Morgunblaðið - 07.10.1988, Síða 13

Morgunblaðið - 07.10.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 13 þjóðarhags og einstakra byggðar- laga. 5. Allt bendir til að vandi þeirra fiskvinnslufyrirtækja, sem eiga við stórfelld vandamál að stríða, sé mismunandi. Sum eru að sligast undan vaxtakostnaði, önnur burð- ast með allt of hátt fískverð eða hráefnisskort. Fleiri ástæður mætti nefna eins og þá kannski umfram allt lélega stjómun. Niðurstaðan af þessu er sú, að . hér verði að líta upp úr meðaltal- inu, sundurgreina vandann og beita síðan sértækum aðferðum til lausn- ar, þ.e. kanna vanda hvers húss fyrir sig, gera upp hvort ástæða sé til að halda því gangandi, og ef svo er, leysa þá þann vanda, sem við- komandi hús stendur frammi fyrir. Þensla og byggðarlög Sannleikurinn er auðvitað sá að ef við ætlum að leysa vanda físk- vinnslunnar (út frá meðaltalsaf- komunni) með lækkun vaxta, þá erum við um leið að hvetja t.d. versl- unina í landinu til enn meiri íjárfest- inga. Verslunarfyrirtæki, sem í dag er tvístígandi gagnvart nýrri fjár- festingu, hættir að tvístíga ef vext- imir lækka — fjármagnið verður ódýrara. Þetta er því m.a. þess vegna dýr og óheppileg leið til að aðstoða þau fískvinnslufyrirtæki, sem eiga við íjármagnsvandamál að stríða. Um hlutverk gamla Stýrimaunaskólans eftir Viðar Hjartarson Þann 23. september sl. birtist hér í blaðinu fróðleg grein eftir Önnu Kristjánsdóttur, formanns íbúasamtaka Vesturbæjar, um gamla Stýrimannaskólann í Reykjavík, sem lengi var kallaður Öldugötuskólinn og síðar Vestur- bæjarskólinn, en hann fluttist ný- verið í glæsilega nýbyggingu á homi Hringbrautar og Framnes- vegar. Boðskapur formannsins er að gamla skólahúsið, sem nú stendur autt, verði gert að menn- ingar- og félagsmiðstöð í gamla Vesturbænum og lóðin að leik- svæði bama í hverfinu og er vitn- að í bréf samtakanna til þáverandi menntamálaráðherra og borgar- ráðs þar sem leitað er eftir stuðn- ingi ríkis og borgar við hugmynd- ina. Með þessu móti telur greinar- höfundur minningum þeim sem húsinu em tengdar best borgið og hvetur menn til dáða — en sitt sýnist hveijum. Viðar Hjartarson Niðurstöður 1. Til skemmri tíma litið er miklu ódýrara að leysa bráðavanda þess- ara fyrirtækja með beinni skilyrtri fyrirgreiðslu en með almennum aðgerðum svo sem vaxtalækkun, gengisfellingu, svo ég tali nú ekki um niðurfærslu eða frystingu launa. Auðvitað verður þá að gera ráð fyrir að þau fyrirtæki, sem fá slíka aðstoð, leggi alla pappíra á borðið og gerðar séu kröfur til rekstrar- breytingar, þar sem við á. Jafn sjálf- sagt er að ekkert segir að öll fyrir- tæki í fiskvinnslunni eigi rétt á aðstoð, jafnvel þó tímabundin sé. 2. Til lengri tíma litið verður að endurskipuleggja /ramleiðsluna í landinu. Vil ég þar sérstaklega benda á einkar fróðlega grein eftir Valdimar Kristinsson í janúar-apríl- hefti Fjármálatíðinda 1988, en hún fjallar um leiðir til að leysa vanda- mál dreifbýlisins með markvissri uppbyggingu þéttbýliskjama. Það er augljóst að við getum framleitt útflutningsvörur okkar á miklu hagkvæmari máta en nú er gert og bendir margt til að um leið sé hægt að stórbæta aðstöðu manna á landsbyggðinni. 3. Raunhæfasta fjáröflunarleið til ofangreindra aðgerða er aukin skattheimta og þá fyrst og fremst á fjármagnið og hærri tekjur. Það er sannfæring mín að ef við fáumst ekki til að ræða vandamálin á þann máta, sem ýjað er að hér, þá munum við um ókomna framtíð búa við rykkjótta lífsafkomu, mis- lukkaðra bráðabirgðaaðgerða. Höfundur er hagfræðingur BSRB. Nú er það ekkert launungarmál að starfsfólk Landakotsspítala hefur Iengi alið þá von í brjósti að spítalanum gæfist kostur á því að nýta Öldugötuskólann og lóð hans fyrir starfsemi sína þegar skólastarf legðist þar af, en eins og margir vita liggja lóðir húsanna saman. Það er kunnara en frá þurfí að segja að gífúrleg þrengsli eru á Landakoti og mikill skortur á húsrými til margvíslegra nota, sem veldur bæði starfsfólki og sjúklingum óþægindum og þykist ég vita að núverandi menntamála- ráðherra hafi orðið þess var þegar hann kynnti sér starfið á spítalan- um, sem heilbrigðisráðherra, hér um árið. Rétt er að minna á að öll framtíðaráform um stækkun spítalans byggjast á þeirri aug- ljósu forsendu að lóðamörk hans breytist frá því sem nú er. A þessum síðustu og verstu tímum er mikið