Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 49 Bekkjarbræðraminning: Guðjón A. Kristinsson Jón Hj. Gunnlaugsson „Brautskráningin hátíð vors og gleði að vanda, hvítu húfumar sett- ar upp og gengið fylktu liði út í grænkuna og blámann. Blóm í barminum." Þannig minnist ég dagsins er leiðir skildu að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1939. Við vorum 18 að tölu og höfðum eigi aðeins sótt sama skóla fjóra til fímm vetur, heldur langflest búið undir þaki hans jafn- lengi og deilt vonum og vonbrigð- um. Vonabjarmann ber þó yfir allt í minningunni og þar sat æskugleð- in í öndvegi. Svo nánum böndum bast þetta unga fólk að þótt ár og áratugir liðu stundum milli endur- funda, er fram liðu stundir, var eins og allt hefði gerst í gær þegar þar að kom. Þessa tilfinningu frá skóla- árunum kannast flestir við, og hún er þeim mun nærgöngulli sem bekkjarögnin var fámennari, sam- býlið nánara og samvistimar lengri. Til skamms tíma hafði Karon aðeins feijað þrjá úr hópnum yfir ósinn, sem allra bíður, og vér hinir 15 vorum teknir að vona að fyrir oss öllum lægi vinafundur á vordög- um næsta árs, þegar liðin verður hálf öld síðan hópurinn tvístraðist og hver hélt sína leið. En þá eru tveir af oss skyndilega burt kallaðir á sama sólarhringnum, 8. júlí; þeir Guðjón Á. Kristinsson, fyrrum kennari og skólastjóri, og Jón Hjaltalín Gunnlaugsson læknir, báðir búsettir í Reykjavík. Þá eru 13 eftir og „guð má ráða hvar við dönsum næstu jól“ og hveijir ná höndum saman í gamla skólahúsinu á vordögum næsta árs. En það blas- ir þegar við að skörð verða þá fyr- ir skildi. Guðjón og Jón Hjaltalín komu báðir að vestan, af Ströndum og úr Djúpinum, með seltu í blóðinu og sjávarloft í vitum. Voru þó um flest ólíkir nema drengskap, sem báðum var áskapaður. Einnig báðir ofurlítið dulir, þó manna glaðastir á góðum stundum. Guðjón svalur og bjartur yfirlit- um líkt og tilvísun á titil kvæða- safns Jakobs Thorarensen, ná- frænda síns. En undir ljósum makka og björtu yfirbragði blun- duðu heitar tilfinningar og ríkt skap. Hjarta hans tók sterklega undir margt í Rammaslag Stefáns G. sem við kváðum oft í á daga á Sal og víðar: Undir bliku beitum þá / bát og strikið tökum stígum vikivakann á / völtum kvikubökum. Margt lá vel fyrir Guðjóni, ekki síst tungumálanám. Hann hóf nám í læknisfræði en stundaði síðan enskunám í Edinborgarháskóla um skeið og gerðist kennari. Hann kenndi við Héraðsskólann. og Menntaskólann á Laugarvatni, í Borgarnesi, Reykjavík og á ísafirði, þar sem hann var skólastjóri gagn- fræðaskólans í ein sjö ár, frá 1954. En síðar lagði hann stund á skrif- stofustörf í Reykjavík. Mér sagði Bjarni Skólastjóri á Laugarvatni, sem bæði var kröfuharður við sjálf- an sig og aðra, að margan góðan kennara hefði hann haft en í fremstu röð þeirra hefði Guðjón Kristinsson verið, bæði sökum lær- dóms og lagni við kennsluna með aga. En höfuðkennslugrein hans var enska og nemendur hans báru honum gleggst vitni með góðum námsárangri. Annars sannaðist það á Guðjóni eins og mörgum öðrum, sem voru manni nákunnugir í skóla, að leiðirnar lágu síðan alltof sjaldan saman upp frá því og framhalds- kynnin urðu eftir því. En hann gat ekki orðið annað en hann var að eðlisfari, drengur góður, og því er minningin um hann