Morgunblaðið - 07.10.1988, Side 28

Morgunblaðið - 07.10.1988, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 Höfundur: Árni Ibsen. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikmynd: Guðrún S. Svavarsdóttir. Tónlist: Lárus Grtmsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikarar: Theódór Júlíussonog Þráinn Karlsson. Frumsýning föstud. 7/10 kl. 20.30. 2. sýning sunnud. 9/10 kl. 20.30. Miðasala opin frá kl. 14.00-18.00. Sími 24073. Leikfélag Akureyrar: Frumsýnir „Skjaldbak- an kemst þangað líkau Fyrsta af flórum verkum leikársins LEIKRIT Arna Ibsen, „Skjald- bakan kemst þangað líka“, verð- ur frumsýnt þjá Leikfélagi Akur- eyrar í kvöld og er það jafnframt fyrsta frumsýning félagsins á nýju leikári. Leikritið segir frá skáldunum Ezra Pound og Will- iam Carlos Williams. Þar greinir frá ólíkum viðhorfum þeirra til lífsins og starfsins, ekki sist seg- ir frá ótrúlegri vináttu þeirra sem verður að standa af sér stórsjó og skipbrot. Vinátta þeirra stóð í 60 ár og spannar leiksýningin yfir þau ár. William er læknir og skáld og skipti tíma sínum milli þeirra starfa og er sannfærður um að læknirinn og skáldið geti ekki 'hvort án ann- ars verið. Að deila kjörum sínum með fólki, helst þeim smáu og umkomulausu, gæfi skáldskap hans gildi. Hann bjó í smábæ allt sitt líf og starfaði þar sem læknir og kapp- kostaði að yrkja ljóð og jörð, og ást hans á sínum samastað gerði hann að hans paradís á jörðu. Síðar varð hann eitt ástsælasta skáld Banda- ríkjanna fyrir ljóð sín um allt það smáa líf, sem hrærðist í hans nán- asta umhverfi. Vinur hans, Ezra Pound, aftur á móti tók þá stefnu að reyna að kynnast öllu því sem hugsað hafði verið og ort í heiminum, til að geta fellt það í einn ljóðabálk. Heimurinn var hans vettvangur og hann festi hvergi rætur. Hann var á sífelldum ferðalögum til að drekka í sig and- ann á hveijum stað. A fjórða ára- tugnum fann hann sér loks sama- stað í hugmynd. Hugmyndin var fasisminn, sem hann hreifst áf. Hann tekur til að útvarpa áróðri fyrir fasistana á Ítalíu til Banda- ríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Ezra var eitthvert merkasta ljóð- skáld þessarar aldar. Fyrir áróður sinn var hann kærður fyrir landráð og til stóð að dæma hann tii dauða. Það kom í hlut Williams að veija hann, þó hann gæti ekki varið skoð- anir hans. Þessi átök eru þunga- miðjan í leikritinu „Skjaldbakan kemst þangað líka“. Ámi Ibsen skrifaði verkið árið 1984 fyrir EGG-leikhúsið og var það sýnt það ár í Nýlistasafninu í Reykjavík og vakti mikla athygli. EGG-leikhúsinu hefur verið boðið með verkið á ýmsar listahátíðir um heim. í hlutverki Williams hjá LA er Theódór Júiíusson og með hlut- verk Ezra fer Þráinn Karlsson. Leikstjóri er Viðar Eggertsson og er verkið hans fyrsta leikstjómar- verkefni hjá LA, en hann hefur leik- ið í fjölmörgum sýningum þess síðustu nítján árin. Guðrún Svava Morgunblaðið/Rúnar Þór Theódór Júlíusson og Þráinn Karlsson í hlutverkum sínum. Svavarsdóttir gerir leikmynd og búninga og er þetta hennar fyrsta verkefni hjá Leikfélaginu. Lárus H. Grímsson samdi tónlist fyrir verkið og áhrifahljóð, sem er veiga- mikill þáttur sýningarinnar. Ingvar Bjömsson annast lýsingu. Frumsýning hefst kl. 20.30 í kvöld og önnur sýning verður sunnudaginn 9. október. Stýrimanna- og fískvinnslu- nemar flylja í nýtt húsnæði li&Mííí HOTEL KEA Fjölskyldu- tilboð sunnudag Sveppasúpa Villikryddað lambalæri Verðaðeinskr.690,- Frrtt fyrir börn 0-6 ára 1/2 gjald fýrir 6-12 ára. SMwbwg Dalvík. TÍMAMÓT urðu þjá stýrimanna- og fiskvinnslunemum á Dalvik þegar flutt var í nýtt húsnæði, sem tekið var á leigu og búið út til kennslu. Hingað