Morgunblaðið - 09.10.1988, Page 34

Morgunblaðið - 09.10.1988, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 „Ég gerði mér snemma grein fyrir að heimurinn er örlítíð stærri en litía eyjan ísland uppi í norð- urhafi. Mig langaði tíl að sjá hann. Það lá því fyrir að ég færi utan til náms. Ég ætlaði mér alltaf að læra eitthvað geysilega mikið.“ Baldur Elíasson ólst upp í stórum systkinahópi á Njálsgötu 94 í Reykjavík. Hann er sonur hjónanna Elíasar Hjör- leifesonar, bygginga- meistara, og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Faðir hans lést 39 ára gamall úr lungnabólgu þegar Baldur var aðeins eins árs. Móðir hans hélt ljöl- skyldunni saman og settí hana til mennta. Baldur fór erlendis haustíð 1957 í háskólanám og hefur ekki snúið heim tíl Jt langdvalar síðan. Og hef- ur eiginlega ekki hætt námi heldur. Hann stund- ar rannsóknastörf hjá Asea Brown Boveri (ABB) í Baden í Sviss og er ekki ánægður nema hann læri eitthvað nýtt á hverjum degi. „Þess vegna hef ég alltaf reynt að fást við verkefiii sem ég veit eiginlega ekkert um. Þannig get ég Iært.“ Þegar Baldur segist hafa viljað „sjá heiminn" á hann ekki við að hann hafí viljað ferðast um hann þveran og endi- langan. Hann vildi jú kynnast heimsmenningunni, láta menning- arstrauma leika um sig, en hann vildi fyrst og fremst fræðast um hann og skilja frá sjónarhomi vísindamannsins. Þess vegna sner- ist samtal okkar á sólríkum sumar- degi meðal annars um gróðurhúss- áhrifin í andrúmsloftinu, ósongötin, vetrarbrautir og vanþekkingu mannsins. „Það er fáránlegt að láta sér detta í hug að þessi maurateg- und sem við tilheyrum hér á jörð- inni geti áttað sig á öllu því sem er fyrir hendi í heiminum." Sjálfur er Baldur hafsjór fróðleiks. „Eg hef því miður ótrúlega gott minni, man hluti sem ekkert gagn er að.“ Hann er tilbúinn að miðla þekkingu sinni af stakri þolinmæði til þeirra sem sýna áhuga. Hann tekur hlutina ekki alltof hátíðlega, getur verið orðhvass en kímnigáfan er aldrei langt undan. Hrokafyllsta apategundin Fyrir honum er mannskepnan ekki annað en ein af hinum mörgu dýrategundum hér á jörðinni. „Þessi undirdýrategund sem við tilheyrum er mjög ung. Hún kom fram fyrir svona 35.000 árum og er náskyld mannapanum. FVam að því var Neanderdalsmaðurinn alls ráðandi. Það veit enginn af hveiju hann hvarf og hvemig við komum fram. Það er talið að hann hafi haft stærra heilabú en við. Kannski var hann bara of greindur og varð þreyttur á lífinu á þessari jörð. Ég veit það ekki. Alla vega hvarf hann. Síðan höfum við ráðið rílqum. Og erum nógu hrokafull til að kalla okkur sjálf homo sapiens, eða hinn viti boma mann, eins og Bertrand Russell benti á. Það hefur enginn fengið tækifæri til að spyija hinar dýrategundimar hvað þær kalla okkur. En það er víst að við erum ekki alltaf mjög viti borin, fáfræðin ' er oft gegndarlaus. Við erum í raun- Erum við þá bara fáfróð dýr á rölti um j örðina? inni gangandi þverstæður. Við framleiðum stórkostlega hluti eins og tónlist Bachs eða Mozarts en svo háum við styijaldir og emm á góðri leið með að eyðileggja umhverfi okkar. Annars vegar með því að framleiða efni sem náttúran þekkti ekki áður og hins vegar með því að tímgast eins og rottur og mýs. Þeir sem voru hér á undan okkur vom svo fáir að þeir gátu ekki skað- að umhverfi sitt þótt þeir hefðu allir verið af vilja gerðir. Náttúran er í hárfinu jafnvægi sem þolir ekki mikið álag. Afstaða brautar jarðar gagnvart sólu þarf til dæmis ekki að breytast nema um örfáar gráður til að það verði ísöld. Það tekur ákveðinn tíma að koma náttúmnni úr jafnvægi en þegar það gerist þá er ekki svo auðveldlega aftur snúið, þróunin er hafin og æðir eins og hraðlest niður teinana. Það átta sig því miður ekki allir á þessu og þeir sem gera það geta eklri gripið í taumana fyrr en afleiðingamar koma í ljós af því að það kostar peninga. Það hefur til dæmis verið vitað lengi að miklu magni óefna