Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 43 ÁTAK í LANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105 REYKJAVlK SfMI: (91)29711 Hlaupareikningur 261200 j BúnaAarbankinn Hellu Kvartett Tómasar R. Ein- Ávöxfun ríkisvíxla er nú allt að 43,13% á ári. Kjörvari og Þekjukjörvari verja viðinn vel og lengi Nú eru forvextir á ríkisvíxlum 34,3% sem jafngildir 43,13% eftirá greiddum vöxtum miðað við 90 daga lánstíma. Ríkisvíxlar eru örugg og arðbær leið til að ávaxta skammtímafjármuni. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og hjá löggiltum verðbréfasölum, sem m.a. eru við- skiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land allt og aðrir verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í Seðlabanka íslands. Einnig er hægt að panta þá þar, svo og spariskírteinin, í síma 91-699863, greiða með C-gíróseðli og fá víxlana og spariskírteinin síð- an send í ábyrgðarpósti. MM, málning'lf RIKISSJOÐUR ISLANDS Verðtryggð spariskírteini til sölu núna: FLOKKUR LÁNSTÍMI ÁVÖXTUN GJALDDAGI 1. fl. D 3 ár 8,5% 1. feb.’91 l.fl. A 6/10 ár 7,2% 1. feb.’94—’98 arssonar spilaði í Jónshúsi Jónshúsi, Kaupmannahöfn. KVARTETT Tómasar R. Einars- sonar er nú á tónleikaferð í Svíþjóð, en skrapp til Kaup- mannahafnar yfir milli jazzhá- tíða og lék í félag'sheimilinu i Jónshúsi sl. mánudag. Kvartett- inn skipa auk Tómasar bassaleik- ara, Sigurður Flosason, sem spil- ar á saxófón, Kjartan Valdimars- son á píanó og Birgir Baldursson á trommur. Léku þeir félagar m.a. lög eft- ir Tómas og Sigurð, en einnig erlend lög, við góðar undirtektir áheyrenda, sem fylltu salinn. Tómas lék sum laganna með kvartett inn á plötu á síðasta ári, m.a. titillag hennar, Hinsegin blús. Tómas R. Einarsson þekkja margir hér, en hann var í námi hjá hinum kuna bassaleikara Johan Poulsen í Kaupmannahöfn 1983— 1984 og æfði sig þá hér í Jóns- húsi. Hann er vaxandi lagasmiður og höfða lög hans til áheyrendans, svo sem „Vor hinzti dagur er hnig- inn“, „Rumba, samba og frjálst", „Stríðsdans" og „Stutt í spuna“, en í síðast talda laginu leikur hann einleik á bassann. Sigurður Flosason hefur stundað tónlistarnám í Indiana í Banda- ríkjunum undanfarin 5 ár, en fer í framhaldsnám til New York í haust. Hann hefur samið lög síðan hann var 17 ára og hét hið fyrsta „Að áeggjan Tómasar“r Lag Sigurðar „In memoriam“ vann jazzhluta Hoagy Carmichel-keppninnar í fyrra og lék hann lagið bæði í út- varp og sjónvarp í Indiana. Lagið er skrifað í minningu Sveins Ólafs- sonar, eins fyrsta jazzista á Islandi. Kjartan Valdimarsson píanóleik- ari er aðeins 21 árs og hefur leikið í hljómsveitinni Sprakk í sumar, en hún spilar víða um land. Kjartan nemur tónlist í Boston og hefur þar sitt 3. námsár í haust. Birgir Bald- ursson er 24 ára og spilar víða í hljómsveitum, bæði fyrir dansi og t.d. í leikhúsum. Birgir var í FÍH- skólanum í 2 ár og er mjög efnileg- ur trommari. Kvartettinn lék fyrir nokkrum dögum á „Nordiska Radio Jazz Dagar“ í Karlstad á Skáni og voru hljómleikarnir teknir upp fyrir út- varpsstöðvar á öllum Norðurlönd- unum. Hljómlistarmennirnir eru nú í Kristiansstad, þar sem þeir komu fram á þriggja daga jazzhátíð í Tívolígarði borgarinnar að við- stöddu miklu fjölmenni. Meðfylgjandi mynd er af kvartett Tómasar R. Einarssonar, talið frá vinstri: Birgir Baldursson, Tómas R. Einarsson, Kjartan Valdimars- son og Sigurður Flosason. — G.L.Ásg. Sparifé þitt rýrnar ekki ef þú f járfestir í spariskírte* ríkissjóðs Það eru margar ástæður fyrir því að spariskírteini ríkissjóðs eru einn vænlegasti kostur sparifjáreig- enda í dag. Spariskírteini ríkissjóðs eru einföld og jafnframt ein öruggasta ávöxtunarleið, sem völ er á. Spariskírteinin eru verðtryggð, sem kemur í veg fyrir að sparifé þitt rýrni og bera auk þess allt að 8,5% vexti. Og ekki má gleyma að spariskírteinin eru tekju- og eignaskattsfrjáls eins og sparifé í bönkum. Spariskírteini ríkissjóðs eru því án efa rétti kosturinn fyrir þig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.