Morgunblaðið - 07.10.1988, Page 1
72 SIÐUR B/C
229. tbl. 76. árg.
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Júgóslavía:
Valdamenn í Vojv-
odina segja af sér
Novi Sad. Reuter.
ALLIR helstu valdamenn komm-
únistaflokksins í júgóslavneska
sjálfsstjórnarhéraðinu Vojvodina,
sögðu af sér í gær eftir að 100.000
Algeirsborg:
Utgöngu-
bannsettá
Túnisborg. Reuter.
HERMENN dreifðu sér um götur
Algeirsborgar í gær þegar lýst
var yfir útgöngubanni og skotið
var úr byssum til að dreifa hópum
manna sem safhast höfðu saman
í borginni. Mikil óánægja ríkir
meðal almennings í Alsír vegna
verðhækkana og skorts á nauð-
synjum.
Oeirðir brutust út í Algeirsborg
og nágrenni á þriðjudagskvöld og
daginn eftir gengu þúsundir ungra
borgarbúa berserksgang um mið-
bæinn, brutust inn í verslanir, rændu
strætisvögnum og báru eld að bygg-
ingum. Að sögn sjónarvotta réðust
þeir aðallega á bíla embættismanna
og á ráðuneyti, auk stórmarkaða og
skrifstofa erlendra flugfélaga.
Óeirðimar héldu áfram í gær-
morgun og í kjölfar þeirra setti
Chadli Benjedid forseti á útgöngu-
bann og kvaddi herinn til borgarinn-
ar til liðs við lögregluna. Ráðgjafi
forsetans sagði að hermenn hefðu
skotið úr byssum til að bæla niður
mótmæli ungmenna en þeim hefði
ekki verið skipað að skjóta á þau.
Ráðgjafinn sagði að ró hefði færst
yfir borgina. Aðrir borgarbúar stað-
festu það en sögðu þó að reykur
hefði sést frá einu verkamanna-
hverfa borgarinnar þar sem óeirðim-
ar hafa verið einna mestar.
Sjá frétt á bls. 21.
mótmælendur höfðu krafist af-
sagnar þeirra, að sögn sjónvarps-
ins í Novi Sad, höfúðborg héraðs-
ins.
Áður hafði forseti héraðsins,
Nandor Major, sagt af sér eftir að
hópur manna hafði setið um opin-
berar byggingar og reynt að bijót-
ast gegnum vegartálma í Novi Sad.
Mótmælendur köstuðu flöskum að
óeirðalögreglumönnum fyrir framan
þinghús héraðsins, þar sem valda-
mennimir vom á fundi. Lögreglan
skýrði frá því að 10 til 15 manns
hefðu slasast í mótmælunum.
Leiðtogar kommúnistaflokksins í
Serbíu, stærsta lýðveldi Júgóslavíu,
studdu kröfur mótmælendanna.
Serbar vilja skerða sjálfsstjóm
tveggja héraða lýðveldisins, Voj-
vodina og Kosovo, þar sem Álbanir
em í meirihluta.
Reuter
Chilemenn fagna á götum Santiago-borgar eftir að Ijóat var að Augusto Pinochet hafði tapað í almenn-
um kosningum sem snerust um hvort hann sæti áfram í embætti.
Ríkisstjórn Chile segir af sér:
Sijómarandstaðan vill sam-
komulag um bráðabirgðastjórn
Augusto Pinochet forseti hrópaður niður
Santiago. Reuter.
RÍKISSTJÓRN Chile sagði af sér
í gær eftir að Ijóst var að Aug-
usto Pinochet, forseti landsins,
hafði tapað með miklum mun í
almennum kosningum á miðviku-
dag sem snerust um hvort hann
sæti í embætti í átta ár í viðbót.
Nokkur þúsund manns söfhuðust
saman fyrir framan forsetahöU-
ina í höfúðborginni Santiago og
hrópuðu „Pinochet er fallinn!“.
Óeirðalögregla dreifði mann-
fjöldanum með táragasi og há-
þrýstidælum. „Til Paraguay, til
Paraguay," hrópaði fólkið fyrir
framan forsetahöllina og átti við
að einræðisherrann Pinochet
skyldi fara til Paraguay þar sem
ríkir ógnarstjórn
Stroessners.
Alfredo
Nýjar upplýsingar um ógnarstjórn Stalíns:
102.000 lík í fjölda-
gröf nálægt Mínsk
Moskvu. Daily Telegraph.
í GREIN, sem birtist í sovéska
dagblaðinu Moskvufréttir á
miðvikudag, segir að í það
minnsta 102.000 lík hafi fúndist
í fjöldagröf sem grafin var á
Stalínstímanum nálægt Mínsk
og að minnsta kosti fjórar álíka
stórar grafir tíl viðbótar sé að
finna i grennd við borgina.
