Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 Perú: Y erkfállsmenn handeknír í Líma arasa Líma. FELAGAR í stærsta verkalýðsfélagi Perú eru nú i tveggja sólar- hringa verkfalli. Til átaka kom á milli verkfallsmanna og lögreglu á þriðjudag þegar mótmælendur gengu um götur, kröfðust hærri launa og mótmæltu stefnu Alans Garcia, forseta Perú. 230 inanns voru handteknir og átta særðust. Reuter Víðtæk leit fer nú fram i Grikklandi að Khadar Samir Mohamad, félaga í hryðjuverkasamtökum Abu Nidals. Khadar er grunaður um að hafa staðið á bak við árás á griska feiju í siðustu viku sem varð 9 manns að fjörtjóni. Hér sést Khadar á þremur myndum sem gríska lögreglan hefur dreift. Um 8000 manna lögreglu- og fótgöngulið var á götum úti til að koma í veg fyrir óeirðir. Verkfalls- menn komu fyrir gijóthnullungum og tijágreinum á fjölförnum vegum í Líma, höfuðborg Perú, og grýttu Blóðug gríska ferju rakín til Abu Nidal-hópsins \ nnnn Pmitnr Aþenu. Reuter. GRISK yfirvöld sögðu í gær að hryðjuverk um borð í grisku feij- unni Poros-borg í síðustu viku mætti rekja til öfgasamtaka Abu Nidals. Maðurinn á bak við árásina er sagður vera Khadar Samir Mohamad, einnig þekktur undir nafninu Hejab Jaballa. Hann stóð fyrir hryðjuverki á Kýpur árið 1978. í yfirlýsingu frá grísku stjórn- inni segir að a.m.k. fimm menn hafi tekið þátt í árásinni í grennd við Trocadero Marina hinn 11. júlí sl. Átta farþegar og einn úr áhöfninni létust þegar árásar- mennirnir vörpuðu handsprengj- um og skutu úr vélbyssum. Um borð var 471 farþegi. Talið er líklegt að einn árásar- mannanna hafi beðið bana, Sojod Adnan Mohamad, 21 árs gamall, en í fyrstu var talað um hann sem Zozab Mohammed. Hinir fjórir voru líklega í landi þegar árásin átti sér stað. Heimildarmenn innan grísku lögreglunnar segja að stað- ið hafi til að ræna ferjunni og taka farþegana sem gísla. Tveir hryðjuverkamannanna biðu bana þegar sprengja sprakk í bifreið þeirra nærri Troeadero Marina skömmu fyrir árásina á skipið. Lögregla telur að plast- sprengjur hafi sprungið fyrir slysni. Talið er að þeir hryðju- verkamannanna sem eftir lifðu hafi ákveðið að hætta við að ræna feijunni og gripið til varaáætlunar um að valda sem mestu manntjóni. Gríska lögreglan hefur nú lýst eftir Khadar en hann var hand- tekinn árið 1978 fyrir morð á blaðamanni í andyri Hilton-hótels- ins í Nikósíu. Fjórum árum síðar var hann látinn laus eftir að ráð- herrum á Kýpur bárust morð- hótanir frá hryðjuverkasamtökum Abu Nidals. bíla sem áttu leið um, að sögn sjón- arvotta. Fyrir framan háskólann kveiktu nemendur í bíldekkjum. Verkalýðsfélagið CGPT, sem boðaði verkfallið, er hið fjölmenn- asta í Perú. Það er undir stjórn kommúnista. Talsmenn þess voru mjög ánægðir með þátttökuna í verkfallinu og sögðust ætla að auka mótmælin enn frekar. Þeir telja að um ein og hálf milljón félaga krefj- ist hækkunar á launum til samræm- is við verbólguna sem var 230% á síðasta ári. Einnig vilja þeir að skorður verði settar við hækkunum á matvöru en í síðustu viku hækk- aði stjórnin matvæli um 62%. Þó verkalýðsforingjar segi að þátttaka í verkfallinu hafi verið mjög góð segja stjórnvöld að 90% verkamanna hafi mætt til vinnu á þriðjudag og að verkfailið hafi því mistekist. Samt sem áður virtust flestar verslanir í Líma vera lokaðar og bankar buðu aðeins upp á tak- markaða þjónustu á þriðjudag. Hernan Chang, formaður bílstjóra- félagsins, sagði að 80% af öllum fólks- og vöruflutningum lægi niðri þar sem bílstjórar hræddust árásir verkfallsmanna. Sharpeville-dauðadómarnir: Mál sexmenmnganna tekið fyrir í haust Jóhannesarborg. Reuter. MÁL sexmenninga frá bænum Sharpeville í Suður-Afríku, verð- ur tekið fyrir þann 7. september Bretland: Jafnréttið á langt í land London. Reuter. KARLARNIR virðast ætla að bera sigur úr býtum í stríði kynjanna og þeir játa því aðeins með vörun- um, að jafnræði skuli rikja með þeim og konum. Segir frá þessu í bók, sem út kom í vikunni í Bret- Iandi. Höfundar bókarinnar, sem heitir „Upphafið að ólifuðum ævidögum", eru félagsfræðingar við óháða stofn- un þar sem kannað er flest, sem að hjónabandinu lýtur, og ræddu þeir við 65 nýgift hjón. Fannst öllum sjálfsagt, að jafnrétti ríkti í hjóna- bandinu en þegar að var gáð kom í ljós, að það var aðeins í orði en ekki á borði. Jafnvel konur, sem vinna úti, sjá um heimilið að langmestu leyti og starfsframi