Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 + Eiginmaöur minn og faðir okkar, INGIBJARTUR ÞORSTEINSSON pípulagningameistarí, Espilundi 1, Garöabœ, lést á St. Jósefsspitala 20. júlí. Kristín Guðmundsdóttir, Kristrún Ingibjartsdóttlr, Hugi Ingibjartsson. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, GUÐLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, Skeiðarvogi 69, lést í Borgarspítaianum að morgni 20. júlí. Útförin auglýst síöar. Ólafur Galti Kristjánsson, Ágústa Jónsdottir, Guðmundur Reynisson, Kristján Ólafsson, Björg Árnadóttir Erla Olafsdóttlr, Þorstelnn Daníelsson, Ólafur Örn Ólafsson, Áslaug Alfreðsdóttir og barnabörn. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, JÓSEF JÓNASSON fyrrverandi bóndi, Granda, Arnarfirði, lést í Sjúkrahúsi Patreksfjaröar 17. júlí sl. Jarðarförin fer fram í Bíldudalskirkju laugardaginn 23. júli kl. 11.00. Magnús Júiíus Jósefsson, Valborg Soffía Böðvarsdóttir, Gisli Jósefsson, Svanborg Jósefsson, Ragnheiður Jósefsdóttir, Gísli Sólberg Sigurðsson, Sigrfður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginmanns míns og fööur okkar, SKÚLA JÓNSSONAR, Hróarslæk, Rangárvöllum, er andaöist 14. júlí, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. júlí kl. 13.30. Ingigerður Oddsdóttir og börnin. + Eiginmaður minn og faöir okkar, JÓN HJALTALÍN GUNNLAUGSSON læknir, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. júlí kl. 15.00. Jóna Bjarnadóttir, Gunnlaugur Jónsson, Krlstín Jónsdóttir, Gísli Geir Jónsson, Bergþóra Jónsdóttir, Gerður Jónsdóttir, Huid Jónsdóttir. + Eiginkona mfn, móöir okkar, tengdamóöir og amma, HILDUR BJÖRNSDÓTTIR MICHELSEN, Stóragerði 36, veröur jarðsungin föstudaginn 22. júlífrá Fossvogskirkju kl. 10.30. Aðalsteinn Michelsen, Atli Michelsen, Karena Anderberg, Ómar Aðalsteinsson, Guðrún Michelsen, Ævar Lúðvfksson og barnabörn. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, OLGEIR SIGURVINSSON, Hrafnlstu, áður Hraunbæ 73, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag fimmtudag 21. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í Grindavíkurkirkjugaröi. Erla G. Olgeirsdóttir, Guðmundur Finnbogason, Guðborg K. Olgeirsdóttir, Sigurður Brynjólfsson og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, PÁLL AXELSSON, strætisvagnastjóri, Lönguhlfð 19, er lést 15. júli, veröur jarösunginn frá Filadelfiukirkjunni, Hátúni 2, föstudaginn 22. júlí kl. 13.30. Sigrfður Halldórsdóttir, Halldór Pálsson, Björg Davfðsdóttir, Páll Pálsson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hannes Lentz og barnabörn. Minning: Guðrún Teitsdóttir frá Bjarghúsum Fædd 21. janúar 1906 Dáin9.júlí 1988 Ég var á leiðinni niður af hálendi íslands þegar maðurinn minn náði símasambandi við mig til að segja mér lát tengdamóður minnar, Guð- rúnar Teitsdóttur. Mann setur hljóðan við fráfall sinna nánustu og það eins þótt þeir eigi að baki langan ævidag og lífskraftar séu nánast þrotnir. Þannig fór mér. Þegar símtalið kom var hugur minn enn undir áhrifum ferðar í sólskini og heiðríkju milli hvítra jökla og blánandi Qalla. Á vissan hátt samsömuðust þessi áhrif myndinni sem ég sá fyrir mér af Guðrúnu: Hárið snjóhvítt, svipurinn heiður og augun blá og héldu sterk- um lit sínum til hinstu stundar. Guðrún fæddist í Víðidalstungu í Vestur-Húnavatnssýslu 21. janúar 