heið og björt. Leiðir okkar Jóns Hjaltalíns Gunnlaugssonar skildu einnig skjótt eftir stúdentspróf. En að loknu læknisprófi varð hann starfandi læknir á Siglufirði um 8 ára skeið og aðstoðarlæknir við sjúkrahúsið þar, og ég fylgdist með honum álengdar fyrir milligöngu skyldfólks konu minnar, sem þar bjó. Upp frá því var Jón starfandi læknir í Reykjavík og aðstoðarlæknir við fæðingardeild Landspítalans um árabil. Hann var heimilislæknir okkar hjóna í mörg ár, uns hann lét af störfum. Jón Hjaltalín var að sínu leyti jafn keltneskur ásýndum og Guðjón var norrænn, dökkur yfirlitum, hár- ið óvenju þykkt og snarliðað og svipurinn ljúfmannlegur. Stærð- fræði og líffræði virtust hugleikn- ustu námsgreinar hans í mennta- skóla. Fáa vissi ég skemmta sér jafn konunglega við að leysa dæmi og stærðfræðiþrautir og krota formúlur, hvar sem því var við kom- ið. Hann gat skellt upp úr ef hann datt ofan á óvæntar og hnyttilegar lausnir, og það á ólíklegustu tímum sólarhringsins. Svipað var upp á teningnum þegar hann var að fást við skákþrautir. Slíkum mönnum eru „stúderingar" lífsnautn og and- leg Tiauðsyn. Þeir eru aldrei einir, þeim leiðist ekki meðan viðfangs- efnin bíða, þeim verður allt að opin- berun sem opnast þeim. En jafnframt því að vera sjálfum sér nógur í einrúmi var Jón Hjalta- lín mannblendinn í besta lagi, hrók- Olgeir Sigurvins- son — Minning Fæddur 30. september 1905 Dáinn 12. júlí 1988 Þegar landið okkar skartar sínu fegursta, sem við augum lítum dag- lega, erum við oft dáleidd af fegurð þess, sem kemur fram í ýmsum myndum, en við gleymum oft þeim sem á undan eru famir af sjónar- sviðinu sem áttu sinn mikla þátt í því velferðarþjóðfélagi sem við nú- íifandi hrærumst í. Það var aldamótakynslóðin sem hér á mikinn þátt í að svo er. Þessi kynslóð var mjög hörð af sér, bar- ist var við elda og ísa, eins og þær sem á undan henni byggðu ísland. Oft var þröngt í búi og allur aðbúnaður frábrugðinn því sem nú er. Þessir íslandssynir og dætur börðust því hörðum höndum við harðindi og fátækt, en þrautseigja og dugnaður þessa fólks var með ólíkindum, óþijótandi baráttuvilji og trúin á landið var þeirra hugar- fóstur, um betri tíð og blóm í haga. í dag kveðjum við hinstu kveðju einn af þessum dugmiklu bráttu- mönnum þess tíma, Olgeir Sigur- vinsson, sem andaðist 12. þ.m. nær 83 ára að aldri. Olgeir var fæddur að Staðarhóli í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 30. sept. 1905. Foreldrar hans voru Sigurvin Baldvinsson og Katrín Böðvarsdóttir. Hann var einn af stórum systkinahópi. Lífskjör voru í þá daga ólíkt því sem nú gerist, fátækt mikil og oft erfitt að metta marga munna. Það varð því hlut- skipti margra að skilja við foreldra og systkini sín, og verða tekin í fóstur af vandalausum. Hlutur 01- geirs var því sá, að skilja við for- eldra og systkini. Ungur fór hann úr foreldrahúsum til afa míns og ömmu, Guðmundar Stefánssonar og Valgerðar Brandsdóttur sem bjuggu þá á Nýp á Skarðsströnd. Það ólst Olgeir upp til 16. ára ald- urs. Ég veit að þessi heiðurshjón hafa reynst honum vel, enda var Olgeir þeim góður og hjálpsamur. Síðan fór Olgeir að vinna fyrir sér, eins og það er kallað, við ýmis sveitastörf, sjómennsku og póst- ferðir í Dölum. Ungur tók hann bílpróf í Reykjavík, og eftir