Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 Framleiðnisjóður landbúnaðarins: Bændur á gróður- eyðingarsvæðum fá betri samninga FRAMLEIÐNISJÓÐUR landbúnaðarins hefur kynnt sérstök tílboð til leign og kaupa fullvirðisréttar aldraðra sauðQárbænda og svo og bænda á landssvæðum þar sem talin þörf er á sérstökum að- gerðum til gróðurverndar. Bændur þessir fá hærri tilboð en al- mennt gOda ef þeir eru tilbúnir tO að gera samninga við Fram- leiðnisjóð fyrir 15. nóvember. Framkvæmdanefiid búvörusamninga stendur fyrir þessum tilboðum í þeim tOgangi að takmarka kinda- kjötsframleiðsluna og eru aðgerðimar kostaðar með fé sem ann- ars færi tO útflutningsbóta, en Framleiðnisjóður sér um fram- kvæmdina. Skáksalurinn í Borgarleikhúsinu. Morgunbiaðið/Bjami Heimsbikarmótið í skák: Fréttasendingar til tæplega hundrað aðila Allir láta vel að aðstöðunni, segir Páll Magnússon NÚ HAFA verið telfdar 5 umferðar á Heimsbikarmóti Stöðvar 2 í skák. Mótið hefúr vakið mikla athygli erlendis og fá nú tæplega hundrað aðilar reglulegar fréttir af mótinu. Um er að ræða Qöl- miðla og dálkahöfunda um skák en einnig er að finna í þessum hóp franskan skákklúbb. Meðlimir hans vetfa sér eina skák í hverri umferð og fylgjast með henni tíl loka. Mat á umsóknum gróðurvemd- artilboðsins fer fram í samráði við Landgræðslu ríkisins. Svæðin sem tilboðið nær til er Suðvesturland, frá Mýrasýslu til Vestur-Skafta- fellssýslu að báðum meðtöldum og EyjaQarðar- og Suður-Þingeyjar- sýsla. Boðnir eru tvenns konar samn- ingar. Annars vegar samningur um kaup eða leigu til 3ja ára, er gerður verði fyrir 15. nóvember næstkomandi. Hins vegar samn- ingur um kaup eða leigu til 2ja ára er skulu gerðir fyrir 1. apríl á næsta ári. Fyrri samningurinn er hagstæðari. Þar eru greiddar 4.000 krónur í förgunarbætur fyr- ir hveija kind og 8.500 til viðbótar fyrir hvert ærgildi ef um sölu er að ræða, samtals 12.500 krónur. LÖGREGLAN í Reykjavík sinnti 4574 útköOum vegna ýmissa mála í septembermánuði. Þá er ótalinn fjöldi mála sem upp komu við umferðareftirlit lög- reglumanna. 913 útkallanna tengjast ölvun. 460 umferðaró- höpp urðu, 23 þeirra með meiðslum. 76 ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur. 139 þjófhaðarmál voru kærð tO lögreglunnar í september. Lög- reglu bárust 15 kvartanir vegna hunda. Kvartanir vegna dýra eða verkefhi vegna slasaðra dýra voru 53 talsins. Tvisvar leituðu konur, sem sættu barsmíðum af hálfu sambýl- ismanns, til lögreglu og einu sinni misþyrmdi ölvaður maður bami á heimili sínu. Alls kom lögregla á einkaheimili vegna ölvunarástands eða hávaðá í um 400 skipti. 295 kærur bárust vegna ölvunar á al- mannafæri. 11 manns voru teknir ölvaðir úr strætisvögnum. Lög- reglan hafði afskipti af slagsmál- um ölvaðra manna 45 sinnum. 6 líkamsárásir voru kærðar, í einni þeirra var hnífí beitt. Ein nauðgun var kærð í septem- ber. Einn maður stytti sér aldur í Reykjavík í september. Lögreglu var kunnugt um eina tilraun til sjálfsvígs og þrír hótuðu að stytta sér aldur. Þjófnaðarmál skiptast í búðar- hnupl, 13 tilfelli, innbrot 66 talsins og aðra þjófnaði, sem voru 60. 