Morgunblaðið - 21.07.1988, Page 43

Morgunblaðið - 21.07.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 43 ÁTAK í LANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105 REYKJAVlK SfMI: (91)29711 Hlaupareikningur 261200 j BúnaAarbankinn Hellu Kvartett Tómasar R. Ein- Ávöxfun ríkisvíxla er nú allt að 43,13% á ári. Kjörvari og Þekjukjörvari verja viðinn vel og lengi Nú eru forvextir á ríkisvíxlum 34,3% sem jafngildir 43,13% eftirá greiddum vöxtum miðað við 90 daga lánstíma. Ríkisvíxlar eru örugg og arðbær leið til að ávaxta skammtímafjármuni. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og hjá löggiltum verðbréfasölum, sem m.a. eru við- skiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land allt og aðrir verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í Seðlabanka íslands. Einnig er hægt að panta þá þar, svo og spariskírteinin, í síma 91-699863, greiða með C-gíróseðli og fá víxlana og spariskírteinin síð- an send í ábyrgðarpósti. MM, málning'lf RIKISSJOÐUR ISLANDS Verðtryggð spariskírteini til sölu núna: FLOKKUR LÁNSTÍMI ÁVÖXTUN GJALDDAGI 1. fl. D 3 ár 8,5% 1. feb.’91 l.fl. A 6/10 ár 7,2% 1. feb.’94—’98 arssonar spilaði í Jónshúsi Jónshúsi, Kaupmannahöfn. KVARTETT Tómasar R. Einars- sonar er nú á tónleikaferð í Svíþjóð, en skrapp til Kaup- mannahafnar yfir milli jazzhá- tíða og lék í félag'sheimilinu i Jónshúsi sl. mánudag. Kvartett- inn skipa auk Tómasar bassaleik- ara, Sigurður Flosason, sem spil- ar á saxófón, Kjartan Valdimars- son á píanó og Birgir Baldursson á trommur. Léku þeir félagar m.a. lög eft- ir Tómas og Sigurð, en einnig erlend lög, við góðar undirtektir áheyrenda, sem fylltu salinn. Tómas lék sum laganna með kvartett inn á plötu á síðasta ári, m.a. titillag hennar, Hinsegin blús. Tómas R. Einarsson þekkja margir hér, en hann var í námi hjá hinum kuna bassaleikara Johan Poulsen í Kaupmannahöfn 1983— 1984 og æfði sig þá hér í Jóns- húsi. Hann er vaxandi lagasmiður og höfða lög hans til áheyrendans, svo sem „Vor hinzti dagur er hnig- inn“, „Rumba, samba og frjálst", „Stríðsdans" og „Stutt í spuna“, en í síðast talda laginu leikur hann einleik á bassann. Sigurður Flosason hefur stundað tónlistarnám í Indiana í Banda- ríkjunum undanfarin 5 ár, en fer í framhaldsnám til New York í haust. Hann hefur samið lög síðan hann var 17 ára og hét hið fyrsta „Að áeggjan Tómasar“r Lag Sigurðar „In memoriam“ vann jazzhluta Hoagy Carmichel-keppninnar í fyrra og lék hann lagið bæði í út- varp og sjónvarp í Indiana. Lagið er skrifað í minningu Sveins Ólafs- sonar, eins fyrsta jazzista á Islandi. Kjartan Valdimarsson píanóleik- ari er aðeins 21 árs og hefur leikið í hljómsveitinni Sprakk í sumar, en hún spilar víða um land. Kjartan nemur tónlist í Boston og hefur þar sitt 3. námsár í haust. Birgir Bald- ursson er 24 ára og spilar víða í hljómsveitum, bæði fyrir dansi og t.d. í leikhúsum. Birgir var í FÍH- skólanum í 2 ár og er mjög efnileg- ur trommari. Kvartettinn lék fyrir nokkrum dögum á „Nordiska Radio Jazz Dagar“ í Karlstad á Skáni og voru hljómleikarnir teknir upp fyrir út- varpsstöðvar á öllum Norðurlönd- unum. Hljómlistarmennirnir eru nú í Kristiansstad, þar sem þeir komu fram á þriggja daga jazzhátíð í Tívolígarði borgarinnar að við- stöddu miklu fjölmenni. Meðfylgjandi mynd er af kvartett Tómasar R. Einarssonar, talið frá vinstri: Birgir Baldursson, Tómas R. Einarsson, Kjartan Valdimars- son og Sigurður Flosason. — G.L.Ásg. Sparifé þitt rýrnar ekki ef þú f járfestir í spariskírte* ríkissjóðs Það eru margar ástæður fyrir því að spariskírteini ríkissjóðs eru einn vænlegasti kostur sparifjáreig- enda í dag. Spariskírteini ríkissjóðs eru einföld og jafnframt ein öruggasta ávöxtunarleið, sem völ er á. Spariskírteinin eru verðtryggð, sem kemur í veg fyrir að sparifé þitt rýrni og bera auk þess allt að 8,5% vexti. Og ekki má gleyma að spariskírteinin eru tekju- og eignaskattsfrjáls eins og sparifé í bönkum. Spariskírteini ríkissjóðs eru því án efa rétti kosturinn fyrir þig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.