finnst að samfara slitum á félaginu rofni tengsl okkar við ráðuneytið og að jafnvel sé með þessu verið að af- skrifa þetta alveg. Menn mega ekki gleyma því að hugmyndin að þess- ari verksmiðju er til komin vegna frumkvæðis okkar Reyðfirðinga og Eskfirðinga og það er búið að eyða Morgunblaðið/Björn Sveinsson Þráinn Jónsson, oddviti í Fellabæ. í þetta miklu fé og mikilli vinnu. Arðsemisútreikningar hafa í megin- dráttum alltaf sýnt að þessi verk- smiéya yrði arðsöm, en að visu hafa hugsanlegir erlendir eignaraðilar litið öðrum augum á arðsemina. Það kemur mér ekkert á óvart að sam- fara hugmyndum um stækkun ál- versins í Straumsvík skuli menn vera famir að tala um aðra virkjun- armöguleika á undan Fljótsdals- virkjun, því ef ekki verður um orkufrekan iðnað að ræða á Norð- ur- eða Austurlandi liggur það í augum uppi. Mér finnst hinsvegar óviðkunnanlegt þegar menn lýsa því yfir á þann hátt sem gert var, áður en Alþingi hefur fjallað um málið, því það eru í gildi lög frá Alþingi um Fljótsdalsvirkjun," sagði Hörður Þórhallsson. Aukin hætta á byggðaröskun „Ég kem ekki auga á nauðsyn þess að leggja Kísilmálmfélagið nið- ur,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson. ,Það er ljóst að kísilmálmur, ál og jámblendi búa við miklar verðsveifl- ur á heimsmarkaði og þó ekki sé nú grundvöllur fyrir kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði getur það breyst með mjög stuttum fyrirvara. Þess vegna virkar ákvörðun iðnað- arráðherra á mig eins og hann sé að hreinsa til og þegar aðstæður skapast til að byggja kísilmálm- verksmiðju þá séu menn ekki bundnir við þessa staðsetningu hér á Austurlandi. Það era aðilar sem hafa barist fyrir breytingu á lögun- um um verksmiðjuna svo hægt Hörður Þórhallsson, sveitarstjóri á Reyðarfirði. væri að ganga til samninga við Elkem um byggingu samskonar verksmiðju á Grandartanga. Sagt er að ekki séu tengsl á milli stækk- unar álversins í Straumsvík og þess að Kísilmálmfélagið var niður. Við sem eram búnir að fylgjast með þessu frá upphafi getum tæpast skilið þarna á milli. Við sáum í kísil- málmverksmiðjunni leið til að byggja upp öflugri byggðarlög og bæta búsetuskilyrði. Þess vegna er verið að auka hættuna á frekari byggðaröskun þegar rekunum er kastað á Kísilmálmfélagið nánast sama daginn og verið er að ákveða stækkun álversins í Straumsvík og hugsanlega nýjar virkjanir á Suð- vesturlandi á undan Fljótsdalsvirkj- un,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson. Skammsýni að stækka í Straumsvík „Ég tel mjög varasamt að virkja allt á sama stað og skammsýni að stækka álverið í Straumsvík," sagði Þráinn Jónsson oddviti Fellahrepps. „Svona fyrirtækjum á að dreifa um landið ef það er vilji manna að það haldist allt í byggð. Þessar fram- kvæmdir og fjárfestingar á litlu svæði munu líka hafa í för með sér gífurleg þensluáhrif og ýta undir stórfellda byggðaröskun. Hér er verið að tala um fjárfestingu upp á um 50 milljarða og það þolir enginn landshluti að fá svoleiðis fjár- streymi inn á svæðið." Þráinn sagði það skammsýni að byggja verksmiðju á borð við álver í útjaðri mesta þéttbýlissvæðis landsins. „Slíkum verksmiðjum Upphækkanir fyrir flestar gerðir bifreiða Útsölustaðir: Bílanausthf. Flest bifreiðaumboð Málmsteypan HELLA hl. KAPLAHRAUNI 5 ■ 220 HAFNARFJORÐUR • SÍMI 65 10 22 Ferda- tryggingar SJÓVÁ Hrafnkell A. Jónsson, forseti bæjarstjórnar á Eskifirði. fylgir viss mengunarhætta og því tel ég varasamt að hafa þær of þétt saman. Það verður líka að hugsa fram í tímann þegar svona verksmiðju er valinn staður. Þegar Áburðarverksmiðjunni var valinn staður í Gufunesi var hún nánast út í sveit, en nú er hún komin inn í miðja borg og menn vilja helst losna við hana þaðan, sem skiljan- legt er. Morgunblaðið/Garðar Rúnar Sigurgeirsson Þorvaldur Jóhannsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði. Það fylgir því viss áhætta að virkja á Þjórsársvæðinu og við Kröflu og þá áhættu eigum við að forðast að taka á meðan við eigum hagkvæma virkjunarkosti utan eld- virkra svæða. Stór hluti erlendra skulda þjóðarbúsins er vegna virkj- unarframkvæmda og ef þessi mannvirki verða óstarfhæf vegna eldsumbrota eða jarðskjálfta þá er þjóðin endanlega komin á hausinn. Alþingi hefur samþykkt lög um^ að næsta virlq'un á eftir Blöndu-'- virkjun skuli vera Fljótsdalsvirkjun. Það er hagkvæm virkjun og stærð- arinnar vegna hentar hún vel orku- þörf fyrirhugaðs álvers. Það er því engin ástæða að breyta gildandi lögum um virkjunarröð og ég hef ekki trú á að aíþingismenn séu svo skammsýnir að gera það,“ sagði Þráinn Jónsson. — Garðar Rúnar — Björn VIÐGERÐAR- OG VATNSÞÉTTINGAR- EFNI SEM GERA MEIRA EN AÐ DUGA 'r ■■((■ ■-- t THORITE Framúrskarandi viðgeröar- efni fyrir steypugalla. Þannig sparar það bæði tíma og fyrirhöfn við móta- uppslátt ofl. Thorite er til- vaíið til viðgerða á rennum of> ACRYL60 Eftir blöndun hefur efnið tvöfaldan þenslueiginleika, tvöfaldan þrýstieiginleika, þrefaldan sveigjanleika og áttfalda viðloðun miðað við venjulega steypu. WATERPLUG Sementsefni sem stöðvar rennandi vatn. Þenst út við hörnun og rýrnar ekki. Þetta efni er talið alger bylt- ing. THOROGRIP Thorogrip er sementsefni, rýrnar ekki, fljótharðnandi. Þenst út við þornun og er ætlað til að festa ýmsa málmhluti í stein og stein- steypu. RR BYGGINGAVOHUR HE Suðurlandsbraut 4, Slmi 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti, Slmi 671440
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.