1906. Foreldrar hennar voru Jó- hanna Bjömsdóttir frá Marðamúpi í Vatnsdal og Teitur Teitsson frá Ánastöðum á Vatnsnesi. Að þeim hjónum báðum stóðu rótgrónar bændaættir í Húnaþingi og ýmsir þjóðkunnir einstaklingar heyra þeim frændgarði til. Foreldrar Jó- hönnu vom Bjöm Leví Guðmunds- son frá Ytri Völlum og Þorbjörg Helgadóttir frá Gröf.. Meðal barna þeirra vora, auk Jóhönnu, Guð- mundur landlæknir, Ingibjörg á Torfalæk, Halldóra á Geithömram, Elísabet og Jónas Bergmann smið- ur. Foreldrar Teits vora Teitur Teitsson frá Kirkjuhvammi og Anna Stefánsdóttir frá Ánastöðum. Þau eignuðust níu börn sem öll fóra til Vesturheims, utan Teitur, sem varð einn eftir. Teitur og Jóhanna keyptu jörðina Víðidalstungu af Einari Benedikts- syni og hófu þar búskap árið 1904. Þau eignuðust þrettán börn og af þeim komust ellefu til fullorðinsára. Þau vora, auk Guðrúnar: Þorbjöm, bóndi í Sporði, Anna, húsfreyja á Bakka, Eggert, bóndi á Þorkels- hóli, Óskar, bóndi í Víðidalstungu, Jóhann, bóndi á Refsteinsstöðum, Ragnheiður, dó ung, Aðalsteinn, kennari í Sandgerði og Víðar, Þor- valdur, lengi húsvörður í Lands- bankanum, og Ingunn og Elísabet húsfreyjur í Reykjavík. Þeir bræð- umir Eggert, Óskar og Jóhann era nú einir á lífi þessara systkina. í þessum stóra systkinahópi ólst Guð- rún upp. Auk íjölskyldunnar var ævinlega margt kaupa- og vinnu- fólk í Víðidalstungu svo heimilisfólk var oft um þijátíu manns. Gesta- komur voru tíðar og mikið var les- ið, enda sá húsmóðirin Jóhanna um lestrarfélag syeitar sinnar um ára- tuga skeið. Ég hygg að Víðidals- tunga hafi verið gott dæmi um menningarlegt íslenskt sveitaheim- ili meðan enn þótti nokkurs virði að yrkja jörð. Víst er að Guðrún bar alla tíð hlýjan hug til bemsku- stöðva sinna og samferðafólks æskuáranna. Að ráði Guðmundar móðurbróður síns lærði Guðrún til hjúkranar- starfa hjá Jónasi Sveinssyni, sem lengi var héraðslæknir á Hvamms- tanga. Hún vann síðan í nokkur ár við heimahjúkran á ýmsum stöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Einnig var hún einn vetur við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi og reyndist það henni eins og svo mörgum öðram ungum stúlkum þessa tíma gott veganesti fyrir lífið. Árið 1930 giftist Guðrún eftirlif- andi manni sínum, Bimi Sigvalda- syni frá Brekkulæk í Miðfirði. For- eldrar Bjöms vora Hólmfríður Þor- valdsdóttir, Bjamasonar, prests á Melstað, og Sigvaldi Bjömsson, Sigvaldasonar, bónda á Aðalbóli. Fyrstu búskaparárin urðu þeim Bimi og Guðrúnu erfið, aðallega vegna heilsuleysis Bjöms. Þau bjuggu á ýmsum stöðum í sínum heimasveitum, en 1935 fluttust þau að Bjarghúsum í Vesturhópi. Þar stóð heimili þeirra næstu 23 ár og þar ólust bömin þeirra þijú upp, en þau era: Jóhanna, lengst af húsfreyja í Bjarghúsum, nú leiðbeinandi, gift Jóni Marz Ámundasyni; Þorvaldur, kennari og organisti, kvæntur Kol- brúnu Steingrímsdóttur, og Hólm- geir, tölfræðingur, kvæntur Jónínu Guðmundsdóttur. Bamabörnin era fjórtán og barnabamabömin tutt- ugu. Þórarinn Þorkels- son - Kveðjuorð Við fráfall góðs vinar, Þórarins Þorkelssonar, langar okkur að minnast hans með nokkram orðum sem þó megna aldrei að lýsa fylli- lega hug okkar til hans. Doddi var einstakt ljúfmenni og allir þeir sem nutu þeirrar gæfu að kynnast hon- um, máttu margt læra af látlausri og einlægri framkomu hans. Fjöl- skyldu