til hefiir þessum námsbrautum verið kennt í grunn- skólanum en brautirnar eru starf- ræktar sem framhaidsdeildir við Dalvíkurskóla. Skólinn hefur búið við mikil húsnæðisþrengsli undan- farin ár en ekki hefur fengist fé á fjárlögum til framhaldsfram- kvæmda við skólabyggingu. Kem- ur þetta nýja húsnæði sér þvi vel fyrir nemendur skólans. Tekið var á leigu 200 fermetra húsnæði á efstu hæð Ráðhússins á Daivík og það innréttað sem kennslu- húsnæði. Fengust þannig þijár kennslustofur auk setustofu, snyrt- ingar og kennarastofu og getur þetta húsnæði hýst alla framhaldsdeildar- nemendur skólans. Þrátt fyrir mikið annríki hjá iðnaðarmönnum í sumar og haust, var verkið unnið af miklum krafti og tók aðeins einn mánuð að fullgera kennsluaðstöðuna. Er nemendur fluttu úr grunnskól- anum í þetta nýja húsnæði tók hver sitt borð og stól. Gengu þeir síðan fylktu liði úr gamla skólanum í Ráð- húsið. Eftir að þangað kom tóku Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Július Kristjánsson kennari stýrimannanema á Dalvík I broddi fylk- ingar á leið í nýja kennsluhúsnæðið með borð og stóla. Póstfax 96-27795 Sími 96-26366 STEFANIA AKUREYRI Helgarpakkarnir byrjaðir Gott verð, morgunmatur innifalinn. þeir til við að hengja upp myndir og raða upp í kennslustofur þannig að hægt yrði að hefja kennslu strax daginn eftir. Almennt virtust nem- endur hinir ánægðustu með þessa kennsluaðstöðu, ekki síst fyrir það að vera komnir í sér húsnæði. Mjög góð aðsókn er að Stýri- mannadeildinni á Dalvík. Alls voru innritaðir 36 nemendur í haust, 16 nemendur á 1. stig og 20 nemendur á 2. stig og hafa ekki fyrr jafn- margir stundað nám við deildina. Þá er nú í fyrsta sinn starfrækt fisk- vinnslubraut við skólann og eru 14 nemendur skráðir á þá braut. Ráð- gert er að hægt verði að ljúka full- gildu prófi í fiskiðn frá skólanum fáist til þess heimild menntamála- ráðuneytisins en töluverð vinna hefur verið lögð í undirbúning fyrir það af hálfu heimamanna. Á síðasta skólaári færðu útgerðar- fyrirtæki á Dalvík og Árskógsströnd stýrimannadeildinni að gjöf tækja- búnað til kennslu á siglinga- og físki- leitartæki með þeirri ósk að með því væri lagður grunnur að sjálfstæðum sjávarútvegsskóla á Dalvík. Þessum búnaði hefur nú verið komið fyrir í þessu nýja húsnæði og er stýri- mannadeildin nú allvel búin tækjum til kennslu. Hljóðbylgjan: Sækir um leyfi fyrir sunnan Útvarpsstöðin Hljóðbylgjan á Akureyri hefiir sótt um leyfi til útsendinga á höfuðborgarsvæð- inu. Búast má við svari frá út- varpsréttarnefnd í næstu viku. Pálmi Guðmundsson útvarpsstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir Hljóðbylgjumenn hefðu hug á því að byija útsendingar þar fyrir jólin ef jákvætt svar bærist frá nefnd- inni sem þeir fastlega byggjust við. Ætlunin væri að kaupa sérstakan búnað frá Bandaríkjunum, Ítalíu og Hollandi til þessa og yrði 2,5 kw sendi komið fyrir að Öllum líkindum á Vatnsendahæð. „Auðvitað er þetta áhætta eins og annað. Við erum þó biartsýnir og maður kemst ansi langt á henni," sagði Pálmi. Kostnaður við tækjabúnaðinn nemur um 2,5 millj- ónum króna. Þá kemur einnig til kostnaður við endurvarpið sjálft. Ætlunin væri að fjármagna þetta með auglýsingatekjum að sunnan. Hljóðbylgjan nær nú aðeins til Norð- urlands, frá Sauðárkróki og allt aust- ur til Húsavíkur og útvarpar stöðin frá kl. 7 á morgnana til miðnættis á virkum dögum og til kl. 4.00 um helgar. Dagskrárgerð og útsending- artíminn mun vera í endurskoðun hjá þeim Hljóðbylgjumönnum og sagði Pálmi að breytinga mætti vænta þegar og ef leyfi fengist fyrir stöðinni í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.