er hleypt í Norðursjó- inn. Hann hefur smátt og smátt verið að breytast í dmllupoll. En það er ekki fyrr en nú þegar allt er að deyja í honum að reynt er að spoma við hættunni. Það er bara að vona að við gemm ekki út af við okkur sjálf á endanum." Náttúruleg kenning á ósongötunum „Við þurfum þess ekki af því að það er til Iausn á öllum hlutum. En það kostar peninga. Hvað emm við reiðubúin að borga mikið fyrir að halda í okkur lífinu? Ég er til dæmis viss um að gróðurhússáhrif- in geta skapað mikinn vanda hér á jörðinni. í framtíðinni verður að finna leið til að koma í veg fyrir að allt koldíoxíð fari upp í andrúms- loftið. Það er framleitt við alla brennslu. Ég framleiði það núna með vindlinum. Það og annað gas sem við framleiðum kemur í veg fyrir að hitabylgjur frá jörðinni komist út í himingeiminn og and- rúmsloftið hitnar þess vegna smátt „Ég áttaði mig fljótt á því að ég er og verð alltaf íslendingur, sama hversu lengi ég bý hér á meginlandinu og laga mig að lifnaðar- háttum Evrópubúa,“ sagði Baldur Elíasson sem hefúr búið í Sviss í ein 30 ár. og smátt, eins og loft í gróðurhúsi þar sem gler hleypir ljósi inn en hitanum af sólargeislum ekki út aftur. Hafið tekur held ég við helm- ingnum af koldióxíði sem framleitt er. Það sekkur til botns og breytist meðal annars í kalkstein á 6.000 árum. Ég sá lagt til í nýlegri vísindagrein að koldíoxið sem verð- ur til við framleiðslu á raforku úr jarðgasi verði leitt í fljótandi formi út í sjó. Þetta væri hægt en það kostar peninga. Það er fyrst núna sem vísindamenn tala um að það þurfi að gera eitthvað við þessu en hingað til hefur verið látið eins og ekkert væri hægt að gera. Æ meiri kröftum er nú eytt í að framleiða tæki sem draga úr efnum sem önnur tæki framleiða. Þriðji hluti kostnaðar nýrrar kolaraf- stöðvar fer til dæmis í tækjabúnað sem á að gera efnin sem stöðin framleiðir óskaðleg fyrir umhverf- ið.“ Rannsóknastörf Baldurs sjálfs að undanförnu hafa tengst þessu beint. Hann hefur stundað fræðileg- ar rannsóknir hjá ABB, sem hét áður Brown, Boveri og Cie (BBC) og var eitt stærsta fyrirtæki Sviss, í tæp tuttugu ár. „Rannsóknir mínar eru orðnar hagnýtari en áður fyrr. Ég var aðallega í abstrakt- rannsóknum en fyrirtækið reynir nú í æ ríkari mæli að nýta þær við tækjaframleiðslu.“ Það framleiðir raforkustöðvar og skyldan tækja- búnað. Baldur hefur einnig velt vöngum yfir götunum á ósonlaginu, hann stundaði rannsóknir á ósoni í tíu ár hjá BBC. Eins og menn vita þá skýlir ósonlagið jörðinni fyrir út- fjólubláum geislum. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að það var gat á því yfir suðurpólnum. Ein skýring þess er talin vera að gas sem menn hleypa út í loftið meðal annars úr úðunardósum er skaðlegt fyrir ósonlagið. Baldur hefur aðra skýr- ingu á fyrirbærinu. „Ég ætti að selja úðunardósaframleiðendum hana. Þeir mjmdu líklega styrkja mig til frekari rannsókna." Hann telur hugsanlegt að hlaðnar agnir frá sólinni sem finnast í segulsviði jarðar eyði ósóninu þar sem segul- sviðið kemur inn í andrúmsloftið, í í SLEN SKUTÍMA HJÁ MARGIR Svisslendingar hafa ótrúlega mikinn áhuga á íslandi. Sumir leggja það meira að segja á sig að reyna að læra íslensku. Baldur Elíasson, vísindamaður, kennir nú ylhýra málið í Ziirich. Hann hittir fimm til tíu nemend- um einu sinni í viku í nokkra mánuði á ári og hefur gaman af. Málaskóli í borginni sem kenn- ír öll hugsanleg tungumál býöur upp á íslensku. Kennslustundirn- ar hjá Baldri eru óformlegar. Hann útbýr sitt eigið kennsluefiii og notar töfluna mikið. Nemend- uruír kunna hrafl í málinu og vilja læra nóg til að geta bjargað sér á ferðalögum um landið. Það voru bara þrír mættir þegar ég fékk að fylgjast með kennslunni. Dorli Görner tók ást- Ursula Doppler, Dorli Görner og Rolf Fehlmann skrifa eftir íslenskum upplestri: „Við lærum íslensku. Baldur er kennari okkar ...“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.