Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B
231. tbl. 76. árg.
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsíns
Græniand:
Taka 9,4
mílljarða
erlent lán
Nuuk. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara
Morgunbladsins.
GRÆNLENSKA landsþingið hef-
ur ákveðið að taka erlent lán að
upphæð einn milljarður og fjög-
ur hundruð þúsund danskar
krónur alls (um 9,4 miiyarðar
isl. kr.). Nota á féð til að standa
undir halla í atvinnurekstri, eink-
um fiskframleiðslu, og til að
styrkja skuldastöðu landstjórn-
arinnar.
Landstjómin hefur þegar fengið
tilboð um lán að upphæð 270 millj.
d. kr. í japönskum jenum og 890
millj. d. kr. í vestur-þýskum mörk-
um. Allt lánið, 1400 milljönimar,
samsvarar 35.000 d. kr. (ríflega
230.000 ísl. kr.) erlendri skuld á
hvert einasta mannsbam í Græn-
landi.
Halli á ijárlögum landstjómar-
innar árið 1987 var um 600 milljón-
ir danskar krónur eða sem samsvar-
ar rúmum 3,6 milljörðum íslenskra
króna. 320 milljónir af þessum halla
er vegna tapreksturs í fisk- og
rækjuvinnslu.
Efnahagsráðunautur OECD
gagnrýndi nýlega. framleiðslu-
stjómun grænlensku landstjómar-
innar. Hann sagði landstjómina
borga sjómönnum of mikið fýrir
hráefnið með það fyrir augum að
halda uppi nægri atvinnu til sjávar.
Efnahagsráðunauturinn vill að hrá-
efnisverð til sjómanna verði ákveðið
með tilliti til heimsmarkaðsverðs á
fullunnum vömm. Þá segir hann
að grænlensk fiskvinnsiuhús séu
illa rekin og mælir með fjölgun
verksmiðjuskipa á kostnað fisk-
vinnsluhúsa í landi. Efnahagsráðu-
nauturinn heldur því einnig fram
að of mörg fiskiskip séu á Grænl-
andi miðað við kvóta og fiskimið
Grænlendinga.
Samkomulag í augsýn
í deílu Irana og Iraka?
Þjóðirnar hafa fallist á tiliögur SÞ í meginatriðum
Nikóslu. Reuter.
ALI Akbar Velayati, utanríkisráðherra írans, sagði í gær að íranir
óg írakar hefðu í meginatriðum fallist á tillögur Sameinuðu þjóð-
anna sem miða að þvi að koma hreyfingu á friðarviðræður þjóð-
anna. Iranska fréttastofan IRNA hafði það eftir velayati að þegar
þjóðirnar hafa fallist á tillögurnar megi fara að ræða um allsheijar-
samkomulag milli ríkjanna. í tillögum Javiers Perez de Cuellars,
aðalritara SÞ, er gert ráð fyrir aðlranir og írakar kalli heim heri
sína innan fimmtán daga, fangaskipti fari fram og að íranir hætti
að leita í skipum sem fara um Hormuz-sund.
Að sögn Velayatis voru tillögur
Perez de Cuellar í flórum liðum og
ef samkomulag næst varðandi þær
þijár fyrstu leiðir það til þess að
fjórða tillagan, um allshetjarsam-
komulag þjóðanna, verður tekin til
umræðu.
Velayati sagði að viðræðum yrði
haldið áfram undir stjóm Perez de
Cuellars og sérstaks fulltnia hans,
Jans Eliassons. Enn ætti eftir að
ákveða dagsetningu viðræðnanna en
Eliasson myndi vera í sambandi við
fulltrúa beggja þjóðanna.
Velayati kenndi írökum um seina-
gang í viðræðunum og sagði að full-
trúar þeirra hefðu ekki umboð til
að taka sjálfstæða ákvörðun.
