Morgunblaðið - 07.10.1988, Side 44
44
MORGUNBLAÐŒ) IÞRÖTTIR PÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Spennufall í Seoul!
Allan léttleika vantaði í íslenska landsliðið og einhæft leikkerfi varð liðinu að falli
MIKIÐ hefur verið rætt og ritað
um árangur íslenska landsliðs-
ins á Óiympíuleikunum í Seoul
og eru allir sammála um að að
árangur liðsins var ekki eins
og vonast var til. Miklar vænt-
ingar voru gerðartil liðsins,
enda leikmenn landsliðsins
verið mikið í sviðsljósinu - á
leikvelli, ífjölmiðlum og í aug-
lýsingum. Boginn var spenntur
eins og hægt var og fcrráða-
menn Handknattleikssam-
bands íslands sögðu að
íslenska iandsliðið væri
reynslumesta landsliðið sem
myndi keppa á Ólympíuleikun-
um í Seoul.
Undirbúningur liðsins var geysi-
legur - leikmenn æfðu tvisvar
á dag í þijá mánuði fyrir ÓL, fyrir
utan það að þeir léku fjölmarga
landsleiki á mótum í A-Þýskalandi,
Spáni og íslandi, auk þess að leika
mikið af vináttuleikjum á íslandi, í
Frakklandi og í V-Þýskalandi.
Það var ekki annað hægt að segja
en að Bogdan landsliðsþjálfari og
strákamir hans hafi fengið vinnu-
AF
INNLENDUM
VETTVANGI
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrífar
frið til að undirbúa sig sem best
fyrir Ólympíuleikana. Þeir voru ekki
dæmdir hart þrátt fyrir tap gegn
þjóðum sem voru taldar lakari. Ef
svo fór að íþróttafréttamenn bentu
á ýmisleg atriði, sem
betur máttu fara,
voru forráðamenn
HSÍ ekki ánægðir
og töluðu um niður-
rif.
Það mátti greini-
lega ekki deila á
undirbúning liðsins
og leikaðferðir, en
aftur á mófi voru
stjómarmenn HSÍ í sjöunda himni
þegar landsliði íslands var hrósað
í hástert og þeir voru ekki lítið
hrifnir yflr fyrirsögn í Morgvn-
blaðinu 23. júlí^sem var þannig:
„Raunhæft að ísland nái verð-
launasæti í Seoul.“ Sá sem þetta
sagði var Petre Ivaneseu, landsliðs-
þjálfari V-Þýskalands. Við skulum
vitna aðeins í viðtalið við Ivanescu,
sem sagði: „íslenska liðið er mjög
þroskað og leikreynt og nær há-
punkti í Seoul. Leikmenn liðsins eru
á besta aldri, en ef liðið nær ekki
góðum árangri núna þá liggur leið-
mmim
KOSTUR FYRIR ÞIG
„,verð augiy=‘A
varraHg'" isthérmeð.
■WSSS??-
K0RN.^DBF,aD
K0RN.6Xe°BT
300 GR*
300 GR*
kr*
kr
koRR'
frokost
m^fluflögup 100 gP
62.00*
a ,sa 62.00*
275 GR- KB'
4TEG. kb. 99*00
KARTÖFL
UIAAPUU
SKRÚFUP 70 GR*
3teg. kR.99.00
KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT!
in niður á við.“ Ivanescu ræddi síðan
um hina snjöllu leikmenn Islands,
sem höfðu leikið í V-Þýskalandi og
sagði svo: „Með þessu liði ætti að
vera raunhæft að ná í verðlauna-
sæti á Ólympíuleikunum og það
held ég að sé rökrétt mat en ekki
óskhyggja."
Þegar þessi kunni þjálfari var
spurður um galla íslenska liðsins,
sagði hann: „Það vantar meiri sam-
ræmingu í vamarleikinn og meiri
fjölbreytni í sóknarleikinn. En þetta
eru vandamál sem öll lið eiga við
að stríða og það er nægur tími til
stefnu."