karlsins skiptir meira máli en konunnar. næstkomandi að sögn lögmanns hinna ákærðu. Fólkið var dæmt til dauða árið 1985 og hefur dómn- um verið mótmælt víða um heim. Aftöku sexmenninganna var frest- að þann 12. þessa mánaðar. Að sögn lögmannsins, Prakash Diar, mun fresturinn verða notaður til að fá mái sexmenninganna tekið fyrir að nýju. Ef það tekst ekki mun forseta landsins verða send beiðni um náð- un. Sexmenningamir frá Sharpeville voru dæmdir til dauða fyrir að hafa verið í hópi fólks sem myrti svartan embættismann árið 1984. Málið olli deilum vegna þess að fólkið var ákært fyrir að hafa ætlað sér að myrða manninn enda þótt aðrir hafí drýgt ódæðið. Dómsmálaráðherra Suður-Afrku gaf út tilkynningu um að aftökunni hefði verið frestað aðeins nokkrum dögum áður en fullnægja átti dómn- um. Hann tók fram að sakbomingun- um væri heimilt að leita lagalegs réttar síns til að komast hjá aftöku. Sexmenningamir leita nú eftir því að rettarhöldin verði endurtekin því frá því fyrri réttarhöldin vom haldin hefur einn þeirra sem þá bar vitni játað að hafa logið fyrir réttinum. Blævængjadans Reuter Nú eru einungis tveir mánuðir til Ólympíuleikanna í Seoul i haust. Þessar suður-kóresku unglings- stúlkur eru að æfa þjóðlegan blævængjadans sem sýndur verður á lokahátíð leikanna. Evrópuráðið: Vilja lögvemdun Evrópufánans Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, FÁNI Evrópu kom til umræðu þingi Evrópubandalagsins Brussel: Áfengi á útsöluverði hjá EB? Briissel. Reuter. HJÁ Evrópubandalaginu er nú til athugunar, hvort selja eigi gríðarmikið af eimuðu víni á útsöluverði í því skyni að lækka í „vín-Ióninu“, sem safnast hefur fyrir vegna offramleiðslu í EB- löndunum. Eimaða vínið, sem unnið hefur verið úr umframbirgðum borðvíns, yrði að öllum líkindum seit iðnfyrirtækjum sem eldsneyti eða hráefni til efnagerðar. Tals- maður EB sagði, að fram- kvæmdanefnd bandalagsins hefði ákveðið að fara fram á það við ráðherranefndina að leyfa sölu á 163 milljónum hektólítra af eim- uðu víni. Að sögn heimildarmanna innan EB yrði verðið óverulegt. Efnahagsbandalagið hefur árum saman keypt umframbirgðir borðvíns í því skyni að létta á birgðum vínsölufyrirtækja og halda uppi verði. Vínið hefur síðan verið eimað með ærnum tilkostn- aði og geymt. Bandalagið ætlaði upphaflega að setja lágmarksverð á eimaða vínið, en varð að hverfa frá því vegna lítillar eftirspurnar eftir vörunni. Heimildarmennirnir sögðu, að mikill áhugi væri á því innan bandalagsins að losna við fyrir- liggjandi birgðir, sem eiga rætur að rekja allt aftur til ársins 1982, áður en fjórar milljónir hektólítra af umframframleiðslu yfirstand- andi árs bætast í safnið. fréttaritara Morgunblaðsins. á Strassborg í síðustu viku. Lagt var í fram erindi þess efnis að fáninn yrði löggiltur innan bandalagsins þannig að hann nyti sömu verndar og þjóðfánar aðildarríkjanna. Ókleift reyndist að greiða atkvæði um málið vegna fjarveru þing- Fyrir tveimur árum gerði Evrópu- bandalagið fána Evrópuráðsins að sínum en Evrópuráðið hafði tekið upp þennan fána árið 1950. Það er út- breiddur og eðlilegur misskilningur að eitthvert samband sé milli stjarn- anna tólf á fánanum og fjölda aðild- arríkja EB. Þegar Evrópuráðið tók upp þennan fána árið 1950 voru stjörnurnar ákveðnar vegna þess að tólf hefur verið talin fullkomin tala bæði í vísindum og trúarbrögðum frá örófi alda. Jafnframt því að taka upp fána Evrópuráðsins tileinkaði EB sér söng Evrópu sem er Óðurinn til gleð- innar úr níundu sinfóníu Beethovens. Töluverðar deilur urðu um þetta „rán“ á sínum tíma en endanlega hefur verið fallist á að hvoru tveggju séu tákn Evrópu og megi þá einu gilda hvort um er að ræða Evrópur- áðið eða Evrópubandalagið. Það er hins vegar ekki Ijóst hvernig ríki utan bandalagsins munu bregðast við ef EB ætlar að helga sér fánann með löggjöf. Tillagan gekk annars út á það að Evrópubandalagið setti reglur um meðferð fánans og tiltæki ákveðna fánadaga og tilefni s.s. Ólympíuleika o.s.frv. Jafnframt var talið við hæfí að framkvæmdastjórn EB tryggði að öll sveitarfélög innan bandalags- ins ættu fána til að flagga þegar til- efni gefast. Með þessu hyggjast þing- mennirnir tryggja að þegnar banda- lagsins séu á viðeigandi hátt minntir á aðild sína að því og sömuleiðis á þegnrétt sinn í sameinaðri Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.