Þessar upplýsingar benda tU
þess að fómarlömb ógnar-
stjóraar Stalins hafi skipt millj-
ónum og ekki aðeins „mörgum
þúsundum'* eins og MikhaU
Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefúr
haldið fram.
Fréttir um ijöldagrafímar í
Kúropatíj-skógi skammt frá
Mínsk, höfuðborg Hvíta Rúss-
lands, hafa birst í sovéskum blöð-
um í sumar en þetta er í fyrsta
sinn sem fómarlömb ógnarstjóm-
ar Stalíns hafa verið talin. í grein
fomleifafræðingsins Zenons Poz-
njaks í Moskvu-fréttum segir að
til þessa hafi hann og aðstoðar-
menn hans fundið fímm stórar
fjöldagrafir í nágrenni Mínsk eftir
að hafa rætt við fólk sem varð
vitni að grimmdarverkunum. Að
sögn þorpsbúa, sem bjuggu á
þessu svæði, áttu morðin sér stað
næstum daglega í fimm ár, frá
árinu 1937 til 1941. Poznjak seg-
ir að þeir sem frömdu fjöldamorð-
in hafi klæðst búningum sovésku
leyniþjónustunnar NKVD, fyrir-
rennara KGB.
Rannsókn á fötum og hlutum
sem fundust á fómarlömbunum
hefur leitt í ljós að flest þeirra
hafi verið venjulegt sveitafólk, þar
á meðal konur, en einnig mun
hafa verið um menntamenn og
þorpsbúa að ræða. Heimilisvörur
og veski sem grafin vom með
þeim benda tii þess að þau hafi
verið numin á brott frá heimilum
sínum eða vinnustöðum og skotín
án þess að hafa komið fyrir rétt,
að sögn fomleifafræðingsins.
Poznjak segir ennfremur að
slíkar fjöldagrafir hafi verið tekn-
ar i grennd við fleiri borgir og
bæi í Hvíta-Rússlandi.
Sjá frétt á bls. 22.
Eftir að ríkisstjómin sagði af sér
tilkynnti leiðtogi hennar, Sergio
Femandez innanríkisráðherra, að
Pinochet myndi ráðfæra sig við
herforingjaráðið um samsetningu
nýrrar stjómar. Talið er að Ricardo
Garcia utanríkisráðherra muni taka
við af Femdandez, sem stjómaði
kosningabaráttu Pinochets.
Pinochet, 72 ára að aldri, er nú
skyldugur samkvæmt stjómarskrá
landsins til að boða til fijálsra for-
setakosninga í síðasta lagi í desem-
ber á næsta ári og láta af embætti
þremur mánuðum síðar. Leiðtogar
stjómarandstöðunnar, með 16
flokka innanborðs, hafa hvatt her-
foringjaráðið til að efna til forseta-
og þingkosninga sem fyrst. Brýn-
asta verkefnið á þessari stundu sé
að mynda nýja bráðabirgðaríkis-
stjóm í samvinnu við herinn.
Stjómmálaleiðtogar í hinum
vestræna heimi tóku niðurstöðum
kosninganna á miðvikudag með
fögnuði. Francisco Femandez Ord-
onez, utanríkisráðherra Spánar,
sagði niðurstöðuna sýna áð þróun
í frelsisátt yrði ekki stöðvuð. í sama
streng tóku talsmenn allra stjóm-
málaflokka Spánar.
Frakkinn Claude Cheysson, sem
fer með tengsl norður- og suður-
hvels í framkvæmdanefnd Evrópu-
bandalagsins, minnti á orð sín fyrir
nokkmm ámm: „Þá sagði ég að
Pinochet væri bölvun Chile. í gær
var þeirri bölvun aflétt í merkilegri
kúvendingu."
Þingheimur í Róm gerði hlé á
fundi við fregnir um úrslit kosning-
anna og klöppuðu menn þjóð Chile
lof í lófa.
Phyllis Oakley, talsmaður ut-
anríkisráðuneytis Bandaríkjanna,
sagði að „stjóm landsins óskaði
Chilemönnum til hamingju með að
hafa sýnt heiminum á áþreifanlegan
hátt hver máttur kjörkassans væri“.
Sjá frétt á bls. 22.
Hertogaynja
ogkóalabjörn
Hertogaynjan af Jórvík held-
ur á kóalabirni, sem nefnist
Bowie, i Brísbane í Ástralíu.
. Hertogahjónin fóru frá Ástr-
alíu í gær efftir tiu daga heim-
sókn.