Geysileg pressa á íslensku
leikmönnunum
Þegar að er gáð var pressan orð-
in mikil á leikmönnum fslands og
hún magnaðist þegar Ólympíuleik-
amir nálguðust. Miklar væntingar
vora gerðar. Svo miklar að einn af
þeim mönnum sem stóðu næst
landsliðinu gat leyft sér að segja,
eftir að Júgóslavar hættu við að
taka þátt í móti á Spáni - þar sem
íslendingar kepptu; að ástæðan fyr-
ir því að Júgóslavar myndu ekki
keppa á Spáni væri að þeir væra
hræddir við íslendinga.
íslenska liðið lék marga góða
leiki í undirbúningi sínum, en það
féll einnig niður á mjög lágt plan.
Tapaði fyrir Sviss og átti í erfíðleik-
um með Dani í Reykjavík nokkram
dögum áður en haldið var til Seo-
ul. Þá bentu landsliðsmenn á að lið-
ið væri lengi að taka við sér í leikj-
um, en þeir vonuðust til að það
myndi iagast í Seoul.
Léttleikann vantaði
Þegar út í alvöruna var komið í
Seoul kom strax fram að það var
ekki búið að kippa þessu atriði í lag
og leikmennimir kvörtuðu um að
þeir hituðu ekki nægilega vel upp
fyrir landsleikina gegn Banda-
ríkjunum og Alsír. Einnig kom fram
í þessum leikjum, að meira en lítið
var að í sóknarleik liðsins. Liðið lék
ekki saman sem ein liðsheild og
allan léttleika vantaði í liðið. Ein-
staklingsframtakið bjargaði þá
miklu - Kristján Arason og Þorgils
Óttar Mathiesen vora mennimir
sem réðu úrslitum í sókn og Einar
Þorvarðarson varði vel og i leiknum
gegn Alsír var það Sigurður Gunn-
arsson sem stóð upp úr.
Voru fróttamenn
sökudólgamir?
Eftir síðasta leikinn á Ólympíu-
leikunum gat Bogdan landsliðs-
þjálfari Islands staðið kinnroðalaus
fyrir framan íslenska fréttamenn
og sagt að slæm skrif íslenskra
blaðamanna um þessa tvo leiki hafi
verið það sem setti leikmenn ís-
lands út af laginu fyrir leikinn gegn
Svíum. Þegar að er gáð, þá sá
Bogdan ekki íslensk blöð í Seoul
og ekki hlustaði hann á útvarpsend-
ingar frá íslandi eða horfði á sjón-
varpssendingar. Það hefur því verið
hringt heim og fréttir héðan rang-
túlkaðar fyrir Bogdan, því að í blöð-
um vora engir sleggjudómar um
íslenska landsliðið. Frásagnir vora
að mestu byggðar upp á viðtölum
þar sem leikimir vora sýndir nær
beint til íslands. Til gamans má því
rifja upp ummæli Bogdans í Morg-
unblaðinu eftir þessa leiki:
BANDARÍKIN: „Taugaóstjrrk-
leiki einkennir oft fyrsta leik en
þetta var of mikið af því góða.
Strákamir héldu varla haus í fyrri
hálfleik," sagði Bogdan og bætti
við að flestir hafí leikið eins og
þeir væra með 50 kg sekk á bakinu.
ALSÍR: „Þessi leikur var alveg
eins og ég átti von á. Það er erfitt
að spila gegn Alsír, þetta era mikil
hlaup og leikurinn tekur því sinn
toll. Einbeitni var ekki til staðar í
byijun, en málið var að við urðum
að vinna og því vora menn ef til
vill taugaóstyrkir og gerðu of mörg
mistök," sagði Bogdan og bætti
síðan við að íslenska liðið hafí enn
ekkert sýnt.
