Morgunblaðið - 21.08.1988, Side 54

Morgunblaðið - 21.08.1988, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1988 54 Morgxtnblaðið á djasshátíð í Austurríki MARGIR djassáhugamenn eiga sér þann draum heitastan að komast á stóra djass- hátíð. A slíkum hátíðum koma jafnan fram fjölmargir heimsþekktir hljómlistarmenn og tónleikarnir standa oft látlaust yfir frá morgni og langt fram á nótt í nokkra daga. Blaðamaður Morgunblaðsins sótti slíka djasshátíð í Austurríki fyrr í sumar. Hátíðin var haldin í Wiesen sem er smábær skammt fyrir utan Vínarborg. Donald Byrd á trompett og Junior Cook á tenórsaxafón. Umhverfí djasshátíðar- innar í Wiesen var ekki ósvipað Atlavík og raunar minnti margt í Wiesen á úti- hátíð í Atlavík nema hvað drykkju- skapur var hverfandi. Hátíðin var á fallegum stað, tré og runnar í litlu dalverpi. Svæðið var vandlega afmarkað og inni var ótalmargt fólk, léttklætt í steikjandi hitanum. Þar gat að líta söluskúra, matsölustaði, plötubúð, minjagripa- sölur og mýmargt fólk, allt með sama áhugamál, djass. Sjálfir tónleikamir voru haldnir undir risastóru tjaldi og þar gátu 4000 manns setið. Margir kusu þó að sitja í sólinni fyrir utan tjaldið, • sjá minna en heyra jafnvel. Fyrsta dag hátíðarinnar, föstu- daginn 8. júlí, voru Horace Silver, Jean Luc Ponty og Chuck Mangione á meðal þeirra sem fram komu. Beðið eftir Abdullah Ibrahim "V Dagskrá laugardagsins hófst með tónleikum feðganna Chico og Von Freeman. Feðgamir leika báð- ir á saxafóna og ekki var að sjá að þeim þætti erfitt að vera fyrstir á dagskrá þennan laugardag. Gamli maðurinn stal senunni á köflum og sonur hans, Chico, færði sig þá úr sviðsljósinu og fylgdist brosandi með tilþrifum föður síns. Sérstaka athygli vakti leikni píanistans sem heitir Kirk Lightsey. Aðrir hljóð- færaleikarar voru Donald Pate á bassa og Victor Lewis á trommur. Margir hátíðargesta biðu eftir- væntingarfullir eftir bandarískum píanóleikara frá Suður-Afríku, Abdullah Ibrahim. Ibrahim fæddist árið 1934 í Höfðaborg. Á unglings- árunum söng hann í kirkjukór og kynntist þar bandarískri tónlist í gegnum sálma og kirkjuleg söng- lög. Frá sjö ára aldri lærði hann á píanó og byijaði aðeinsl2 ára gam- all _að semja tónlist. Á strætum heimaborgar sinnar drakk Ibrahim í sig tónlist úr öllum heimshornum, allt frá malaysiskum ljóðum upp í Afríkutónlist og þetta einkennir tónlist hans í dag. í Jó- hannesarborg heyrði hann ungur að árum lög eftir Duke Ellington og T helonius Monk og þar með var tónlistarleg framtíð hans ráðin. Abdullah Ibrahim var 25 ára gamall er hann yfirgaf Suður- Afríku vegna kynþáttaaðskilnaðar- stefnunnar. Hann flutti til Zurich og hitti þar Duke Ellington. Elling- ton likaði tónlist Ibrahims og gaf út plötu með honum sem varð met- söluplata („Duke E llington pres- ents AbduIIah Ibrahim“). Ibrahim heimsótti föðurland sitt nokkrum sinnum en það varð sífellt erfiðara fyrir hann eftir því sem hann varð frægari. Árið 1970 ákvað hann að koma ekki aftur heim fyrr en ástandið breyttist. Þó að Ibrahim hafi áhyggjur af ástandi mála í Suður-Afríku hefur Hljómsveit feðganna Chico og Von Freeman. tónlist hans til að bera rósemd og fegurð eins og fram kom á tónleik- unum. Stór hluti dagskrárinnar voru lög Ibrahims úr nýrri franskri kvikmynd sem heitir Chokolad. Ibrahim sýndi engin sérstök tilþrif við píanóið en lét aðra hljóðfæra- leikara spreyta sig. Sérstaka eftir- tekt vakti altósaxistinn Vincent Herring. Djassað á kuðunga Lester Bowie nýtur mikilla vin- sælda í Austurríki enda var