„íraska nefndin skortir það vald-
boð sem nauðsynlegt er við slíka
samninga og þess vegna er eins og
írösku fulltrúamir viti stundum ekki
hvom fótinn þeir eigi að stíga," hafði
IRNA eftir Velayati. Hann minntist
hins vegar ekki á kröfur íraka um
að sprengidufl og skipsflök yrðu flar-
lægð úr Shatt al-Arab fljótinu svo
hann yrði skipgengur á ný.
Fréftir frá SÞ herma að Perez de
Cuellar hafi lagt til við írani að þeir
hættu að leita í skipum á Hormuz-
sundi gegn þvi að írakar frestuðu
viðræðum um Shatt el-Arab.
Velayati sagði að viðræðumar við
utanríkisráðherra íraks, Tareq Aziz,
í síðustu viku hefðu verið árang-
ursríkari en fyrri viðræður þeirra í
Genf.
Friðarviðræður milli írana og ír-
aka hafa verið í sjálfheldu frá því
þær hófust í Genf 25. ágúst, fimm
dögum eftir að Sameinuðu þjóðunum
tókst að koma á vopnahléi milli þjóð-
anna í Persaflóastríðinu sem hafði
geysað í átta ár.
Kína:
Fjórir lifðu
af þegar þota
flaug á hótel
Peking. Reuter.
FJÓRIR verkamenn komust af
en 42 biðu bana þegar Iljúsliín-
þota fórst rétt eftir fiugtak i
borginni Linfen í Shanxi-héraði
i norðurhluta Kína í gærmorgun.
Þotan náði ekki að klifra eftir
að hún lyfti sér og skall niður á
þak Xingiao-hótelsins í Linfen.
Brotnaði hún í tvennt og hmndi
niður af hótelinu. Tókst þeim íjór-
um, sem komust lífs af, að losa sig
úr brakinu og komast burt frá því
áður en flugvélin sprakk og varð
alelda.
Iljúshín-þotan, sem smiðuð var í
Sovétríkjunum, var á leið í stundar-
flórðungs skemmtiferð með „fyrir-
myndarverkamenn", sem vefnaðar-
verksmiðja í Linfen var að verð-
launa fyrir gott starf.
Bann við
brennslu
eiturefna
á hafí úti
London. Reutcr.
RÁÐSTEFNA fulltrúa frá 65
rikjum í London samþykkti ný-
lega bann við því að eitruð úr-
gangsefiii séu brennd á höfiun
úti. Markmiðið er að minnka
líkur á sjávarmengun og jafii-
framt að vernda líf sjávardýra.
Bannið tekur að fullu gildi árið
1994.
Undanfarin ár hafa verið brennd
100 þúsund tonn af úrgangsefnum
á Norðursjónum einum árlega og
em notuð til þess ama sérstaklega
hönnuð skip. Eitt þessara efna er
svonefnt PVC, eitthvert kröftug-
asta eitur, sem til er, og við bmna
þess getur myndast lífshættulegt
gas.
Vísindamenn, sem rannsakað
hafa botn Norðursjávar, segjast
hafa fundið þar lög eiturefna er
þeir álíta að geti ógnað lífi sjávar-
dýra. Heimildarmenn á ráðstefn-
unni sögðu að dauði 10.000 sela
síðan í maí, sem sumir vísindamenn
telja að eigi rætur að rekja til meng-
unar, hafi orðið til að auka stuðning
við bannið.
Ákveðið var sömuleiðis að stöðva
útflutning á eiturefnaúrgangi frá
iðnríkjunum til annarra ríkja og em
þá fátæk þriðjaheimsríki höfð í
huga. Meðal þátttökuríkjanna á
ráðstefnunni vom helstu iðnríki á
Vesturlöndum, Sovétríkin og nokk-
ur þróunarríki.
Losun og eyðing eitraðra úr-
gangsefna komst í brennidepil í
síðasta mánuði er flutningaskipinu
Karin B, sem lestaði efnaúrgang á
Italíu og fyrirhugað var að sigla til
Nígeríu, var meinað að losa farminn
þar og í fimm Evrópulöndum. Varð
skipið að iokum að snúa aftur með
farminn til Italíu.