Eftir slaka byijun kom svo Ieik-
urinn gegn Svíum, þar sem engar
breytingar höfðu orðið á íslenska
liðinu - léttleikinn var ekki til stað-
ar og sóknarleikurinn var enn í
molum. Greinilegt var að strákamir
þoldu ekki spennuna og hræðslan
við Svía varð þeim að falli. Bogdan
sagði þá eftir leikinn að engin hugs-
un hafí verið hjá landsliðsmönnum
í leiknum og leikmenn hafí ekki
staðist álagið: „Sóknarleikurinn var
slakur og þegar vömin er ekki betri
en raun bar vitni nægir ekki að
skora 14 mörk til að sigra."
Svo kom skellurinn gegn Sovét-
mönnum. Hvað sagði þjálfarinn eft-
ir þann leik?: „Við lékum hörmulega
- það var ekki heil brú í þessu. í
fyrsta lagi fóra leikmennimir ger-
samlega á taugum og f öðra lagi
bragðust skyttumar. Þetta var leik-
ur án hugsunar, allir vildu gera
vel, en liðsheildin var engin," sagði
Bogdan, sem sagði að undirbúning-
urinn fyrir leiki hefði yfírleitt verið
eins - og ekki yrði gerð breyting
þar á fyrir síðasta leikinn.
Hvers vegna voni engar breyt-
ingargeröar?
Eftir að hafa rennt yfir skýringar
Bogdans, er alltaf hægt að komast
að því sama: Taugaveiklun leik-
manna, skyttumar bragðust, liðs-
heild vantaði og vamarleikur var
ekki nægilega góður. Það er því
ekki nema von að menn velti því
fyrir sér - hvar brást undirbúning-
urinn? Það er nokkuð undarlegt að
þjálfari liðs, sem er maðurinn sem
á að sjá veikleikann og hvetja menn
til dáða, skuli tilkynna að þrátt fyr-
ir að hann hafí séð hvað var að
strax frá fyrsta leik, yrðu engar
breytingar gerðar á undirbúningi
fyrir leiki. Þær hafi alltaf verið eins.
Treystir ekki leikmönnum
sinum
Það verður aldrei tekið frá
Bogdan að hann er mjög hæfur
þjálfari og hefur gert marga góða
hluti fyrir íslenskan handknattleik.
Hans stóri galli er aftur á móti sá,
að hann getur ekki metið stöðuna
í leiknum sjálfum á réttum tíma.
Bogdan treystir á örfá leikmenn,
en aðrir era ekki inni í myndinni
hjá honum. Þetta gerði hann með
Víkingsliðið á áram áður, þegar
hann keyrði alltaf á sömu sjö leik-
mönnunum. Þetta hefur hann einn-
ig gert með landsliðið - sömu leik-
mennimir era inni á vellinum hvað
sem kemur upp á. Með þessu verð-
ur sóknarleikurinn einhæfur og
keppinautar íslands vita nákvæm-
lega hvemig á að bregðast við.
Þeir beyttu 6-0 vöm gegn íslend-
ingum á Ólympíuleikunum, þannig
að sóknarleikurinn lamaðist. Leik-
mennimir sjálfír viðurkenndu að
þeir hefðu alltaf átt í erfiðleikum
með að leika gegn flatri vöm og
sögðu einnig að þeir hefðu ekki
æft nein leikkerfi til að bregðast
við flatri vöm. Hvemig stendur á
því?
Leikkerfi og Utia gula hnnan
íslenska landsliðið vakti geysi-
lega athygli í heimsmeistarakeppn-
inni í Sviss, þar sem leikmenn liðs-
ins fóra á kostum. Nokkrar breyt-
ingar hafa verið gerðar á íslenska
landsliðinu síðan þá. Leikmenn eins
og Bjami Guðmundsson, Þorbjöm
Jensson og Þorbergur Aðalsteins-
son léku ekki í Seoul og Páll Ólafs-
son, sem átti marga frábæra leiki
í Sviss, fékk lítið að vera með. Það
hefur mikið vatn runnið til sjávar
síðan í Sviss og íslenska landsliðið
Allan lóttleika vantaði f leikmenn íslenska liðsins á Ólympíuleikunum í Seoul. Þeir náðu aldrei að fagna eins og á
meðfylgjandi mynd.