honum vel fagnað er hann steig á sviðið á eftir Abdullah Ibrahim. Lester Bowie „Brass Fantasy“ er sérstök hljómsveit að því leyti að þar eru eingöngu blásturshljóðfæri ef trommur eru undanskildar. Það var með ólikindum hvað þessu hljóm- sveit náði upp mikilli stemningu á meðal áhorfenda. Hún flutti allt frá gömlum sígildum lögum og upp í nýjustu popplög í djassútsetning- um. Hámarki náði hún við flutning lagsins Saving all my love for you“ sem Whitney Houston gerði frægt. Túbuleikarinn Bob Stewart fór á kostum og leikni hans á túbuna var slík að yfirleitt var ekki hægt að heyra annað en að þar væri þaul- vanur kontrabassaleikari á ferð. Básúnuleikarinn Frank Lacy hvíldi sig öðru hvoru á básúnunni og lék þá á kuðunga af öllum tegundum við mikla kátínu hátíðargesta. Herra Hi-De-Ho enn í fullu fjöri Aldursforseti djasshátíðarinnar í Wiesen var Cab Calloway. Áttatíu og eins árs hoppaði hann eins og unglingur á sviðinu og dansaði steppdans við misfellulausan undir- leik 13 manna stórsveitar sinnar. Gamli maðurinn þurfti þó að hvíla sig eftir nokkur lög og þá kom til sögunnar dóttir hans, Chris Calloway. Hún sýndi með góðum söng að hún á meira skilið en að felast í skugga föður síns. Cab Calloway er einn af frum- heijum djasstónlistarinnar og merkilegur m.a. fyrir það að hann hafði aldrei annað en röddina sína á meðan flestir aðrir stórsöngvarar voru einnig frábærir hljóðfæraleik- arar. Cab Calloway söng í þeim fræga Cotton Club eins og þeir vita sem sáu samnefnda kvikmynd. Árið 1934 fór hann fyrstu hljómleika- ferðina til Evrópu og hann varð svo frægur að George Gershwin samdi hlutverk í söngleiknum Porgy og Bess sérstaklega fyrir hann. Fyrir marga voru tónleikar Cab Calloway, eða herra Hi-De-Ho eins og hann er stundum kallaður, há- punktur djasshátíðarinnar í Wiesen. Donald Byrd endaði dagskrá laugardagsins. Þessi 56 ára gamli trompettleikari hefur spilað með mörgum af skærustu stjömum djassins. Nefna má Monk, Coltrane, Count Basie, Sonny Rollins, Charlie Parker og Miles Davis. Tónlistarfer- ill Byrds hófst er hann var 16 ára og lék í gagnfræðaskólahljómsveit undir stjórn Lionel Hampton. Átján ára gekk hann í herinn þar sem hróður hans barst víða og tækifæri gáfust til að spila með þekktum tónlistarmönnum. Donald Byrd átti fremur náðuga stund á meðan á hljómleikum hans stóð. Erfiðið lenti að mestu á tenór- saxistanum Junior Cook sem er ekki eins frægur og Byrd og verður því að sýna allt sem hann kann við sem flest tækifæri. Peter Erskine á sviði Því fylgdi óneitanlega sérstök tilfinning að sjá hinn eina og sanna Peter Erskine á sviði í upphafi dag- skrár á sunnudeginum. Með honum voru engir aukvisar, Marc Johnson á kontrabassa og John Scofield og Bill Frisell á rafmagnsgítara. Hljómsveitin þeirra heitir „Bass Desires" enda stofnuð af Marc Jo- hnson. Hann lærði á kontrabassa í ríkisháskóla Texasfylkis og gaf út sína fyrstu plötu aðeins 19 ára gamall. Síðan hefur vegur hans vaxið fljótt í djassinum og hann hefur m.a. leikið með Bill Evans, Stan Getz, Woody Herman og John Lewis. John Scofíeld er án efa einn þekktasti rafmagnsgítarleikari í heiminum. Hann útskrifaðist úr Berklee í Boston árið 1975 og árið síðar gerðist hann liðsmaður í djass- rokkhljómsveit Billy Cobham. Á árunum 1983-1985 lék Scofíeld með Miles Dav is og var lengi mest áberandi hljóðfæraleikari hans eins og heyra má á plötunni Decoy. Allir djassáhugamenn þekkja Peter Erskine. Hann lék m.a. með 1 ■! J IILJ .1 . I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.