39 sinnum aðstoðaði lögregla slökkvilið vegna eldsvoða. 63 sinn- um var tilkynnt um rúðubrot, í einu tilfelli voru brotnar 22 rúður. Rúmlega tíunda hvert verkefni lögreglumanna tengdist aðstoð við borgara. Til dæmis voru opnaðir Samningamir sem ellilífeyris- þegum stendur til boða em byggð- ir upp á svipaðan hátt og gróður- vemdarsamningamir. Þeir em í tvennu lagi og em hagstæðari ef menn geta gengið frá samningum strax. Gangi menn frá samningum um sölu fullvirðisréttar fyrir 15. nóvember fá þeir 4.000 í förgunar- bætur fyrir hveija kind og 7.500 krónur fyrir hvert ærgildi í full- virðisrétti, samtals 11.500 krónur. í fréttatilkynningu frá Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins em tilboðin til elliiífeyrisþeganna met- in 40—80% hærri en áður hefur tíðkast. Jafnframt er bent á það að með búrekstrinum kunni fólk að skerða ellilífeyrinn og geti því verið tvöfalt hagræði af því að hætta búrekstrinum nú þegar þessir samningar séu í boði. 297 bílar og 38 íbúðir fyrir lykla- laust fólk og 13 sinnum flutti lög- regia fólk í hjólastólum milli húsa. Lögregla og sjúkralið vom tilkvödd vegna níu vinnuslysa, 23 umferðarslysa og 46 slysa sem bar að með öðmm hætti. I síðasttöldu tilvikunum var 13 sinnum um öl- vað fólk að ræða. Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 segir að allir láti mjög vel af aðstöðunni á skákstað. Raunar séu þeir á því að af þeim þremur heimsbikarmótum sem haldin hafa verið í ár sé þetta það langbest skipulagaða. Páll vitnar einnig í orð Kavalek framkvæmda- stjóra Stórmeistarasambandsins sem sagt hefur að þetta sé best skipulagða mótið og til fyrirmynd- ar hvað varðar aðstöðu keppenda á mótsstað. * Páll segir að aðsókn skákáhuga- manna á mótið hafí verið eins og þeir hafi vænst, raunar aðeins betri á fyrstu umferðimar. Að meðaltali hafí þetta verið um 250-300 manns á hveiju kvöldi. Einu hnökramir hingað til í framkvæmdinni var i fyrstu um- ferð er þrír af níu tölvuskjám féllu út. Belgískir tæknimenn sem fylgdu tölvubúnaðinum hingað réðu ekki við vandamálið og því var leitað til þeirra Friðriks Sig- urðssonar og Bjama Júlíussonar hjá Tölvumyndum hf. Kipptu þeir þessu vandamáli snarlega í liðinn. • í máli Páls kemur fram að er- fítt sé á þessari stundu að sjá hvemig fjárhagsdæmið kemur út fyrir Stöð 2. Hitt sé þó ljóst að stöðin muni hagnast mjög á því áliti sem hún fær af því að halda þetta mót. Stöðin sendir stöðugt út fréttaefni til ljölmargra sjón- varpsstöðva og nokkrar slíkar hafa sýnt því áhuga að kaupa hálftíma sjónvarpsþátt úm mótið. Páll segir að slíkur jiáttur muni verða fram- leiddur. Ur nógu efni sé að moða því þótt aðeins séu nokkrar 5-10 mínútna sendingar á dag frá móts- stað eru upptökuvélamar í gangi sex tíma á hveijum degi. Stöð 2 hefur legið undir nokk- urri gagnrýni fyrir að vera ekki með meira af skákskýringum af mótinu. Páll segir að erfítt sé að skýra skákir til hlýtar í jafnstutt- um sendingum og eru af mótinu en gripið hafí verið til þess ráðs að í lokaútsendingu á hveiju kvöldi velji Helgi Ólafsson eina skák og skýri haná nákvæmlega. Sjá skákskýringar á bls. Lögreglan í