sinni sýndi hann sérstaka umhyggju, ávallt boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. Þegar við sem fjölskylduvinir áttum þess kost að hitta hann brást það ekki að hann væri jákvæður og skemmtilegur þar sem í gegnum allt hans viðmót skein væntumþykjan í garð fjölskyldunn- ar, sem átti svo mikið þar sem Doddi var, en hefur nú misst. Við kveðjum Þórarin Þorkelsson með djúpum söknuði en um leið með þakklæti fyrir að hafa mátt \ kynnast svo góðum og miklum manni. Við vottum nánustu aðstandend- um hins látna okkar innilegustu samúð. Brynja Hafsteinsdóttir, Sigursteinn R. Másson. Eiginmaður minn, EIRÍKUR GÍSLASON, Samtúnl, Stöðvarfirði, verður jarðsunginn frá Stöðvarkirkju laugardaginn 23. júlí kl. 14.00. Margrét Svelnsdóttlr. Árið 1958 bragðu Björn og Guð- rún búi og fluttu til Reykjavíkur. Næsta áratug vann hún ýmis störf, lengst af á Elliheimilinu Grand. Um 1970 fór heilsu hennar að hraka og hún hætti störfum utan heimilis. Síðustu tvö árin hafa þau hjónin dvalið á Hrafnistu og þar fékk Guðrún hægt andlát að morgni hins 9. júlí. Með Guðrúnu er gengin góð kona. Störf hennar vora að lang- mestu leyti bundin heimili og íjöl- skyldu svo sem títt var og er um sveitakonur, en áhuginn beindist einnig inn á aðrar brautir. Hún var róleg í framgöngu, ákaflega skýr og athugul og hafði næmt auga fyrir umhverfinu. Réttlætiskennd átti hún ríka og vildi að hófs væri gætt í hvívetna en hafði andúð á gervimennsku í hvaða mynd sem hún birtist. Skoðanir sínar fjölyrti hún ekki um en engu að síður vora þær fast mótaðar og mér býður í gran að hún hafi ekki hvarflað mikið frá þeim. Guðrún var góður fulltrúi hún- vetnskrar bændamenningar sem mín fjölskylda rekur rætur sínar til. Með djúpu þakklæti til hennar og annarra sem mótuðu lífsviðhorf okkar Hólmgeirs kveð ég hana með orðum Einars Benediktssonar: Lát, ffamtíð, dáðir þeirra liðnu lifa - og ljóðin ný af fomu eðli skrifa. Blessuð sé minning hennar. Jónína Guðmundsdóttir Það er undarlegt hversu sárt það er að kveðja ömmu sína fyrir fullt og allt, eiga aldrei eftir að hitta hana aftur. Nú er engin amma leng- ur til þess að segja frá liðnum árum og öðram tímum. Nú verður að láta sér nægja að grípa til minning- anna, minnast þess hversu vel hún hélt sér og hvað hvíta hárið hennar var fallegt og hversu gaman hún hafði af blómum og fallegum hlut- um. Minnast alls þess sem hún hef- ur gert og gefið. Amma var mjög gjafmild og var natin við að finna gjafír sem glöddu. Strax í septem- ber var hún farin að huga að jóla- gjöfunum og hafði gaman af því að bera valið undir aðra. Þau era ófá skiptin sem hún gaf mér að drekka á Bergþóragötunni. Þegar við systumar vorum litlar átti hún alltaf til eitthvert góðgæti í skápnum sínum handa okkur. Og það hvarf ekki þótt við stækkuðum því áfram komu lítil böm í heim- sókn sem þurftu að fá eitthvað gott í munninn. Hún tók alltaf vel á móti litlum vinum sem gjaman fóra til langömmu og langafa. En nú hafa orðið umskipti. Amma hefur fengið hvíldina og hennar skarð verður ekki fyllt. Það var gott að þekkja ömmu. Ég ber inn sprek og kasta gleði minni á eldinn Logamir bera svip einhvers sem er mér kært bera svip einhvers sem kveður Eg ber inn húm og í huganum snarkar hinn hálfkæfði grátur (Þuríður Guðmundsdóttir) Þorbjörg Hólmgeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.