það var akstur hans aðalstarf upp frá því, í Reykjavík og víðar á Suðurlandi. Hann var góður og farsæll ökumað- ur alla tíð. Olgeir var harðduglegur og fylg- inn sér við öll þau verk sem hann tók að sér, ósérhlífinn með afbrigð- um, þótt heilsan hafi ekki alltaf verið uppá það besta, samviskusam- ur og heiðarlegur í hvívetna, dyggð sem prýðir hvern mann. Olgeir var greiðvikinn og gerði mörgum góðan greiða, þegar svo stóð á og þóknun ekki tekin fyrir, margir voru þeir sem þess nutu. Olgeir missti konu sína fyrir all- mörgum árum, hún hét Jóhanna Ámadóttir frá Grindavík, mikil myndar og sæmdarkona. Hún var manni sínum mikil stoð, ekki síst í veikindum hans gegnum árin, hann átti við heilsuleysi að stríða mörg síðustu árin, og var vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík þegar hann lést. Olgeir og Jóhanna áttu tvær dætur, Erlu og Guðborgu, báðar giftar og búsettar hér syðra. Jó- hanna var gift áður Guðmundi Er- lendssyni sjómanni í Grindavík sem drukknaði þar í sjóróðri á besta aldri, þau áttu tvo syni, Árna og Erlend. Þeir eru báðir giftir og búsettir í Reykjavík og Kópavogi, allt er þetta mikið sómafólk. Nú er þessi aldurhnigni vinur okkar hjónanna allur, efst í huga okkar við þessi vistaskipti hans er guðsblessun honum til handa á hinu nýja tilverustigi, og svo þakklæti fyrir trausta og góða vináttu alla tíð. Erfiðum sjúkdómsdögum er nú lokið, almættið hefur tekinn hann til sín, og við erum fullviss þess að honum er búinn betri staður í þeirri eilífð sem við trúum á. Góður drengur er kvaddur í dag með söknuði, og þakklæti fyrir allt og allt. Við hjónin kveðjum hann með góðum minningum liðins tíma, og biðjum honum allrar blpssunar. Við sendum börnum hans og ættingjum samúðarkveðjur. Gestur Guðmundsson, Kristín Katarínusdóttir. ur alls fagnaðar í vinahópi, manna fyrstur út á dansgólfið, hláturmild- ur og hugumglaður. Lagði gott til allra og vildi leysa vanda annarra, hlaut því að verða góður og vin- sæll læknir. Hann taldi aldrei eftir sér sporin. Og þar sem læknis- fræðin átti hug hans allan sinnti hann starfinu eins og listgrein. Þessi afstaða hans til fræðanna og meðbræðranna hélt honum starfs- lega ferskum og viðmótinu ævin- lega hlýju, og var lykillinn að starfs- heill þeirri og tiltrú sem honum fylgdi. Báðir voru þeir Guðjón og Jón Hjaltalín vel kvæntir, og börn þeirra eru sögð búin eðliskostum foreldra sinna og hafa notið góðrar mennt- unar. Guðjón eignaðist 4 börn en missti seinni konu sína, Guðnýju Frímannsdóttur frá Grímsey, fyrir nokkrum árum og lífsvilji hans var aldrei jáfnríkur eftir það. Eftirlif- andi eiginkona Jóns Hjaltalíns er Jóna Bjarnadóttir bónda á Hóli í Bolungarvík. Við bekkjarsystkinin vottum henni, og börnum hinna látnu bekkjarfélaga okkar, samúð við fráfall þeirra og deil'um með þeim eftirsjánni á okkar vísu. Þeir hefðu betur báðir lifað lengur við góða heilsu. En ekki tjóir að deila við dómar- ann fremur en fyrri daginn. Nú hefir þeim opnast ný sýn: „Á hornréttum fleti milli hringsins og keilunnar vex hið hvíta blóm dauðans.“ Emil Björnsson RAUPFÉLAGIð KOSTUR FYRIR ÞIG HRÍfA matabkex boubbon 400 GR- ^EX 230 GR- kr- kr- kr- kr* kr- KAUPFELOGIN UM LAND ALLT! 3.490.” 9.950.- 661-- 83.- 67.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.