talað um nauðsyn aðhalds í opinberum rekstri og ekki að ástæðulausu. Fái Landa- kot afnot af skólanum yrði þar litlu sem engu breytt innanhúss (sem er í góðu samræmi við hús- friðunarsjónarmið) og aukakostn- aður spítalans þess vegna fyrst og fremst fólginn í nauðsynlegu viðhaldi hússins. Það segir sig sjálft að stofnun og rekstur menn- ingar- og félagsmiðstöðvar sem hér um ræðir kostar mikið fé og kallar á verulegan fjárstuðning Reykjavíkurborgar, þ.e.a.s. fallist eigandinn, ríkið, á hugmyndir íbúasamtakanna. Það á svo eftir að koma í ljós hvort forráðamenn „Nú er það ekkert laun- ungarmál að starfsfólk Landakotsspítala hefur lengi alið þá von í brjósti að spítalanum gæfist kostur á því að nýta Öldugötuskólann og lóð hans fyrir starf- semi sína.“ borgarinar telji verkefnið svo brýnt að réttlæti umtalsverð út- gjöld nú. En fleira kemur tií. — Það atriði sem, að mínu mati, veg- ur hvað þyngst gegn staðsetningu menningar- og félagsmiðstöðvar (ásamt bamaleikvelli) í gamla Stý- rimannaskólanum og á lóð hans, er umferðaröngþveitið og bfla- stæðavandræðin sem eru á þessu svæði og ekki er á bætandi. Það yrði skipulagslegt klúður að beina þangað enn aukinni umferð sem óhjákvæmilega fylgdi starfsemi af þessu tagi. Þeirri staðreynd mega Ibúasamtök Vesturbæjar ekki gleyma, sérstaklega vegna þess að þau hafa vakið verðskul- daða athygli fyrir störf sín að bættri umferðarmenningu í borg- inni. Þessar fáu línur eru ekki skrif- aðar til að efna til ritdeilu, heldur í því skyni að koma á framfæri skoðunum sem taka þarf afstöðu til. Æskilegt væri að aðilar máls- ins hittust og ræddu saman eins og sæmir góðum grönnum. Höfundur er lœknir á Landakots- spítala. Ég þakka Félagi aldraðra í Borgarnesi og öðr- um vinum fyrir viðíöl, blóm og gjafir á 98 ára afmcelisdaginn 4. október sl. Blessunaróskir mínar fylgja ykkur öllum. Þorsteinn Kristleifsson. Viðtalstími borgarfulltrúa | Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík % Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum fveturfrá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 8. október eru til viðtals Hilmar Guðlaugssor., formaður bygginganefndar Reykjavíkur og varaformaður stjórnar Verkamannabústaða, og Helga Jóhannsdóttir, í stjóm umferðarnefndar og SVR. w w S/ S/ S/ S/ S/ V* S/ S/ $ f # # # „Besthannada húsgagn ársins - Samtðk svtssneskra arkitekta ‘85. „Framleiðslurara ársins" — Tfmaritið Schðner Wotmen '85. „Besta hillusamslæda ársirts ’85“ - Timantið MOog þýskir arkiieklar. WOGG 1 Vesturþýski innanhússarkitekt- ' inn Gerd Lange er hönnuöur Wogg 1 hilkieininga. Hann er heimsþekktur fyrir hönnun húsgagna og innréttinga og hefur frá 1965 tekið þátt I fjölda sýninga. Gerd Lange hefur i gegnum árin átt mjög gott samstarf við hús- gagnaframleiðendur og unniö til verðlauna viöa um heim. Þaö kemur þvl ekkki á övart hve vel tókst til með Wogg 1 hillueiningar. Þær eru einfaldar aö aliri gerð en um leiö fallegar, sterkbyggðar og auöveldar I uppsetningu. Myndin er af Wogg 1 samstæðu nr. 7. Wogg 1 — hönnun og gæði Wogg 1 hillueiningar eru samsettar meö nýstártegu tengistykki sem hefur ótrúlegt buröarþol. Tengið er topplaga með raufum til að festa saman láréttar og lóðréttar einingar. Þessi aöferö gefur þann mðguleika aö bæði er hægt að byggja upp frlstandandi hitlueiningar og festa upp á vegg. Hillurnar eru smfðaðar úr spónaplötum, sem standast allar gæðaprófanir um efnainnihald og styrkleika. Plötumar eru úr góðum askspón og lakkaóar með sýruhertu lakki sem eykur slitþol vðrunnar. Hillurnar fást svartar, hvitar og gráar. Tengin eru til I hvftu, svörtu, ‘gráu, rauöu, bláu og gulu. Þessi samsetning býður upp á fjölbreytta nýtingu hillueininganna i innréttingum bæði á heimilum sem f iyrirtækjum. Margbreytileg niöurröðun forms og lita gefa ótrúleg tækifært til myndrænna lausna og frumlegri innréttinga en áður hafa sést. • ÞJÖNUSTA GAOI LAUGAVEGI 13 — 101 REYKJAVÍK SfMI 91-625870 Hríngið og við sendum nánari upp/ýsingar! FAXAFENI5, SÍMI68 56 80 (SKEIFUNNI) Innréttingar Finns Fróoasonar eru landsþekktar fyrir þaulhugsaðan glæsileik og notagildi. Meðfrábærri natni í framleiðslu þeirra heldur Ármannsfell á lofti fyrsta flokks íslensku handverki, þarsem hverog einn finnur innréttingu sem hæfir hans húsakynnum. Velkomin!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.