Reykjavík: A fimmta þúsund verkefim í september Um 900 verkefini tengd ölvun 54-55. Hugsanlegl að breyta skuldum lífvænlegra fyrirtækja í hlutafé - segir Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans „ÉG get vel hugsað mér að bankinn breytti skuldum lífvænlegra fyrirtækja í áhættufé og gerðist hluthafi í þeim á meðan þau kæmust fyrir vind. En ekki nema menn hefðu trú á þeim og hægt væri að hjálpa þeim þannig tíl lífs,“ sagði Sverrir Hermanns- son bankastjóri Landsbanka íslands þegar leitað var álits hans á þeim ummælum Þorvaldar Gylfasonar prófessors í grein sem hann nefndi „Skuldaskil" og birtist hér í blaðinu fyrir skömmu, þess efiíis að rétt gæti verið fyrir bankana að afskrifa hluta af skuldum skuldugra sjávarútvegsfyrirtækja. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði vegna ummæla Þor- valdar að þetta mál væri ekki fallið til að gefa út um það al- mennar yfírlýsingar. Hann vildi þó ekki útiloka þann möguleika að bankar gæfu eftir skuldir sínar en stjómendur bankanna yrðu að ákveða slíkt eftir skoðun á ein- stökum tilvikum. Sverrir sagði að vel gæti komið til greina að afskrifa skuldir eða setja hluta þeirra til hliðar til að hjálpa fyrirtækjum, sem menn hefðu trú á að gætu spjarað sig, til að vinna sig út úr vanda. Hann tók það þó fram að vafasamt væri að ríkisbankar hefðu laga- heimildir til að afskrifa skuldir með þessum hætti. „Víst er það að bankamir hafa haft mikla einstefnu. Þeir líta bara á tryggingar og veð fyrir skuldum en hugsa minna um inn- viði fyrirtækisins, hvaða ábata- vonir em í rekstrinum og hvað gera á fyrir peningana. Þeir þurfa að hafa breiðari yfírsýn yfír hlut- ina þegar lífvænleg fyrirtæki eiga í hlut. Það er engu lagi likt hvað menn em eltir lengi með tapað mál. Annað hvort á að samþykkja orðinn hlut strax eða ef menn hefðu trú á mönnunum ætti að gefa þeim möguleika. Það mætti gera með víkjandi lánum, afskrift- um skulda eða með því að breyta hluta skulda í hlutafé," sagði Sverrir. Jón Sigurðsson sagði að ýmsar ábendingar Þorvaldar um eðli efnahagsvandans væm skynsam- legar. I grein hans væri til dæmis bent á að eðli vandans væri annað en áður vegna meiri skulda fyrir- tækjanna. Sagði Jón að í frysting- unni þyrfti öflugt hagræðingará- tak með sameiningu fyrirtækja og endurskipulagningu á fíárhag þeirra til að draga úr þörf þeirra fyrir hefðbundin úrraeði eins og gengisfellingu. „Það er einmitt Iqaminn í því sem nú er verið að gera, til dæmís með stofnun At- vinnutryggingarsjóðs sjávarút- vegsins," ságði viðskiparáðherra. Hann sagði að sjóðnum væri ætlað að breyta skammtímaskuld- um í lengri lán. Til að markmið um aukna hagkvæmni næðist fengju ekki önnur fyrirtæki fyrir- greiðslu nema þau sem hefðu rekstrargmndvöll og einnig yrðu sett ströng skilyrði um endurbæt- ur í rekstri. Ekki mætti nota sjóð- inn til að bjarga illa reknum fyrir- tækjum því með því væri aðeins verið að fresta vandanum. „Ég tal að athuganir Þorvaldar séu gagn-t legar og samlíking hans við skuldavanda þróunarlandanna er að mínu mati ekki alveg út í hött,“ sagði Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.