Morgunblaðið - 21.08.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.08.1988, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 - Miklatún í Reykjavík Á góðvlðrlsdögum er hægt að fara með barnlð. . . Morgubiaðið/Einar Faiur Klambratún Miklatúnið hét áður „Klambra tún“. Það nafn mun vera þannig til komið að Júl. Magnús læknir og bæjarfulltrúi var með búskap þama í túninu. Hann nefndi býli sitt Klömbrur eftir samnefndu býli í Vesturhópi í Vestur- Húnavatns- sýslu en þar var hann fæddur. Nafnið Klambratún á því ekki langa hefð í Reykvískri sögu. Ýmsum var þessi nafngift þyrnir í auga og var túnið endurskírt „Miklatún" en það heiti mun vera dregið af umferða- ræðinni Miklubraut. Sumum hefur þótt þessi nafngift bera vott um ófrumleika og fordild Reykvíkinga. Danskur maður Christian Christ- ensen keypti erfðafesturétt að Klömbrum árið 1934 og rak þar búskap en hætti honum í lok síðari heimstyijaldarinnar og byggði þar svínasláturhús og reykhús. Bæjar- sjóður Reykjavíkur leysti til sín erfðafesturéttinn árið 1946. Christ- ian rak þó áfram sláturhúsið fram á miðjan sjötta áratuginn en reyk- húsið fram til ársins 1965 en bæjar- húsin að Klömbrum voru rifín sama ár. Það var á sjötta áratugnum að farið var að huga að þvl að koma þama upp skrúð- eða almennings- garði. Arið 1957 efndi bæjarráð Reykjavíkur til hugmyndasam- keppni um skipulag á Klambratún- inu og var öllum íslendingum heim- iluð þátttaka í keppninni. Tilgangur bæjarráðsins með keppni þessari var að fá úr því skorið hvort byggja skyldi á svæðinu að einhveiju leyti eða halda því óbyggðu með öllu og gera það að almenningsgarði en um það voru skiptar skoðanir. í áliti dómnefndarinnar kom fram að nefndin var sammála um að engin lausn sýndi á viðunandi hátt hvem- ig koma mætti fýrir byggingum á svæðinu. Tillaga Sigurðar Thor- oddsen hlaut fyrstu verðlaun en hún var þó ekki lögð til grundvallar við skiplagningu almenningsgarðsins. Eins og kunnugt, er voru Kjarvals- staðir, listamiðstöð Reykjavlkur, reistir I túninu norðanverðu og teknir I notkun árið 1973. Arkitekt er Hannes Kr. Davíðsson. 1963 og 1964 var unnið að skipu- lagi og teikningu Miklatúns. Teikn- ingar gerði Reynir Vilhjálmsson GarArækt á íslandi er langtímaverkef ni sem krefst þolinmæði og bjartsýni. En líka fyrirhyggju og sveigjanleika. Fyrir hartnær aldarfjórðungi var hafist handa við að gróðursetja tré á Miklatúninu í Reykjavík. Núna er kominn garður sem borgarbúar sækja I, á góðviðrisdögum. En sumum þykir ekki um nógu auðugan garð að gresja, eitt og annað vanti. Er garðurinn tilbúinn og fullfrágenginn eða er hægt að gera garðinn betur úr garði? . . . eöa dagblöðln á Mlklatún. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.